Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 B 25 ATVINNU AUGL YSINGAR Hraðfrystihús Eskifjarðar óskar að ráða vélvirkja og plötusmið til starfa á vélaverkstæði okkar. Upplýsingar veittar hjá verkstjóra ísíma 97-61126. Skriflegar umsóknir sendist til: Hraðfrystihús Eskifjarðar, c/o Guðni, Strandgötu 39, 735 Eskifirði. & Leikskólar Mosfellsbæjar Stöður leikskólakennara við eftirtalda leik- skóla eru lausar til umsóknar. Upplýsingar gefa leikskólastjórar og leik- skólafulltrúi: Hlíð: Einsetinn leikskóli með 6-8 tíma vistun. Leikskólastjóri Gunnhildur Sæmundsdóttir, sími 566-7375. Hlaðhamrar: Tvísetinn leikskóli. Leikskólastjóri Lovísa Hallgrímsdóttir, sími 566-6351. Reykjakot: Tvísetinn leikskóli. Leikskólastjóri Halla Jörundardóttir, sími 566-8606. Sólveig Ásgeirsdóttir leikskólafulltrúi, sími 566-8666. Rauði kross Islands óskar eftir að ráða kynningarfulltrúa Leitað er að dugmiklum kynningarfulltrúa er hefur áhuga á starfsemi Rauða krossins sem er mannúðarhreyfing og starfar á innlendum og erlendum vettvangi. Helstu verkefni Kynningarfulltrúi RKÍ sinnir kynningar- og markaðsmálum og vinnur náið með stjórn- endum félagsins að þeim málum. Starfssvið hans/hennar er að ritstýra og bera ábyrgð á gerð fréttatilkynninga, vinnslu blaða, tíma- rita og annars útgáfuefnis sem félagið gefur út. Kynningarfulltrúi hefur frumkvæði að ein- stökum útgáfuverkum og einnig fjáröflunar- starfsemi eftir því sem tilefni gefur til hverju sinni. Kynningarfulltrúi heyrir undir fram- kvæmdastjóra RKÍ. Kröfur um hæfni Viðkomandi þarf að hafa menntun á sviði fjölmiðlunar, markaðsmála eða hliðstæða menntun og minnst 3ja ára reynslu ífjölmiðl- un og/eða markaðsmálum. Viðkomandi þarf að vera liðleg/ur í samskiptum, hafa góð tök á íslensku og ensku, bæði í rituðu og mæltu máli og tilbúin/n til þess að koma fram fyrir hönd RKÍ. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur er að ofan greinir, er boðið að senda inn um- sókn til KPMG Sinnu hf. fyrir 6. maí 1995. SINNA hf. REKSTRAR- OG STJÓRNUNARRÁÐGJÖF Bæjarhrauni 12, 220Hafnarfjörður Sími 565-3335 Myndriti565-1212 Framreiðslunemar óskast Upplýsingar gefa þjónar á staðnum, mánu- daginn 1. og þriðjudaginn 2. maí, milli kl. 15 og 17 (ekki í síma). W Bergstaðastræti 37. Sumarvinna Óskað er eftir starfi í ferðaþjónustu, hér eða erlendis, í sumar. Ég hef víðtæka reynslu af krefjandi störfum í ferðaþjónustu, kennslu og stjórnun hér og erlendis. Ég hef ferðast víða um heim og unnið og numið erlendis. Ég er fyrst og fremst að leita að skemmti- legu starfi í sumarfríinu sem mótvægi við daglegt amstur og innisetu. Nánari upplýsingar í síma 15973 á kvöldin. Skjalavörður Staða skjalavarðar við Borgarskjalasafn Reykjavíkur er laus til umsóknar. Starfið felst m.a. í að veita borgarstofnunum ráðgjöf um skjalastjóm. Óskað er eftir starfskrafti með próf í bóka- safnsfræði, sagnfræði eða aðra sambæri- lega menntun. Nánari upplýsingar veitir borgarskjalavörður í síma 632370. Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. KPMG Sinna hf. veitir ráðgjöf á ýmsum sviðum stjórnunar- og starfs- mannamála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu. KPMG Slnna hf. er í samstarfi við KPMG Manaqement Consulting. LAGERSTJORI FYRIRTÆKH) er eitt af stærstu innkaupa- og vörudreifingarfyrirtækjum landsins. LAGERSTJÓRI mun, ásamt því að sinna starfsmannastjórnun, m.a. hafa yfirumsjón með móttöku vöru, frágangi og afhendingu pantana, skipulagi vörulagers auk annars tilfalllandi. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með haldbæra reynslu af stjórnun, séu drífandi, jákvæðir, samviskusamir og vel skipulagðir í vinnubrögðum. Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum. Leitað er að aðila, sem þolir vel álag og eflist við. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 5. maí n.k. Ráðning verður eftir nánara sam- komulagi. eru Umsóknareyðublöð skrifstofunni, sem opin er viðtalstímar eru frá kl. 10-13. fyririiggjandi frá kl.10-16, cn t\ ST Starfsráðningar hf Suöurlandsbraut 30 • 5. hxo ¦ 108 Reykjavik Simi: 588 3031 Fax: 588 3010 Cubný Hariardóttir Leikskólakennarar óskast á leikskólana Undraiand og Óskaland í Hveragerði. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Allar nánari upplýsingar gefa Sesselja Ólafs- dóttir, Undralandi, í síma 98-34234 og Gunnvör Kolbeinsdóttir, Óskalandi, í síma 98-34139. AKUREYRARBÆR STARFSMANNADEILD Staða jaf nréttis- og fræðsluf ulltrúa Akureyrarbæjar er laustil umsóknar Starfið er tvíþætt, annars vegar er um að ræða stjórnun, umsjón og skipulagningu fræðslu og endurmenntunar starfsmanna og stjómenda Akureyrarbæjar og hins vegar að vinna að framgangi jafnréttisáætlunar Akur- eyrarbæjar og öðrum jafnréttismálum, innan bæjarkerfisins og í bæjarfélaginu öllu, skv. lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Krafist er háskólamenntunar, reynslu og þekkingar á sviði fræðslu- og jafnréttismála, svo og reynslu af stjórnun og skipulagningu. Umsækjendur þurfa einnig að hafa góða hæfni í samskiptum og eiga auðvelt með að tjá sig í ræðu og riti. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Akur- eyrarbæjar og STAK. Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra, Geislagötu 9, 600 Akureyri, á sérstökum eyðublöðum sem fást þar. Nánari upplýsingar hjá jafnréttis- og fræðslu- fulltrúa og starfsmannastjóra í síma 96-21000. Tölvudeild Óskum að ráða deildarstjóra tölvudeildar hjá stóru opinberu fyrirtæki. í tölvudeildinni starfa sjö manns. Deildinni er skipt í þrjú svið, þjónustu-, rekstrar- og kerfisfræðisvið. Tölvubúnaður stofnunarinn- ar er 250 einmenningstölvur, tengdar saman á nærneti. Netinu tengjast Unix tölvur af ýmsum gerðum. Deildarstjórinn er yfirverkefnastjóri deildar- innar og sinnir auk þess fjármálum, áætlana- gerð, stefnumótun deildarinnar í samráði við yfirstjórn og framfylgir stefnu hennar. Hann hefur umsjón með rekstri kerfa og tölvubúnaðar og yfirumsjón með endurgerð rekstrarkerfa. Sérstök áhersla er lögð á þjón- ustuþátt starfsins. Leitað er að aðila með háskólamenntun í tölvunarfræðum eða sambærilega menntun. Viðkomandi þarf að hafa almenna þekkingu á sviði kerfisgerðar og gagnasafnskerfa. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., Skeif- unni 19, Reykjavík merktar: „Tölvudeild - 161", fyrir 15. maí nk. Hagyangurhf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.