Morgunblaðið - 30.04.1995, Síða 26

Morgunblaðið - 30.04.1995, Síða 26
26 B SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR Upplýsingamiðstöð myndlistar óskar eftir starfsmanni í hlutastarf (60%). Verkefni Upplýsingamiðstöðvar eru að koma á laggirnar gagnabanka sem hafi að geyma upplýsingar um: ★ íslenska myndhöfunda og verk þeirra. ★ Sýningartilboð, söfn og sýningarsali hér- lendis og erlendis. ★ Námsframboð, vinnuaðstöðu og styrki hérlendis og erlendis. ★ Myndlistarviðburði. ★ Tryggingar og efnisframboð. Viðkomandi starfsmaður mun vinna að upp- byggingu Upplýsingamiðstöðvarinnar og jafnframt annast rekstur þjónustuskrifstofu á þessu sviði. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Upplýs- ingamiðstöðvar myndlistar á Þórsgötu 24, 2. hæð, 101 Reykjavík fyrir 10. maí nk. I umsóknum skal greina aldur, menntun og fyrri störf. Atvinna á Djúpavogi í Djúpavogshrepp vantar starfsfólk í eftirtaldar stöður: 1. Leikskólastjóra við leikskólann Bjarkatún, Djúpavogi. Ráðningartími frá 1. september nk. 2. Grunnskólakennara við Grunnskólann Djúpavogi. Ráðningartími frá 1. ágúst nk. 3. Hjúkrunarfræðing til starfa á heilsugæslu- stöðinni á Djúpavogi. Ráðningartími samkomulag. 4. Forstöðumann fyrir Dvalarheimili aldraðra á Djúpavogi. Ráðningartími frá 1. september nk. Skriflegum umsóknum skal skila til skrifstofu Djúpavogshrepps, Búlandi 3, 765 Djúpavogi fyrir 20. maí 1995. Nánari upplýsingar um störfin veitir sveitar- stjóri Djúpavogshrepps í síma 97-88834, hs. 97-88970. Framkvæmdastjóri Stangveiðifélag Reykjavíkur óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Starfssvið framkvæmdastjóra er m.a.: - Dagleg framkvæmdastjórn. - Markaðs- og sölumál. - Fjármál. - Áætlanagerð. Við leitum að manni með viðskiptamenntun, getu til að starfa sjálfstætt og sýna frum- kvæði í starfi. Góð þekking á markaðs- og fjármálum er nauðsðynleg. Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með mannleg samskipti og vera tilbúinn að sinna erilsömu starfi. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hag- vangs hf. merktar: „Stangveiði 143“ fyrir 10. maí nk. Hagva Qgurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 8136ÓÓ Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir Frá Fræðsluskrif- stofu Suðurlands Lausar stöður við grunnskóla í Suðurlandsum- dæmi. Umsóknarfrestur er til 22. maí. Skólastjórastaða við Sandvíkurskóla Selfossi. Kennarastöður við eftirtalda skóla: Standvíkurskóla, meðal kennslugreina kennsla yngri barna og aimenn kennsla. Laugalandsskóla, meðal kennslugreina íþróttir. Ketilsstaðaskóla. Umsóknir berist viðkomandi skóla. Fræðslustjóri Suðurlandsumdæmis. TTq ORKUSTOFNUN f~ GRENSÁSVEGI 9-108 REYKJAVlK Sérfræðingar Orkustofnun óskar að ráða sérfræðing til starfa við úrvinnslu á sviði vatnamælinga. Aðalverksvið verður þróun og viðhald forrita fyrir greiningu, meðferð og framsetningu vatnafræðilegra gagna. Viðkomandi þarf að hafa háskólapróf í raungreinum og reynslu af forritun og gagnaúrvinnslu. Skriflegar umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar Guðnýju Þórsdóttur, starfsmannastjóra, eigi síðar en 12. maí 1995. Frekari upplýsingar veitir dr. Árni Snorrason, forstöðumaður vatnamælinga Orkustofnunar. Frá Fræðsluskrifstofu Vestfjarðaumdæmis Lausar stöður - umsóknarfrestur til 30. maf 1995 Stöður skólastjóra við Grunnskólann á ísafirði, Grunnskólann í Örlygshöfn, Finn- bogastaðaskóla og Broddanesskóla. Stöður kennara, við Grunnskólann í Örlygs- höfn, Grunnskólann í Súðavík og Grunnskól- ann á Drangsnesi. Umsóknarfrestur um stöður grunnskóla- kennara við eftirtalda skóla framlengist til 20. maí nk.: Grunnskólinn ísafirði Danska, raungreinar, stærðfræði, tónmennt, handmennt/smíðar, heimilisfræði, sér- kennslu og almenna bekkjarkennslu í 1 .-7. bekk. Birkimelsskóli Barðaströnd Almenn kennsla. Grunnskólinn Patreksfirði Almenn kennsla, heimilisfræði, hand- og myndmennt, smíðar, íþróttakennsla. Grunnskólinn Tálknafirði Almenn kennsla. Grunnskólinn Bfldudal Almenn kennsla. Grunnskólinn Þingeyri Almenn kennsla, kennsla yngri barna, íþróttakennsla. Grunnskólinn Holti Almenn kennsla. Grunnskólinn Flateyri Mynd- og handmennt, enska, íþróttir, almenn kennsla. Grunnskólinn Suðureyri Almenn kennsla. Grunnskólinn Hólmavík Almenn kennsla. Grunnskólinn Broddanesi Almenn kennsla, hlutastaða. Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis. Skattrannsóknir Hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins eru lausar til umsóknar stöður rannsóknarmanna. Um- sækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi í viðskiptafræði, hagfræði eða lögfræði eða vera löggiltir endurskoðendur. Þá þurfa um- sækjendur að geta tjáð sig skipulega með skriflegum hætti, vera töluglöggir og ná- kvæmir. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun, fyrri störf og annað er máli þykir skipta, skulu sendar skattrannsóknarstjóra ríkisins, Borg- artúni 7, 150 Reykjavík, fyrir 18. maí nk. 3jÉ|r, SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI RÍKISINS w Vinnuskóli Reykjavíkur Skráning unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir sumarið 1995 fer fram dagana frá 2. til 12. maí nk. í afgreiðslu skólans, Engja- teigi 11, 105 Reykjavík, jarðhæð. Opið erfrá kl. 08.20 til 16.15 alla virka daga. Upplýsingum um starfsfyrirkomulag Vinnu- skólans sumarið 1995 hefur verið dreift til nemenda í 8. og 9. bekk grunnskóla í Reykja- vík. Með upplýsingunum fylgdi skráningar- blað og skrá unglingarnir sig til vinnu með því að fylla það nákvæmlega út og skila til Vinnuskólans. Vinnuskóli Reykjavíkur. Starfsfólk óskast Örtölvutækni starfar á sviði upplýsingatækni og þjónar fyrirtækjum og stofnunum á ís- lenskum markaði. Höfuðáhersla er lögð á markvissa vöruþróun og uppbyggingu þekk- ingar og býður fyrirtækið þjónustu, búnað og heildarlausnir eins og best gerist. Örtölvutækni sinnir viðskiptavinum sem gera miklar kröfur. Til að mæta auknum kröfum og auknum umsvifum óskum við eftir að ráða í eftirfarandi störf: 1. Starfsmaður í þjónustudeild. Novell netkerfi. Umsækjendur skulu hafa tölvumenntun og/eða reynslu af vinnu við Novell netkerfi. 2. Starfsmaður í þjónustudeild. UNIX umhverfi. Umsækjendur skulu hafa tölvumenntun og/eða reynslu af vinnu í UNIX tölvuumhverfi. 3. Starfsmaður í tæknideild. Tæknimaður. Leitað er að rafeindavirkja með reynslu af tölvubúnaði. Krafist er góðrar almennrar tölvuþekkingar, sér- staklega í Windows umhverfi. Hæfniskröfur tii allra starfanna: Lipurð í framkomu, þjónustulund ásamt öguðum og faglegum vinnubrögðum eru grundvallaratriði. Við leitum að sjálfstæðum, dugmiklum starfsmönnum, sem eru reiðu- búnir að starfa sem sterkur hlekkur í liðs- heild tækni-, þjónustu- og sölumanna. Staðgóð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun okkar í Skeifunni 17 og skal skila umsókn ásamt upplýsingum um menntun qg fyrri störf til Örtölvutækni eða skila inn upplýsing- um um starfsferil, menntun. Upplýsingar vegna starfa í þjónustudeild (1 og 2) veitir Jón Freyr Jóhannsson, þjónustu- stjóri og vegna starfs í tæknideild (3), Ás- geir Arnoldsson, deildarstjóri tæknideildar. Umsóknarfrestur er til 7. maí. M ÖRTÖLVUTÆKNI H

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.