Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 27

Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 B 27 ATVINNU "V ;/ YSINGAR Heilsugæslustöðin á Patreksfirði Laus staða læknis Laus er staða læknis við Heilsugæslustöðina á Patreksfirði. Stöðunni fylgir 50% staða á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Heilsugæslustöðin og sjúkrahúsið eru mjög vel tækjum búin. Mjög góð starfsaðstaða. Tveir læknar starfa við stöðina. Myndi henta vel þeim, sem hyggðu á sérnám í heimilis- lækningum, þar sem sérfræðingur í heimilis- lækningum starfar við stöðina. Staðan veitist frá 1. september nk. eða síðar eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Jón B. G. Jónsson, yfirlækn- ir, eða Símon Fr. Símonarson, framkvæmda- stjóri, í síma 94-1110. VEÐURSTOFA ÍSLANDS Eftirfarandi stöður hjá Veðurstofu íslands eru lausar til umsóknar: Snjóflóð Tvær stöður sérfræðinga við snjóflóðarann- sóknir og snjóflóðavarnir. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi há- skólamenntun á sviði jarðvísinda, veður- fræði, haffræði eða í skyldum greinum og auk þess menntun eða reynslu á sviði tölvu- fræða. Umsóknum skal skilað til veðurstofustjóra sem veitir nánari upplýsingar um störfin ásamt Trausta Jónssyni og Magnúsi Má Magnússyni. Tölvunarfræðingur Staða tölvunarfræðings í upplýsingadeild. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi há- skólamenntun á sviði tölvufræða eða hafi sambærilega menntun. Um er að ræða áhugaverð verkefni í fjöl- breyttu tölvuumhverfi. Umsóknum skal skilað til veðurstofustjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Höllu Björgu Baldursdóttur. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk. Veðurstofa íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, sími 5600600. SÖLUMENN KVÖLDVINNA Viðskiptablaðið getur bœtt við sig áhugasömu og duglegu sölufólki til að selja áskriftir að blaðinu gegnum síma á kvöldin. f Fast tímakaup og bónuskerfi sem gefur mjög góðar tekjur. Vinnutími er frá kl. 18:00 - 22:00, mánudags-, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Scheving á skrifstofu Ábendis, n.k. þriðjudag og miðvikudag frá kl. 10-17. Liaenc RÁÐGJÖF OG RÁÐNINGAR Laugavegi 178 105 Reykjavik Sími 568 90 99 Hjúkrunarfræðingar athugið Sjúkrahús Akraness óskar að ráða hjúkrunar- fræðinga til starfa á eftirtöldum deildum frá lok ágúst eða eftir nánara samkomulagi: • Ein staða á lyflækningadeild. • Ein staða á handlækningadeild. • Ein staða á öldrunardeild. Sjúkrahús Akraness er deildaskipt sjúkrahús með mjög fjölbreytta starfsemi. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem hafa áhuga, eru velkomnir að koma og skoða stofnunina. Allar nánari upplýsingar um stöðurnar gefur hjúkrunarforstjóri, Steinunn Sigurðardóttir, í síma 93-12311 í vinnutíma og 93-12450 á kvöldin. Markaðsfulltrúi hjá tölvufyrirtæki Boðeind er 8 ára fyrirtæki sem flytur inn tölv- ur og tæknibúnað og sérhæfir sig í tölvulausn- um fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Vegna aukinna umsvifa og flutnings í nýtt húsnæði leitar Boðeind að reyndum mark- aðsfulltrúa í nýja verslun, sem opnuð verður í Mörkinni 6. Boðeind er reyklaus vinnustaður og því verð- ur aðeins um ráðningu að ræða að viðkom- andi reyki ekki. Leitað er að starfsmanni sem hefur góða framkomu, er stundvís og á auðvelt að vinna með öðrum. Viðkomandi hafi góða tölvu- þekkingu og áhuga á að kynna sér nýjungar. Athygli er vakin á því, að aðeins þeir, sem hafa reynslu af markaðs-, sölumálum og grunnþekkingu á tölvum, koma til greina. Þeir, sem hafa áhuga á að takast á við krefj- andi og skapandi verkefni, er bent á að umsóknarfrestur er til 5. maí 1995. Frekari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu Boðeindar, sími 561-2061. Umsóknum sé skilað til Boðeindar, Austur- strönd 12, 170 Seltjarnarnesi. Tölvunarfræðingur Óskum að ráða tölvunarfræðing til starfa í upplýsingadeild hjá einu af stærstu fyrirtækj- um landsins. Verksvið: 1. Viðhald hugbúnaðarkerfa. 2. Aðstoða notendur við daglega notkun kerfanna. 3. Þarfagreining, hönnun og forritun nýrra hugbúnaðarkerfa. 4 Innkaup á rekstrarvörum, stefnumótun o.fl. í samráði við forstöðumann upplýs- ingadeildar. Við leitum að tölvunarfræðingi eða manni með sambærilega menntun og/eða þekkingu á OS/400 stýrikerfi, þekkingu á AS/400 og forritun. Þekking á tölvusamskiptum og PC- netumhverfi er æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., Skeif- unni 19, Reykjavík, merktar: „Upplýsinga- deild - 163“ fyrir 6. maí nk. Hagvangur h if Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Rððningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir Starfsfólk óskast Hótel Borg óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: • Þjóna með reynslu. • Manneskju í helgarvinnu við morgunmat. • Létt þrif og aukafólk í eldhús. Nánari upplýsingar veittar á staðnum. Viðhald og viðgerðir Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann til almennra viðhalds- og viðgerðarstarfa í starfsstöð félagsins á Selfossi. Um er að ræða tímabundið starf vegna endurbóta á tækjum og húsnæði í u.þ.b. 1 - 2 ár. Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri á Selfossi í símum 98-21192/21692. Innréttingar - sölumaður Innréttingafyrirtæki óskar eftir lífsglöðum starfsmanni eða konu til að þjónusta viðskiptavini sína. Starfið felst í afgreiðslu, þjónustu og tilboðs- gerð fyrir viðskiptavini. Áhugasamir sendi svör með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, gjarnan mynd, til afgreiðslu Mbl. fyrir 5. maí merkt: „IDE-’95“. Öllum umsóknum verður svarað. EIMSKIP MÖTUNEYTI HF EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti félagsins að Pósthússtræti 2. STARFIÐ FELST í tiltekt og frágangi í mötuneyti, framreiðslu kafBveitinga auk annarra tilfallandi starfa. Vinnutími er frá kl. 13-16 alla virka daga. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu reglusamir og snyrtilegir, þægilegir i ffamkomu og þjónustuliprir. Reykleysi er skilyrði ásamt léttri lund og áreiðanleika. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 5. maí n.k. Ráðning verður sem fyrst. Vinsamlega atbugið að umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar cru cingöngu veittar hjá STRÁ Starfsráðningum hf. Skrifstofan er opin ffá kl. 10-16 en viðtalstímar eru ffákl. 10-13. ST Starfsráðningar hf SuSurlandsbraut 30 ■ 5. hæð ■ 108 Reykjavík , Simi: 588 3031 ■ Fax: 588 3010 Gubný Harbardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.