Morgunblaðið - 30.04.1995, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.04.1995, Qupperneq 31
/ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 B 31 RADAOQ YSINGAR TILKYNNINGAR Uthlutun orlofshúsa Sjó- mannafélags Reykjavíkur í Hraunborgum, Grímsnesi og Húsafelli hefst þriðjudaginn 2. maí kl. 9.00. Sjómannafélag Reykjavíkur. Styrkurtil háskólanáms íJapan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til rannsóknanáms í háskóla í Japan háskólaárið 1996. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi og sé yngri en 35 ára, miðað við 1. apríl 1996. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu a.m.k. um sex mánaða skeið. Umsóknum um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meðmælum og heil- brigðisvottorði, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 28. apríl 1995. Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar veita á námsár- inu 1995-96 nokkra styrki handa íslending- um til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hlið- stæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskóla- kennara, svo og ýmiss konar starfsmenntun- ar sem ekki er unnt að afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 19.000 d.kr., í Finn- landi 27.000 mörk, í Noregi 22.400 n.kr. og í Svíþjóð 14.000 s.kr. Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní nk. Sér- stök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 28. apríl 1995. TIL SOLU Bílasala til sölu Til sölu bílasala í fullum rekstri og mjög góðu húsnæði. Hlutaeign og samstarf kemur til greina. Þeir, sem áhuga hafa, leggi inn nafn, heimil- isfang og símanúmer á afgreiðslu Morgun- blaðsins, merkt: „B -18079“, fyrir 5. maí nk. Nálægt Reykjavík Til sölu 8 ha landsskiki undir Esjuhlíðum með fallegu útsýni til Reykjavíkur. Staðurinn er í 25 km fjarlægð frá Reykjavík og er tilvalinn til íbúðarbyggingar, þar sem mætti stunda skógrækt eða hestamennsku í smáum stíl. Upplýsingar í síma 97-11729 eftir kl. 18.00. Veitingastaður! Vorum að fá í einkasölu mjög öflugan og sérhæfðan veitingastað í Kringlunni í Reykja- vík með mikla umsetningu. Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir fjársterka aðila. Staðurinn er í alla staði glæsilegur og mikil umsetning. Upplýsingar aðeins gefnar á skrifstofu. Hjá okkur finnið þið rétta fyrirtækið. Fyrirtækjasalan, Skipholti 50b, símar 19400-19401, fax 622290. Jörð á Fljótsdalshéraði Til sölu er jörðin Langahlíð í Vallahreppi, sem er 5 km innan við Egilsstaði. Jörðin er 65 ha að stærð og að auki fylgja um 65 ha í óskiptu fjalllendi. Á jörðinni er 118 m2 íbúðar- hús með óinnréttuðu risi og 18 m2 gróður- skála. Einnig eru 130 gripa fjárhús og 11 gripa fjós með áfastri 500 m3 hlöðu. Ræktun 21,6 ha. Enginn kvóti fylgir jörðinni. Jörðin er samningsbundin við Héraðsskóga um nytjaskógrækt á 56 ha. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 97-11729 eftir kl. 18.00 Spánn - einbýli - bíll Til sölu á Spáni gott einbýlishús, 1 stofa, 2 svefnherbergi, bað, eldhús, þvottahús og búr. Nálægt glæsiströnd. Eignarlóð, fullgerð og falleg. Innbú og heimilistæki fylgir, allt fyrsta flokks og mest nýtt. Nýleg 5 manna bifreið fylgir. Verð 5,6-5,8 millj. kr. Hugsanleg skipti á 3-4ra herb. góðri íbúð með bílskúr, þar sem verðgildi er svipað, þ.e. eignin á Spáni er skuldlaus, en hvað varðar eign hér á landi má hugsanlega yfirtaka áhvílandi veð- skuld. Vinsamlega sendið nafn og síma á af- greiðslu Mbl., merkt: „Spánn/lsland -5041“, fyrir 5. maí nk. Matvöruverslun til sölu Fyrir einn af umbjóðendum okkar auglýsum við til sölu matvöruverslun í Kópavogi. Árleg velta u.þ.b. 100 millj. Verslunin getur selst að hluta eða öllu leyti. Hér er um að ræða gott tækifæri fyrir réttan aðila til þess að eignast hlut eða að öllu leyti rótgróna verslun og skapa sér þannig spenn- andi starf til framtíðar. Vinsamlegast sendið upplýsingar til Ráðs hf., Garðastræti 38, 101 Reykjavík, sími 91-28370, þar sem Jón Atli Kristjánsson og Jón Heiðar Guðmundsson munu veita nánari upplýsingar. ^ RAÐ H.F. í CONSULTANTS LÖGFRÆÐI OG REKSTRARRÁÐGJÖF STOFNANIR SVEITARFÉLÖG @ FYRIRTÆKI EINSTAKLINGAK * NgARÖASTR. 3S, RVK. ® 552-8370/" ísvél Fiskvinnslufyrirtæki óskar eftir 5-6 tonna ís- vél til kaups. Upplýsingar í síma 622363. Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar Hafnarfjarðarbær leitar eftir kaupum á nýjum eða notuðum íbúðum til félagslegra nota. íbúðirnar skulu vera í samræmi við viðmiðun- arreglur Húsnæðisstofnunar ríkisins og inn- an eftirfarandi stærðarmarka: 1 herb. brúttóstærð 60 fm 2 herb. brúttóstærð 70 fm 3 herb. brúttóstærð 90 fm 4 herb. brúttóstærð 105 fm 5 herb. brúttóstærð 120 fm 6 herb. brúttóstærð 130 fm Ef um er að ræða þegar þyggðar íbúðir, eru heimil frávik frá hámarksstærðum. Tilgreina þarf íbúðarstærð, herbergjafjölda, húsagerð, staðsetningu húss og aldur. Enn- fremur fylgi almenn lýsing á ástandi íbúðar- innar, þar sem fram kemur hvort íbúðin sé notuð eða í smíðum. Jafnframt skulu fylgja teikningar og áætlaður afhendingartími. í heildarverði tilboðs skal allur kostnaður vera innifalinn, þ.m.t. virðisaukaskattur. Tilboðum skal skilað á skrifstofu húsnæðis- nefndar Hafnarfjarðar, Strandgötu 11, þar sem tilboð verða opnuð föstudaginn 19. maí kl. 14.00. Húsnæðisnefnd áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður hús- næðisnefndar. Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar, Strandgötu 11, 220 Hafnarfjörður, sími 565-1300. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreks- firði, fimmtudaginn 4. maí 1995 kl. 9.00, á eftirfarandi eignum: Arnarholt, Barðaströnd, Vesturbyggð, þingl. eig. Vesturbyggð, hús- næðisnefnd, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Bjarmaland, Tálknafirði, þingl. eig. Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf., gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Tjarnarbraut 10, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Vesturbyggð, húsnæðisnefnd, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Tjarnarbraut 11, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Vesturbyggð, húsnæðisnefnd, gerðarbeiðandi Byggingasjóður rikisins. Urðargata 2, Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Erla Hafliðadótt- ir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði. Urðargata 20, íbúð á 3. hæð, Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Lífeyrissjóður Vestfirðinga, gerðarbeiöandi sýslumaðurinn á Patreks- firði. Vgiðarfærahús á lóð nr. 2, Vatnskróki, Patreksfirði, þingl. eig. Hjör- leifur Guðmundsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði. Vélghús, trésmverkst., ieigul., Litlu Eyri, Bíldudal, Vesturb., þingl. eig. Tréverk hf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Húsasmiðjan hf., Iðnlánasjóður og Vátryggingafélag íslands. Ás, Örlygshöfn, Vesturbyggð, þingl. eig. Helgi Árnason, gerðarbeið- andi Eyrarsparisjóður. Þórshamar, Tálknafirði, þingl. eig. Magnús Guðmundsson, gerðar- beiðandi Jón Þóroddsson hdl. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 28. apríl 1995. SUMARHUS/-L OÐIR Þingvallavatn - Grímsnes Sumarbústaðalóðir Til sölu nokkrar úrvals lóðir í Grímsnesi - meðalstærð 7.000 fm. Tvær lóðir við Þingvailavatn 5.000 fm hvor og 24 fm hjólhýsi. Símar 98-64500 og 985-24761. Sumarhús óskast Óska eftir að kaupa eða leigja 50-60 fm sumarhús í Grímsnesi eða á Þingvallasvæð- inu. Verður að vera vatn og rafmagn. Áhugsamir sendi inn tilboð til afgreiðslu Mbl. fyrir 15. maí, merkt: „F - 18078“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.