Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 33

Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 B 33 Lárasar bróður síns, og kynnist hún þá tilvonandi eiginmanni sín- um Emil Þórðarsyni frá Stöðvar- firði. Pjóram áram seinna giftu þau sig og bjuggu fyrst á Gilsá í Breiðdal hjá bróður Þorbjargar en 1924 byija þau búskap að Kleif- arstekk í sömu sveit. •xÞorbjörg fór á þessum áram að Eiðum á vefnaðarnámskeið hjá Sigrúrvu Blöndal sem seinna varð skólastjóri við húsmæðraskólann að Hallormsstað, en eftir að Þor- björg fluttist aftur í Breiðdalinn hélt hún þar vefnaðar- og sauma- námskeið. Eftir 23 ára búsetu á Kleifarstekk fluttust hjónin til Breiðdalsvíkur þar sem Þorbjörg rak saumastofu fyrir Kaupfélag Breiðdælinga um árabil. Þorbjörg og Emil eignuðust þrjú börn: Nönnu, sem er ógift og býr með móður sinni, Sigurð Hafstein er lést rúmlega tvítugur, og Dahíel Þór húsgagnasmíðameistara, sem giftur er undirritaðri. Mann sinn missti Þorbjörg 1952 og son sinn Sigurð Hafstein nokkram árum áður og var þar skammt stórra högga á milli sem Þorbjörg stóð af sér með æðruleysi. Arið 1956 fluttist hún til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan. Hún fékk strax vinnu við saumaskap í karl- mannafataversluninni Últíma hjá Kristjáni Friðrikssyni sem var henni góður húsbóndi, og var hún orðin 78 ára að aldri, þegar hún hætti þar eftir 17 ára starf. Þorbjörg er glæsileg kona og enn í dag gengur hún teinrétt og sú reisn hefur alltaf fylgt henni. Hún er sterkur persónuleiki og ein af þessum íslensku kjarnakonum sem geisla af lífskrafti og dug. í fari hennar er ekkert sem heitir vol eða vílj þótt lífsbaráttan hafi verið henni óvægin á stundum. Þorbjörg er mjög listræn, sem lýs- ir sér í ríkri sköpunargleði. Mörg eru veggteppi, púðar, og myndir sem hún hefur saumað og ekki alls fyrir löngu fékk Breiðdals- hreppur að gjöf 70 muni eftir þær mæðgur. Þorbjörg hefur vissulega skoðanir á hlutunum og hikar ekki við að láta þær í ljós og á það til að koma með hreinskilnar athuga- semdir þó á þann hátt að þær særa ekki en gera viðkomandi gott. Hún hefur enn gott minni og hlustar mikið á útvarp og fylg- ist vel með fréttum og öllu því sem er að gerast nær og fjær. Ég og fjölskylda mín óskum þér hjartanlega til hamingju með af- mælið. Erna H. Þórarinsdóttir. Sjábu hlutina í víbara samhengi! RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 568 5868 FAGOR S-23N Kælir: 212 I ■ Frystir: 16 i HxBxD: 122x55x57 cm Danfoss kælikerfi Stgr.kr. FAGOR D-27R Kæiir: 212 I - Frystir: 78 I HxBxD: 147x60x57 cm Danfoss kælikerfi Stgr.kr. am i.M ......* ■ 'V'. FAGOR C31R - 2 pressur Kæiir: 270 I - Frystir: 110 I HxBxD: 175x60x57 cm Danfoss kælikerfi Stgr.kr. Paratabs SOOmg TÖFLUR Parasupp SOOmg STlLAR Notkunarsvið: Parasetamól er verkjastillandi og hita- lækkandi lyf. Það er notað við höfuðverk, tannpínu, tíðaverkjum o.fl. Einnig við sótthita af völdum inflúensu og annarra umgangspesta, t.d. kvefs. Varúðarreglur: Fólk, sem hefur ofnæmi fyrir parasetamóli eða er með lifrarsjúkdóma, má ekki nota lyfið. Nýrna- og lifrarsjúklingum er bent á að ráðfæra sig við lækni, áður en þeir taka lyfið. Of stór skammtur af lyfinu getur valdið lifrarbólgu. Aukaverkanir: Parasetamól veldur sjaldan aukaverkunum og þolist yfirleitt vel í maga. Langvarandi notkun lyfsins getur valdið nýrnaskemmdum. Skömmtun: Nákvæmar leiðbeiningar a um skömmtun fylgja lyfjunum. ▲ 'b. Ekki má taka stærri skammta Æ en mælt er með. \ /DELTA % Lesið vandlega leiðbeiningar, sem fylgja lyfinu. _ REKSTRAR- OG VIÐSKIPTANÁM Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands, 'wSy — þriggja missera nám með starfi — hefst á haustmisseri 1995 Endurmenntunarstofnun býður fólki með reynslu í rekstri og stjómun upp á hagnýtt og heildstætt nám í helstu viðskiptagreinum. Námið hafa nú þegar stundað á þriðja hundrað stjómendur úr einkafyrirtækjum og stofnunum. Nemendur eru flestir fólk með viðamikla stjórnunarreynslu sem gera miklar kröfur um hagnýtt gildi og fræðilega undirstöðu náms- ins. Ávallt komast færri að en vilja. Tveggja missera framhaldsnám með sama sniði stendur til boða annað hvert ár. Inntökuskilyrði: Teknir eru inn 32 nemendur. Forgang hafa þeir, sein lokið hafa háskólanámi, en einnig er tekið inn fólk með stúdentspróf eða sambærilega menntun, sem hefur töluverða reynslu í rekstri og stjómun. Helstu þættir námsins: Rekstrarhagfræði, reikningshald og skattskil, fjármálastjóm, stjórnun og skipulag, starfsmannastjórnun, upplýsinga- tækni í rekstri og stjómun, framleiðslustjómun, markaðs- og sölufræði, réttarreglur og viðskiptaréttur, þjóðhagfræði og haglýsing og stefnumó- tun. Kennslutími er 120 klst. á hverju misseri auk heimavinnu. Námið er alls 360 klst. sem samsvarar 18 einingum á háskólastigi. Nemendur taka próf og fá prófskírteini að námi loknu. Stjórn námsins skipa þrír háskólakennarar, þeir Logi Jónsson, dósent, fulltrúi Endurmenntunarstofnunar HÍ, Stefán Svavarsson, dósent, fulltrúi viðskipta- og hagfræðideildar HÍ og Pétur Maack, prófessor, fulltrúi verkfræðideildar HI. Kennarar m.a.: Bjami Þór Óskarsson, hdl. og adjúnkt HÍ. Gísli S. Arason, rekstrarráðgjafi og lektor HÍ. Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, stundakennari HÍ. Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur og rekstrarráðgjafi. Páll Jensson, prófessor, verkfræðideild HÍ. Stefán Svavarsson, dósent, viðskiptadeild HÍ. Þórður S. Óskarsson, vinnusálfræðingur Sinnu hf. Næsti hópur hefur nám í september 1995. Verð fyrir hvert misseri er 69.000 kr. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum (sem sendist inn fyrir 8. maí 1995), fást hjá: Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Sími: 569 4923, fax: 569 4080, netfang: endurm@rhi.hi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.