Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 34
34 B SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ NÆR ÓBREYTT HEIMILI FRÁ Það er eins og að ganga inn í fyrrihluta ------------j*--------------------------------- aldarinnar að koma inn í hús númer 43 við Laufásveg, sem Reykj avíkurborg keypti og ---------------------------------------------■—■ hefur falið Arbæjarsafni umráð yfír, en hug- myndin er að gera húsið að safni. Hildur Fríðriksdóttir fékk tækifæri til að ganga um húsið með Vigfúsi Guðmundssyni, einum af fyrri eigendum, sem rifjaði upp eitt og annað frá liðnum tíma. ÞRÖNG, hvítmáluð forstofa og sterk húsalykt eru fyrstu áhrifin sem menn verða fyr- ir þegar komið er inn í hús númer 43 við Laufásveg í Reykjavík. Það er þó einungis til að búa viðkom- andi undir það sem koma skal, þeg- ar lengra er haldið. Þá blasir við hrein gullkista, ekki síst fyrir kom- andi kynslóð, sem mun sennilega hvergi í heimahúsi sjá slíkt samsafn gamalla hluta né finna sambærilegt andrúmsloft. Það er Reykjavíkurborg sem keypt hefur húsið ásamt öllu innbúi af erfingjum Vigfúsar Guðmunds- sonar frá Engey og Sigríðar Hall- dórsdóttur _ smiðs frá Háamúla í Fljótshlíð. Árbæjarsafn hefur feng- ið húsið afhent og er tilgangurinn að gera það að safni þó að hug- myndir hafi ekki enn verið fullmót- aðar. Fluttu inn árið 1916 Daginn sem salan fór fram gekk Vigfús Guðmundsson, barnabarn Vigfúsar og Sigríðar, með Morgun- blaðsmönnum um húsið og riíjaði upp ýmsa gamla atburði. „Afi og amma bjuggu hér frá árinu 1916, fyrst með börnunum sínum þrem- ur, Kristínu móður minni, Halldóri og Ingibjörgu. Mamma var sú eina af systkinunum sem giftist og eignaðist hún sjö börn, en Halldór og Ingibjörg bjuggu hér í húsinu þar til yfir lauk. Ingibjörg lést árið 1992 og Halldór 19. júní 1994, en þá voru einmitt 200 ár liðin frá því afi hans, Guðmundur Brynjólfs- son á Keldum, fæddist," segir Vig- fús þar sem við setjumst á útsaum- aða stóla við stofuborðið. Heimasætan á bænum, Ingi- björg, saumaði sessur og bak á sex stóla, áklæði á tveggja sæta sófa, auk nokkurra púða sem liggja ofan í KJALLARANUM úir og grúir af alls kyns hlutum og augljóst að nýtnin hefur verið í fyrirrúmi. Engu hefur verið hent gegnum árin og má sjá kynslóðir af eldavélum; gaseldavél, og kolaelda- vélen eldavél tengd rafmagni gegnir hlutverki sínu I íbúðinni. Einnig eru þarna m.a. kynslóðir af þvottavélum og pottasettum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg HÚSEIGNIN Laufásvegur 43, Reykjavík. á „dívan" sem stendur undir glugg- anum. í einu horni stofunnar er skápur með stórum spegli, en við hlið hans stendur kristalsvasi á gólfinu. „Þegar amma dó sprakk vasinn,“ segir Vigfús og bendir á stóra hringlaga sprungu á vasan- um. Vigfús og systkini hans bjuggu skammt frá Laufásveginum og voru því daglegir gestir hjá afa og ömmu. „Afi var alla tíð teinréttur í baki, þrátt fyrir að hann hafi setið mikið við skriftir. Hann not- aði aldrei gleraugu og skrifaði svo smátt letur að aðrir áttu erfitt með að lesa skriftina," rifjar Vigfús upp. „Hann fór á hverjum degi í sjóinn við Nauthólsvíkina og gekk á Heklu á hveiju ári. Hann var léttur á fæti og gekk fjallið eins og ekkert væri.“ Skrifstofa Vigfúsar Úr stofunni göngum við til hægri inn í herbergi, þar sem gefur að líta fjölda bóka í bókaskápum og hillum, meðal annars einni sem Rík- arður Jónsson hefur skorið út. Fjöldi mynda prýðir veggina, þar á meðal af Jóni Sigurðssyni, Alþingishátíð- inni á Þingvöllum 1930, manna- myndir og fleira. Þarna eru einnig skrifborð og skrifpúlt eins og Vig- fús skildi við það þegar hann dó. „Hér sat afi öllum stundum og vann,“ segir Vigfús og tekur fram gamla stílabók með hörðum spjöld- um. Fer varfærnislegum höndum um hana og segir að í bókinni sé lýsing á fjöldamörgum íslenskum jurtum frá 1892 og fram til ársins 1906, auk latneskra heita jurtanna og íslenskra. Aftar í bókinni er að finna allar jurtirnar þurrkaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.