Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 B 35 I VINNUSTOFA Vigfúsar Guðmundssonar eins og hann mun hafa skilið við hana þegar hann lést árið 1952. Ýmis merk skjöl fundust í skúffunum. ÚR STOFUNNI. Útsaumurinn sem sést á myndinni er gerður af Ingibjörgu Vigfúsdóttur, en port- rettið á veggnum er af Vigfúsi Guðmundssyni og er merkt MÁA 47. „Þegar eldhúsið var málað stopp- aði klukkan. Þegar hún var tekin niður og máluð að aftan fór hún að ganga og stoppaði ekki eftir það. Þegar Halldór dó kom ég að klukkunni á gólfinu,“ segir Vigfús Guðmundsson. Þess má geta að í minningar- grein um Vigfús í Morgunblaðinu 29. maí 1952 segir Guðni Jónsson: „En hann vildi, að allt sem hann lét frá sér fara, væri traust og áreið- anlegt,- og til þess sparaði hann enga fyrirhöfn. Margt í ritum hans mun því halda velli og koma síðari mönnum í góðar þarfir.“ Ennfremur segir Guðni fyrr í greininni eftir að hafa rakið þau fræðirit, sem komið hafa út eftir Vigfús: „Auk alls þessa hélt hann dagbækur um störf sín í meira en 50 ár og veðurbók um jafnlangan tíma...“ Aðeins á jóladag Dyr í enda herbergisins liggja fram í aðra forstofu en þá sem al- mennt er gengið inn um. „Þessi inn- gangur var aðeins notaður einu sinni á ári og það var á jóladag," segir Vigfús. Þegar litið er þangað inn er engu líkara en húsbændur séu enn innandyra, því þarna hanga þrír hattar og loðhúfa á snaga, sem virðast bíða eftir að verða notaðir. í skáp í forstofunni eru hins vegar peysuföt ásamt svuntum og fleiri flíkum. Við göngum aftur inn í stofuna og þaðan inn í svefnherbergið. Þar blasir við stórt og veglegt hjónarúm úr dökkum viði með hvítri ábreiðu. Til hliðar við það er handlaug, þvottafat og handklæði á snaga. Ekki er erfitt að ímynda sér heimil- isfólkið ganga til hvílu að kvöldi, því þarna eins og annars staðar er eins og tíminn hafí numið staðar. Vigfús tekur fram að Ingibjörg hafi alla tíð sofið á milli foreldra sinna, einnig þegar hún var komin á fullorðinsaldur. „Þegar afi dó fékk hún rúmið hans og svaf þar,“ segir hann. Úr svefnherberginu er gengið inn í herbergi Halldórs og stingur strax í augun nýtískuleg blómamynd á veggnum. Hér er blandaður stíll húsgagna, gamlir bókaskápar og skrifborð, en rúmið, stóllinn og hansahillur eru frá nýrri tíma. I herberginu er vaskur og handklæði á snaga. Klukka með sál Við höfum gengið hring og erum aftur komin í eldhúsið þar sem ferð- in hófst, en inn af því er mannhæð- ar stór skápur eða „búr“ og þar kennir ýmissa grasa, eins og stórs vaskafats sem hangir á veggnum, í skápunum er matar- og kaffistell og box af ýmsum stærðum og gerð- um eru bæði í skúffum og uppi á skápum. A veggnum. í eldhúsinu hangir að minnsta kosti 100 ára gömul hvít klukka. „Þegar eldhúsið var málað stoppaði klukkan. Framhliðin var reyndar máluð um leið, en þegar klukkan var tekin niður og hún máluð að aftan fór hún að ganga og stoppaði ekki eftir það. En þegar Halldór dó kom ég að klukkunni héma á gólfinu," segir Vigfús eins og ekkert sé sjálfsagðara en hún hafi ákveðið að gefast upp eins og lífið í húsinu. „Hún hefur ekki geng- ið sfðan, því það brotnaði í henni fjöður.“ Einstakt tækifæri Það sem er einkar merkilegt við þessi kaup er að Árbæjarsafn hefur nú í fyrsta sinn fengið upp í hend- urnar fullbúið hús með öllu því sem heimili fylgdi fyrr á öldinni. Þegar Vigfús og Sigríður fluttu inn í hús- ið 1916 áttu þau megnið af þeim húsbúnaði sem er þar ennþá og erfíngjar þeirra hafa samþykkt að láta allt fylgja með, hvort sem er stórmerkilegt ritfangasafn, mynda- albúm, einkabréf, fatnaður eða gamall óopnaður Blöndals-kaffi- pakki ásamt kaffidós með kaffi- ábæti. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og formaður menningamálanefndar borgarinnar, hefur haft forgöngu um að borgin keypti húsið. „Þetta er mikill fengur fyrir borgina því þegar verið er að safna hlutum saman í sýningu vantar oft smáatr- iðin. Hérna höfum við allt í sínu rétta umhverfi," sagði hún í sam- tali við Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.