Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 1
STRATUS FRA CHRYSLER REYNSLUEKIÐ - LEIÐIR TIL AÐ DRAGA ÚR AUKINNILOFTMENGUN- ÖRBÍLASAFNIÐ ÍHILDESHEIM - BÍLASAFN OG FORNBÍLASALA í GENF ,f ,ðtf« ---------------^fag— 4aá Kringlunni 5 - sími 569-2500 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 BLAÐ c Corolla Special Series, sérbunir liíxusbilar á einstöku tilboðsverði. <5£> TOYOTA Tákn um gceði Escort og Mondeo koma efflir helgi 30 BÍLAR af Ford gerð koma til landsins á morgun á vegum Brimborgar hf. og markar það nýtt upphaf að sölu á þessu þekkta bílamerki hér á landi, en eins og kunnugt er tók Brimborg nýlega við Ford-umboðinu af Globusi hf. Um næstu helgi ætlar Brimborg að efna til Ford-bílasýningar og auk eru um þessa helgi sýndir Daihatsu og Volvo. Þar vekja sérstaka athygli Daihatsu Rocky með 2,8 lítra dísilvél og eðalvagninn Volvo 960. ESCORT er kominn með nýtt grill og er mikið breyttur að innan. Ford bílarnir sem eru að koma til landsins eru af gerðinni Escort og Escort Van og auk þess Mondeo 1800 stallbakar og lang- bakar en áður hafði Brimborg fengið 2.0 lítra bílinn. Það verða því Evrópubílar heimsbílsins sem verða í fyrstu í boði en Egill Jó- hannsson framkvæmdastjóri Brimborgar segir að Ameríkubíl- arnir verði teknir til sölu með 1996 árgerðunum í haust. Escort á góðu verftl Mondeo 1800 stallbakur kostar frá 1.648.000 kr. og langbakurinn frá tæpum 1.800.000 kr. Meðal staðalbúnaðar í bílunum má nefna samlæsingar, upphitaða framr- úðu, þjófavörn og vökva- og velti- stýri. Escort er mikið breyttur og seg- ir Egill að hann verði boðinn á mjög góðu verði. Hann verður boð- inn með 1.400 og 1.600 rúmsenti- metra vélum og á Egill von á að 1.400 bíllinn seljist betur. Sá er í sambærilegum stærðarflokki og VOLVO 960 er fáanlegur með 2,5 lítra og 3 lítra, 6 strokka vélum. VW Golf. „Escortinn verður betur búinn og á lægri verði en Golf," sagði Egill en vildi ekki gefa upp nákvæmt verð. Billinn verður m.a. með upphitaðri framrúðu, samlæs- ingum og vökvastýri. Volvo 960 er með sex strokka línuvél, 2,5 lítra, 170 hestafla. Meðal staðalbúnaðar má nefna ABS-hemlalæsivörn, sjálfstæða fjöðrun að framan og aftan, 100% driflæsingu að aftan, en bíliinn er afturhjóladrifinn, vökvastýri og fleira og sjálfskiptur kostar hann á götuna 2.998.000 kr. Bíllinn er 4,85 m á lengd. Þrír bílar af þess- ari gerð hafa selst á árinu. Brimborg sýnir einnig Daihatsu Rocky með 2,8 lítra dísilvél og kostar hann 1.890.000, 1995 ár- gerð. Nýtt fjöðrunarkerfi er í bíln- um, sjálfstæð fjöðrun á öllum hjól- um. ¦ VW örbíll - minni og ódýrari en Polo VW HEFUR ákveðið að hefja fjölda- framleiðslu á ódýrum bíl í sama stærðarflokki og Fiat Cinquecento og Renault Twingo. Bíllinn kemur á markað 1997 sem 1998 árgerð. Bíllinn gengur nú undir nafninu EA-420 og er í raun smærri gerð af VW Polo. Hann á að kosta fjórð- ungi minna en Polo með sambæri- legri vél. Einnig verður hönnuð Seat útfærsla af bilnum sem leysir Seat Marbella af hólmi og kemur sá bíll á markað seint á næsta ári. Smá-Polo EA-420 verður mun ódýrari en Concept 1, arftaki Bjöllunnar, sem einnig kemur á markað 1997 en hann verður framleiddur í tiltölu- lega litlu upplagi og verður í sama verðflokki og Golf. VW hefur þrisvar áður ráðgert að hefja framleiðslu á smábíl af þessu tagi en þær áætlanir hafa allar farið út um þúfur. Chico var fyrsta tilraunin sem hætt var við hann vegna of lítils innanrýmis. Þá tók við samvinnuverkefni með sviss- neska Swatch úraframleiðandann en það fór á sömu lund vegna ósætt- is milli forstjóra fyrirtækjanna tveggja. Mercedes-Benz kom inn í verkefnið í stað VW. Loks kom VW inn í samvinnuverkefni dótturfyrir- tækisins Seat og Suzuki um fram- leiðslu á smábílnum Rose sem hætt var við vegna óheyrilegs fram- leiðslukostnaðar. EA-420 er í raun smá-Polo, 100 mm verða skomir af hjólhafi venjuS legs Polo og nokkrir mm af aftur-c endanum en allir aðrir hlutir sem* og drifbúnaður og vél koma beint úr framleiðslulínu Polo. Farþega- rýmið verður svipað og í Polo en farangursrýmið verður 25% minna. EA-420 verður boðinn með sömu vélarlínu og Polo, þ.e. 1,2 1, 50 hest- afla vél, 1,4 1, 70 hestafla vél 1,4 1, 50 hestafla dísilvél. En hann verður líka boðínn með nýrri þriggja strokka, 1,4 lítra dísilvél með beinni innspýtingu sem skilar 50 hestöfl- um. ¦ VW setur þennan bíl á markað 1997. Hann erður minni og ódýrari en Polo. B&L seiur Avis þrjá- tíu Accent BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar hafa samið við bílaleiguna Avis um sölu á 30 Hyundai Accent bílum og verða þeir afhentir bílaleigunni eftir helgi. Þetta er stærsti ein- staki sölusamningur sem B&L hef- ur gert, að sögn Péturs Pétursson- ar sölustjóra hjá B&L. Bílarnir eru fernra dyra með 1.300 rúmsenti- metra vél. . Bflarnir verða allir hér á höfuð- borgarsvæðinu, að sögn Péturs. Samkvæmt samningnum kaupir B&L bílana aftur af Avis bílaleig- unni eftir eitt ár. Pétur sagði slík ákvæði í samningum af þessu tagi algeng. B&L mun síðan selja bflana með afföllum sem notaða bfla. Pétur segir að góð sala sé í nýjum bílum um þessar mundir. í vikunni afhenti B&L 40 bíla af tegundunum Hyundai, Renault og Lada. ¦ Framtíðarþró- unrafbíla NYR greinaflokkur um fram- tíðarþróun rafbíla hefur göngu sína í blaðinu í dag. Greinarnar eru skrifaðar af Jóni Baldri Þorbjörnssyní bíltækniráðgjafa en hann sótti ISATA-ráðstefn- una í Aachen í Þýskalandi ný- lega, en hún er árviss viðburð- ur hjá áhugaaðilum um bíl- tækni og umferð. I fyrstu grein af fjórum verður fjallað um leiðir til að draga úr aukinni loftmengun. ¦ •Leiðir til að draga/C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.