Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ STRATUS er meðalstór bíll frá Chrysler, traustlegur bíll með fallegum línum. MÆLABORÐ er hefðbundið undir bogadregnu RYMI fyrir farangur er ekkert ógnarmikið en skyggni og mælaborðshillan mjög stór þar sem það mælist 436 Utrar. framrúðan nær langt fram á vélarhiíf. STRATUS heitir nýjasti bíllinn 23 frá Chrysler sem umboðið á íslandi, Jöfur, kynnir um þessar mundir, en Stratus er rúmlega ■K meðalstór bíll, kringum 30 cm stærri en Neon og 30 cm minni S3 en Vision en báðar þær gerðir ■I hafa verið til umfjöllunar á bíl- JQ asíðum blaðsins. Stratus er Zá rúmgóður að innan, fimm manna, framdrifinn og fáanleg- JJJ ur með 2,0 lítra eða 2,5 lítra DC og aflmiklum vélum, hann er búinn fjölmörgum þægindum og kostar ódýrasta gerðin hátt í 2,2 milljónir króna en þær dýrari rúmar 2,8 og tæplega 3 milljónir króna. Stratus er laglegur bíll, vekur at- hygli í umferðinni bæði fyrir óvenju- legan lit og skemmtilega lögun en . við kynnum okkur nánar Stratus LE með 2,5 lítra og .161 hestafls vél. Tæknimenn Chrysler teiknuðu Stratus eftir þeirri forsögn að teygja verulega úr farþegarýminu og hafa hjólin eins framarlega og aftarlega og unnt er. Framendinn er því nokk- uð stuttur, framrúðan mjög hallandi og öll þaklínan bogadregin og teygð aftur á stutt skottið. Framluktir eru mjóar, stuðari samlitur og grillið á eins konar totu sem skagar framúr miðhluta framendans og luktir að aftan eru líka fremur fínlegar og afturendinn nokkuð hár og skemmti- lega hannaður. Aðallega þæglndi Að innan státar Stratus aðallega * af þægindum. Hann er rúmgóður, sætin þægileg og ökumannssætið íjölstillanlegt. Þrír fullorðnir geta lát- ið fara þokklega um sig í aftursæti en myndu kannski ekki endast þar nema tveir í langferðum. Mælar beint fram af ökumanni eru undir boga- dreginni hlíf og eru þeir með nokkuð hefðbundnu útliti. Mælaborðshillan er allstór þar sem framrúðan nær langt fram og útvarp og miðstöðvar- rofar eru á sérstöku og afmörkuðu bretti neðst á miðri mælaborðseining- unni. Gírstöng er síðan á hefðbundn- um stað, smáhólf milli framsæta og í framhurðum. Það sem helst má telja til galla úr ökumannssæti er bak- sýnisspegillinn. Vegna mik- ils halla á framrúðu ' virkar spegillinn Staösetning baksýnisspegils Staðalbúnaöur Rými Mjúk sjálf skipting holum og ójöfnum á slæmum malar- vegi. Hins vegar á slíkur bíll ekkert heima á malarvegum - þetta er fyrst og fremst þægindabíll sem notaður er í venjulegum þéttbýlisakstri og til skotferða út um land og á þar helst heima á hraðbrautum og öðrum góð- um vegum með bundnu slitlagi.Þar skilar Chrysler Stratus góðum eigin- leikum sínum einna best. Mlklö verðbil Verð á Stratus með þessari 2,5 lítra og 161 hestafls vél er 2.850.000 kr. og er það ekki fráleitt fyrir svo verk- legan bíl og vel búinn. Hægt er að fá Stratus mun ódýrari eða á 2.167.000 kr. og er hann þá með tveggja lítra og 133 hestafla vél og allmiklum búnaði og þá með fímm gíra handskiptingu. Það sem helst vantar miðað við þann með stærri vélinni er hemlalæsivöm og rafdrifnir hliðarspeglar og má vel komast af án þess fyrir þennan verðmun. Þriðja gerðin er líka í boði, LX og er sú gerð með stærri vélinni og þá er enn búið að bæta við búnaðinn hraðafest- ingu, þokuluktum að framan, tveimur hátölurum með hljómflutningstækjun- um en þeir era fjórir í hinum gerðun- um og öðra sætaáklæði. Fyrir þann bíl er verðið orðið 2.985.000 og enn má bæta við 90 þúsund krónum fyrir leðuráklæði en menn kjósa það heldur. Menn fá mikið fyrir fjárfestingu sína í Stratus því hann er í heildina áhugaverður bfll, vekur athygli fyrir útlit, er vel búinn þægindum, hljóðlát- ur, með aflmikla vél, góða skiptingu og mjúka fjöðran. Þetta er traustvelcj- andi gripur sem eigandinn getur verið stoltur af. ■ Chrysler Stratus IEI HNOTSKURN Vél: 2,5 iitrar, 6 strokkar, 24 ventlar, 161 hestafl. Framdrifmn - fimm manna. Vökvastýri - þyngist með auknum hraða. Veltistýri. Hemlalæsivöm. Líknarbelgur fyrir ökumann og farþega í framsæti. Samlæsingar. Rafdrifnar rúður. Rafstýrðir og upphitaðir hliðar- speglar. Hæðarstillt öryggisbelti. Hæðarstiilt ökumannssæti. Loftkæiing. Hijómflutningstæki með 4 hátöl- uram. Lengd: 4,74 m. Breidd: 1,82 m. Hæð: 1,37 m. Hjólhaf: 2,74 m. Bensíneyðsla: 13,8 I í þéttbýli, 7,4 á jöfnum 90 km hraða. Stærð bensíntanks: 60 1. Beygjuþvermál: 11 m. Staðgreiðsluverð kr.: 2.850.000 Umboð: Jöfur hf., Kópavogi. Stratus f rá Chrysler of umfangsmikill og traflandi á út- sýni til hægri. Mætti án efa hafa hann örlítið ofar án þess að það dragi um of úr notagildi hans - enda geta hliðarspeglar komið hér til hjálpar. En þetta er fremur hvimleiður galli. Þægindi og öryggisbúnaður að inn- an era ýmisleg, til dæmis líknarbelg- ir fyrir ökumann og farþega, rafdrifn- ar rúður, samlæsingar, rafdrifnir hliðarspeglar og upphitaðir, hljóm- flutningstæki með fjórum hátöluram, barnalæsing á afturhurðum, loftkæl- ing og hæðarstilling á öryggisbeltum. Af öðrum staðalbúnaði má nefna vökva- og veltistýri og þyngist það með auknum hraða, þjófavöm, heml- alæsivörn og rafmagnsloftnet. Vélin í Stratus sem prófaður var er 2,5 lítrar, 6 strokka, 24 ventla og 161 hestafl. Þetta er öflug vél en gefur þó 1.350 kg þungum bílnum ekkert ofurviðbragð - hún þarf örlít- inn tíma til að taka við sér en þegar það er gert er nóg til. Þetta myndi helst há ökumanni við snöggan framúrakstur á þjóðvegi en kemur svo sem ekki að sök í daglegri notk- un. Þetta er hijóðlát vél og þýðgeng og getur skilað bflnum í 210 km hámarkshraða, er 10,5 sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu og eyðir 7,4 lítrum á jöfnum 90 km hraða en tæpum sex lítram meira í þétt- býlisakstri sem er viðunandi. Nýtur sín ð hraðbraut Eins og fyrr segir eru þægindin aðalsmerki Stratus. Þetta er á allan hátt skemmtilegur bíll viðureignar pg hann er fljóttekinn í viðkynningu. Ókumanni og farþegum líður strax vel (fyrir utan þetta með spegilinn), geta komið sér vel fyrir ög njóta þægindanna, góðs útsýnis og skemmtilegrar hönnunar. Sjálfskipt- ingin er sérlega mjúk og liðug, varla verður þess vart að hún skipti sér. Það sama er að segja um fjöðranina, sjálfstæð með gormum og langri slag- lengd, hún er mjúk og vinnur átak- laust enda gleypir hún vel við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.