Morgunblaðið - 03.05.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 03.05.1995, Síða 1
88 SÍÐUR B/C/D 98. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nyrup Rasmussen aflýsir Færeyjaferð Hefði orð- ið tilefni mótmæla Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. POUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana, aflýsti í gær fyrir- hugaðri opinberri heimsókn til Fær- eyja síðar í maí, öllum að óvörum. Ákvörðun sína tók forsætisráð- herrann í kjölfar frétta frá Færeyj- um um að honum yrði mætt með kröftugum mótmælaaðgerðum vegna deiiu Dana og Færeyinga um rannsókn á yfirtöku Færeyinga á Færeyjabanka. Nyrup Rasmussen sagði að þar sem heimsókninni hefði verið ætlað að færa Dani og Færeyinga nær hvora öðrum væri óviturlegt að bjóða upp á tækifæri til að upp úr syði. Flestir dönsku stjórnmálaflokk- anna sýndu í gær skilning á ákvörð- un ráðherrans, svo og Edmund Jó- enssen, lögmaður Færeyinga. Kurteis- legar kapp- ræður GOTUR Parísar voru auðar og gestir kaffihúsa límdir við sjón- varpið á meðan sjónvarpsumræð- um þeirra Jacques Chiracs og Li- onels Jospins stóð í gærkvöldi. Að umræðunum loknum virtust þó flestir, aimenningur jafnt sem fréttaskýrendur, vera sammála um að úrslit kosninganna hefðu ekki ráðist í þeim. Frambjóðend- urnir voru varkárir og kurteisir og forðuðust persónulegar árásir. Töldu margir það jákvæða þróun og lýðræðinu mun hollara en hinar hörðu umræður fyrir kosningarn- ar 1981 og 1988. Sósíalistinn Jospin, sem á undir högg að sækja í skoðanakönn- unum, var þó nokkuð árásargjarn- ari, hækkaði iðulega röddina, glennti upp augun, baðaði út höndum og þuldi upp tölur um félagsleg vandamál. Hægrimaðurinn Chirac lagði aftur á móti áherslu á hina yfir- veguðu landsföðurímynd, spennti greipar og gætti þess að hækka ekkiróminn. Atvinnumál voru fyrirferðar- mikil í umræðunum og deildu frambjóðendurnir hart um hvern- ig draga mætti úr atvinnuleysi. Lagði Jospin áherslu á aðgerðir af hálfu ríkisins en Chirac mark- aðslausnir. Þá deildu þeir um Reuter einkavæðingu, herskyldu, sem Jospin telur nauðsynlega en Chirac ekki, og málefni innflytj- enda. Sprengjutilræðið í Oklahoma Tveir eftir- lýstir menn handteknir Oklahorna. Rcuter. TVEIR menn, sem leitað hefur verið að í tengslum við rannsóknina á sprengjutilræðinu í stjórnsýsluhús- inu í Oklahoma, voru handteknir í gær á gistihúsi við Carthage í Misso- uri-ríki. Engar von- ir eru lengur taldar á að fólk finnist á lífi í húsarústunum og var hreinsun því hafin með stórtæk- um vinnuvélum í gær. Enn er um 20 manns saknað eftir sprenginguna Meintur samverka- maður McVeighs. húsinu 19. apríl, þar á meðal fjög- urra kornabarna, en lík 146 hafa fundist. Mennirnir tveir, sem heita Gary Allen Land og Robert Jacks, eru taldir hafa tengst tilræðinu með beinum eða óbeinum hætti. Land er sagður félagi Timothys McVeighs, meints tilræðismanns. Að mati FBI er talið að rúmlega tveggja tonna þung sprengja úr áburði og olíu hafi sprungið við stjórnsýsluhúsið. Að sögn blaðsins Dallas Morning News hafa fingraför McVeighs fundist á kvittun fyrir einu tonni af áburði. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) sendi í gær frá sér nýja teikningu af meintum samverkamanni Timot- hys McVeighs. Samverkamaðurinn er sagður sólbrúnn og sterkbyggður, líklega vopnaður og stórhættulegur. Heimildir hermdu í gær, að Land líktist mjög manninum sem teikning- in væri af. Her Króatíu gerir árás á yfirráðasvæði Serba í Slavoníu-héraði Serbar gera árásir á mið- borg Zagreb Zagreb, Sameinuðu þjóðunum, London. Reuter. SERBAR gerðu í gær sprengjuárásir á borgirnar Zagreb og Karlovac í Króatíu til að hefna sóknar króatíska hersins inn á yfirráðasvæði þeirra í landinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krafðist þess að hernaðaraðgerðun- um yrði hætt tafarlaust og samið yrði um voprtahlé. Robert Hunter, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), sagði mikla hættu á að stríð gæti breiðst út á Balkanskaga vegna átakanna í Króatíu og eftir að fjögurra mánaða vopnahlé féll úr gildi í Bosníu á mánudag. Fjórir biðu bana og 120 særðust þegar að minnsta kosti fjórar eld- flaugar með klasasprengjur lentu nálægt opinberum byggingum í miðborg Zagreb. Sprengjum var einnig skotið að flugvellinum í Zagreb og á Karlovac, sem er 50 km sunnan við höfuðborgina og nálægt yfirráðasvæði Serba. Serbnesk’ yfirvöld vöruðu við hættu á loftárásum út um allt yfir- ráðasvæði Serba. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, lýsti yfir sigri og sagði að króatíski herinn hefði lok- ið sókninni yfir vopnahléslínuna, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa markað, til að ná mikilvægum þjóð- vegi og járnbraut á sitt vald. Serb- ar höfðu lokað veginum eftir að bardagar blossuðu upp á laugardag. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna skýrðu frá því að króatískir hermenn hefðu komið til Okocani, helsta bæjarins á svæðinu, og það benti til þess að Króatar hefðu náð markmiði sínu. Utanríkisráðherra Króatíu lofaði þýsku stjórninni að hernaðaraðgerðunum yrði ekki haldið áfram í dag. Owen lávarður, sáttasemjari Evrópusambandsins í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu, hvatti í gær þjóðir sem mikil sam- skipti eiga við Króata, til að þrýsta á um að þeir kölluðu lið sitt heim frá Slavóníu-héraði, sem þeir náðu af Serbum í leiftursókn. Karadzic lofar aðstoð Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba, lofaði að aðstoða Serba í Króatíu og embættismenn Samein- uðu þjóðanna óttuðust að hersveitir hans væru að búa sig undir bar- daga. Robert Hunter sagði að Atlants- hafsbandalagið væri undir það búið að flytja friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna frá Bosníu ef þörf krefði en kvaðst vona að þeir gætu verið þar áfram til að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir að stríð bloss- aði upp að nýju. Frakkar og fleiri þjóðir, sem hafa sent friðargæslu- liða til Bosníu, hafa sagt að her- mennirnir yrðu kallaðir heim ef ástandið versnaði. .. Reuter SLOSUÐ kona færð á börur í miðborg Zagreb en hún var farþegi í strætisvagni er varð fyrir sprengju Serba í gær. Breytt stefna bandarískra sljórnvalda Veita þúsundum Kúbumanna hæli Washington. Reuter. BANDARÍSK stjórnvöld hyggjast veita um 15.000 Kúbumönnum, sem eru I flóttamannabúðum í bandarískri herstöð við Guantan- amo-flóa, landvistarleyfi. Janet Reno dómsmálaráðherra tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gær. Þetta er stefnubreyting yfirvalda, sem hingað til hafa lýst því yfir að ekki komi til greina að hleypa flóttafólkinu inn í landið. Rök Bandaríkjamanna fyrir þessari stefnubreytingu eru þau að kostnaður við flóttamannabúð- irnar sé gríðarlegur auk þess sem yfirvöld hafí áhyggjur af líðan fólks í búðunum þar sem nú fari í hönd miklir sumarhitar. William Perry varnarmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að hann hefði þrýst á um þessa ákvörðun svo mánuðum skipti enda næmi kostnaður við að halda um 20.000 flóttamönnum í Guantanamo um það bil einni milljón dollara á dag. Nú eru 21.253 flóttamenn í Guantanamo sem bandaríska strandgæslan flutti þangað er þeir reyndu að flýja á bátkænum frá Kúbu til Florida síðasta sumar. Til að koma í veg fyrir að straumur flóttamanna aukist á nýjan leik frá Kúbu, tilkynntu Bandaríkjamenn að þeim flótta- mönnum sem strandgæslan finnur á hafi úti verði snúið aftur til síns heima.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.