Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ásdís Halla aðstoðar- maður menntamála- ráðherra ÁSDÍS Halla Bragadóttir hefur ver- ið ráðin aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra frá og með 1. maí. Ásdís Halla hef- ur gegnt starfi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálf- stæðisflokksins undanfarin tvö ár. „Menntamála- ráðuneytið er mjög umfangsmikið og mikilvægt ráðu- neyti og undir það heyra ekki aðeins menntamál þjóðar- innar, heldur einnig menningar-, íþrótta- og æskulýðsmál," sagði Asdís Halla í samtali við Morgun- blaðið. „í ráðuneytinu eru þess vegna mjög fjölþætt verkefni og mjög ánægjulegt að koma þar til starfa núna, ekki sízt vegna þeirrar auknu áherzlu, sem stjómmálaflokkarnir, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, lögðu á þennan málaflokk í kosn- ingabaráttunni. Menntamálin hafa sem betur fer notið vaxandi skiln- ings, áhuga og virðingar." Ásdís Halla er 26 ára. Hún varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi 1987 og lauk BA-j)rófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Islands 1991. Hún var blaðamaður á Morg- unblaðinú 1991-1993 og fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæð- isflokksins 1993-1995. Sambýlismaður Ásdísar Höllu er Aðalsteinn E. Jónasson lögmaður og eiga þau einn son. EINU sinni á ári er hleypt úr Árbæjarstíflu í Elliðaánum. Báta- fólkið, sem lagt hefur að baki mörg íslensk straumvötn á gúm- bátum, notaði þetta sjaldgæfa tækifæri í gær til að sigla niður árnar frá stíflunni að Rafstöðinni. Fyrir nokkrum árum var farið frá Rafstöðinni til sjávar svo þessi Vaðið á súðum hluti var eftir að sögn Björns Gíslasonar hjá Bátafólkinu. Að sögn Björns eru Elliðaárnar að- eins færar til siglinga af þessu tagi í tæpan klukkutíma meðan mesta flóðið varir. Elliðaárnar eru talsvert erfiðari en Hvitá, þar sem Bátafólkið er með reglulegar ferðir fyrir ferðamenn. Þarna eru mikið þrengsli og hrjúfir klettar. Leiðangursmenn voru 16 á þrem- ur bátum og fengu allir kalt bað í ánum. Einn hruflaðist á fingri og þurfti að sauma skrámuna. Að sögn Björns er Bátafólkið sífellt að bæta nýjum straumvötnum í safnið. Nú er verið að athuga með Stóru-Laxá í Hreppum og nokkrar jökulár fyrir austan. formaður Siálfstæðisflokksins, um óánægju kvenna innan flokksins ARNDÍS Jónsdóttir, for- maður Landssambands sjálfstæðiskvenna, segir að megn óánægja sé inn- an sambandsins með að engin kona skyldi hafa verið valin til setu í ríkis- stjórninni fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins. Hún segir að á fundi sjálf- stæðiskvenna í Borgamesi um helg- ina hafi verið raddir um úrsögn úr flokknum verði staða kvenna innan flokksins ekki styrkt. Amdís staðfesti að á fundinum hefðu nokkrar konur rætt um úr- sögn úr flokknum, en hún sagðist telja að um fámennan hóp væri að ræða. Úrsögn væri neyðarúrræði sem vonandi þyrfti ekki að koma til. Arndís sagði að óánægja sjálf- stæðiskvenna beindist ekki að þeim sem hefði verið valinn nýr í ráð- herrastól fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins, þ.e. Bimi Bjamasyni. Hún sagðist viðurkenna að staðan hefði verið þröng, en til greina hefði komið að gera meiri breytingar á ráðherraskipan og gefa konum þannig tækifæri til að komast að. Amdís sagði að slæm staða kvenna innan Sjálfstæðisflokksins væri áberandi núna ekki síst vegna þess að konur innan Framsóknar- flokksins, samstarfsflokks Sjálf- stæðisflokksins, hefðu styrkt stöðu sína. Framsóknarflokkurinn hefði gert konu að ráðherra og kona væri einnig formaður þingflokksins. Vilja fá formenn nefnda Amdís sagði að Landssamband sjálfstæðiskvenna gerði kröfu til þess að konur yrðu kosnar í þau embætti sem eftir væri að skipa í innan þingsins. Hún nefndi í því sambandi embætti þingflokksfor- manns og formennsku i utanríkis- málanefnd, allshetjamefnd og menntamálanefnd. Hún sagðist gera sér grein fýrir að erfitt gæti reynst að ná fram breytingu á embætti þingflokksformanns, en eðlilegt væri að kona yrði kosin varaformaður þingflokksins. Launajöfnun mikilvæg- ari en einstakar stöður Óánægja er í röðum sjálfstæðiskvenna vegna stöðu kvenna inn- an flokksins. Forsætis- ráðherra segir umræð- una eðlilega, en aukið launajafnrétti karla og kvenna skipti meira máli en hver skipi ráð^~ herraembætti frá einum tíma til annars Amdís sagði að ef ekki yrði orð- ið við kröfum sjálfstæðiskvenna um að konur skipuðu þau embætti sem eftir væri að skipa kæmi til álita að kona yrði kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í haust. Hugsanlegt framboð konu í sæti varaformanns yrði rætt á landsfundi Landssambands sjálf- stæðiskvenna í maí. Landssamband sjálfstæðis- kvenna skrifaði formanni, vara- formanni og formanni þingflokksins bréf í síðustu viku þar sem lýst er óánægju með stöðu kvenna innan flokksins og þess krafist að tekið verði tillit til sjónarmiða kvenna þegar ákvarðanir verða teknar um skipan embætta innan þingsins. Arndís sagði að engin viðbrögð hefðu enn komið við bréfinu. Arndís Jónsdóttir Davíð Oddsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Launajafnrétti mikilvægast, segir forsætisráðherra Davíð Oddsson forsætisráðherra sagðist telja að ráðherraval þing- flokksins hefði tekist allvel. Hann sagðist hins vegar ekki telja óeðli- legt að sjálfstæðiskonur tækju þessi mál til umræðu. í þeim sex stöðum sem um væri að ræða, fímm ráð- herrar og forseti þingsins, sæti nú engin kona. „Ég tel að það segi ekki alla sögu hvort karlar eða konur skipi toppstöður af þessu tagi frá einum tíma til annars. Aðrir hlutir skipta einnig máli þó að ég geri ekki lítið úr þessu. Eg vona að mikilvægi kvenna innan Sjálfstæðisflokksins muni koma fram í nefndaskipan í þinginu. Þá vona ég að það muni koma fram, sem við lögðum áherslu á í kosningabaráttuni, að karlar jafnt sem konur innan hans vilja beita sér fyrir því að launajöfnun milli karla og kvenna náist. Þetta tel ég skipta enn meira máli en hver skipar einstakar stöður.“ Davíð sagðist ekki sjá ástæðu til að skipta um þingflokksformann. Geir H. Haarde hefði staðið sig mjög vel og það skipti mestu niáli. Stjórn þingflokksins verður kjörin í dag. Davíð sagðist ekki gefa mikið fyrir tal um úrsagnir úr flokknum. Hann sagðist telja að fólk, sem gangi úr flokknum mislíki því eitt- hvað í starfsemi hans, væri ekki fast fyrir í flokknum. Sjálfstæðar konur gagnrýndar Amdís sagðist vera ósátt við málflutning Sjálfstæðra kvenna, en þær hafa lýst yfir ánægju með val flokksins á ráðherraefnum. Arndís sagðist eiga erfítt með að skilja hvernig konur innan Sjálfstæðis- flokksins gætu verið ánægðar með að engin kona væri ráðherra. Inga Dóra Sigfúsdóttir, talsmað- ur Sjálfstæðra kvenna, sagði að Sjálfstæðar konur væru ekki að gera lítið úr baráttu þeirra kvenna sem starfað hefðu að jafnréttismál- um undanfama áratugi með því að hafa aðra skoðun á þessu mál. All- ar stefndu að sama markmiði, þ.e. jafnrétti. Spurningin snerist hins vegar um hvaða leið ætti að velja. „í Sjálfstæðisflokknum eru margar hæfar konur eins og þing- konur flokksins em gott dæmi um. Konur sem mundu sóma sér vel í æðstu embættum. Það er hins veg- ar hefð fyrir því að ráðherrar séu valdir úr hópi þeirra sem skipa efstu sæti á framboðslista fyrir kosning- ar. Við verðum því að reyna að komast að rót vandans og greina hvað veldur því að konur hafa ekki náð betri árangri í prófkjörum en raun ber vitni. Að þessu sinni sem og oft áður vom það karlar sem skipuðu efstu sætin og í ráðherra- embættum sitja mjög hæfir ein- staklingar. Það er brýnt að viðhorfsbreyting í jafnréttismálum verði í þjóðfélag- inu og farið verði að líta á konur sem sjálfstæða einstaklinga ekki sem hluta af tilteknum hópi. Það þjónar ekki langtímahagsmunum í jafnréttisbaráttu að konur taki að sér embætti sem konur heldur sem hæfustu aðilarnir til starfans. Eitt embætti eða tvö, sem rétt er að konum til friðþægingar, skila ekki árangri í jafnréttisátt þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Inga Dóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.