Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 9 FRÉTTIR Sjálfkjörið í sveitarstjórnir Stykkishólms og Helgafellssveitar Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason YFIRKJÖRSTJÓRNARMENN brenndu kjörgögn sl. laugardag. Frá vinstri: Daði Jóhannesson, Pétur Kristinsson og Hallvarður Kristjánsson. Aðalmenn í hreppsnefnd Helg’afellss veitar allt konur Gömul kjörgögn brennd á Þingvöllum í Heigafellssveit Stykkishólmi - Einn listi kom fram vegna bæjarstjórnarkosning- anna sem fram áttu að fara í Stykk- ishólmi í lok mánaðarins og sömu- leiðis kom aðeins einn listi fram vegna hreppsnefndarkosninganna sem fram áttu að fara í Helgafells- sveit á sama tíma. Framboðsfrestur rann út á hádegi 1. maí. Er því sjálfkjörið í báðar sveitarstjórnirnar og þurfa kosningarnar því ekki að fara fram. Kosið var um sameiningu Stykk- ishólms og Helgafellssveitar sam- hliða alþingiskosningunum 8. apríl síðastliðinn og var sameiningin felld. Var það í fimmta sinn sem kosið var um málefni sveitarfélag- anna á rúmu ári. Stöfuðu síendur- teknar kosningar í sveitarfélögun- um m.a. af því að kjörseðlar við sameiningarkosningar sem fram fóru í apríl 1994 voru óþarflega þunnir og mátti sjá í gegnum þá að mati Hæstaréttar. í Stykkishólmi sameinuðust flokkarnir sem buðu fram til sveit- arstjórnar 28. maí og 1. október 1994 nú um einn jista, Sameinaða framboðslistann. Á hann er raðað frambjóðendum frá D-lista sjálf- stæðismanna og óháðra, B-lista Framsóknarflokks og H-lista Vett- vangs í samræmi við úrslit fyrr- greindra kosninga, en samkomulag hefur verið gert milli þessara stjórn- málasamtaka um óreglulega röð varamanna. Listann skipa af D-lista Bæring Guðmundsson, Guðrún Gunnars- dóttir, Rúnar Gíslason og Margrét Thorlacius. Af B-lista Guðbrandur Björgvinsson og Hilmar Hallvarðs- song og af H-lista Davíð Sveinsson. Aðalmenn allir konur í Helgafellssveit kom fram einn listi, Lýðræðislistinn, og er 'hann að sögn eingöngu skipaður and- stæðingum sameiningar sveitarfé- laganna tveggja. Athygli vekur að sæti aðalmanna Lýðræðislistans eru eingöngu skipuð konum, en efsta sæti hans skipar Hólmfríður Júlíana Hauksdóttir á Arnarstöðum. Auk hennar skipa listann Guðrún Reyn- isdóttir, Gríshóli, Ólöf Brynja Sveinsdóttir, Svelgsá, Auður Vé- steinsdóttir, Hólum, og Bryndís Reynisdóttir, Hrísum. Kjörgögn brennd Yfirkjörstjórn Stykkishólms og Helgafellssveitar kom saman laug- ardaginn 29. apríl sl. á hinum forna þingstað, Þingvölium í Helgafells- sveit. Tilefni fundarins var að eyða á eidi kjörgögnum vegna sveitar- stjórnarkosninga er fram fóru 1. október 1994 og vegna sameining- arkosninga sem fram fóru 8. apríl 1995. Eftir að oddviti setti fund í forn- um dómhring í túnfætinum á Þing- völlum var kjörgögnum haganlega fyrirkomið í forláta stálkeri, þau vætt vandlega með steinolíu og eld- ur borinn að. Er skemmst frá því að segja að kjörgögnin reyndust hinn besti eldsmatur og brunnu til ösku. FRANSKAR VÖRUR Pils, dragtir, vesti og buxur - Verið velkomin - TESS neðst við Opið virka daga w kl.9-18, Dllllhaga, laugardaga sími 622230 kl. 10-14. Bolir & derhúfur til áprentunar LLL 0. OjaIoaoii f Hverfisgötu 6a, sími 55-2000 Hótel Island kynnir skemmtidagskrana ÞÓ LÍÐI ÁR 06 ÖLD BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆLISTÓNIJEIKAR BJÖRGVIN ÍIAI.LDÓRSSON líturyiír dagsverkið sem dægurlagasöngvari á hUóiuplötum í aldarfjórðung, og \ið heyrum nær (»0 lög I'rá gUestum l'erli - l'rá 1969 til okkar daga næstu ^ ^ sýningar: 20 & 27. mai Gestasöngvari: ^ SIGRÍDUR BKINTKINSIKfmir I.cikmynd og leikstjórn: fl BJÖRN G. BJÖRNSSON IH.jómsAeitarsljórn: GUNNAR ÞÓRDARSÖN M ásanu 10 manna IKjomsuMt Kynnir: JÓN AXEL ÓLAFSSON ^ Islands- im Norönrlandameislarar i saink\a'inisdönsiim l'rá Dansskóla Auóar llaraltls s\na dans. Sértilboð á gistingu, sími688999. Matseðill Koníakstóneruö humarsúpa meö rjómatopp Lamba-piparsteik meö gljáöu grænmeti, kryddsteiktum jaröeplum og rjómapiparsósu. Grand Marnier ístoppur meö hnetum og súkkulaöi karamellusósu og ávöxtum. Verd kr. 4.600 - Sýningarverd kr. 2.000 Dansleikur kr.SOO rftTflí O l A \ITA Bordapantanir ] ■ rNLAJNU / «/m« 687111 Spariskírteini ríkissjóðs með mismunandi gjalddaga • Við bjóðum eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs með gjalddaga eftir 1 ár, 2 ár, 3 ár, 4 ár og 5 ár. • Þú getur raðað saman mismunandi flokkum spariskírteina þannig að þú sért alltaf með laust fé þegar þú þarft á því að halda. • Spariskírteini eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Helstu flokkai 1991 1D5 Gjalddagi 1/2 1996 spaiískúteína: 1992 105 Qjaiddagii/2 1997 1993 1D5 Gjalddagi 10/4 1998 1994 1D5 Gjalddagi 10/2 1999 1995 1D5 Gjalddagi 10/2 2000 Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Fjölmargir aðrir flokkar spariskírteina eru einnig til sölu. Hafa skal í huga að spariskírteini ríkissjóðs eru markaðsverðbréf Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sem eru skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru því auðseljanleg á lánstímanum. Kynntu þér möguleika spariskírteina ríkissjóðs. sími 562 6040, fax 562 6068. Hvaö sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.