Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 13 Ekkja Vilhjálms Stefánssonar afhjúpar skjöld til minningar um mann sinn Ekkert hefði glatt Vilhjálm meir en þetta EVELYN Stefánsson Nef afhjúp- aði skjöld til minningar um eigin- mann sinn Vilhjálm Stefánsson landkönnuð sem komið hefur verið fyrir á klöppum við Sólborg, fram- tíðarhúsnæði Háskólans á Akur- eyri á mánudag, 1. maí. Stofnun um heimskautamálefni Háskólinn á Akureyri gaf skjöldinn sem Guðmundur Oddur myndlistarmaður gerði. Þorsteinn Gunnarsson, rektor skólans, sagði við athöfn er skjöldurinn var af- hjúpaður að undirbúningur að Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, sem er stofnun um heimskauta- málefni og verður á Akureyri, væri þegar hafinn og gert ráð fyr- ir að starfsemi hennar hæfist í ársbyijun 1997. Hefur verulega þýðingu fyrir íslendinga Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra sagði að stofnunin' myndi sinna víðtækum rannsókn- um á málefnum er varða heim- skautasvæðin og hefði þannig verulega þýðingu fyrir íslendinga sem byggðu afkomu sína á auð- lindum þessara svæða. Ráðherra gat þess að á engan yrði hallað þó getið yrði Hjörleifs Guttormssonar, alþingismanns og fyrsta flutningsmanns tillögu sem Alþingi samþykkti í vetur um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. í máli bæjarstjóra, Jakobs Björnssonar, kom fram að stofn- unin myndi efla bæði Háskólann og Akureyrarbæ og tengsl þeirra við umheiminn. Síðasti landkönnuðurinn sem stækkaði jarðkringluna Vilhjálmur Stefánsson og Eve- lyn voru gestir Haraldar Bessason- ar, fyrrverandi rektors Háskólans á Akureyri, í Manitoba fyrir 40 árum og minntist hann þess í ávarpi við athöfnina, en Haraldur gerði einnig grein fyrir ævistarfi Vilhjálms, sem var afar afkasta- mikill, skrifaði 40 bækur, um 400 greinar í tímarit og hélt fjölda fyrirlestra. „Hann var síðasti land- könnuðurinn sem stækkaði jarð- kringluna,“ sagði Haraldur. Evelyn Stefánsson sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir hversu djúpt hún væri snortin er hún af- hjúpaði skjöldinn og sagði m.a. að ekkert hefði glatt Vilhjálm Stefánsson meir en þetta, að minn- ingu hans væri haldið á lofti með þessum hætti. Morgunblaðið/Rúnar Þór HARALDUR Bessason, Hjörleifur Guttormsson, Þorsteinn Gunn- arsson, Evelyn Stefánsson Nef, Guðmundur Bjarnason og Jakob Björnsson undir klöppunum þar sem komið hefur verið fyrir skildi til minningar um Vilhjálm Stefánsson iandkönnuð, en hann var afhjúpaður í fyrradag. Innlendur bjór ódýrastur þrátt fyrir afnám verndartolla Ríkið niðurgreiðir innflutta bjórinn Háskólinn á Akureyri Krislján Krisljáns- son ráðinn dósent DR. KRISTJÁN Kristjánsson hef- ur verið skipaður dósent í heim- speki við Háskól- ann á Akureyri. Kristján hefur starfað við skól- ann frá árinu 1991, fyrst sem sérfræðingur og síðan sem lektor, hann er jafnframt formaður Rann- sóknarstofnunar háskólans. Kristján lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1979, BA-prófi í heimspeki og þýsku frá Háskóla Islands 1983 og prófi í upp- eldis- og kennslufræði frá Kennara- háskóla íslands 1986. Hann lauk M.Phil.-námi í siðfræði og stjórn- málaheimspeki frá Háskólanum í St. Andrews árið 1988 og doktorsprófi þaðan tveimur árum síðar. Kristján hefur starfað sem kennari við Gagn- fræðaskólann á Akureyri og Mennta- skólann á Akureyri. Hann hefur ritað fjölmargar grein- ar um fræði sín og haldið fyrirlestra víða um land. Ritgerðasafn hans, Þroskakostir, kom út hjá Siðfræði- stofnun 1992. Þá hefur hann ritað greinar í ýmis alþjóðieg heimspekirit og hlotið styrki til rannsókna sinni úr innlendum og erlendum rannsókn- arsjóðum. Bók hans um frelsishugtak- ið „Social Freedom: The Responsibi- lity View“ verður bráðlega gefin út hjá Cambridge University Press. BALDVIN Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Viking hf. á Akur- eyri segir ríkið greiða götu inn- flutts bjórs á óeðlilegan hátt. Ríkið beri að langmestu leyti kostnað af innflutningi bjórs á sama tíma og innlendu framleiðendurnir kost- uðu sinn innflutning á hráefni og umbúðum. Því til viðbótar byði ÁTVR út flutningana til landsins og hefði í krafti ríkisábyrgðar á flutningsgjöldum náð afar hag- stæðum samningum, en innlendu framleiðendurnir gætu ekki boðið ríkisábyrgð vegna síns innflutn- ings. Njótum ekki nálægðarinnar „ÁTVR er stórt, öflugt og vel skipulagt fyrirtæki og þær vöru- tegundir sem á annað borð eru teknar inn fá góða vörudreifingu og framsetningu í verslunum þess. Venjan er sú að fyrirtæki á heima- markaði njóta nálægðarinnar þar sem þau geta stundað öflugt markaðsstarf og boðið ódýrari þjónustu en t.d. í útlöndum. Sölu- kerfið hér er hins vegar með þeim hætti að við njótum engrar fjar- lægðarverndar sem við undir eðli- legum kringumstæðum myndum njóta, líkt og til að mynda á gos- drykkjamarkaðnum sem er ná- skyld grein. Þar á innlenda fram- leiðslan nánast allan markaðinn og ég tel að það sama yrði upp á teningnum ef við værum að keppa við innflutninginn í eðlilegri sam- keppni, en það er að mínu mati eftirsóknarvert fyrir innlendu framleiðendurna að sem mest samkeppni ríki á þessum mark- aði,“ sagði Baldvin. Hátt í 20% lækkun Nú um mánaðamótin var af- numinn verndartollur sem settur var á innfluttan bjór en innlendir framleiðendur töldu að þar hafi í raun verið um eðlilega heildsöluá- lagningu verið að ræða sem nú væri að mestu leyti verið að fella niður. í kjölfarið hefur verðið lækkað. Til að ná fram þeirri lækkun sagði Baldvin að fyrirtæk- ið hefði þurft að lækka sig um hátt í 20% í sumum tilvikum. „Við erum ákveðin í því að bjóða ekki bara betri vöru en innflutn- ingurinn heldur ódýrari líka,“ sagði Baldvin og benti á að fyrir- tækið framleiddi ódýrasta bjórinn á markaðnum nú, Ice-bjór en lítr- inn kostaði rúmar 296 krÓnur. „Við erum að vona að í kjölfar almennrar lækkunar muni mark- aðurinn stækka og innlenda fram- leiðslan ná til sín stærri hluta, þannig að við gætum aukið fram- leiðsluna og náð sömu krónutölu- framlegð. Þessi verðlækkun gæti þannig orðið varanleg hvað inn- lendu framleiðendurna varðar, en við teljum alveg óhugsandi að rík- ið muni til frambúðar niðurgreiða innfluttan bjór og verð hans muni því hækka þegar þessari niður- greiðslu lýkur,“ sagði Baldvin. Frumvarp til laga um gjald á áfengi var ekki afgreitt frá Alþingi í vetur en þar er gert ráð fyrir að einkainnflutningur ríkisins á áfengi falli niður. Kvaðst hann vonast til að frumvarpið yrði tekið upp að nýju í haust, en það færi vissulega eftir því hvers konar reglur samdar yrðu á grundvelli frumvarpsins og hvernig þeim yrði framfylgt hvaða breytingar yrðu á markaðnum. Grundvöllur fyrir kæru í raun væri kominn upp grund- völlur fyrir innlendu framleiðend- urna að kæra eigin stjórnvöld fyr- ir hrikalega mismunun og myndu menn vafalaust íhuga þann kost ef ekki kæmi til breyting þar á. Einnig kæmi sterklega til greina að hefja innflutning á Löwenbrau- bjór sem framleiddur er í verk- smiðju Viking á Akureyri. Á með- an ríkið sæi um og kostaði inn- flutning, dreifingu og fleiri þætti væri það fyrirtækinu hagstæðara en að brugga bjórinn heima og kosta sjálft innflutning á því sem til framleiðslunnar þyrfti. „Það stríðir vitanlega gegn okkar stefnu að flytja inn útlent vatn, en við hefðum mun meira upp úr dæminu með þessum hætti,“ sagði Baldvin. Krislján Kristjánsson Ilagnaður af rekstri sparisjóðs HAGNAÐUR af rekstri Spari- sjóðs Akureyrar og Arnarnes- hrepps nam 11,2 milljónum króna á síðasta ári. Eigið fé sjóðsins nam í árslok 127,7 milljónum króna sem er 26,6% af niðurstöðu efnahags- reiknings. Eiginfjárhlutfall samkvæmt Bis-reglum var 45,3% í árslok, en má sam- kvæmt lögunum ekki vera lægra en 8%. Innlán jukust um 4,7% og námu í árslok 298,5 milljónum króna. Útlán námu 334 milljón- um króna. Heildartekjur voru alls 46,2 milljónir króna og heiidargjöld 34,9 milljónir króna. Framlag í afskrifta- reikning var 4,2 milljónir króna og nam afskriftareikningur í árslok 17,8 milljónum eða um 5,2% af útlánum, áföllnum vöxtum og ábyrgðum. Gefið til sundlaugar Á aðalfundi félagsins sem haldin var nýlega var samþykkt að gefa 500 þúsund krónur til sundlaugarbyggingar við Krist- nesspítala. Stjóm sparisjóðsins skipa Jón Kr. Sólnes, formaður, Ingimar Brynjólfsson, Júlíus Jónsson, Páll Jónsson og Eiður Gunn- laugsson. Ljósmynda- sýning á Café Karólínu SIGRÍÐUR Soffía opnar sýn- ingu á verkum sínum í Café Karólínu í Grófargili á morgun. Á sýningunni em Ijósmyndir, „stillur", unnar með Polaroid Transfer-tækni sem Sigríður Soffía hefur þróað. Þetta er einskonar grafísk tækni þar sem myndinni er þrýst á hand- unninn pappír og síðan með- höndluð frekar. Eftir þessa meðhöndlun er yfirbragð myndanna öllu líkara málverki en ljósmynd. Sigríður Soffía er lærður ljósmyndari og fjölmiðlafræð- ingur frá háskóla í Bandaríkj- unum og rekur ljósmyndastofu í Listagilinu. Þetta er fjórða einkasýning hennar en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum. Sýn- ingin verður opin út maímánuð. Kirkjulista- vika kynnt MARGRÉT Björgvinsdóttir kynnir kirkjulistaviku sem hefst um næstu helgi í Akureyrar- kirkju í opnu húsi Miðstöðvar fólks í atvinnuleit í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í dag frá kl. 15 til 18. Kaffi og brauð verður á boð- stólum þátttakendum að kostn- aðarlausu. Umsjónarmaður safnaðarheimilis gefur nánari upplýsingar um starfsemi mið- stöðvarinnar og tekur á móti pöntunum á Lögmannavaktina sem starfandi er á sama stað frá kl. 16.30 til 18.30 á miðviku- dögum. Vortónleikar eldri nemenda SKÓLAÁRI Tónlistarskólans á Akureyri er að ljúka og árang- urinn af vetrarstarfi að koma í ljós í prófum og fjölmörgum tónleikum einstaklinga og hljómsveita. Vortónleikar eldri nemenda skólans verða haldnir í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.