Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ L I Forstjóri Þjóðhagsstofnunar telur afar brýnt að ráðast gegn ríkissjóðshallanum Stefnir stöðug- leikanum íhættu ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir það lík- lega brýnasta verkefnið í hagstjóm að koma á jafnvægi í opinberum fjármálum því óbreyttur halli stefni stöðugleikanum í hættu. Þetta er eitt af sjö meginverkefnum sem hann telur mikilvægast að vinna þurfi að í hagstjórn á næstunni. „Hallinn var 17 milljarðar króna í fyrra og verður sennilega litlu minni í ár þótt hagvöxtur hafí ver- ið viðunandi í tvö ár,“ sagði Þórður á ársfundi Iðnlánasjóðs í gær. „Nú er hafin gerð langtímaáætlunar í ríkisfjármálum á vegum ríkisstjórn- arinnar sem miðar að því að eyða halla ríkissjóðs í áföngum á næstu tveimur árum. Þessi áætlanagerð er liður í undirbúningi íjárlagafrum- varps fyrir næsta ár. Jafnframt hefur ríkisstjórnin boðað viðræður við sveitarfélögin í því skyni að draga úr hallarekstri þeirra. Eins og vaxtahækkanir að undanförnu sýna er brýnt að sem fyrst verði stigin skref í átt til jafnvægis í opinberum fjármálum. Háum vöxt- SUMARTÍMI: 2. maí til 15. sept. kl. 800 - 1600 Lýsing hf. FLJÓTLBCRI FJÁRMÖGNUN SUÐUIjlANDSBRAUT 22, 108 RBYKJAVÍK SIMI 568 9050, FAX 581 2929 um fylgir vandi en grundvaliaratrið- ið er afkoma hins opinbera." í öðru lagi sagði Þórður að endur- skoða þyrfti lögin um Seðlabankann með það fyrir augum að auka sjálf- stæði hans og gera markmið hans skýrari. „Aukið fijálsræði á fjár- magnsmarkaði og fijálsar fjár- magnshreyfingar milli íslands og annarra landa kalla á nútímalegri löggjöf um bankann sem sækir fyr- irmyndina til landa þar sem stjórn peningamála hefur verið árangurs- ríkust. Jafnframt krefjast breyttar aðstæður skilvirkrar stjórnunar til þess að bankinn geti brugðist skjótt við síbreytilegum aðstæðum á fjár- magnsmarkaði. Þess vegna er jafn- framt skynsamlegast að einfalda yfirstjóm hans.“ í þriðja lagi er mikilvægt að breyta ríkisbönkum og íjárfesting- arlánasjóðum í hlutafélög, að mati Þórðar. Auðlindagjald og verðjöfnun sjávarafurða Fjórða verkefnið snýr að því að tryggja útflutnings- og samkeppn- isgreinum stöðug starfsskilyrði þótt misjafnlega ári í sjávarútvegi. Þórð- ur benti á að uppsveifla í sjávarút- vegi leiddi til þess að raungengi og vextir hneigðust til hækkunar vegna þensluhættu. Afleiðingin væri því óhjákvæmilega versnandi samkeppnisstaða fyrir aðrar at- vinnugreinar. Hann sagði vænleg- ustu leiðimar til að draga úr sveifl- um af þessu tagi annaðhvort vera verðjöfnun sjávarafurða eða ein- hvers konar auðlindagjald — eða sambland af hvom tveggja. „Sér- staklega er mikilvægt að næsta uppsveifla í sjávarútvegi leiði ekki til rýrnunar á samkeppnisstöðu annarra útflutnings- og samkeppn- isgreina, heldur nýtist til að treysta undirstöðu þeirra og sjávarútvegs." í fimmta lagi segir Þórður rök- rétt að þeir sem nýti auðlindir sjáv- ar greiði eigendum fyrir afnotin. Jafnframt ríki nú óvissa í þessum efnum sem vandséð sé hvernig dregið verði úr án þess að gjaldtaka í einhveiju formi verði þáttur í slíkri frambúðarlausn. í sjötta lagi þarf að mati Þórðar að móta landbúnaðarstefnu til langs tíma þannig að framleiðendur land- búnaðarafurða viti í aðalatriðum hvemig starfsumhverfi þeirra verði á næstu áram. „Hluti af slíkri stefnu hlýtur óhjákvæmilega að vera að opinber stuðningur við greinina minnki í áföngum á ein- hverju árabili." Sjöunda og síðasta verkefnið snýr að frambúðartengsl- um íslands við aðrar Evrópuþjóðir og segir Þórður að áherslu þurfi að leggja á að koma þessum tengsl- um á varanlegan grann. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA AÐALFUNDUR Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 4. maí 1995 kl. 16.00. Fundarstaður: Þingholt, Hótel Holti. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Dr. Björn Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar íslands, flytur erindi: Er reynsla og þekking í sjávarútvegi góð útflutningsvara fyrir íslendinga? Mætið stundvíslega! Stjórn FVH. VIÐSKIPTI FRÁ ársfundi Iðnlánasjóðs, f.v. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra, Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður og Bragi Hannesson, forstjóri. Stjórnarformaður Iðnlánasjóðs Hvatt til stofnunar fjárfestingarbanka GEIR A. Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Iðnlánasjóðs, segir það vori sjóðsins að ekki verði hvikað frá meginmarkmiðum stefnumörk- unar fyrrverandi ríkisstjórnar í því að stofna öflugan fjárfestingar- banka og auka framlag til nýsköp- unar með nýsköpunarsjóði. Á ársfundi sjóðsins benti Geir á að stefnumörkun fyrri ríkisstjórnar hefði falist í því að Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði annars vegar og Fiskveiðasjóði hins vegar skyldi breytt í tvö hlutafélög sem tækju til starfa 1. júlí 1996. Jafnframt skyldi hafinn undirbúningur að samrana félaganna og stefnt að því að sú framtíðarskipan verði komin á í ársbyijun 1998. Jafnframt verði stofnaður sérstakur nýsköpunar- sjóður sem fjármagnaður yrði að hluta af eigin fé Iðnlánasjóðs og hluta af arði af hinum nýju hlutafé- lögum sem stofnuð verða um Fisk- veiðasjóð og sjóði iðnaðarins. Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, sagði aðspurður á fundinum að ríkisstjórnin hefði einsett sér að gera ríkisviðskiptabankana að hlutafélögum og fjárfestingarlána- sjóðina einnig. Það hefði þó ekki verið nákvæmlega útfært. „Ég sé Iðnþróunarsjóð þannig fyrir mér að hann geti orðið þessi nýsköpunar- sjóður en öðrum sjóðum verði breytt í hlutafélög og arður greiddur af hiutafé þeirra inn í Iðnþróunarsjóð- inn. Ég held að fyrsta skrefið sem eigi að stíga í þessum efnum sé það að gera þessa sjóði að hlutafélögum en það sé síðan seinni tíma ákvörð- un að renna þeim öllum saman í einn ljárfestingarbanka. Ég held að menn eigi að fara varlega í þessu til að byija með, stíga eitt skref í einu og hafa þau örugg og skapa sem allra mesta samstöðu um það sem menn eru að gera hveiju sinni.“ Hagur Iðnlána- sjóðs vænkast Tími mik- illa útlána- tapa að baki UM 146 milljóna hagnaður var af rekstri Iðnlánasjóðs á síðasta ári samanborið við 565 milljóna tap árið 1993. Þetta skýrist fyrst og fremst af minna framlagi í afskrift- arreikning sem lækkaði úr 945 milljónum í 292 milljónir. Bragi Hannesson, forstjóri Iðn- lánasjóðs sagði á fundinum að full ástæða væri til að vænta þess að tími mikilla útlánatapa væri að baki, enda hefði jákvæð þróun hag- vaxtar og stöðugleika styrkt undir- stöður atvinnulífsins. Vaxtamunur minnkar Iðnlánasjóður seldi í útboðum innanlands skuldabréf að fjárhæð 1.859 milljónir á síðasta ári en end- urgreiddi eldri erlend innlán um- fram samningsákvæði að fjárhæð 1.050 milljónir. Útlánsvextir sjóðs- ins lækkuðu í áföngum og hefur vaxtabil minnkað verulega eða úr 4% árið 1993 í 2,6% á síðasta ári. Gert er ráð fyrir því að það minnki enn á þessu ári. Bragi kvaðst í ræðu sinni telja eðlilegt að fjárfestingarlánasjóðirn- ir fengju heimild til að taka við innlánsfé til ávöxtunar frá við- skiptamönnum sínum við breytingu á sjóðunum í hlutafélög. Hann bendir á að bankar og sparisjóðir hafi einkarétt á að taka til geymslu og ávöxtunar innlánsfé frá einstakl- ingum og fyrirtækjum og hafi því betri samkeppnisstöðu en sjóðirnir, hvað þetta snerti. Eigið fé Iðnlánasjóðs í lok ársins nam alls 2.873 milljónum og eigin- fjárhlutfall samkvæmt Bis-reglum 25,9%. Heildarútlán í árslok námu alls um 14,4 milljörðum. * ________ > Olafur B. Thors, nýkjörinn stjórnarmaður í Lyfjaverslun Islands Fráfarandi stjóm fékk ein- dregna traustsyfirlýsingu FJÓRIR af fimm fulltrúum sem ríkið skipaði í stjóm Lyfjaverslunar fs- lands hf. á síðasta ári vora kjömir til áframhaldandi stjómarsetu á aðal- fundi fyrirtækisins á laugardag. Þetta era þeir Ólafur B. Thors, Þór- hallur Arason, Dr. Einar Stefánsson og Jóhannes Pálmason. Auk þeirra var Rúna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri markaðssviðs, kjörin í stjómina og kemur hún í stað Margrétar Bjömsdóttur. Hlutu þau 72-80% greiddra atkvæða en mættir vora á fundinn hluthafar með 56,68% at- kvæðamagn. Hópur hluthafa sem bauð sig fram gegn sitjandi stjóm undir forystu Jóns Þorsteins Gunnarssonar, rekst- arhagfræðings fékk hins vegar 16-27% atkvæða. Auk Jóns Þorsteins buður sig fram Bolli Héðinsson, Pétur K. Maack, Úlfur Sigurmundsson og Jón Bemódusson. Þá tilkynnti Hanna María Siggeirsdóttir, lyíjafræðingur, um framboð sitt á fundinum. „Ég met það svo að fráfarandi stjóm hafí fengið mjög eindregna traustsyfírlýsingu hluthafanna," sagði Ólafur B. Thors, einn nýkjör- inna stjómarmanna í samtali við Morgunblaðið. „Á aðalfundinum kom fram á mjög skýran hátt framtíðar- stefna fyrirtækisins og hvað það er sem við erum að vinna að. Ég tel að hiuthafarnir hafi með þessari at- kvæðagreiðslu sýnt það að þeir kunna að meta það starf sem þarna hefur verið unnið. Það kom mér hins vegar mjög á óvart að gagnrýnendumir skyldu ekki taka mið af þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum. Þótt forstjóri og stjómarformaður hafí verið búnir að gera grein fyrir fram- tíðarstefnu á fundinum halda þeir því fram að það sé engin framtíðar- stefna til. Þetta sannaði að þessir menn hafa ekkert kynnt sér starf- semi Lyfjaverslunar Islands enda fengu þeir þá útreið á þessum fundi sem þeir áttu skilið. Framundan er að taka höndum saman um að vinna að uppbyggingu þessa fyrirtækis þvi það er mikið af áhugaverðum verk- efnum framundan. “ Ekki forsendur fyrir margfeldiskosningu Jón Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að ætla mætti að tveir menn úr hans hópi hefðu náð kjöri ef margfeldiskosning hefði verið við- höfð á fundinum. „Undir öllum eðli- legum kringumstæðum hefði þessi kosning átt að fara fram undir marg- feldiskosningarreglum en það vora ekki forsendur fyrir því.“ Aðspurður um hvaða skýringar væra á því að hans hópur hefði ekki náð betri árangri en raun bar vitni í stjómarkjörinu sagði Jón Þorsteinn að stjórnarmenn hefðu hafið nokk- urskonar prófkjörsbaráttu og látið hringja í alla hluthafana. Þannig hefðu þeir fengið umboð hjá mjög stóram hópi enda hafi 300 manns á fundinum haft atkvæði frá eitthvað á níunda hundrað manns. „Upphaflegt markmið okkar var að vekja athygli á stöðu þessa fé- lags, þ.e. ríkisskipaðri stjórn og hinni dreifðu hlutaijáreign. Ef ekkert hefði verið að gert hefðu aðalfundarstörf líklega farið fram á framhaldsaðal- fundi þar sem ætla má að tiltölulega lítill hluti hluthafa hefði neytt at- kvæðisréttar síns. Ég lít svo á að það sé ákveðin gagnrýni á stjómina að stjórnarformaður fékk fæst at- kvæði stjórnarmanna. Þessari stjórn verður veitt miklu meira aðhald vegna þessarrar athygli en ella hefði orðið. Hún verður að sýna betri árangur en 3% hagnað af veltu.“ ! i Í I i i I I h i l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.