Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ IVIÐSKIPTI t i I b o d MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 19 HINN sögiifrægi leigubíll „79 af stöðinni" er fyrsti leigubíllinn á Islandi sem er búinn posa og prentara, jafnt fyrir debetkort sem kreditkort. Undanfarið hefur verið unnið að því, í samvinnu Visa og Hreyf- ils, að þróa hagstæða lausn sem gerir rafræn greiðslukortavið- skipti í leigubílum möguleg. í frétt frá Visa segir að þetta hafi verið orðið mjög brýnt eftir að debetkort urðu almenningseign auk þess sem algengt væri að fólk greiddi fyrir aksturinn með kreditkortum. Þá hefði hlutfall „gúmmítékka" verið hærra í leigubílum en annars staðar. Lausnin byggir á venjulegum posa sem er tengdur farsíma bíls- ins og nettum hitaprentara. Auk spennubreytis er komið fyrir sér- stöku millistykki til að auðvelda boðskiptin. Helgi Gústafsson, leigubíl- stjóri á „79 af stöðinni“ er fyrsti leigubílsljórinn sem getur tekið við debetkortagreiðslum. Töluverð verð- lækkun á áli Búist við að aðilar álsamkomulagsins auki framleiðsluna á næstunni London. Reuter. ÁLVERÐ lækkaði allnokkuð í gær þrátt fyrir fréttir um, að birgðir hefðu farið niður fyrir eina milljón tonna í fyrsta sinn frá árinu 1992. Er lækkunin rakin til þess, að margir kaupendur telja, að lítið framboð nú muni aðeins verða til að auka framleiðsluna síðar. Verð á tonninu fór í 1.725 doll- ara, sem er 160 dollurum minna en það var hæst í síðustu viku, en sumir markaðssérfræðingar telja, að það muni hækka og ná jafn- vægi á ný. Verð á öðrum málmum lækkaði einnig. Álbirgðir á vegum málmmarkað- arins í London fóru í 995.875 tonn í gær og hafa ekki verið minni síð- an í janúar 1992. Þær voru mest- ar, 2,66 milljónir tonna, í júní á síðasta ári. Búist er við, að nú þeg- ar birgðirnar eru komnar niður fyrir þennan mikilvæga þröskuld, muni þeir framleiðendur, sem sömdu um það á síðasta ári að draga úr framleiðslu, auka hana aftur. „Það, sem gerist á næstunni, er að framleiðslan verður aukin hægt og rólega og ekki haft mjög hátt um það,“ sagði einn markaðssér- fræðingurinn. Á síðasta ári kyntu kaup fjárfestingarsjóða undir hækkun álverðsins en nú þegar þeir hafa snúið sér að öðru er því spáð, að verðsveiflur minnki og jafnvægi náist á raunhæfum grunni. Methagnaður á Norsk Hydro Ósló. Reuter. NORSK Hydro, stærsta iðnfyrir- tæki í Noregi, skilaði methagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Mun- aði þar mestu um hækkun á álverði. Hagnaðurinn á fyrstu þremur mánuðum ársins var um 22 millj- arðar ísl. kr. en tæpir níu milljarð- ar á sama tíma í fyrra. Er útkom- an verulega betri en búist hafði verið við og olli því, að gengi hluta- bréfa í Norsk Hydro í kauphöllinni í Ósló hækkaði mikið. Ekki er gert ráð fyrir, að gangurinn verði jafn góður á árinu öllu enda er fyrsti ársfjórðungurinn yfirleitt bestur. Jan Yttredal, yfirmaður málm- framleiðsludeildar Norsk Hydro, spáir því, að álverð verði áfram hátt til langs tíma litið þrátt fyrir sveiflurnar að undanförnu og telur, að það muni hækka nokkuð frá því, sem nú er. Þá segir hann, að fyrirtækið hafi engin áform um að hverfa frá samkomulagi helstu ál- framleiðsluríkja og auka framleiðsl- una á ný. bókabúdu m REVKJAVIKURBORGAR 1M5 Vilborg Davtðsdóttir er ungur rithöfundur sem nýverið hlaut verðlaun Skólamála- ráðs Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sögu sína. Sagan er í tveimur hlutum sem heita Við Urðarbrunn og Nornadómur. Söguhetjan, Korka, er ambátt sem sættir sig ekki við kúgun heidur berst fyrir frelsi og réttlæti. Sagan er knúin áfram af ákafri baráttu góðs og ills og höfðar til lesenda á öllum aldri. fæst í næstu bókabúó „Þetta er átakasaga og þroskasaga, grimm á köflum en trú þeim tíma sem hún túlkar." Sigrún Klara Hannesdóttir, Morgunblaðið „... lesandi hrífst auðveldlega með atburðarás- inni sem er bæði hröð og spennandi. Það er fáum gefið að geta skrifað verk sem er allt í senn; metnaðarfullt, spennandi og fróðlegt ... þrátt fyrir ungan aldur söguhetjunnar á þessi saga erindi lil allra.“ oddný Ámadóttir, DV „Ég er sannfærð um það að ef bækumar um Korku hefðu verið skrifaðar í nágrannalöndum okkar þá hefði ekki liðið langur tími þar til þær hefðu orðið að sjónvarpsþáttaröð." Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunpósturinn O R l_ /V G 1 ( MÁL OG M E N N 1 N O |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.