Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 2\ LISTIR ,ATHUGASEMDIR Gluggagægis" olía/masónít. Kyrralíf MYNPUST Nýlistasafnid/ M o k k a BLÖNDUÐ VERK STEINUNN G. HELGADÓTTIR Opið alla daga frá 14.—18. til 7. maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ telst rétt hjá Steinunni G. Helgadóttur; „að oft er fjallað um innsetningar (Installation) eins og þær séu nýr og áður óþekktur kafli innan myndlistarinnar. Það vilji gleymast, að til eru t.d, gaml- ar kirkjur þar sem rýmið hefur verið tekið fyrir í heild sinni og umbreytt í eitt allsheijar listaverk. Og svipað megi segja um innhverf- an heim kyrralífsmálverksins". A þetta hef ég iðulega minnt á ein- hvern hátt í skrifum mínum, því í núiistum er stundum eins og menn álíti sig hafa fundið upp heita vatnið, og er ég vissulega ekki eini listrýnirinn í Evrópu sem heldur því fram. Með síðari tíma ljósmyndatækni hafa menn t.d. uppgötvað, að landslagslist (Earth Art) er ekki ný heldur ævaforn listgrein, sem helst sést á myndum teknum úr háloftunum, því að forfeður vorir fóru mildari höndum um náttúruna en nútímamaðurinn og skildu hana mun betur, jafnháðir og þeir voru henni. þar að auki voru þeir ekki að leitast við að ögra þ.e. „provo- kera“, eins og það Heitir á máli núlistamanna, þurftu trúlega ekki á því að halda. Steinunn hóf nám í fornáms- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands, en hélt að einu ári liðnu til Svíþjóðar þar sem hún nam fyrst í tvö ár í málunardeild Göte- borgs Hovedskole, og loks tvö ár í Valand listaháskólanum í sömu borg. Listakonan hefur þannig traust málunarnám að baki, þótt hún kjósi að vinna mikið til í inn- setningum og má vera að það tengist námi hennar eða áhrifum frá Svíþjóðardvölinni, sem ef rétt er teldist meira en eðlilegt. Listakonan hefur tekið þátt í fimm einkasýningum ogjafnframt haldið fimm einkasýningar erlend- is, en þrjár hér á landi m.a. einu sinni í Reykjavík, sem var í listhús- inu „einn einn“ árið 1992, en sýn- ingin í Nýlistasafninu er viðamesta framkvæmd hennar til þessa, auk þess sem sjálfstætt framhald hennar er á veggjum Mokka kaff- is. Sýningarnar eru báðar nokkurs konar óður til kyrralífsmyndarinn- ar, þar sem ýmsum meðölum er beitt m.a. skjátækninni, auk þesss sem viðræðuformið milli ólíkra tjámiðla er virkjað, en það nefna menn „DiaIog“ í myndlistinni, sem er helst til ofnotað og klisjukennt hugtak er svo er komið. Auðséð er á framkvæmdunum, að Steinunni er mikið niðri fyrir, þótt í stað þess að skipta sýning- unni hefði verið viturlegra að nýta alla sali Nýlistasafnsins en ekki einungis neðstu hæð og gryfju. Rými efri hæðanna hefði gefið mun meiri möguleika til mark- vissrar innsetningar, og einstök verk hefðu þá haft meira svigrúm og ótvíræðari tilvísanir. Það er svo nokkuð algengt, að gamla sígilda formið á málverki dugi listamönnum ekki fullkom- lega, og er ég þess fullviss, að flestir miklir málarar aldarinnar hafi á stundum fúndið sig stillta upp við vegg og langað til að bijóta það niður. En í stað þess fóru þeir út í aðra hliðargeira um stund, t.d. höggmyndalist, leirlist og grafík sbr. Picasso, Míró, Matisse o.m.fl. - sneru svo aftur tvíefldir á vettvang málverksins. Rýnirinn kann vel að meta mik- il átök til margra áttá hjá ungum svo sem hér kemur fram, en á stundum væru málverkin betur komin ein og sér t.d. hvað varðar „Athugasemdir Gluggagægis" (1), sem vakti óskipta athygli mína. Auk þess eru viðræðurnar eins og slitnar úr tengslum. Maður finnur einfaldlega trauðla þráðinn á milli málverks og innsetningar, og finnst iðulega frekar sem um tvö ólík og sjálfstæð verk sé að ræða. Hinar hrjúfu umgerðir utan um málverkin eru skemmtilegar og hitta í mark, en síður gyllingin á römmunum um myndskjáina, þar sem eplauppstilling (4) hafði sterkustu tilvísunina. Skjámynd- irnar eru hins vegar skýrar og vel gerðar og á það einnig við um nr. 11, en slíkt smáflipp með miðla er afar algengt í listaskólum nú um stundir. Áberandi var svo hve málverkin á endavegg í gryfju njóta sín betur í ómengaðari dags- birtunni en önnur með hjálp gervi- ljósa, sem vísar til að meiri hnitm- iðun á sjálf málverkin og éigindir þeirra með virkjun birtugjafans hefði styrkt sýninguna. Myndirnar á Mokka eru mun samstæðari, en þar er myndefninu einfaldlega raðað inn í ferhyrndar kassalaga rýmisgrindur. Einkurh er stóra myndin fyrir miðju á hlið- arvegg hrifmikil, því hér er tákn- merkingin mun ákveðnari og heil- steyptari en í Nýlistasafninu, og andrúmið lumar þarmeð á ótvíræð- ari skilaboðum um eðli kyrralífs til gests og gangandi. Bragi Asgeirsson - kjarni nuílsim! Amerísk gæda framleidsla White-Westinghouse • 75 - 450 lítrar • Stillanlegur vatnshiti • Tveir hitastillar • Tvö element • Glerungshúð að innan • Öryggisventill • Einstefnulokar • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR LÍO Ara. RAFVORUR ÁRMULI 5 • 108 RVK • SIMI 568 6411 - kjami málsins! Þafi tr alltafi pman s© afiö® okkar! Sneisafull búð af fallegri gjafavöru á hreint frábæru verði Leikföng vaxlitir-krítar og vatnslitir 220 Styttur Antik trúður kr. 430,- Tuskudýr Gullna flugöndin Kr. 480,- Silkiblóm Blóm í fallegum vasa Kr. 1.130,- Trúöadúkkur Díno trúöur 16cm Kr. 200,- (12 gerðir) Fyrir smábörnin Fötusett kr. 260, Sparibaukar Trúður kr. 410, Keramikgrímur 3 stk í setti kr. 310, Verið velkomin og athugið að við opnum alltaf kl. 9 alla virka daga. Masasin C—* HúsgagnahöUinnl Bíidshöfða 20-112 Revkiavfk~Sími 5871199 •• .■<..... rnsmq wm« r 14" SVGA lággeisla litaskjár í — — £ 16 bita víðóma SB sanihæft hljóðkort Étrtí—© Geisladrif 2ja hraða > V 1.1 I —i— $ Magnari og HiFi 20 W hátalarar j W&fiÆ Tengi fyrir myndsbandtæki, vídeóvelar og stýripinna 0*\, Jý- -\ y / \ Tengi fvrir hljóðnenia og heyrrtartól sV I , % 4>vklaborð og mús • í - V ?r» i *»i» * *»'« 1 (bcmC// Ov' 80MHz stækkan^' erÖrive Þcssi fráb®^ m niiniij stækkanleg^v 0tájdr, . S Jnternetteneing,^ &OÐ sdö nd 12. Sími í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.