Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 29 AÐSEIUDAR GREINAR Einkavæð- ingeftiilits á Islandi Þróun eftirlitsiðnaðarins í Evrópu UNDANFARIN ár hefur átt sér stað þróun í meðferð lögboðins eft- irlits og prófana í Evrópu. Þessi þróun felst í því að aflétta einka- rétti ríkisstofnana og annarra á sviði skoðana, vottana, prófana og eftirlits. Þessi aðferðafræði byggir á vel skilgreindum verklagsreglum stjórnvalda um framkvæmd til- greindrar starfsemi og tilnefningu ríkisstofnunar sem fylgst getur með þvi að eftirlitsaðilar upp- fylli tilskíldar kröfur sem meðal annars eru settar fram í evrópsku staðlaröðinni EN 45 000. Einstakir staðlar innan staðlaraðarinnar fjalla um starfsemi prófunarstofa, vottun- arstofa, skoðunar- stofa, eftirlitsaðila og faggildingaraðila. Hafa þessir staðlar verið gerðir að íslensk- um stöðlum, staðlaröð- inni ÍST EN 45 000. Aðskilnaður löggjafar- og framkvæmdaaðila Forsenda einkavæðingar á eftir- liti er aðskilnaður löggjafar- og framkvæmdaaðila. Þannig þarf hlutverk ríkisstofnana sem sett hafa reglurnar, framfylgt þeim og úrskurðað um samræmi og niður- stöður að breytast. í þessari nýju aðferðafræði er það hlutverk ríkisstofnana að sjá til þess að lagalegt umhverfi sé til staðar og skýrar verklagsreglur og kröfur Það eru meginmark- mið Aðalskoðunar, segir Bergur Helga- son, að veita faglega ökutækjaskoðun, per- sónulega þjónustu. fyrir hendi um framkvæmd þess eftirlits, prófana eða skoðana sem framkvæma á. Að þeim skilyrðum uppfylltum geta einkaaðilar sem uppfylla hlutleysiskröfur og telja vænlegt að starfa á viðkomandi svið- um aflað sér þekkingar, þróað gæða- kerfí sem lýsir viðkomandi starf- semi, leitað faggildingar og fengið starfsleyfí á grundvelli hennar. Þannig er tryggt að framkvæmd eftirlitsins sé eins og til er ætlast, samkvæmt skilgreindum kröfum og eftir ákveðnum verklagsreglum. Ríkisstofnanir gegna hlutverki stjórnvalds en framkvæmdin verður í höndum einkaaðila sem eru í frjálsri samkeppni sem skilar sér í betri þjónustu, meiri hagræðingu, lægra verði og öðrum þeim kostum sem fylgja ftjálsri samkeppni. Þeir sem þurfa á þjónustunni að halda hafa valkost. Lögboðið eftirlit á íslandi Á undanförnum misserum hefur þróun átt sér stað á íslandi í þá átt að aflétta einokun ríkisstofnana í tilteknum greinum lögboðins eftir- lits. Unnið hefur verið að niðurfell- ingu einokunar á bifreiðaskoðun og samsvarandi þróun hefur átt sér stað í rafmagnseftirliti hér á landi. Þar hefur Rafmagnseftirlit ríkisins hætt að framkvæma skoðun raf- fanga sem sett eru á markað hér á landi en samið við hlutlausa skoð- unarstofu um að annast eftirlit á markaði sem felst í því að athuga hvort rafföng uppfylli ákveðnar form- og öryggiskröfur. Einnig eru rafveitur að hætta að sinna eftirliti og úttektum á neysluveitum sínum en semja við óháðar faggiltar skoð- unarstofur um að sinna því hlut- verki. Samkeppni í skoðun bifreiða Einkavæðing bifreiðaeftirlits á íslandi hefur verið gerð á áður- nefndan hátt, þ.e að veita til þess hæfum aðilum, sem uppfylla kröfur um hlutleysi, tækjabúnað og aðstöðu sem byggja á stöðlum, lögum, reglugerðum og ítarlegum verklags- reglum stjómvalda, starfsleyfi. Fyrirtækin þurfa að öðlast faggild- ingu til að sína fram á hæfni sína til að fram- kvæma verkið sem lýst er ítarlega í gæðakerf- um þeirra. Faggilding- ardeild Löggildingar- stofunnar annast út- tekt og veitir faggildingu uppfylli fyrirtækin tilskildar kröfur. Með þessari leið sem stjórnvöld hafa valið er tryggt að aldrei verð- ur um samkeppni að ræða gagn- vart öryggisþáttum og framkvæmd skoðunarinnar. Faggilding fyrir- tækis sem haslar sér völl á þessu sviði tryggir að fyrirtækið sé hæft til að framkvæma verkið. Vegna þessarar þróunar í fram- kvæmd bifreiðaeftirlits á íslandi hafa landsmenn átt valkost sem ekki hefur áður þekkst á íslandi. Skoðunarfyrirtækið Aðalskoðun hf. var stofnað í september 1994 gagn- gert til að heija samkeppni í skoðun ökutækja og hóf skoðun bifreiða í byijun árins. Það eru meginmarkmið Aðal- skoðunar hf. að veit.a faglega öku- tækjaskoðun, persónulega þjón- ustu, stuttan biðtíma, hafa hentug- an opnunartíma og síðast en ekki síst lægra verð. Síðan Aðalskoðun hf. hóf starfsemi sína um miðjan janúar hefur fyrirtækinu verið tekið mjög vel eins og aðsóknartölur þess sýna en Aðalskoðun hf. hefur haft um 32% markaðshlutdeild á sviði almennrar skoðunar ökutækja á höfðuðborgarsvæðinu. Aðalskoðun hf. reið á vaðið með lækkun verðs fyrir skoðanir öku- tækja og lengri opnunartíma ásamt gerð þjónustusamninga við fyrir- tæki. Biðtími eftir skoðun hefur verið lítill, tímapantanir staðist og fyrirtækið hefur veitt þá persónu- legu þjónustu sem oft fylgir fyrir- tækjum af þessari stærð. Fjölmarg- ir ánægðir viðskiptavinir Aðalskoð- un hf. eru til vitnis um það. Áframhaldandi þróun Fróðlegt verður að fylgjast með hvort farið verður sömu eða hlið- stæða leið og farin hefur verið í skoðun ökutækja í afnámi einka- leyfis ríksisstofnana á ýmsu öðru lögboðnu eftirliti. Það er a.m.k. trú forsvarsmanna Aðalskoðunar hf. að flestir þeir sem hafa notfært sér þjónustu fyrirtækisins á fyrstu starfsvikum og mánuðum þess hafa verið ánægðir með þá þróun sem átt hefur sér stað með afnámi einkaleyfis á almennri skoðun öku- tækja á íslandi. Höfundur er verkfræðingur og franikvæmdustjóri Adalskoöunar hf. Bergur Helgason prentarar loksins fáanlegir á Islandi Canon prentarar hafa margsinnis fengið frábæra dóma í virtum tölvublöðum og hina eítirsóttu viðurkenningu Best Buy. Nú eru þeir loksins fáanlegir hér á landi. „Bcstu kauptn á prattara t' dag“ Prínters Buyer’s Guídc and Handbook 1995 Wínu*r. um Bj 200 og BJ 230. BJ lOsx bleksprautuprentari 360 punkta upplausn 83 stafir á sek. Tilvalinn fyrir þá sem vilja mikil gæði en ekki kosta miklu til, hentar einnig fartölvueigendum, þar sem hann getur gengið fyrir rafhlöðum. Mjög hljóðlátur. Kynningarverð: Aðeins 19.900 kr. (í stað 24.900 kr.). BJ 200 bleksprautuprentari 360 punkta upplausn 248 stafir á sek. Prentar á umslög, glærur og allar stærðir allt að A4 Tilvalinn skrifstofuprentari. Snöggur, mjög hljóðlátur og tekur lítið pláss. Kynningarverð: Aðeins 26.900 kr. (í stað 29.900 kr.) BJ 230 bleksprautuprentari 360 punkta upplausn Prentar á umslög, glærur og allar stærðir allt að A3 248 stafir á sek. Tilvalinn fyrir þá sem starfa í útlitshönnun og aðra sem vilja geta prentað í stærðinni A3. Kynningarverð: Aðeins 44.900 kr. (í stað 51.900 kr.). BJC 600 iitableksprautuprentari 360 punkta upplausn Prentar á umslög, glærur og allar stærðir allt að A4 240 stafir á sek. Tilvalinn fyrir þá sem prenta mikið og gera kröfu um góðan lit. Mjög hagkvæmur í rekstri. Stök blekfylling er fyrir hvern lit og kostar hver fylling innan við 1300 kr. Getur prentað á venjulegan pappír. Kynningarverð: Aðeins 57.900 kr. (í stað 69.900 kr.). BJC 800 litableksprautuprentari 360 punkta upplausn Prentar á umslög, glærur og allar stærðir allt að A3 600 stafir á sek. Apple- og PC samhæfður Tilvalinn fyrir hönnuði og aðra sem vilja gæða-litprentun. Mjög hagkvæmur í rekstri. Prentar á venjulegan pappír. Stök blekfylling fyrir hvern lit. Kynningarverð: ‘ Aðeins 169.900 kr. (í .stað 189.900 kr.). Komdu og skodadu Sjón er sögu ríkari 2 5 ______________________ O = ÓRTÖLVUTÆKNI = ' Skeifunni 17, sími 568 7220 Eitt blab fyrir alla! Jtlorijimblaíiiti - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.