Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 33
32 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DAVIÐ ODDSSON, JÓN BALDVIN OG MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæð- isflokksins, Qallaði nokkuð um Morgunblaðið og pólitíska stefnu þess í útvarpsþætti á Rás 2 sl. sunnudag. í útvarpsþættinum var forsætisráðherra spurður, hvort hann teldi Morgunblaðið hliðhollara Aiþýðuflokknum en Sjálfstæðis- flokknum og hann svaraði: „Það hef ég talið núna um langt skeið og er nú reyndar ekkert einn um það. Mér sýnist nú af skrifum manna al- mennt, að það sé viðhorfið." í framhaldi af þessu er Davíð Oddsson spurður, hvort hann telji, að Morgunblaðið sé að verða mál- gagn Alþýðuflokksins og hann svar- ar: „Ekki kannski Alþýðuflokksins, en Morgunblaðið náttúrlega hefur lagt sig fram um það að styðja Jón Baldvin, það hefur gert það ... En ég hef nú sagt, að Morgunblaðið hafi ekki stutt persónulega nokkurn mann jafnmikið og Jón Baldvin frá því, að Geir Hallgrímsson var „aktíf- ur“ í stjórnmálum." Fyrr í útvarpsviðtalinu hafði for- sætisráðherra verið spurður um af- stöðu DV og Morgunblaðsins til Sjálfstæðisflokksins og sagði þá m.a.: „En gagnvart Alþýðuflokknum núna eru hins vegar náttúrlega ákveðin tengsl milli þessara blaða, persónuleg tengsl... Og menn vita jú um tengsl Morgunblaðsins við forystumenn Alþýðuflokksins." Þá var Davíð Oddsson spurður, hvort hann og hans flokkur vildu fá meiri stuðning frá Morgunblaðinu og svar hans var: „Ja, ég vildi, að Morgunblaðið lifði þá aðallega eftir þessu, sem þeir tala um, að þeir hafi jafnræði með mönnum og fylgi þá eftir því, sem þeir segjast trúa á, sjálfstæðisstefnunni. Ég hef verið dálítið undrandi á því, að blaðið skuli hafa svona hallað sér að tilteknum stjórnmálamanni án þess nokkurn tíma að segja það og mér finnst það ekki vera jákvætt." í tilefni af þessum orðum for- manns Sjálfstæðisflokksins er ástæða til að fara enn einu sinni nokkrum orðum um pólitíska stefnu Morgunblaðsins. Davíð Oddsson kveðst í öðru orðinu telja, að Morg- unblaðið hafi um langt skeið verið hliðhollara Alþýðuflokknum en Sjálfstæðisflokknum en í hinu orð- inu segist hann ekki telja Morgun- blaðið málgagn Alþýðuflokksins heldur hafi blaðið lagt sig fram um að styðja formann Alþýðuflokksins. Það er í sjálfu sér gagnlegt, að þessi skoðun formanns Sjálfstæðis- flokksins skuli vera komin upp á yfirborðið. Hún hefur ekki farið fram hjá forráðamönnum Morgun- blaðsins en ekki fyrr verið hægt að fjalla um hana vegna þpss, að hún hefur ekki verið sett fram opinber- lega. Það er fráleitt að telja Morgun- blaðið málgagn Alþýðuflokksins eða að blaðið sé hliðhollara Alþýðu- flokknum en Sjálfstæðisflokknum. Þeir sem halda þessu fram verða að styðja það með rökum og tilvísunum I málefnalega afstöðu Morgunblaðs- ins á undanförnum árum. I forystu- greinum Morgunblaðsins hefur stefna blaðsins jafnan verið skil- greind á þann veg, að hún byggist á sömu grundvallarhugsjónum og borgaralegu lífsviðhorfum og stefna Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar fylgi blaðið eigin sannfæringu í því hvernig um þau grundvallarsjónar- mið er Ijallað og í afstöðu til ein- stakra mála. Á undanförnum árum hefur af- staða Morgunblaðsins í einungis einu máli gefíð gagnrýnendum blaðsins tilefni til að halda því fram, að blað- ið túlkaði stefnu Alþýðuflokksins en það er í fískveiðimálum. Þar hefur Morgunblaðið barizt fyrir því grund- vallaratriði, að þeir sem nýta físki- miðin í kringum landið greiði eiganda þessarar auðlindar, íslenzku þjóðinni, fyrir nýtingarréttinn. Alþýðuflokkur- inn hefur sett sín sjónarmið fram með svolítið öðrum hætti, þ.e. að bjóða eigi upp veiðileyfi en efnislega er niðurstaðan að sjálfsögðu sú sama, að greiðsla komi fyrir. Sú fullyrðing, að Morgunblaðið' hafi með baráttu blaðsins í þessu máli rekið erindi Alþýðuflokksins, er hins vegar fráleit. Fjölmargir aðil- ar innan Sjálfstæðisflokksins hafa lýst sömu skoðun. Þar má m.a. nefna Friðrik Sophusson, varaformann Sjálfstæðisflokksins, og á síðasta landsfundi flokksins fór ekki á milli mála, að verulegur stuðningur var við þau sjónarmið, sem Morgunblað- ið hefur gerzt talsmaður fyrir, þótt þar hafi ekki verið um meirihluta- stuðning að ræða. En annar forystumaður Sjálf- stæðisflokksins hefur lýst skoðun- um, sem eru a.m.k. í ætt við stefnu Morgunblaðsins í þessu mikilsverða máli7 en það er Davíð Oddsson sjálf- ur. I sjónvarpsþætti á Stöð 2 mið- vikudagskvöldið 17. apríl 1991 sagði formaður Sjálfstæðisflokksins m.a., að fiskimiðin gætu verið sameign þjóðarinnar en hún gæti jafnframt falið ákveðnum aðilum eins og út- gerðarmönnum og fiskimönnum að sjá um að nýta arðinn af þeim í þágu hennar. Síðan sagði Davíð Oddsson: „Það má hins vegar ekki gerast þannig, að ákvæði fyrstu greinar verði marklaust. Ég tel, að rétt væri að breyta stjórnarskránni þannig, að löng hefð gæti ekki breytt þessum þætti.“ í framhaldi af þessum ummælum sagði Davíð Oddsson, að hann væri andvígur sölu veiðileyfa en hann væri jafnframt andvígur því, að eignarrétturinn yrði færður út- gerðarmönnum endurgjaldslaust og bætti við: „Það stangast ekkert á, að vera andvígur þessu hvoru tveggju, ég tel að sú leið að færa útgerðarmönnum eignarréttinn end- urgjaldslaust gangi of langt og hún gangi á svig við það, sem ég er að tala um í fyrstu greininni." Miðað við þessi ummæli forsætis- ráðherra nokkrum dögum fyrir þing- kosningar 1991 er ekki langt á milli grundvallarsjónarmiða Morgun- blaðsins og formanns Sjálfstæðis- flokksins í fiskveiðimálum og þegar þar að auki er horft til opinberrar afstöðu varaformanns Sjálfstæðis- flokksins í málinu verður erfitt að færa rök fyrir því, að afstaða Morg- unblaðsins í þessu máli réttlæti þá skoðun, sem Davíð Oddsson setti fram í fyrrnefndum útvarpsþætti, að blaðið væri „hliðhollara" Alþýðu- flokknum en Sjálfstæðisflokknum. Hver eru þá hin efnislegu rök fyrir þeirri fullyrðingu? Meginathugasemd Davíðs Odds- sonar er hins vegar sú, að Morgun- blaðið hafi Iagt sig fram um að styðja Jón Baldvin Hannibalsson í stjórn- málabaráttu hans. Hver eru rökin fyrir því? Þau komu ekki fram í fyrr- nefndum útvarpsþætti en stundum hefur því verið haldið fram, að for- maður Alþýðuflokksins væri mikið í fréttum Morgunblaðsins. Jón Bald- vin Hannibalsson hefur gegnt tveim- ur umfangsmiklum ráðherraemb- ættum á sl. átta árum, embættum fjármálaráðherra og utanríkisráð- herra. Sá rnaður sem gegnir slíkum ráðherraembættum í nær einn ára- tug er óhjákvæmilega mikið í frétt- um Morgunblaðsins og skiptir þá engu hver hann er eða úr hvaða flokki. Hitt er svo annað mál, að ráðherrar eru misjafnlega aðgengi- legir fyrir fjölmiðla. Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið mjög að- gengilegur fyrir fjölmiðla á ráð- herraárum sínum. Þeir ráðherrar, sem eru það ekki, verða óhjákvæmi- lega minna í fréttum fjölmiðla. En hver hefur hin efnislega af- staða Morgunblaðsins verið til þeirra mála, sem formaður Alþýðuflokksins hafði á sinni könnu og þá er fyrst og fremst átt við utanríkismál enda var hann utanríkisráðherra í sex og hálft ár? Tvö málefni standa upp úr, EES-málið og ESB-aðild. í EES-málinu hafði Morgunblaðið framan af aðra skoðun en þingflokk- ur Sjálfstæðisflókksins. Á sínum tíma var deilt um það, hvort við ís- lendingar ættum að efna til tvíhliða viðræðna við Evrópusambandið eða hafa samflot með öðrum EFTA-ríkj- um. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar tók ákvörðun um sam- flot með EFTA-ríkjum en Jón Bald- vin var utanríkisráðherra í henni. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, sem þá var í stjórnarandstöðu, mælti með tvíhliða viðræðum. Eftir að hafa kannað viðhorf ráðamanna ESB komst Morgunblaðið að þeirri niðurstöðu, að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefði rétt fyrir sér og studdi samflot með öðrum EFTA- ríkjum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjórnarforystu eftir þing- kosningar 1991 komst flokkurinn að sömu niðurstöðu og Morgunblað- ið hafði komizt að einu og hálfu ári áður. Varla geta forystumenn Sjálf- stæðisflokksins gagnrýnt Morgun- blaðið fyrir afstöðu til þessa máls úr því, að þeir komust að lokum að sömu niðurstöðu sjálfir. Á síðasta ári tók formaður Al- þýðuflokksins upp baráttu fyrir því, að íslendingar sæktu um aðild að Evrópusambandinu og gerði það að sínu höfuðmáli síðustu misserin, sem hann sat á stóli utanríkisráðherra. Morgunblaðið tók eindregna afstöðu gegn þeirri stefnu Alþýðuflokksins og formanns hans og lýsti þeirri afstöðu ítrekað frá því vorið 1994, þegar Jón Baldvin Hannibalsson hreyfði þessu máli fyrst að ráði. Hvernig kemur Davíð Oddsson þessu heim og saman við þá fullyrðingu, að Morgunblaðið hafi „lagt sig fram um að styðja Jón Baldvin“? Sannleikurinn er auðvitað sá, að Morgunblaðið hefur verið og er sam- kvæmt sjálfu sér. Blaðið studdi stefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddsson- ar á sl. kjörtímabili í öllum megin- dráttum að fiskveiðistefnunni und- anskilinni og þ. á m. utanríkisstefnu hennar, sem forsætisráðherra er væntanlega jafn ábyrgur fyrir og utanríkisráðherrann. Stefna blaðsins hefur þróazt smátt og smátt m.a. á síðustu fjórum árum og fyrir skömmu lýsti blaðið því yfir, að það mundi taka afstöðu til einstakra mála núverandi ríkisstjórnar og þess vegna væri rangt að tala um, að Morgunblaðið væri annaðhvort í stjórn eða stjórnarandstöðu. Afstaða Morgunblaðsins snýst um málefni en ekki persónur. Ásakanir einstakra talsmanna Sjálfstæðisflokksins um sérstakan stuðning við Alþýðuflokk- inn eða formann hans fá einfaldlega ekki staðizt. Að öðru leyti hlýtur Morgunblaðið að fagna jákvæðum ummælum for- sætisráðherra í þess garð en hann sagði m.a. í umræddum útvarps- þætti: .. mér finnst Morgunblaðið góður fjölmiðill. Að öðru jöfnu þá held ég, að Morgunblaðið, fyrir utan þetta, sem við erum að tala um, þá held ég nú, að Morgunblaðið svona á evrópskan mælikvarða sé ansi gott blað og sú þjónusta sem blaðið veitir lesendum sínum sé mjög góð. Það er alhliða og fjölbreytt þjónusta, þannig að ég hef mikið álit á Morg- unblaðinu hvað þetta varðar." Um þetta álit forsætisráðherra er Morg- unblaðið honum hjartanlega sam- mála! Ræða Áma Vilhjálmssonar stjórnarformanns á aðalfundi Granda hf. Ogæfa að ekki var tekið á gialdtöku í upphafi Ámi Vilhjálmsson stjómar- formaður Granda flutti ræðu á aðalfundi fyrirtækisins á föstudag. Hér á eftir fer sá hluti ræðunnar þar sem hann fjallaði um gjaldtöku fyrir veiðiréttindi Árni Vilhjálmsson Skiptar skoðanir • Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, harmar að stjórnarformaður Granda ljái máls á gjaldtöku. • Ágúst Einarsson alþingismaður og Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, telja að Árni Vilhjálmsson hafi opnað umræðu um veiði- gjald með athyglisverðum hætti. Li hina eiginlegu skýrslu I* I stjórnar félagsins. Þið hafið heyrt, að við höfum verið að gera okkur far um að laga rekstur- inn sem best að aðstæðum eins og við teljum, að þær muni verða, með hags- muni hluthafa í huga. Þessar aðstæður varða bæði ástand flskstofna og mark- aða, svo að mikilvæg atriði séu nefnd, en þær varða líka það kerfí /iskveiði- stjórnunar, sem beitt verður. Á fundum í stjórn Granda hafa álita- og ágrein- ingsmál um fiskveiðistjórnun lítið verið á dagskrá, og eru eftirfarandi hugleið- ingar á mína eigin ábyrgð. Mér virðist, að þeir hagfræðingar, sem best hafa kynnt sér málin, hallist yfirleitt að þeirri niðurstöðu, að sem hreinast aflamarkskerfi sé best fallið til að ná sem mestri hagkvæmni við fískveiðar. Þetta er kerfí með sem fijálsustu framsali veiðiréttar og sem minnstum afskiptum af endurnýjun veiðiskipa. Þetta kei-fí á hug minn, svo langt sem það nær, og geri ég eigin- leika þess og kosti ekki frekar að umtalsefni. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að lítið sem ekkert hefur farið fyrir beinni gjaldtöku fyrir veiðiréttindi. Ég er uggandi um, að á aflamarkskerfinu verði unnið óhappaverk með því, að þeir sem einungis eru óánægðir með þann þátt núverandi skipanar, að ekki skuli hafa komið til gjaldtöku, leggist í gremju sinni á sveif með þeim, sem vilja rústa kerfið einungis í þágu þröngra sérhagsmuna sinna. Um þetta efni, gjaldtöku, vildi ég fá að spjalla smástund. Hugsum okkur, að hér í landhelg- inni fyndist stór, einangraður fískstofn, sem ekkert hefði verið vitað af til þessa, og að á stundinni yrði allt vitað, sem máli skipti um þennan stofn, um af- rakstursgetu hans og um rekstraraf- komuna, sem hafa mætti af hagkvæ- mustu nýtingu hans. Ef nýting stofns- ins gæfi fyrirheit um ávöxtun fjár- magns umfram það, sem hæfilegt þyk- ir með hliðsjón af óvissu, ef einhver væri, þá hygg ég, að allir sanngjarnir menn væru ásáttir um, að eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, væri rétt og skyld að selja nýtingarréttinn. Við skil- yrði fullrar vissu ætti að gilda einu, hvort gjald yrði tekið allt í einu lagi fyrirfram sem núvirði umframarðsins, eða jafnóðum, t.d. árlega. Þess ber að gæta, að í þessu einföldunardæmi, þessu vélræna líkani, reynir ekkert á frumkvæði atvinnurekandans og snilli hans við sköpun verðmæta. Segja má, að við upphaf vísis að núverandi kvótakerfi hafi það verið ógæfa, að ekki skyldi hafa verið tekið á gjaldtökumálinu af festu og fram- sýni. Höfundum kerfisins var þó mikil vorkunn, þar sem verið var að fara út á algerlega framandi braut. Stjómun- arkerfið, sem komið var upp við upp- haf árs 1984 og við var búið allmörg næstu ár, var reyndar samsteypa tveggja ólíkra kerfa, sem gaf útgerðar- mönnum færi á vali milli aflamarks og sóknarmarks. Hefði kerfið frá upphafi einungis snúist um aflamark og hefði þá þegar verið ákveðið að taka einhvers konar gjald fyrir veiðirétt, hefði verið sann- gjarnt að taka tillit til þess verðfalls, sem varð á fiskiskipum einum sér; verð- falls, sem hlaut að verða við það, að kostur gafst á að sameina veiðiheimild- ir skipa, sem áður höfðu verið ófull- nýtt í skrapdagakerfi eða banndaga- kerfí, sem að hafði verið svotil óhindr- aður aðgangur. Jafnframt hefði við ákvörðun gjalds mátt taka tillit til mjög svo bágborinnar afkomu í útgerð und- anfarandi ár. En tækifærið til að leggja á ein- hvers konar gjald var látið ónotað. Fljótlega fór að myndast verð á veiði- heimildum. Menn geta spurt sig, hvað hafi mátt lesa út úr tölum um markaðs- verð á veiðirétti, bæði verð á svokölluð- um árskvóta eða leigukvóta og hins vegar á svokölluðum varanlegum kvóta. Því var af sumum lengi haldið fram, að hátt verð á veiðirétti bæri því vitni, hversu mikið græddist yfirleitt í útgerð. Það sýndi, hversu hátt gjald væri óhætt að leggja á útgerðina og þá um leið, hversu mikið væri verið að gefa útgerð.armönnum með því að hlífa þeim við gjaldtöku. Og sumir andstæðingar einhvers í fari sjtórnkerf- isins hafa alið á andúð á hvers konar viðskiptum með veiðiheimildir, enda væri verið að selja verðmæti, sem við- komandi ætti ekkert með að selja. Einn ráðherra í fráfarandi ríkisstjórn lýsti veiðiheimildum útgerða sem ránsfeng. Það getur naumast nokkur sá lengur trúað fullyrðingum um allan þennan gróða, sem tekur mark á ársreikning- um þeirra sífellt fleiri fyrirtækja, sem opinbera reikninga sína. Taka má dæmi af Granda. í innanhússútreikningum er við viss tækifæri notast við ákveðið reikniverð á árskvóta, Nýlegar tölur eni þessar: fyrir kg af þroski 36 kr. fyrir kg af ýsu og karfa 12 kr., fyrir ufsa 9 kr. og 24 kr. fyrir grálúðu. Sé kvótanotkun á síðasta ári metin út frá þessum töxtum, fæst fjárhæðin 324 m.kr. Til samanburðar er hagnaður Granda, 153 m.kr., að viðbættum 49,9 m.kr., sem er samtala keypts leiguk- vóta og afskrifta af kaupverði varan- legs kvóta. Þetta gerir samtals 203 m.kr., sem er 120 m.kr. lægri ijárhæð en reiknað virði kvótanotkunar, og eru þó taxtarnir í lægra lagi miðað við markaðsverð. Niðurstöður af þessu tagi vekja vissulega upp áleitnar spurn- ingar um skynsemi þess, sem verið er að gera. Svarið hlýtur að tengjast því, að horft sé til lengri tíma og til betri tíma. Þeir sem helst mæla fyrir því nú um stundir, að hafin verði gjaldtaka, leggja líka til, að farið verði varlega af stað; að byijað verði í smáum stíl. Við öllum blasir sú framtíðarsýn, að tekist hafi að endurreisa þorskstofninn og aðrir stofnar hafi e.t.v braggast nokkuð, jafnframt því sem útgerðarkostnaður hafi lækkað. Einhver sóun kann að eiga sér stað við fískveiðar í dag, en það er í framtíðinni, sem meginhluti auðlindararðsins á að verða að veru- leika. Þegar að því kemur eða kæmi að ákveða tilhögun og fjárhæð einhvers konar veiðigjalds, verður naumast hjá því komist að taka tillit til þess, að frá ársbyijun 1984 hefur orðið veruleg breyting á handhöfn veiðiréttar. Marg- ir þeirra, sem fengu upphaflega úthlut- að kvóta, hafa gengið úr leik; þeir hafa horfið úr útgerð. í þeim hópi finnast háværir andstæðingar núver- andi kerfis, sem þó hafa látið sig hafa það að taka við fé við sölu veiðiréttar. Mörgum hefur víst ekki veitt af fénu til að geta staðið í skilum _við lánar- drottna eftir þrotlaust basl. í hópi selj- enda hafa líka verið sveitarfélög, sjálft ríkið og lánastofnanir ríkisins. Kvótinn hefur I þónokkrum mæli flust til útgerðarfyrirtækja, sem hafa staðið opin fyrir þátttöku almennings, jafnt einstaklinga sem lífeyrisjóða og verðbréfasjóða. Samt er iðulega komist svo að orði, að kvótinn hafí verið að safnast á færri hendur, til sægreifanna svonefndu. Fyrir keyptan kvóta hafa hluthafar þessara, og annarra, fyrir- tækja greitt fullt verð, gildandi mark- aðsverð, á varanlegum kvóta, og þá hefur einu gilt, hver seljandinn var. Og það hefur ekki þurft nýgefið álit Ríkisendurskoðunar til að skera úr um, hvort erfingjar hluthafa í útgerðarfyr- irtækjum þurfi að standa skil á erfðaij- árskatti af þeim veiðirétti, sém m.a. stendur að baki virði hlutabréfanna. Kaup á kvóta hafa vissulega verið reist á afar ótryggum forsendum um það, hvernig fiskveiðistjórnun verði hagað í framtíð. En svo umfangsmikil sem aðilaskipti að veiðirétti hafa verið sl. 11 ár, finnst mér vera hið mesta sanngirnismáþ að kaupin verði ekki gerð ómerk. Ég endurtek dæmi, sem ég hef áður tekið: Mér fyndist fara illa á, að ríkið, sem á sínum tíma seldi, m.a. okkur í Granda, hlutabréf sín í Þormóði ramma fullu verði, að teknu tilliti til markaðsverðs á veiðiheimiid- um, legði á fyrirtækið einhvers konar veiðigjald á grundvelli þess, að fyrir- tækið eða eigendur þess hefðu aldrei greitt neitt til þjóðarinnar fyrir úthlut- aðan veiðirétt. Margir ólíkir hættir við gjaldtöku hafa verið orðaðir. Einn háttur er ár- legt gjald, sem nemur tiltekinni krónu- tölu á hvert tonn fisks, sem heimild fæst til að veiða. Á slíku kerfi er sá annmarki, mjög alvarlegur að mínu mati, að árlega gæti risið upp ágrein- ingur og kostnaðarsöm umræða um allt þjóðfélagið um það, hversu hátt gjaldið skyldi vera það sinnið. Kostað skyldi kapps um að kreista allan um- framhagnaðinn út úr útgerðinni. Hætt er við, að slík gjaldtaka hefði lamandi áhrif á alla skapandi húgsun í grein- inni, á allt framtak og frumkvæði, enda yrði það ekki umbunað, þegar á heildina er litið. Og á það er líka að líta í þessu samhengi, að fiskveiðar okkar eru aðeins hlekkur í lengri keðju að- gerða, sem allar lúta að því, samkvæmt skynsamlegu nútíðarviðhorfi, að full- nægja þörfum og óskum einhverra neytenda úti í heimi. Ég segi fyrir mitt leyti, að mér finnst slíkt kerfi ógeðfellt, þótt skárra sé það en árleg uppboð á veiðirétti, sem líka hafa verið nefnd .sem möguleiki. Það verður ekki orðum aukið, hversu mikil- vægt það er, að stjómvöld geri það sem í þeirra veldi stendur til að stuðla að stöðugleika í rekstrarumhverfí fyrir- tækja. Það má segja, að það veiti ekk- ert af þeim sigram, sem unnist hafa í því að kveða niður verðbólguna, til þess að menn fái ráðrúm til að fást við þá vaxandi óvissu í umheiminum, sem við verðum sífellt næmari fyrir. Ég segi þá að lokum, að sá háttur gjaldtöku, sem ég hallast helst að, er að núverandi handhöfum veiðiréttar, sem vilja taka við tryggum varanlegum veiðirétti, verði gert að greiða einsinn- isgjald, sem gæti t.d. verið á bilinu 50 til 80 kr. á hvert kg þorskígildis, og haldist aflamarkshlutdeildin óbreytt frá því, sem er í upphafi. Þennan veiði- rétt yrði síðar unnt að taka eignarnámi með góðum fyrirvara, t.d. ef forsendur veiðigjaldsins reyndust veralega rang- ar, og kæmu fullar bætur fyrir, sem tækju mið af upphaflegu gjaldi. Þeir sem þess óskuðu ættu kost á láni til fjölmargra ára, enda yrðu boðnar fram viðunandi tryggingar, og yrði lánið með fullum vöxtum, hinum sömu fyrir alla. Tekjur samfélagsins yrðu þá fólgnar í vöxtum af lánunum og því fé, sem kynni að verða staðgreitt. Með slíku kerfi væri verið að færa framtíð- ararðinn af auðlindinni inn í nútíðina. Með slíku kerfi tækju báðir aðilar, þjóð- in og útgerðin, talsverða áhættu, og mér finnst svo sannarlega, að sýna ætti útgerðinni nokkra mildi og um leið þeim, sem eiga afkomu sína undir henni. Miðað við 14.000 tonna aflakvóta Granda í þorskígildum talið, þýddi 50 kr. gjald á hvert kg 700 m.kr. í stofn- gjald og 7% ársvextir mundu gera um 50 m.kr. ári. Ég hygg, að margir út- gerðarmenn vilji talsvert á sig leggja til að fá betri frið til að einbeita sér að rekstrinum. KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landsambands íslenskra útvegs- manna, hafnar með öllu hugmynd- um sem Árni Vilhjálmsson, pró- fessor og sljórnarformaður Granda hf., setti fram um töku veiðigjalds á aðalfundi Granda síð- astliðinn föstudag. Stórfyrirtæki eins og Grandi getur velt hlutunum fyrir sér „Svona stórfyrirtæki eins og Grandi getur velt hlutunum fyrir sér með þeim hætti sem stjórnar- formaðurinn gerir. Þótt Grandi hafi sýnt bærilega afkomu núna, þá hefur það verið breytilegt á árum áður og ekki alltaf státað af miklum hagnaði. Ég harma það að sljórnarformaður Granda gangi fram og ljái máls á gjald- töku af þessu tagi, þegai- hann veit að afkoma sjávarútvegsins er með þeim hætti sem raun ber vitni. Við vitum að sjávarútvegurinn er burðarás atvinnulífsins úti á landi, þannig að með slíkri gjaldtöku og fjárbindingum sem þarna ættu sér stað, væri bara verið að skerða lífskjör fólksins sem við sjávarút- veginn býr og þar með fólksins á landsbyggðinni. Þetta kann að horfa eitthvað öðruvísi við fólki sem býr í Reykja- vík og skynjar ekki hvað sjávarút- vegurinn er ríkur þáttur í atvinnu- lífi fólksins út á landi. Ég sé ekki að það sé æskilegt að skerða lífs- kjör þess umfram lífskjör annars fólks í landinu," sagði Kristján. „Ég er jafn sannfærður um að ritstjóri Morgunblaðsins mun aldr- ei þreytast á gjaldtökuhugmynd- um umfram það sem þarna er rætt um. Ef einu sinni væri búið að greiða, væri aftur hægt að greiða og ég hef ekki vitað til þess að skattheimtumenn lækki skatta eða hverfi frá skattheimtu, sem þeir hafa einu sinni tekið upp. Ég er alfarið andvígur þess- um hugmyndum sem stjóruarfor- maður Granda setur fram í þessu sambandi," sagði Kristján Ragn- arsson. Sífellt fleiri sjá að ná þarf samstöðu um þetta mál Haraldur Sumarliðason, for- maður Samtaka iðnaðarins, segir að hugmyndir Árna Vilhjálmsson- ar séu mjög athyglisverðar. „Ekki síst vegna þess hvaðan þær koma,“ segir hann. Haraldur segist hins vegar hafa ákveðnar efasemdir um útfærsl- una á hugmyndum Árna. „Ég fæ ekki séð að þær séu í sama anda og ég hef hugsað þetta mál, það er að segja ef um væri að ræða eina sölu eins og mér skilst að hann hafi talað um. Mér fannst hins vegar standa upp úr að eftir þvi sem menn skoðuðu þetta mál betur, væru sífellt fleiri, jafnvel úr þessum geira, sem sæju það betur og betur að með einhveijum hætti þarf að ná samstöðu um þetta mál,“ segir Haraldur. „Mér fannst mjög ánægjulegt að sjá þetta og það eykur líkumar í mínum huga á því að menn geti farið að tala um þetta af einhveiju viti og skipst á skoðunum um hvernig hægt er að koma þessu á. Ég hef óttast að eftir því sem tíminn liði yrði þetta sífellt erfið- ara,“ segir hann ennfremur. Skynsamleg umræða Ágúst Einarsson þingmaður Þjóðvaka og varaformaður stjórn- ar Granda hf. segir að sér lítist vel á það sem Árni Vilhjálmsson sagði í sinni ræðu. „Ég held að hann sé að ræða um málið á skynsamlegan hátt og tel að hann sé með þessu að hefja góða umræðu sem stefni í rétta átt,“ sagði Ágúst. Hann sagði að sú útfærsla á veiðileyfagjaldi, sem Árni sagðist helst aðhyllast, væri vel fram- kvæmanleg þótt alltaf væri mats- atriði hvemig ætti að leggja veiði- leyfagjald á og ýmsar aðrar leiðir -=•■ kæmu einnig til greina. „En aðalatriðið í veiðigjaldaum- ræðunni er að menn taki þá grund- vallarákvörðun að það beri að greiða fyrir veiðiheimildirnar á ótvíræðan hátt,“ sagði Ágúst. Ágúst sagði að látið yrði reyna á þetta mál á Alþingi af hálfu Þjóðvaka með tillöguflutningi ekki síðar en í haust. Hins vegar virtist ljóst að ekki væri pólitískur meirihluti á Alþingi fyrir upptöku veiðileyfagjalds. í kosningabar- áttunni hefðu aðeins Þjóðvaki og Alþýðuflokkurinn talað fyrir veiðileyfagjaldi en hinir flokkarn- ir lagst meira og minna gegn því og ekki væri hægt að lesa út úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- 1 innar neitt sem stefndi í átt að veiðileyfagjaldi. „Ég tel það vera miður og umræðan, sem Árni Vil- hjálmsson hefur nú opnað, sýnir að þessi hugmyndafræði á sér hljómgrunn innan greinarinnar og kannski meiri en menn hafa gert sér grein fyrir,“ sagði Ágúst Einarsson. Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihagfræði við Verzlunarháskólann í Björgvin Veiðigjald og kvótakerfi Veiðigjald er hugsanlega eina skynsamlega leiðin, segir Rögnvaldur Hannesson, um vanda sjávarútvegsins. MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Rögnvaldar Hannessonar, prófessors í fiskihagfræði við Verzlunarháskóla Noregs í Björgvin, og óskaði eftir áliti hans á hugmyndum Árna Vil- hjálmssonar. Rögnvaldur hafði þá nýlokið við að skrifa grein í tilefni af ræðu Árna, til birtingar í Morgun- blaðinu, og fer hún hér á eftir: ENN einu sinni er verið að krukka í kvótakerfið til að þjóna pólitískum skammtímahagsmunum. Nú á að bæta sérstaklega hlut þeirra, sem hafa fa’rið illa út úr síminnkandi þorskafla. Vonandi eru menn sam- mála um að gera það ekki á kostnað framtíðarinnar með því að auka þorskafla meira en góðu hófi gegn- ir. Þá er bara eitt eftir, að skerða aflahlutdeild þeirra, sem náð hafa betri árangri en aðrir. Þessi leið er ekki alveg ný, og af henni er nokk- ur reynsla. Gárungarnir segja, að einhveijir geti nú bráðum farið að selja kvótann sinn í þriðja skiptið. Það verður ekki til að auka traust manna á fiskveiðistjórnunarkerfinu ef sífellt er verið að skerða aflahlut- deild þeirra, sem beztum árangri hafa náð og sumpart hafa keypt aflahlutdeild af öðrum til að styrkja rekstur sinn. Slíkt verður helzt til þess að auka óvissu um framtíðina og koma í veg fyrir hagræðingu í rekstri. Það kaldhæðnislegasta við þetta er þó, að skerðing aflahlut- deildar, hvort sem hún er bein eða óbein (eins og t.d. með línutvöföldun og sóknarmarki), er ekki annað en óbeint veiðigjald. En í stað þess að vera lagt á eftir fyrirfram ákveðnum reglum, sem látnar eru ganga jafnt yfir alla, leggst þetta gjald á af handahófi og því hvernig kaupin gerast á hinni pólitísku eyri. Þetta veiðigjald refsar þeim, sem bezt reka fyrirtæki, og hyglar þeim, sem gera það illa. Þetta er versta tegund veiði- gjalds, sem hægt er að hugsa sér, bæði hvað viðkemur álagningu og ráðstöfun. Hugmyndir Árna einkar tímabærar Hugmyndir þær, sem Árni Vil- hjálmsson prófessor ræddi nýlega á aðalfundi Granda, eru því einkar tímabærar. Það væri vel reknum útgerðarfyrirtækjum til mikilla hagsbóta ef þau gætu fengið óskerð- anlegar aflahlutdeildir til langs tíma gegn hæfilegu gjaldi í stað þess að eiga yfir höfði sér skerðingar af handahófi á aflahlutdeildum, hvort sem þær hafa fengizt gefins eða verið keyptar af öðrum. Ekki væri það síður þjóðarbúinu til hagsbóta ef tekjunum af sölu aflahlutdeilda væri varið til að bæta opinbera þjón- ustu eða lækka skatta í stað þess að greiða með rekstri útgerða, sem ættu helzt að fara á hausiniv Það er óhætt að fullyrða, að þörf- in fyrir að gera aflakvóta varanlega og óskeranlega mun stöðugt fara vaxandi. Þetta stafar af því, að þjóð- inni fer enn fjölgandi, en hagvöxtur minnkandi. Áhrifin eru þegar farin að segja til sín, töluvert atvinnuleysi er nú orðið landlægt og hefur leyst af hólmi „verðbólguvanda" fyrri ára. Það verður án efa mikill og vaxandi þrýstingur í þá átt að „leysa“ þetta atvinnuleysisvandamál með því að hleypa æ fleirum inn í sjómannastétt- ina og „leyfa þeim að bjarga sér“, eins og það verður án efa orðað. Vandinn er þó sá, að með því skap- ast engin ný verðmæti. Náttúran setur því takmörk hvað hægt er að veiða mikið af fiski og það verður engin framleiðsluaukning af því að auka fjölda sjómanna og fiskiskipa úr hófi fram. Þvert á móti, slík „lausn“ yrði helzt til þess að koma í veg fyrir aukna verðmætasköpun. Þjóðin sættir sig ekki við óhóflega ójafna skiptingu Ef áframhaldandi hagvöxtur á að verða á íslandi verður hann að ger- ast í öðrum greinum en sjávarút- vegi, því vaxtarmöguleikar hans eru nú tæmdir eða því sem næst. ís- landsmið eru nú fullnýtt og kannski meira en það, aflamöguleikar utan 200 mílna eru, vægast sagt, tak- markaðir og fullvinnslu sjávarafurða eru líka takmörk sett. Það verður þess vegna að vera til staðar hvatn- ing til að menn leiti nýrra atvinnu- tækifæra. Sú hvatning mundi slæv- ast úr hófi fram ef sjávarútveginum yrði fengið það hlutverk að skapa sem mesta atvinnu. Þetta er sú leið, sem farin hefur verið í Noregi og á Nýfundnalandi. Þessi leið hefur hneppt sjávarútveginn í hnappheldu ríkisafskipta og lítillar arðsemi, en tekjur sjómanna hafa engu að síður verið viðunandi vegna styrkja frá hinu opinbera. Sú leið er ekki fær á íslandi. í íslenzka hagkerfinu eru engir aðrir og arðbærari geirar, sem gætu haldið sjávarútveginum á floti. Á íslandi mundi þessi aðferð leiða til stöðnunar og síminnkandi efna- hagslegrar velmegunar. Veiðigjaldið er hugsanlega eina skynsamlega leiðin til að koma í veg fyrir þessa þróun. Þjóðin sættir sig ekki við óhóflega ójafna skiptingu þjóðarteknanna, hvorki í formi hárra verða á kvótahlutdeild né langtum hærri tekna sjómanna en tíðkast hjá öðrum stéttum. Veiðigjaldið mundi draga úr hvoru tveggja og samtímis gefa hinu opinbera tekjustofn. Versta leiðin til að ná réttlátri skipt- ingu þjóðarteknanna er sú að skipta með sér fátækt, að láta arð fiskveið- anna og vaxtarbrodd þjóðarbúskap- arins verða að engu í deilum um skiptingu þjóðarteknanna. Höfundur er prófessor við Verzlunarháskóla Noregs í Björgvin. Millifyrirsag^iir eru Morgnnbladsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.