Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BRAGIREYNIR AXELSSON + Bragi Reynir Axelsson fæddist i Litlubrekku í Skagafirði 16. nóvember 1954. Hann lést af slysförum 5. apríl sl. Bragi var jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju 15. apríl sl. ÉG MINNIST Braga sem góðs vinar og vinnufélaga frá barn- æsku, fyrst hér í Skagafirði og seinna hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins. Við gengum saman í barna- og gagnfræðaskóla og eftir fermingu lá svo leið okkar saman á ný, fyrst á vertíð suður með sjó og seinna er við hófum störf hjá byggðalínu- flokki Rafmagnsveitna ríkisins haustið 1975 og höfum báðir starf- að nær samfellt þar síðan, en Bragi gerði hlé á vinnu sinni þar og lærði rafvirkjun. Bragi var vinafastur, traustur og trygglyndur og alltaf var hægt að treysta á ráðleggingar hans, en nákvæmni, verkskipulagning og útsjónarsemi var hans aðall. Ég bið honum guðs blessunar og veit það og trúi að hann fái góða heimkomu. Ég kveð þig, elsku vinur, og votta íjölskyldu þinni innilega samúð mína. Þinn vinur, Guðmundur Hjálmarsson og fjölskylda. Margir nutu góðs af þeirri reynslu sem Bragi öðlaðist hjá Rafmagnsveitunum og oft var hann fenginn til að sýna yngri starfsmönnum verklag, sem hann gerði ætíð fúslega. Bragi var mjög eftirsóttur starfsmaður, hann leysti verk sín ætíð vel af hendi og víða má þekkja handbragð hans af góðum frágangi. Hann var sér- staklega ósérhlífinn, verklaginn og ábyggilegur. Hann naut virð- ingar allra samstarfsmanna sinna sem og yfirmanna. Bragi var mjög einlægur og góður félagi, hann hafði einstaklega góða og létta lund og er hans sárt saknað. Guðbjörgu, börnunum, foreldr- um, systkinum, tengdaforeldrum og öðrum aðstandendum vottum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Haukur Asgeirsson og samstarfsfólk á Norðurlandi vestra. Elsku Bragi. Nú höfum við kvatt þig og fylgt þér eins langt og við getúm. Hugur okkar er hjá þér, en við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna. Samt er söknuðurinn svo sár, samt erum við svo hrygg og eigum bágt með að trúa að þú komir aldrei aftur. Og elsku litla Inga Jóna, sem kannski er þó sterkust af okkur öllum. Augu okkar fylltust tárum þegar hún sagði „pabbi er hjá Guði, nú er hann búinn að opna augun“. Og kannski er það rétt. Kannski horfir þú á okkur öll, og þá veistu hvað okkur þótti öllum vænt um þig, þó að það væri sjaldan fært í orð. Einhvern veginn er það þannig að manni finnst að ástvin- ir manns eigi bara að vita að manni þyki vænt um þá. En á svona stundum óskar maður þess að hafa sagt meira, gert meira, hist oftar. Kannski verðum við sem eftir lifum betri manneskjur á eft- ir. En minning þín lifír og við sem þekktum þig munum góðan dreng. Stóra bróður sem við hlökkuð- um til að fá heim í frí, þegar þú hafðir verið að vinna í fjarlægum lándshornum. Bræsi er að koma. Og til- hlökkunin hríslaðist um okkur. Nú yrði gaman í kvöld. Þú sagðir okkur sögur af vinnunni og af stöðum sem við höfðum aldrei komið á, en stóðú ljóslifandi fyrir hugskotsjónum okkar sem á hlýddum. Og þó fríið væri ekki langt, gekkstu til verka með okkur hinum eins og þú hefðir aldrei farið. Girðingavinna, smala- mennska, sauðburður. Það var aumt sumar ef ekki var hægt að komast í heyskap nokkra daga. MINIMIIVIGAR Og til allra verka var gengið af slíkri vandvirkni að stundum þótti okkur nóg um. En á eftir sáum við að auðvitað var best að hafa þetta svona, það sparaði vinnu við lagfæringar síðar. Við göntuðumst stundum með það í fjölskyldunni, hvort gera ætti hlutina venjulega eða eins og Bragi gerði þá. Og aldrei brást það á aðfangadag, þegar allt átti að vera hreint og fágað, að Bragi ryksugaði stofu- gólfið. Það var engum öðrum trey- standi til þess. Bragi starfaði sem línumaður hjá Rarik, og þegar lagningu byggðalínunnar var lokið dreif hann sig í að læra rafvirkjun. Hann hafði unnið við rafmagn mest allan sinn starfsaldur og það kom ekkert annað til greina en að halda því áfram. Hann fór suð- ur til náms og kynntist þar konu sinni Guðbjörgu. Hún kom með syni sína tvo, Hinna og Gunna, í sambandið og gekk Bragi þeim í föðurstað. Þegar Inga Jóna fædd- ist svo 1990 var fjölskyldan full- komnuð. Þau fluttust á Blönduós, þar sem þau festu kaup á húsi og unnu að því af alúð að koma því í stand. Bubba og strákarnir urðu strax hluti af okkar fjölskyldu og aldrei var minnst á Braga að Bubba væri ekki nefnd líka. Allt lék í lyndi. Síðastliðið sumar þegar við Palli giftum okkur var Bragi svaramaður minn. Við það tæki- færi var loksins drifið í því að taka fjölskyldumyndir, sem við þökkum nú fyrir að eiga, því nú er stórt skarð höggvið í systkinahópinn. Elsku Bragi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. (V. Briem.) Elsku Bubba, Inga Jóna, Gunni og Hinni, mamma og pabbi. Guð styrki okkur öll í sorginni og hjálpi okkur að muna góðu stundirnar. Fyrir hönd systkinanna og fjöl- skyldna, Guðný og Páll. Útför Braga Reynis Axelssonar var gerð frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 15. apríl, við mikið fjölmenni ættingja, starfsmanna og vina, í fegursta veðri í þann mund þegar páskahátíðin var að heijast. Prófasturinn séra Hjálmar Jónsson jarðsöng og var athöfnin einhver sú hátíðlegasta sem ég hef verið viðstaddur og öllum þeim sem að stóðu til mikils sóma. Félagsheimilið Bifröst tók tæp- lega í erfidrykkju allan þann fjölda kirkjugesta sem til útfararinnar komu. Bragi fæddist í Litlu-Brekku á Höfðaströnd, einhverri fegurstu sveit þessa lands, þar sem Skaga- ijörðurinn skartar sínu fegursta útsýni, með Þórðarhöfðann og eyj- arnar í vestur með Tindastól í bakgrunn og miðnætursólina á lognkyrrum kvöldum í norðri. Bragi hefði getað gert búskap að sínu ævistarfi, en hann valdi vinnu við rafvirkjastörf. Hann byijaði sem línumaður, aflaði sér síðan réttinda sem rafvirki og var flokksstjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Blönduósi síðastliðið ár. Starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins á hverju rekstrarsvæði eru ekki margir og á Norðurlandi vestra eru þeir skiptir á fjóra út- haldsstaði með umdæmisskrif- stofu á Blönduósi þar sem Bragi starfaði. Engu að síður þurfa menn að vinna saman í bilunum og stærri verkum, myndast þá vinskapur milli manna sem þróast með árun- um. Rafmagnsveitur ríkisins keyptu eignir Rafveitu og Hitaveitu Siglu- fjarðar og Skeiðsfossvirkjun árið 1991 og urðu starfsmenn orku- veitnanna á Siglufirði þá starfs- menn Rafmagnsveitna ríkisins. Á þessu rekstrarsvæði höfum við starfsmannafélag þar sem reynt er að hittast og blanda geði í það minnsta einu sinni á ári, þar sem makar okkar mæta einnig til að kynnast. Hefur þá tekist að þjappa þess- um litla hópi starfsmanna Raf- magnsveitnanna saman við aðrar aðstæður en þeir hittast oftast, en það er við bilanir, oft við erfið- ar kringumstæður, þar sem menn verða þá að vinna nætur og daga fjarri heimilum sínum. Ætluðum við nokkur til Parísar á næstunni til að lyfta okkur upp eftir erfiðan vetur og treysta þessi kynni og voru Bragi og Guðbjörg þar á meðal, en Bragi var kallaður til annarrar farar. Þegar Rafmagnsveiturnar keyptu Skeiðsfossvirkjun var ákveðið að fara í umfangsmiklar lagfæringar á virkjunni, á mann- virkjum, vélum og rafbúnaði. Þessar endurbætur voru unnar frá aðalskrifstofu í Reykjavík með aðstoð verkfræðistofa og umdæm- isskrifstofu á Blönduósi. Síðastliðin tvö sumur hefur Bragi starfað við endurnýjun raf- lagna í Skeiðsfossvirkjun í sam- bandi við þessar breytingar sem voru mjög umfangsmiklar, t.d. var á sl. sumri skipt um rafal við eldri vatnsvél virkjunarinnar. Ég átti þess kost að kynnast Braga í starfi þennan tíma. Hann var sérstaklega iðinn starfsmaður og gekk að hveiju verki ótrauður, rólegur og yfirveg- aður. Hann lagði sig mjög fram um að skila sínu dagsverki eins og best var á kosið, mér fannst hann þannig vera fyrirmynd ann- arra starfsmanna. Mér kom því mjög á óvart sú harmafrétt að Bragi hefði látist við vinnu sína í Laxárvatnsvirkjun við rafvirkjastörf sem hann svo gerþekkti og voru orðin hans ævi- starf. Hans er nú sárt saknað af vinnufélögum, sem skilja ekki hvað gerðist, en vita þó að í raf- magninu býr stöðug hætta þeim sem við það þurfa að vinna. Rafmagnsveitur ríkisins halda reglulega námskeið í hjálp í viðlög- um fyrir sína starfsmenn og vorum við öll á rekstrarsvæði Norður- lands vestra á einu slíku á sl. vori. Ekki eru til varúðarráðstafanir sem koma í veg fyrir öll slys, engu að síður stöndum við undrandi og ráðþrota • þegar þeir sem hvað mesta varkárni og varfæmi sýna verða fyrir slíku. Starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins á Siglufirði og við Skeiðs- fossvirkjun þakka fyrir að hafa fengið að kynnast kostum Braga og fyrir að hafa notið starfskrafta hans og vottum Guðbjörgu, börn- um, foreldrum, tengdaforeldrum og ættingjum okkar dýpstu samúð við andlát hans og útför. Sverrir Sveinsson. VALGERÐUR TR YGG VADÓTTIR + Valgerður Tryggvadóttir fæddist á Hesti í Borgar- firði 21. janúar 1916. Hún lést i Landspítalanum 14. apríl síð- astliðinn. Útför Valgerðar fór fram frá Dómkirkjunni 26. apríl. AÐFARANÓTT föstudagsins langa lést í Reykjavík föðursystir mín, Valgerður Tryggvadóttir. Valgerður, sem alltaf var kölluð Dista innan fjölskyldunnar, var élsta systirin í hópi systkinanna frá Laufási, og sú fyrsta sem fellur frá. Mikil samstaða er meðal Lauf- ássystkina og samgangur mikill þannig að fyrir okkur systkina- Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikið úrval af allskonar buxum Opið ó laugardögum börnin var Dista frænka áþreifan- legur hluti tilverunnar. í minning- unni eru hún og amma í Laufási nátengdari en hin systkinin. Bæði var að þær voru mjög líkar, kannski svo líkar að skorist gat eilítið í odda og einnig sú stað- reynd að þær voru að mestu ein- ar, amma ekkja en Dista gras- ekkja. Hún giftist seint og lengst framan af sínum hjúskap dvaldi maður hennar, Hallgrímur, erlend- is við störf. Fyrst í Þýskalandi og svo í Kanada. Á utanlandsárum Hallgríms bjó Dista við Garða- stræti. Eftir að hafa gengið upp dimman stigagang var komið upp í íbúðina sem var eins og ævintýra- heimur. Óteljandi sérstæðir og fal- legir hlutir sem frænka mín hafði safnað saman og aragrúi ýmissa hljóðfæra; píanó, langspil, fiðlur og nótur sem gerðu tilveru Hall- gríms raunverulega þrátt fyrir fjarveruna. Og það var boðið uppá kók og bijóstsykur. Að minnsta kosti einu sinni á vetri bauð Dista okkur systkinabörnunum i leikhús. Hún var skrifstofustjóri Þjóðleik- hússins um árabil og keypti miða á fyrsta eða öðrum bekk fyrir allan hópinn. Þessara ferða var beðið með eftirvæntingu, og gegndu svipuðu tímamótahlutverki og jól og páskar gera á hveiju ári. Mér fínnst að Þjóðleikhúsið hafi bara sýnt Kardimommubæinn og Dýrin í Hálsaskógi á þessum árum og ennþá eru þessi leikrit þau skemmtilegustu sem ég hef nokk- urntímann séð. Þegar Hallgrímur fluttist alkom- inn til íslands breyttist margt hjá þeim hjónum. Flutt var úr íbúðinni við Garðastræti og byggt nýtt hús samkvæmt þeirra teikningum rétt fyrir utan Selfoss. Húsið var nefnt Vogur. Allir fínu hlutimir hennar Dísu frænku, með sófa Sveins Björnssonar í fararbroddi, voru fluttir austur og við tóku góð ár. Dista frænka tók virkan þátt í fé- lagsstarfinu í sveitinni, var með- hjálpari og formaður kvenfélagsins og Hallgrímur samdi tónlist og ræktaði kartöflur. Þrátt fyrir fjar- lægðina var haldið nánu sambandi við fjölskylduna í bænum og mætt í hinar mánaðarlegu spilamennsk- ur gömlu systkinanna. Þar sat Hallgrímur, sagði djarft og lét þungt högg fylgja hveiju útspili. Og Dista sat á móti og sagði „Hall- grímur“ með nokkurri ávítan og þunga. Eitt haustið lét ég til leiðast fyrir áeggjan vinar að fara í slátur- húsið á Selfossi. Ég var þá dagleg- ur gestur hjá frænku minni og Hallgrími og fékk tækifæri til að kynnast þeim báðum betur. Eftirá hef ég verið þakklát fyrir þennan tíma. Þegar amma í Laufási dó þurfti að fylla hennar skarð á efri hæðinni í Laufási. Kom það í hlut Distu sem að alkunnri smekkvísi og dugnaði endurnýjaði alla hæð- ina áður en þau hjón fluttu inn. Hefðu margir á hennar aldri veigr- að sér við að leggja út í slíkar fram- kvæmdir. Mér fannst alltaf ég standa Distu frænku nokkuð nær en mörg hin systkinabörnin, höfum þótt nokkuð líkar. Hún afhenti mér upphlutinn sinn og peysufötin fyrir allmörgum árum, með sérsmíðuðu silfri eins og hennar var von og vísa. Vænt þótti mér um gjöfina og minnist frænku minnar hvenær sem ég set hana upp með þakk- læti. Blessuð sé minning hennar. Anna Guðrún Þórhallsdóttir. Sími hringir, brostin rödd segir hún Valgerður er dáin. Alltaf kem- ur manni þetta í opna skjöldu, þó er þetta það sem okkar allra bíður einhvern tímann og er ekki umflú- ið og ekki þýðir að deila við dómar- ann, þegar stóra ljánum er beitt. Ekki ætlum við að reyna að segja til um allt eða lýsa lífssögu Valgerðar, það verða efalaust margir sem gera það, sem betur þekkja til þessarar miklu atorku- konu, því það var Valgerður Tryggvadóttir svo sannarlega. Okkar kynni hófust þegar hún fór að koma hér í Ölfusið og bygg- ing hófst á stóru íbúðarhúsi að Vogi í Árbæjarhverfi við Ölfusá. Þá sópaði strax að þessari miklu dugnaðarkonu, sem alltaf var á ferðinni á sínum litla bíl. Það fór ekki á milli mála hver stjórnaði, enda vissi hún vel hvernig hún vildi hafa hlutina, eiginmaður hennar dr. Hallgrímur Helgason var er- lendis við kennslu og fleira. Húsið og allt skyldi vera tilbúið þegar hann kæmi heim og það stóðst. Og þá var hún tilbúin að snúa sér að félagsmálum. Vinkona hennar Ragna heitin Sigurðardótt- ir frá Þórustöðum í Olfusi dreif hana í kvenfélagið Bergþóru og þar fengum við góða félagskonu. Það var stutt í að hún væri kosinn' formaður félagsins og vorum við saman í stjórn í mörg ár og það voru góð ár, aldrei varð okkur sundurorða, þó við værum skap- miklar og stjórnsamar. Það var afskaplega gott að miðla málum með þessari mætu og sanngjörnu konu. Mikill var missir okkar hér í Ölfusi og sjónarsviptir, þegar þessi mætu hjón seldu Voginn og fluttu alfarið til Reykjavíkur í Laufás, á æskustöðvar Valgerðar. Hún sinnti mikið um félagsstörf og sótti fundi og ætíð var hún málefnaleg þegar hún fór í pontu. Við minnumst hennar með sökn- uði, ekki síst af fundum sem hún sótti hjá Sambandi sunnlenskra kvenna, bæði sem kvenfélagsform- aður og nefndarkona og heyrðum við margar konur tala um, að mik- ið vantaði, þegar Valgerður hætti að mæta á þá fundi. Við minnumst margra góðra samverustunda með Valgerði og ábyggilega mælum við fyrir munn margra úr kvenfélaginu Bergþóru, er við kveðjum með virðingu og sæmd Valgerði Tryggvadóttur og vottum systkinum hennar og fjöl- skyldum þeirra samúð okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þrúður Sigurðardóttir, Gunnhildur Davíðsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.