Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÆVAR ÞOR VALDSSON + Ævar Þorvaldsson fæddist á Landspítalanum 3.12. 1986. Hann lést 14. apríl sl. og var jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju 25. apríl. OKKUR langar í fáum orðum að kveðja elsku litla frænda okkar Ævar sem skyndilega var tekinn frá okkur á föstudaginn langa sem sannarlega var langur fyrir alla hans aðstandendur og vini. * Ævar var öllum svo hjartfólg- inn, með barnslegri gleði sinni og einlægni heillaði hann alla. Okkur finnst við heppin að hafa fengið að kynnast Ævari, en það verður erfitt að fylla upp í það tómarúm sem hann skilur eftir sig. Ævar gat ekki verið heppnari með fjöl- skyldu því með ótrúlegri eljusemi og hvatningu þeirra náði Ævar meiri framförum en nokkur þorði að vona. Oft var mikið §ör þegar fjöl- skyldur okkar hittust í sumarbú- staðnum hjá ömmu og afa, í ferða- lögum og heimsóknum, það verður skrítið að heyra ekki orð eins og . bannað" sem þessi litli fiktrass var vanur að segja þegar hann var að gera það sem hann mátti ekki og var staðinn að verki, eða þegar hann var að siða litlu frænku sína til og kallaði hana „gribbu“. Allar þessar minningar um Ævar geym- um við í hjörtum okkar. Þótt við eigum eftir að sakna hans mikið, þá gleðjumst við fyrir þann tíma sem við nutum hans, og nú vitum við að hann hjólar um alheill uppi hjá Guði. Elsku Didda, Valdi, Gyða Hrund og Siggi, amma og afí og amma Ragga, megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir, þá h'ður, sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. Ég bið þann, sem öllu er yfír, sem andar og hrærist og lifír að græða þín sorgvakin sárin og saknaðar þerra burt tárin. (Rannveig Guðnadóttir) Óskar frændi, Andrea og fjölskylda. - í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. í dag kveðjum við lítinn vin og eigum erfitt með að trúa því að við fáum ekki að njóta samvista við hann lengur. Við kynntumst fyrst aðeins nokkurra mánaða gamlir, litlir stubbar á leið út í lífið. Þá vorum við saman í sjúkraþjálfun og sundi. Lögðum hart að okkur og mikla vinnu í alla þessa þjálfun sem mið- aði að því að styrkja okkur og efla til þess að takast á við lífið, þrátt fyrir fötlun okkar. A þessum tíma höfum við átt samleið í leik og starfi; nú síðast sem bekkjarfélag- ar síðastliðin 3 ár. Allt í einu og svo óvænt, ert þú, litli íjörkálfur, tekinn burtu frá okkur. Þú ert hrifinn burt frá fjöl- skyldu þinni sem hefur gefið þér alla þá ástúð og umhyggju sem hugsast getur. Eftir sitjum við hnípin og skiljum ekki hvers vegna. ■ Elsku Bryndís, Þorvaldur og börn. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiða tíma. Við biðjum þess að ljúfar minningar um lítinn dreng með tímanum mildi sárustu sorgina. Og þú ert eins og geisli frá sumarsólinni sem ekki hverfur þó haustið komi. Heldur lifir og hljómar í sálu minni eins og Iogandi blys. (Steinn Steinarr) Við þökkum Ævari litla fyrir samfylgdina og geymum minningu hans í hjörtum okkar. Stefán og fjölskylda. Elsku Ævar okkar! Laugardaginn 8. apríl sl. varst þú á æfingu hjá okkur í íþróttafé- laginu Firði og þar lékst þú á als oddi með félögum þínum. Skyndi- lega eins og hendi væri veifað ert þú horfinn og eftir sitjum við félag- ar þínir og vinir og erum að reyna að átta okkur, að þú eigir ekki eft- ir að leika þér við vin þinn og skóla- félaga Sigmund eins og á síðustu æfingunni þar sem þið leiddust um allan íþróttasalinn. Þá ræddum við einmitt við mömmu þína hvað þú værir orðinn duglegur drengur og hvað það væri gleðilegt að sjá hversu miklum framförum þú hefð- ir tekið síðustu mánuðina. Þess vegna er svo erfitt að trúa því að við eigum ekki eftir að hitta þig aftur. Við kveðjum þig, elsku vin- ur, með sorg í hjarta og biðjum þess að algóður Guð blessi þig og varðveiti. - Og nú kom haustið! Á kné ég kraup. Að köldum veggnum ég höfði draup og kyssti blómin, sem bliknuð lágu. - (Tómas Guðmundsson) Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum. í líknarmildum fóðurörmum þínum. Og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. t Bróðir okkar, MAGNÚS GUNNSTEINN HAFSTEINSSON frá Gunnsteinsstöðum, Vatnsstíg 11, Reykjavík, andaðist á heimili sinu aðfaranótt sunnudagsins 30. apríl. Systkinin. t Hjartkær eiginkona mín, systir okkar og mágkona, HULDA HELGADÓTTIR, Akraseli 6, Reykjavík, lést í Landakotsspítala mánudaginn 1. maí sl. Pálmi Sigurðsson, Fjóla Helgadóttir, Björn Ólafur Þorfinnsson, Guðmundur Helgason, Elsa Guðmundsdóttir, Ingi R. Helgason, Ragna M. Þorsteins, Sigdór Helgason, Guörún Eggertsdóttir. MINNINGAR Æ, tak nú, Drottinn, fóður og móður mína. í mildiríka náðarvemdan þína. Og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma, og enp þínu minnsta barni gleyma. (Matth. Jochumsson) Elsku Bryndís, Þorvaldur, systk- ini og aðrir ástvinir Ævars. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari sorgar- stundu. Guð styrki ykkur öll. Iþróttafélagið Fjörður. ' Fyrir tæpum þremur árum kom á Lyngás lítill, glaðlegur drengur. Þessi drengur átti eftir að vinna hug og hjörtu allra á staðnum. Ævar var lífsglaður drengur sem var fljótur að aðlagast nýjum að- stæðum og fólki. Alltaf var stutt í gleðina og fékk hann alla til að taka þátt í henni. Hann var ákveð- inn ungur drengur og vissi hvað hann vildi, en alltaf var hann samt tilbúinn til að fara samningaleiðina til að ná settu mark. 'Ævar var mikil félagsvera og var vinsæll bæði hjá börnum og starfsfólki. Hann átti hug okkar allra og við söknum hans en við vitum að nú passar góður Guð Ævar fyrir okk- ur. Elskulegir foreldrar og systk- ini, megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Barnið horfír stórum bláum augum á heim sinn: vöggu með rósóttu fóðri, bangsa og hringlu og mömmu, sem fylgist með því. Litlar hendur fálma eftir taki. Stundum er líkt og það vilji fljúga. Kannski er það aðeins fugl úr kynlegum skógi, sem hvílir sig um stund áður en iengra er haldið? (Jóhann Hjálmarsson) Starfsfólk og börn, Lyngási. Tárin þrýsta á gagnaugað, hjartað herpist saman. Það er á stundum sem þessari að vor jarðneska tilvera sýnist svo tilgangslaus. Hann Ævar var hjá okkur í leik- skólanum í nokkur ár. Við munum geyma minninguna um fallegan, fjörmikinn dreng. Nú hefur hann fengið hvíld og við trúum að í himnaríki séu engar þrautir, þar fái hann að njóta sín, fallega barns- sálin hverfur á annað tilverustig. Elsku Ævar, englar og góðar sálir taka á’móti þér. í hjörtum okkar mun alltaf vera pláss fyrir minn- ingu þína. Elsku fjölskylda, guð gefi ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Minn- ingin um Ævar ykkar mun hugga ykkur. Starfsfólkið á Víðivöllum. + Rannveig fædd- ist á Seyðisfirði 9. febrúar 1912. Hún lést á Rowans Nursing Home í Mayfield í Edin- borg 20. apríl síð- astliðinn. Rannveig ólst upp hjá Guð- rúnu Bjarnadóttur og Jens Jóhanns- syni skipstjóra í Reykjavík. Rann- veig bjó meiri hluta ævi sinnar í Edin- borg við leiklistar- störf. Foreldrar hennar voru Kristjana V. Jóns- dóttir og Sigurður Jónsson járnsmiður. Rannveig eignaðist einn son, Reyni Hauk, með Hauki Magnússyni. Reynir Haukur og Hjördís Pétursdóttir eignuðust tvö börn, Guðnýju Rannveigu sem býr með Omari Jóhannssyni og Hauk sem kvæntur er Ernu Gísladóttur. Barnabarnabörnin eru fimm. Útför Rannveigar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. LÍFIÐ slokknar, en minningin lifir. Stórbrotnu lífshlaupi frá Seyðisfirði til Edinborgar er lokið. Veiga frænka er látin. í fáeinum línum langar mig að minnast Veigu eins og hún var allt- af kölluð. Hún ólst upp frá um tveggja ára aldri hjá ömmu minni og afa. Hún ólst þar upp í mikilli ást og umhyggju ásamt börnum þeirra Maríu Láru og Böðvari. Reyndist alla tíð vera mikill kærleik- ur milli þeirra systkina og báru þau mikla umhyggu hvert fyrir öðru alla tíð. Nokkrum árum eftir að Veiga kom til þeirra lést afi af slysförum og urðu þá miklar breytingar á hög- um þeirra en ömmu tókst að halda fjölskyldunni saman með miklum dugnaði. Er Veiga óx úr grasi komú fljót- lega í Ijós leiktilburðir hennar og prakkaraskapur, skemmti hún oft systkinum sínum og öðrum með því að bregða sér í allskonar hlutverk og notaði hún þá til þess föt frá ömmu, sennilega hefur það nú oft- ast verið í óleyfi. Árið 1946 fór Veiga til Skotlands og hugðist fara í söngnám og mun hún hafa reynt fyrir sér á þeirri braut en sneri sér síðan að leiklist- amámi og lauk prófi með látbragðs- leik sem aðalfag, við útskrift var hún verðlaunuð fyrir mjög góðan árangur. Veiga var fyrst og fremst leik- kona, hún var sérstök og sérstak- lega litríkur persónlu- leiki. Hún var afar glæsileg og tekið var eftir henni þar sem hún fór. Hún vann alla tíð við leiklist og var allt í senn leikstjóri, leikari, bún- ingahönnuður og fram- kvæmdastjóri. Hún stofnaði sinn eigin leik- flokk, sem hún stjómaði í mörg ár. Hann sýndi m.a. á Edinborgarhátíð- um, hún var afar stolt af því og Iagði mikla vinnu í að gera allt sem best. Heimili hennar var notað til að æfa og jafnframt var hún þar með námskeið í leiktjáningu. Marg- ir af nemendum hennar höfðu náið samband við hana og sýndu henni mikla hlýju og vinsemd alla tíð. Veiga var ætíð mikill íslendingur í sér og hélt málinu vel við, því má ef til vill þakka að hún eignaðist marga góða vini í áhöfn Gullfoss, heimsótti hún þá í hvert sinn sem skipið kom til Leith og fékk hún ávallt góðar móttökur. Mörg af þeim vinaböndum héldust alla tíð. Ég minnist Veigu sem afar skemmtilegrar frænku þó að mér hafí ekki auðnast að sjá hana oft, okkar samband hófst sennilega þeg- ar ég var um tíu ára og byijaði það með bréfaskriftum. Sagðar voru fréttir af öllum hér og var hún yfir- leitt fljót að svara með fréttum af sér. Þegar horft er til baka finnur maður vel hvað sérstök hún var að gefa sér tíma í sínu annríki að skrifa litla frænda og segja honum helstu fréttir. I dag finnst mér það hafa verið forréttindi að hafa fengið að kynn- ast þessari stórbrotnu konu. Við vorum afar góðir vinir og vildi hún ávallt fylgjast með mér og mínum. Mér fannst það mjög dýrmætt að hafa fengið að fá að vera hjá henni þar til yfir lauk og það að hún gerði sér grein fyrir því að við vorum hjá henni. Veiga bjó í nokkur ár með Hauki Magnússyni og eignuðust þau sam- an soninn Reyni Hauk. Reynir gift- ist Hjördísi Pétursdóttur en þau slitu samvistum. Ég vil að lokum þakka Veigu samfylgdina og alla velvild sem hún sýndi mér og mínum alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Nú til hvilu halla ég mér höfgi á augu síga fer alskygp Drottinn, augun þín yfir vaki hvílu mín. (Stgr. Thorsteinsson) Gunnar Böðvarsson. RANNVEIG SIG URÐARDÓTTIR t Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, THORDÍS JÓNASSON fyrrverandi hjúkrunarkona á elliheimilinu Grund, lést þann 29. apríl. Jarðarförin fer fram í Þréndheimi þann 8. maí. Fyrir hönd vandamanna, Knud Odegár, Guðrún Alma Sigurðardóttir, ívar Odegár, Noregi. Vandaðir legsteinar 1 Varanleg minning BAUTASTEINN IBrautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 91-621393 Crfi Ö Sí isdrykkjui pUðitingohú/ia GflFt-inr Imi 555-4477 r 1 i Erfídrykkjur Glæsileg kaflfí- hlaðborð, fallegír salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR iním fiim,iiiiiii!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.