Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Útför sonar okkar, bróður og vinar, LEIFS EINARS LEÓPOLDSSONAR, fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 5. maí kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Olga, Leópold, systkini, fjölskyldur og vinir hins látna. t Móðir okkar, ANNA JÓNSDÓTTIR, Hörðalandi 6, Reykjavík, lést þann 28. apríl 1995. Hún verður kvödd í Bústaðakirkju föstudaginn 5. maí 1995 kl. 15.00. Börnin. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR GUÐJÓNSSON, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 5. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Grafarvogskirkju. Magnús Ásgeirsson, Rósamunda Guðmundsdóttir, Sigríður, Anna og Benedikt Kristján. t Útför eiginkonu minnar, BJÖRNEYJAR HALLGRÍMSDÓTTUR, Kópavogsbraut 1b, áður til heimilis á Öldugötu 12, Hafnarfirði, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 4. maí kl. 13.30. Fyrir hönd afkomenda, Jón Jónsson. t Ástkær faðir okkar, fósturfaðir og afi, JÓHANN G. JÖRUNDSSON, sem andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, 26. apríl, verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju þann 3. maí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Jóhannsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Nanna Hálfdánardóttir. t Ástkær systir okkar, móðursystir og frænka, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR hjúkrunarkona, andaðst á Droplaugarstöðum 15. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki Droplaugarstaða fyrir góða umönnun. Aðstandendur. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐJÓN JÓHANNSSON frá Skálum á Langanesi, verður jarðsunginn frá Bústaðaklrkju fimmtudaginn 4. maí kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans, láti Hjartavernd njóta þess. Haraldur Friðjónsson, Jóhann Gunnar Friðjónsson, Ólafia Egilsdóttir Edda Gundersen Friðjónsdóttir, Gunnar Gundersen, Sigurdór Friðjónsson, Ása Árnadóttir, Tómas Friðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÞORGERÐUR GUÐ- RÚN ÞÓRÐARDÓTTIR + Þorgerður Guðrún Þórðardóttir fæddist á Húsavík 26. júní 1914. Hún lést 14. mars sl. Foreldrar hennar voru Þórður Mar- kússon og kona hans Björg Pét- ursdóttir. Þor- gerður var þriðja yngst átta alsystk- ina, en fyrir átti Björg son, Karl Sigtryggsson. 19. maí 1933 giftist Þorgerður Halldóri Armanns- syni. Hann fórst 13. apríl 1940. Þau eignuðust eina dóttur, Hildigunni, f. 2. júlí 1935. Hún býr í Reykjavík, gift Páli Þórhallssyni lækni og eiga þau þijár dætur. Árið 1943 giftist Þorgerður seinni manni sínum, Adam Jakobssyni frá Haga í Aðaldal, f. 29. nóvember 1918. Þau eignuðust einn son, Þórð Jakob, f. 5. júní 1952. Hans kona er Þuríður María Hall- grímsdóttir og eiga þau þrjár dætur. Þorgerður var jarðsungin frá Húsavíkurkirkju 22. mars sl. ÞÓRÐUR faðir Gerðu Þórðar, eins og hún var ávallt kölluð, var vel þekktur sjómaður og lengi formað- ur á bátum frá Húsavík. Hann þótti vaskleika maður og mjög minnis- stæður persónuleiki. Björg kona hans starfaði mikið að málefnum verkakvenna og var gott skáld. Gerða ólst upp í Þröskuldi, húsi sem stóð á bakkanum norðan við Mararbraut 3 á Húsavík. Á upp- vaxtarárum hennar var oft þröngt í búi eins og var hjá margri sjó- mannsfjölskyldu á þeim árum. Hún þurfti snemma líkt og aðrir þá, að vinna hörðum höndum. Árirj 1930 til 1932 dvaldi Gerða veik á Krist- neshæli og náði að yfírstíga þau veikindi. Árið 1933 giftist Gerða Halldóri Ármannssyni, sem fæddur var á Hraunkoti í Aðaldal. Halldór var lærður smiður og hafði einnig próf til að vera skipstjóri og vélstjóri á þeirra tíma bátum. Þótti hann góð- ur sjómaður. Gerða og Halldór hófu sinn búskap á loftinu í Héðinshúsi, nú Túngata 12, Húsavík. Árið 1934 flutti fjölskyldan í Hraunkot, sem Halldór byggði og er nú Túngata 16 og þar var heim- ili Gerðu þar til yfír lauk. Gerða og Halldór áttu góð ár í Héðinshúsi og oft heyrði ég Gerðu tala um að þau hefðu verið hluti af þeirri stóru fjölskyldu sem þar þjó. Sjómennskan varð Halldóri mik- ill örlagavaldur því hann fórst við að reyna að bjarga bát sínum Suðra undan norðvestan áhlaupsveðri. Þyngst mun hafa gustað um Gerðu þegar hún stóð með Hildigunni fímm ára og horfði á eiginmanninn hverfa án þess að nokkuð væri hægt að gera honum til bjargar. Þá hlaut Gerða það sár sem aldrei greri og markaði hennar viðbrögð síðan. Gerða var heimavinnandi hús- móðir og móðir frá hausti til vors og naut þess að geta annast Hildi- gunni. Sumarið 1941 réðst Gerða með Hildigunni að Presthólum hjá mági sínum Þorgrími og hans konu. Sumarið 1942 réð Gerða sig sem línustúlku til Guðmundar Jónssonar útvegsbónda í Flatey, en þar kynnt- ist. hún seinni manni sínum, Ádam Jakobssyni. Gerða og Adam giftu sig á jólunum 1943 og flutti þá Adam í Hraunkot og var það heim- ili þeirra eftir það. Þórður sonur þeirra, hefur búið í viðbyggingu við Hraunkot. Gerða var löngum heimavinnandi húsmóðir en fór í síldarvinnslu og frystihús þegar slíkt bauðst. Starfs- vettvangur Gerðu var mikill að fé- lagsmálum. Hún var forystukona verkakvenna í tuttugu ár, eða þar til verkakvennafélagið Von var sameinað Verkamannafélagi Húsa- víkur árið 1964. Gerða þótti mikill foringi enda átti hún mjög létt með að koma orðum að sinni hugs'un. Talaði fallegt mál og var tekið eft- ir henni í ræðustóli. Orðbragðið var snallt og kjarnmikið, skapið ríkt. Aldrei lét hún á sér standa að taka svari lítilmagnans og olnbogabarna ef henni þótti óréttilega á þau hall- að. Þegar hún lenti í deilum gætti mjög hreinskilni hennar og einurð- ar. Sagði hún þá hispurslaust kost og löst á mönnum og málefnum, hver sem átti í hlut. Sorg og gleði skiptust mjög á um að verða hlutskipti hennar. Hún vildi ekki láta sjá á sér bilbug af völdum sorgar. Hún dró sig inn i harða skel og brást því stundum harðar við þegar vinir og félagar vildu gott gera. Þegar bágindi sóttu að þeim sem hún umgekkst og jiekkti, félögum og vinum, þá leyndi sér ekki hlýjan sem vildi hugga og styrkja og sýndi í því mikla tryggð sem enn er minnst. Gerða starfaði mikið að málefn- um Húsavíkurbæjar, var í nefndum og varamaður í bæjarstjórn. Hún vann að slysavarnamálum og var í forsvari fyrir Sjálfsbjörg hér í bæ. Gerða var söngelsk, spilaði á org- el og veitti mörgum gleði með sínum orgelleik. í eldhúsið i Hraunkoti komu margir og þar fóru fram þjóð-, málaumræður. Margir nutu þar góðgerða, því mikill matur var bor- inn á borð, gerður af hennar snilld. Ellina bar hún vel, naut lengst af góðrar heilsu og gat séð um sig sjálf. Hún var vinföst og get ég best um það borið af eigin raun. Blessuð sé minning hennar. Kristján Ásgeirsson. Margs ber að minnast, mörgu er frá að hverfa. Gerða mín, ég þakka þér fyrir margar góðar samverustundir bæði í blíðu og stríðu. Að okkar leiðir lágu saman var ekki tilviljun heldur guðs vilji. Við áttum margt sameig- inlegt og gátum þar með skilið hvor aðra á okkar hátt. Þakka þér fyrir allar vökunæturnar sem við áttum saman heima í mínum bústað í sveitinni. Þar var margt rætt og mörgu trúðum við hvor annarri fyr- ir, en áheyrendur voru margir sem skildu okkar leyndarmál, en gátu ekki tjáð sig um þau. Manstu eina vornótt er við vökt- um yfir ánum á sauðburði og nafna þín fæddist, svarbaugótt gimbur er varð hin fallegasta ær. Þakka þér fyrir hákarlinn og harðfískinn sem gaf okkur kraft og innsýn í framtíðarstundir. Ást og tilfinning: Hvað er það? Það er það besta sem nokkur getur gefíð, ef gefið er af kærleika og það gerðir þú, en varst oft misskil- in. Það er eins með okkur fleiri, eitt er að reyna, annað að vera áhorfandi. Og sum atvik draga dilk á eftir sér um ógengin sþor og marka djúp för í sál manna, eri þá er bara trúin á hið æðra sem getur bjargað. „Lokaðu augunum og opnaðu hjarta þitt, finndu áhyggjur og sorgir líða burt og byrðarnar sem virtust svo þungar berast burt á vængjum bænarinnar." Elsku Doddi og Þura, Milla og Palli, börn, tengdabörn og barna- börn. Guð styrki ykkur og geymi. Sigurveig Buch. t Móðir okkar, ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR, Rifkeisstöðum, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsungin frá Munkaþverárkirkju laugardagin 6. maí kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sundlaugarsjóð Kristnesspítala. Börnin. t Móðir mín og tengdamóðir, GUÐFINNA ÞÓRLAUG JÓHANNESDÓTTIR frá Seljalandi á Siglufirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju fimmtudaginn 4. maí kl. 13.30. Dóróthea Stefánsdóttir, Jónas Guðlaugsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, bróður, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GERALDS HÁSLER. Karitas Sölvadóttir Hásler, Guðrún A. Jónsson, llse Anderson, Gunnar Hásler, Brynja Kristjánsdóttir, Hans Gerald Hásler, Valgerður Sigurðardóttir, Guðrún M. Hásler, Hafsteinn Hásler, Kristín E. Guðjónsdóttir, llse Hásler, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.