Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 49 I . Úr dagbók lögreglunnar Olvun, óhöpp og sinueldar 28. apríl - 2. maí FRÁ föstudegi til þriðjudags eru 573 færslur í dagbók. Af þeim eru 77 vegna afskipta af ölvuðu fólki er ekki kunni sér hóf, en auk þess að þurfa að vista 64 einstaklinga í fangageymslunum vegna ölvunar og ýmissa mála, óskuðu 12 menn eftir því að fá að gista þar. Á tímabilinu var tilkynnt um 32 umferðaróhöpp. í tveimur tilvikum var um slys á fólki að ræða og í 4 tilvikum er grunur um að ökumenn hafi verið undir áhrifum áfengis. Lög- reglumenn þurftu 10 sinnum að fara inn á heimili fólks til að skakka leik á milli hjóna eða sambýlisfólks, en auk þess var 13 sinnum kvartað yfir hávaða og ónæði frá góðglöðu fólki við skemmtanir í heimahúsum. Númer af 12 ökutækjum Tilkynnt innbrot eru 19, þjófn- aðir 20, skemmdarverk 11, rúðu- brot 12 og líkamsmeiðingar 7. Afskipti þurfti að hafa af 104 ökumönnum vegna umferðar- lagabrota. Þar af voru 30 öku- menn kærðir fyrir of hraðan akstur, 6 reyndust ökuréttinda- lausir og ástæða þótti að gefa 39 þeirra áminningu. Skráningarnúmer voru tekin af 12 ökutækjum vegna van- rækslu á greiðslu bifreiðagjalda. Tuttugu og níu tilkynningar eru vegna elda. Í flestum tilvikum hafði verið kveikt í sinu. Fjölmenni sótti hátíðardagskrá 1. maí á Ingólfstorgi. Bæði þar og í kröfugöngum fór allt frið- samlega fram og var aðstandend- um og þátttakendum til sóma. Kviknaði í mann- lausu húsi Skömmu eftir hádegi á föstu- dag datt maður á skíðum í Blá- fjöllum og meiddist á höfði. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Skömmu síðar missti ungur maður vald á bifhjóli sínu í Skeifunni. Hann hlaut höfuðá- verka. Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um eld í húsi í Laug- ardal. Til hafði staðið að rífa húsið, en það hafði verið mann- laust um skeið. Talið er að kveikt hafði verið í húsinu. Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í verslun við Stigahlíð. Sást til ferða bif- reiðar, sem ekið var á brott af staðnum. í ljós kom að peningum hafði verið stolið úr peningakassa verslunarinnar. Skömmu síðar stöðvuðu lögreglumenn bifreið- ina og voru fjórir aðilar, sem í henni voru, færðir á lögreglu- stöðina og síðan í fangageymsl- una vegna rannsóknar málsins. Brennuvargar stöðvaðir Síðar um morguninn var til- kynnt um að kveikt hefði verið í sinu við Gufuneskirkjugarð og á fjórum öðrum stöðum í Grafar- vogi. Lögreglumenn stöðvuðu bifreið á Suðurlandsvegi skömmu síðar, en aðilar í henni voru sagð- ir hafa kveikt eldana. Ökumaður- inn virtist vera undir áhrifum áfengis sem og tveir farþegar í bifreiðinni. Þeir viðurkenndu að hafa kveikt í sinu á nefndum stöðum. Á sunnudagsmorgun var til- kynnt um að bifreið hefði verið ekið utan í aðrar bifreiðir í Gerð- unum. Lögreglumönnum tókst að stöðva akstur hennar. í ljós kom að ökumaðurinn virtist vera undir áfengisáhrifum. Honum hafði tekist að valda tjóni á 5 bifreiðum áður en hann var stöðvaður. Tveir lömdu á einn Á miðdegi voru tveir menn handteknir í húsi við Brautar- holt. Þeir höfðu brotist þar inn á íbúa, en um var að ræða ein- hvers konar etjur á milli fyrrver- andi nágranna. Aðfaranótt mánudags var komið að tveimur mönnum að berja þann þriðja í. Lækjargötu við Iðnó. Mennirnir voru færðir i fangageymslu og sá meiddi á slysadeild. Hafði hann hlotið minniháttar skurð á hnakka og á enni. Sinueldar voru margir. I einu tilvikanna urðu talsverðar skemmdir á 50 ára gömlum tijám. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikið tjón get- ur hlotist af augnabliks fikti eða hugsunarleysi einhverra kjána. Fólk er beðið um að vera á varð- bergi gagnvart þeim sem eru að leika sér með eld og gætu valdið slíkum gróðurskemmdum. Til- kynna ber það þegar í stað til lögreglu. Ástæða er enn og aftur til að benda fólki á að óheimilt er með öllu að kveikja í sinu inn- an bæjarmarka. Margir réttindalausir í liðinni viku höfðu lögreglu- menn á Suðvesturlandi eftirlit með vinnuvélum á svæðinu. Af- skipti voru höfð af fjölmörgum vélum, allt frá lyfturum fiskverk- unarhúsa til stórra jarðvinnuvéla. Gera þurfti athugasemdir við ástand og búnað sumra þeirra, en auk þess kom í ljós, eins og vænta mátti, að nokkrir ökumenn höfðu ekki réttindi til að stjórna vélunum. Þá bar nokkuð á að vinnuvélar, sem ekið er um götur bæja og borgar, voru ekki tryggðar til aksturs á götum úti. Ástæða þótti til að stöðva akstur sumra þeirra, en öðrum var gert að fylgjast með vinnuvélunum í samvinnu við Vegaeftirlitið. Enn verið að klippa Undanfarna viku hafa lög- reglumenn og starfsmenn toll- stjóra farið um og tekið skráning- arnúmer af ökutækjum er van- rækt hefur verið að greiða af lögboðin bifreiðagjöld. Ahvílandi skuld er enn á þúsundum öku- tækja. Á næstu vikum mun enn kappkostað að hafa uppi á skuld- settum ökutækjum og fjarlægja skráningarnúmer þeirra hvar sem til þeirra næst. Access 2.0 námskeið 94048 Tölvu- og verkfræöibjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 FRETTIR Heimsklúbburinn kynnir V-Kanada MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: „Á ferðum Heimsklúbbsins um fimm álfur hefur þátttakendum gef- ist tækifæri til að sjá marga feg- urstu staði heimsins. Á hveiju ári er bryddað upp á einni nýjung sem kynnt er sem ferð ársins. Að þessu sinni hefur Vestur- Kanada orðið fyrir valinu, fylkin Alberta og Breska Kolumbía, sem aðeins fáum Islendingum eru kunn, en þar þykir ein mesta náttúrufeg- urð heimsins, bæði í Klettafjöllum Kanada, sem Iíkt er við stækkaða mynd af Alpafjöllum Evrópu, og eins við Kyrrahafsströndina. Ferð Heims- klúbbsins hefst með flugi til Calg- ary, skammt frá austurhlíðum Klettaijalla. Þar gefst kostur á að heimsækja slóðir vestur-íslenska skáldsins Stephans G. Stephansson- ar, rétt hjá Markerville, þar sem hann bjó frá 1889 til dauðadags og orti mörg sín bestu kvæði undir áhrifum hins stórbrotna landslags en í söknuði heimalandsins. Skammt frá Calgary, sem er glæsileg ný- tískuborg, er að finna merkustu steingerðar leifar frá tímum risaeðl- anna, dinosaurus, á jörðinni. Eftir dvöl í Calgary liggur leiðin vestur í Klettafjöll með dvöl í fjalla- bænum Banff og til stöðuvatnanna Lake Moraine í „Dal hinna tíu tinda“ og til Lovísuvatns við Viktoríujökul. Fegurð þessara staða er slík að talað er um þá sem vinsælasta myndefni fólks á ferðalögum á seinni árum. Um Klettafjöilin er síðan farið með sérhannaðri járnbraut á tveimur dögum vestur til Vancouver við strönd Kyrrahafsins en hún er þriðja stærsta borg Kanada, mjög sérstök vegna fagurs borgarstæðis og mann- lífs, sem er blandað austurlenskum áhrifum. Ferðinni lýkur svo í Victor- ía, höfuðborg Bresku Kolumbíu, en einnig gefst kostur á að bæta við vikusiglingu norður til Alaska. Kynning Heimsklúbbsins er í Þing- sal A, Hótel Sögu, og hefst kl. 21 í kvöld.“ Fundur um einelti FELAG íslenskra sérkennara boðar til fræðslufundar um einelti miðviku- daginn 3. maí kl. 20.30 í húsi KÍ, Laufásvegi 81, Reykjavík. Guðjón Ólafsson, sérkennslufræð- ingur, flytur erindi um efnið. Hann fjallar m.a. um helstu einkenni og gefur hagnýt ráð um viðbrögð ásamt því að svara fyrirspurnum. Foreldrar og kennarar sem þetta málefni brennur á eru hvattir til að koma og fræðast um þetta vandamál sem töluvert ber á í samskiptum barna og unglinga, m.a. í skólunum. Þessi fundur er öllum opinn. Kaffi- gjald er 200 krónur. ♦ ♦ ♦----- Jassá Kringlukránni BJÖRN Thoroddsen og félagar leika á Kringlukránni miðvikudaginn 3. maí. Með Birni leika þeir Gunnlaugur Briem, trommuleikari og Gunnar Hrafnsson, kontrabassaleikari. Þeir félagar leika hefðbundna jass- tónlist m.a. eftir Chick Corea, C. Parker, Mancini ásamt nýjum opus eftir þá sjálfa. Tónlistarflutningurinn hefst kl. 22 og stendur fram yfir miðnætti. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5al5 0 2.045.917 2.pi“'s5!? STs 60.720 3. 4af 5 84 6.230 4. 3al5 2.954 410 Helldarvlnningsupphæö: 4.083.977 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Sjábu pj; í víbara samhcngi! - kjarni málsins! Námsstefna um geðhjúkrun GEÐHJÚKRUNARFRÆÐINGAR innan Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga halda námsstefnu um stöðu geðhjúkrunar á íslandi 5. maí nk. Meginviðfangsefni námsstefn- unnar verður efni er varðar tengsl, samvinnu og samhæfingu milli þeirra aðila sem veita geðsjúkum þjónustu. Unnur Heba Steingrímsdóttir geðhjúkrunarfræðingur sagði að vaxandi gagnrýni gætti á skipulag og aðbúnað geðsjúkra á íslandi. Brýnt væri að hér yrði mótuð heild- arstefna í geðheilbrigðismálum. Hún sagði að fram að þessu hefði umræða um geðheilbrigðismál verið lokuð. Fagdeild geðhjúkrunarfræð- inga vildi með þessari námsstefnu reyna að opna umræðuna. Fram- undan væru breytingar sem geð- hjúkrunarfræðingar vildu leitast við að hafa áhrif á. Námsstefnan hefst kl. 8.30 í húsnæði Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga á Suðurlandsbraut 22. Fjölmörg erindi verða flutt á náms- stefnunni, m.a. um breytingar á þjónustu við geðsjúka, hlutverk geðhjúkrunarfræðinga, bamageð- hjúkrun, bráðageðhjúkrun og um unglinga og geðhjúkrun. 17. Icikvika, 29.-l.mai 1995 Nr. Leikur: Rödin: 1. Djurgárdcn - Degerfors 1 - - 2. Halmstad - Malmö FF - X - 3. Hammarby - Norrköpinj - - 2 4. Trcllcborg - AIK 1 - - 5. Örcbro - Frölunda - X - 6. Örgryte - Helsingbrg - - 2 7. Östcr - Götcborg - X - 8. Wcst Ham - Blackburn 1 - - 9. Man. City - Newcastlc - X - 10. C. Palace - Notth For. - - 2 11. Norwich - Livcrpool - - 2 12. Arscnal - Tottcnham - X - 13. Chclsca - QPR 1 - - Hcildarvinningsupphæðin: 82 milljón krónur 13 réttir: | 2.206.840 kr. 12 rcttir: 66.160 k. 11 rcttir: 5.520 kr. 10 rcttir: 1.470 k, Gengið um „Port Reykjavík“ HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í gönguferð suður í Skeijafjörð mið- vikudagskvöldið 3. maí. Mæting er við akkerið í Hafnarhúsportinu kl. 20. Byijað verður að líta inn á mál- verkasýningu í Hafnarhúsinu. Að því loknu verður gengið eftir vegarstæði gömlu alfaraleiðarinnar (Bessastaða- leiðarinnar) eins og kostur er suður í Austurvör í Skildinganesi. Þaðan með ströndinni inn með Fossvogi að Kýrhamri og til baka yfir Skildinga- nesmelana niður að höfn. Á leiðinni verður minnt á hugmynd sem upp kom í byrjun aldarinnar til lausnar á þeim vanda sem hafnar- leysi í Reykjavík olli. Gengið verður um fyrirhugað hafnarsvæði í Skeija- firði er nefnt var Port Reykjavík. Allir eru velkomnir í gönguna. Þriðji áfangi náttúru- minjagöngu í ÞRIÐJA áfanga náttúruminja- göngu sem farin er í tilefni náttúru- verndarárs Evrópu verður gengið frá Skógræktarstöðinni um Fossvogsdal upp í Elliðarárdal. Þetta er um 2 klst. auðveld ganga. Gangan verður farin í dag, mið- vikudaginn 3. maí, og er brottför frá Mörkinni 6 (Ferðafélagshúsinu) og BSÍ, austan megin, kl. 20. Einnig er hægt að mæta í Skógræktarstöð- ina Fossvogi. Fólk er hvatt til að vera með í öllum 8 áföngum. Með göngunni er minnst á staði og svæði sem eru á náttúruminja- skrá. Um 300 manns tóku þátt i fyrstu tveimur áföngunum. Úrslit í mælskukeppni grunnskóla Reykjavíkur I JANÚAR sl. hófst undirbúningur að mælskukeppni grunnskóla með því að nemendur úr 12 skólum í borginni byijuðu í keppnini sem var með útsláttar fyrirkomulagi. Eftir ýmsar hremmingar, m.a. verkfall, er nú komið að úrslitum. Árbæjarskóli og Ölduselsskóli keppa til úrslita miðvikudagskvöldið 3. maí í Hólabrekkkuskóla kl. 20. ' Umræðuefnið verður: Á að leggja niður félagsstarf í skólum? ÍTALSKI BOLTINN 17. leikvika , 29.-30.apríl 1995 Nr. Leikur: Röðin: 1. Genoa - Sampdoria 1 - - 2. Torino - Napoli - X - 3. Padova - Roma - X - 4. Foggia - Bari - X - 5. Lazio - Cagliari - X - 6. Intcr - Crcmonese - X - 7. Reggiana - Milan - - 2 8. Atalanta - Fid.Andria 1 - - 9. Ancona - Verona 1 - - 10. Udincse - Cescna 1 - - 11. Palermo - Salernitan - X - 12. Pescara - Perugia - X - 13. Coscnza - Vicenza - X - Heildarvinningsupphæðin: ^jSmiiyónkrónur^J 13 réttir: 196.430 k, 12 réttir: 6.300 kr. 11 réttir: 660 k, 10 réttir: 210 | kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.