Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ i 54 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 SS> ÞJOÐLEIKHUSIÐ Stóra sviðið: 0 FÁVITINN eftir Fjodor Dostojevskí Kl. 20.00: Aukasýning á morgun fim. 4/5 allra síðasta sýning. 0 STAKKASKIPTI eftir Guðmund Steinsson Frumýn. fös. 5/5 kl. 20 nokkur sæti laus - 2. sýn. sun. 7/5 nokkur sæti laus - 3. sýn. mið. 10/5 nokkur sæti laus - 4. sýn. fim. 11/5 nokkur sæti laus - 5. sýn. sun. 14/5. Söngleikurinn 0 WEST SIDE STORY e. Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bernsteins Kl. 20.00: Lau. 6/5 uppselt - fös. 12/5 uppselt - lau. 13/5 uppselt - fös. 19/5 - mið. 24/5. Ósóttar pantanir seldar daglega. Smíðaverkstæðið: 0 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Kl. 20.00: Lau. 6/5 uppselt - þri. 9/5 uppselt - fös. 12/5 uppselt - lau. 13/5 uppselt - mið. 17/5 uppselt, næstsíðasta sýning - fös. 19/5 uppselt, síðasta sýning. Ósóttar pantanir seldar daglega. GJAFAKORT í LEIKHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00 til 18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Græna linan 99 61 60 - greiðslukortaþjúnusta. 2^2 BORGARLEIKHUSIÐ LEIKEELAG REYKJAVIKUR STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: 0 1/IÐ BORGUM EKKI - VIÐ BORGUM EKKIeftirDario Fo Sýn. lau. 6/5 örfá sæti laus, fim. 11/5, lau. 13/5, fös. 19/5. 0 DÖKKU FIÐRILDIN eftir Leenu Lander. Sýn. fös. 5/5 næst síðasta sýning, fös. 12/5 siðasta sýning. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30: Leikhópurinn Erlendur sýnir: 0 KERTALOG eftir Jökul Jakobsson. Sýn. fim. 4/5, fös. 5/5. Takmarkaður sýningafjöldi. Miðaverð 1.200 kr. Munið gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf! Miöasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Miðapantanir í síma 680680 alla virka daga kl. 10-12. - Greiðslukortaþjónusta. eftir Verdi / aðalhlutverkum eru: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ólafur Árni Bjarnason og Bergþór Pálsson. Sýn. fös. 5/5 næst síðasta sýning, lau. 6/5 sfðasa sýning. Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningardag. Sýningar hefjast kl. 20. Munið gjafakortin - góð gjöf! Miðasalan er opin frá kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20. Sími 11475, bréfsími 27384. - Greiðslukortaþjónusta. LEIKFELAG AKUREYRAR • DJÖFLAEYJAN eftir Einar Kára- son og Kjartan Ragnarsson. Sýn.fös. 5/5 kl. 20.30, lau. 6/5 kl. 20.30 örfá sæti laus, sun. 7/5 kl. 20.30, fim. 11/5 kl. 20.30. 0 GUÐ/jÓn í safnaðarheimili Akureyrarkirkju Frums. þri. 9/5 kl.21, mið. 10/5 kl. 21, sun. 14/5 kl. 21. Aðeins þessar þrjár sýningarl Miðasalan opin virka daga kl. 14-18, nema mánud. Fram að sýningu sýning- ardaga. Sími 24073. Sjábu hlutina í víbara samhengi! -kjarni málsins! Morgunblaðið/Hermann B. Reynisson SKAGFIRÐINGAR taka lagið undir sljórn Stefáns R. Gíslasonar. Skagfirskir karlar heimsóttu Lúxemborg ÍSLENDINGAR í Lúxemborg fengu góða heimsókn um páskana, en þá sótti hópur skagfírskra karla og kvenna þá heim með Gísla Gunnars- son prest í Glaumbæ í Skagafirði í fararbroddi. Gísli þjónaði til altaris í guðsþjónustu á páskasunnudag í Centre Konvikt kapellunni og Glaum- bæjarkirkjukórinn söng, en einnig sungu Þuríður Kr. Þorbergsdóttir og Sigfús Pétursson tvísöng eða „Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð“ við lag Inga T. Lárussonar. Að guðsþjónustu lokinni voru boðnar kaffiveitingar sem meðal annars voru ættaðar frá Ragnari bakara í Keflavík. Þá héldu Skagfirð- ingar áfram að syngja fyrir heima- menn í kvartettum, tríóum og dúett- um, en auk þess var fjöldasöngur. Undirleikari og stjórnandi var Stefán R. Gíslason. FÓLK í FRÉTTUM STÚLKURNAR þrettán sem komust í úrslitakeppni Elite. Asdís María og Guðrún unnu Elite-keppnina ELITE-keppnin fór fram á Hótel íslandi síðastliðið fímmtudags- kvöld. Á meðal þeirra skemmtiat- riða sem voru í boði var samsöng- ur Söngsystra, dansarar frá Dans- skóla Heiðars dönsuðu Vínarvals við Elite-stúlkumar og Páll Óskar Hjálmtýsson tróð upp með fjórum félögum sínum í „drag“ auk þess að vera kynnir keppninnar með Regínu Diljá Ingadóttur, sem er aðeins ellefu ára. Hápunktur kvöldsins var þó auð- vitað keppnin sjálf. Stúlkurnar komu fjórum sinnum fram þetta kvöld í hinum ýmsu gervum. Þegar svo úrslitin voru tilkynnt kom í ljós að tvær stúlkur höfðu borið sigur úr býtum, en það voru Ásdís Mar- ía Franklín, sem er sextán ára, og Guðrún Lovísa Ólafsdóttir, sem er sautján ára. Fjórar stúlkur deildu með sér þriðja til sjötta sæti, en þær voru Hólmfríður Jónsdóttir, Sunna Birna Helgadóttir, Sunna Þorsteinsdóttir og Estrid Þorvalds- dóttir. Karen Lee kom sérstaklega hingað til lands frá umboðsskrif- stofu Elite til að dæma í keppn- inni. Hún var spurð hvort það væri óvenjulegt að tvær stúlkur bæru sigur úr býtum í keppni sem þessari. „Það er misjafnt,“ segir Karen Lee. „í sumum löndum hafa tvær stúlkur orðið fyrir valinu. Mér fannst þetta vera góður hópur og tvær stúlkur eiga skilið að kom- ast áfram.“ Karen Lee sagði að sigurinn væri mjög mikilvægur fyrir Ásdísi og Guðrúnu og þýddi örugglega að þeim yrði boðið að ná samkomu- lagi við Elite um að koma þeim á framfæri. Auk þess hefði hún áhuga á að fá fleiri íslenskar stúlk- ur úr keppninni til liðs við skrifstof- una, en til þess yrðu sumar þeirra að vera aðeins betur á sig komnar líkamlega og þroskast meira í út- liti. Ásdís og Guðrún munu halda til Seoul í Suður-Kóreu í ágúst og taka þátt í keppni sjötíu stúlkna, sem hafa unnið sambærilegar keppnir erlendis, um að komast í alþjóðlega úrslitakeppni Elite. Kar- en Lee segir að það sé stórt tæki- færi fyrir þær því þar komist þær í tæri við ljölmiðlafólk og umboðs- menn um allan heim. Að lokum má geta þess að Elite starfrækir átján umboðsskrifstofur um allan heim og er með um fimm hundruð fyrirsætur á sínum snær- um. Þar á meðal eru Cindy Craw- ford, Linda Evangelista og Naomi Campbell. , , Morgunblaðið/Halldór ÁSDIS María Franklín, Karen Lee og Guðrún Lovísa Ólafsdóttir. AUÐUR Guðmunds- dóttir, Kol- brún Aðal- steinsdóttir og Erla Björg höfðu veg og vanda af keppninni. REGÍNA Diljá Inga- dóttir og Páll Óskar Hjálm- týsson sáu um að kynna keppnina.,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.