Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 6 Óskarsverðlaun Tom Hanks er FORREST 0 Sýnd kl. 6.30 og 9.15 ORÐLAUS STÖKKSVÆÐIÐ NELL Sýnd kl. 9 og 11. b.í. 16. HH Sýnd kl. 5. Ungt par ferðast til eyju í fríi sínu en málin taka óvænta stefnu þegar fyrrverandi unnusti konunnar kemur til eyjunnar og deyr á dularfullan hátt. Hjónabandið breytist í martröð og undankomuleiðirnar eru fáar... Topptryllir frá Nils Gaup (Leiðsögumaðurinn) sem hefur hlotið gríðar- lega aðsókn í Evrópu. SÝND KL. 5, 7, 9 OG 11. Nýja, svarta hasarhetjan ÚR kvikmyndinni „Hodet over vannet“. Norsk stórmynd NÝJASTA hasarhetjan í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum er Keenen Ivory Wayans, fyrrum gamanleikari og höfundur sjónvarpsþáttanna „In Living Color“, sem gerðu Jim Carrey frægan. Wayans hefur nú ákveðið að feta í fótspor vinar síns Carreys og gerast stórstjarna á hvíta tjald- inu, ekki aðeins sem leikari heldur einnig sem leikstjóri og handritshöf- undur. Wayans er í öllum þessum hlutverkum í nýjustu mynd sinni, sem nú er sýnd í Sambíóunum, og hefur gert það gott vestanhafs und- anfamar vikur. Hún heitir „A Low Down Dirty Shame“ og er hasar- mynd með stórbrotnum áhættuatrið- um og öllu tilheyrandi. „A Low Down Dirty Sharne", eða Algjör bömmer, eins og myndin kall- ast hér á landi, ft'allar um einkaspæj- arann Andre Shame, sem var rekinn úr fíkniefnalögreglunni eftir að lög- regluaðgerð sem hann stjómaði fór út um þúfur, 20 milljónir dollara týndust og 5 lögreglumenn létu lífið. Einkaspæjaradjobbið gengur ekki of vel og Shame verður að taka það sem að honum er rétt en það em hættuleg störf sem gefa fremur lítið í aðra hönd og dugar varla til að greiða laun aðstoðarstúlku spæjar- ans, hinnar ótrúlega áhugasömu og trygglyndu Peaches (Jada Pinkett). En betri tímar virðast í vændum þegar gamall félagi Shames úr lög- reglunni býður honum tækifæri til að endurvekja orðsporið með því að hafa upp á erkióvininum, dópsalan- um Mendoza, sem talinn var af en komið er í ljós að lifir góðu lífi og er tekinn til við fyrri iðju. Til að finna Mendoza og peningana þarf Shame fyrst að hafa upp á gömlu kær- ustunni sinni, Angelu (Salli Richard- son). Myndin var frumsýnd vestanhafs í lok síðasta árs og halaði inn um 40 milljónir dala á nokkram vikum og er talið að hinn 36 ára gamli Keenen Ivory Wayans eigi framtíðina fyrir sér í hasarhetjubransanum og sé líklegur til að verða næsta svarta súperstjaman í Hollywood. Keenen er fæddur á Manhattan í New York og annar í röð 10 systkina sem mörg hver era þegar orðin þekktir leikarar vestanhafs. Kennen byijaði að troða upp í sem skemmtikraftur í klúbbum í New KEENEN Ivory Wayans í hlutverki töffarans Shame. York í lok áttunda áratugarins en árið 1980 flutti hánn til Los Angel- es, staðráðinn í að leggja Hollywood að fótum sér. Hann tróð upp í klúbb- um en komst fljótt að í kvikmyndum, lék m.a. í „Star 80", og komst einnig í nokkra vinsæla sjónvarpsþætti, þar á meðal Staupastein og „A Different World“. Hann varð svo alvöru sjónvarps- stjarna þegar hann seldi Fox-sjón- varpsstöðinni hugmyndina að gam- anþætti, í anda „Saturday Night Live“-þáttanna vinsælu. „In Living Color“ náði feikilegum vinsældum og þar var Keenen allt í öllu, skrif- aði handrit, framleiddi þættina og lék aðalhlutverk. Fjölmargir aðrir gamanleikarar áttu sinn þátt í vinsældum þáttanna, ekki síst Jim Carrey, en þessjr þætt- ir vöktu á honum þá athygli sem fleytti honum upp á stjörnuhimininn með ógnarhraða síðastliðið ár í myndunum um „Ace Ventura“, „The Mask“ og „Dumb and Dumber“. Keenen Ivory Wayans ætlaði sér aldrei að láta staðar numið við sjón- varpið og á þessum áram gerði hann tvær gamanmyndir, „Hollywood Shuffle" og „Partners in Crime“, sem náðu talsverðum vinsældum. Fram- raunina sem leikstjóri þreytti Keenan svo í myndinni „I’m Gonna Git You Sucka“, sem var gamansöm stæling á svertingjamyndunum frá 8. ára- tugnum. Þar var Keenen einnig í aðalhlut- verki auk þess að skrifa handrit. Sú mynd kostaði lítið í framleiðslu en gaf svo góðar tekjur að framleiðend- ur treystu kappanum fyrir stórfé til að gera kvikmyndina um Andre Shame. Myndin er hasarmynd af gamla skólanum en inn í hana bland- ar Keenen talsverðu af þeim klúra húmor sem hann er þekktastur fyrir og einkenndi „In Living Color". Þótt Shame sé miðpunkturinn í myndinni vissi Keenen að hann þyrfti meira en sjálfan sig til að tryggja velgengni myndarinnar og þess vegna festi hann sér tvær af efnileg- ustu og vinsælustu ungu svörtu leik- konunum vestanhafs til að leika á móti sér. Með hlutverk aðstoðarkonunnar Peaches fer Jada Pinkett, sem er aðeins 23 ára gömul. Hún hefur ver- ið leikkona að atvinnu frá 8 ára aldri og hefur notið mikillar velgengni undanfarin misseri, eða eftir að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið sem kvikmyndaleikkona árið 1993 í mynd Hughes-bræðra, „Menace II Society" en áður hafði hún m.a. gert það gott í sjónvarpsþáttunum „A Different World“. Hin konan í sögunni um Shame er Angela og hana leikur Salli Ric- hardson, sem sumir muna e.t.v. eftir úr svertingja-vestranum „Posse“ eft- ir Mario Van Peebles. Þetta er þrenningin sem heldur myndinni um spæjarann og hörkutól- ið Shame á lofti með góðri aðstoð þeirra Andrew Divoff og Charles S. Dutton, sem leika vondu kallana. NORSKl leikstjórinn Nils Gaup á talsverðri velgengni að fagna og er nú óumdeilanlega kominn í fremstu röð norrænna kvikmyndagerðar- manna. Með nýjustu mynd sinni, „Hodet over vannet", sem nú er sýnd í Háskólabíói, hefur Gaup tekist að fylgja eftir velgengninni sem Leið- sögumaðurinn (þar sem Helgi Skúla- son var í stóra hlutverki) naut á al- þjóðavettvangi. Myndin hefur gert það gott víða í Evrópu og Hollywood hefur þegar keypt réttinn til að end- urgera myndina. Harvey Keitel mun leika aðalhlutverkið í amerísku út- gáfunni ásamt Cameron Diaz úr „The Mask". „Hodet over vannet" er farsa- kennd og spenndandi gamanmynd sem segir sögu nýgiftra hjónakorna, Einars og Lenu, sem ætla að eyða brúðkaupsferðinni á afskekktri eyju þar sem þau eru ein pieð vini sínum Birni. Dag einn þegar Einar og Björn hafa brugðið sér af bæ í veiðitúr birtist á tröppunum gamall kærasti Lenu, Gautr, sem er fullur og vill koma sér í mjúkinn hjá Lenu að nýju. Hún vill ekkert með hann hafa en býður honum inn og þar tekur Gauti upp á því að afklæðast og detta dauð- ur niður í hjónarúmið. Til að forðast eitt hinna illræmdu afbrýðisemikasta eiginmanns síns ákveður Lena að fela líkið en það er skammgóður vermir að sópa vandamálunum undir teppið og senn er fjandinn laus. Nil Gaup er fæddur í samahéruð- unum nyrst í Noregi og er fertugur að aldri. Hann er lærður leikari og starfaði lengi með leikhópnum Bea- iws Sami Teahter sem hann átti þátt í að stofna. Árið 1985 hóf hann undirbúning að gerð myndarinnar um Leiðsögu- manninn en söguna byggði hann á aldargömlum munnmælasögum sama. Myndin var þrjú ár í vinnslu og útkoman var glæsileg því að myndin var hin fyrsta í röð norskra kvikmynda sem naut velgengni á alþjóðavettvangi, velgengni sem var staðfest þegar myndin var tilnefnd til Oskarsverðlauna í flokki erlendra mynda. Velgengnin leiddi til þess að Gaup bárust tilboð frá Hollywood, m.a. frá Disney-samsteypunni sem lagði fram hluta fjármagnsins sem notað var til að búa til næstu mynd leikstjórans, myndina um Hákon Hákonsson. Sú kostaði um 700 milljónir króna og var dýrasta norræna kvikmynd sög- unnar. Hákon Hákonsson gerði það allgott vestanhafs undir heitinu Shipwrecked og tók inn þar í landi um 2 milljónir dala, sem er dágott af erlendri mynd. Nú stefnir í að fyrri velgengni virð- ist hjóm eitt miðað við viðtökurnar sem „Hodet over vannet" hefur hlot- ið en hún stefnir nú í að verða fyrsta raunveralega stórmyndin sem Norð- menn framleiða. Saumanámskeið Viltu sauma sumarfötin sjálf? Námskeið að byrja. Nýkomið mikið úrval af sumarefnum á góðu verði. Vefnaðarvöruverslunin textil line Faxafeni 12, sími 588 1160. #-;■ \ TM - hugleiðsla „Trancendental Meditation" Kynningarfundur um áhrif hugleiðsluaðferðar Maharishi Mahesh 1 Yoga verður kl. 20.00 í kvöld, miðvikudaginn 3. maí, á Suðurlandsbraut 48 (við Faxafen). Nánari upplýsingar í síma 588-8178. \ íslenska íhugunarfélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.