Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 61 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Léku golf á sögu- frægum stöðum k Skotlandi ÍSLENSKA piltalandsliðið í golfi fór í vel heppnaða æfingaferð til Englands og Skotlands. Tíu manna hópur hélt til Skotlands þann 8. apríl og komið var heim tíu dögum síðar. Höfðu piltarn- ir þá leikið á mörgum frábær- um golfvöllum í Skotlandi og Englandi. Eftir strangar inniæfingar í allan vetur var það kærkomið fyrir hina ungu kylfinga að reyna sveifl- una utandyra. Ferðin hófst í St. Andrews í Skotlandi, þeim fræga golfbæ og hópurinn dvaldi þar fyrri hluta ferðarinnar. Fjórir golfvellir eru í St. Andrews, hlið við hlið og léku unglingarnir í þremur þeirra, gamla og nýja vellinum eins og þeir eru gjarnan nefndir og á velli sem ber heitið Eden. íslenski hópur- inn spilaði einn til tvö hringi dag- lega í góðu verðri. Siðasta daginn í þessari sögufrægu borg var gamli völlurinn leikinn en á honum hefur golf verið leikið frá því á sautjándu öld. Haldiðtll Englands Eftir dvölina í St. Andrews lá leiðin með lest til Suður - Englands þar sem leikið var á Woodhall Spa, sem oft hefur verið talinn einn af 100 bestu golfvöllum veraldar. Evr- ópumót unglinga fer fram á þessum velli næstasumariog því fannst liðs- stjóra hópsins, Herði Arnarsyni til- valið að leyfa liðsmönnum sínum að kynnast vellinum. Alls léku pilt- arnir þrjár hringi á vellinum og útkoman batnaði með hveijum hringnum. Birgir Haraldsson úr Golfklúbbi Akureyrar stóð sig best. Hann lék hringina á 79, 78 og 75 höggum. Síðustu daga ferðarinnar var ís- lenski hópurinn í Newcastle en ákveðið hafði verið að leika gegn úrvalsliði Durhamsýslu en í þeirri sýslu búa um þijár milljónir. Ákveð- ið var að íslenski hópurinn mundi leika gegn A- og B-liði Durham á South shields golfvellinum og sagði Hörður liðsstjóri að margar holur vallarins hefði minnt á Hvaleyrar- holtsvöll og Leiruna. Leikið var gegn B-liði Durham á laugardeginum en það lið var skipað kylfingum sem allir voru með fimm í forgjöf. íslenska liðið sigraði 6:4 en leikið var með svipuðu fyrir- komulagi og tíðkast í Dunhill bik- arnum. Birgir Haraldsson kom inn á besta skorinu 76 höggum en auk hans unnu þeir Þorkell Snorri, Frið- björn, Ómar, Guðjón og Eiríkur leiki sína. Sigraði Englandsmeistarann Daginn eftir var leikið gegn A- liði Durham sem skipað er leik- mönnum allt frá einum og upp í fimm í forgjöf. Meðal annars lék Bretlandsmeistarinn frá því í fyrra í flokki 16 ára og yngri gegn jafn- aldra sínum, Þorkeli Snorra Sig- urðssyni og mátti játa sig sigraðan. Óhætt er að segja að íslenska liðið hafi byrjað vel, það hlaut fjögur og hálft stig úr úr keppni fimm sterk- ustu spilarana. Birgir sigraði sinn leik á 73 höggum sem var besta skor keppninnar en geta má þess að hann vann sinn leik með góðu pútti á síðustu holunni. Friðbjöm og Ómar unnu einnig leiki sína og Örn Ævar Hjartarson gerði jafn- tefli. Staðan var því óneitanlega góð er hér var komið við sögu en enska liðið reyndist hins vegar mun sterk- ara í fimm síðustu leikjunum, unnu þá alla. A-lið Durham hafði því betur í viðureigninni 5,5 - 4,5 en útkoman úr samanlögðum leikjun- um var tíu og hálfur vinningur gegn níu og hálfum, íslensku piltunum í vil. Hörður Arnarson, liðsstjóri ís- lensku strákana kvaðst ánægður með ferðina. „Það kom mér á óvart hvað þeir slógu vel og greinilegt er að þeir koma flestir mun betur undirbúnir fyrir sumarið en í fyrra. Stuttu höggin mættu vera betri en það er skiljanlegt svo snemma sum- ars og þau eiga örugglega eftir að komast í gott horf þegar líða tekur á. Fjölmörg verkefni Fjölmörg verkefni bíða íslenskra unglingalandsliða í sumar. Evrópu- mótið hefst 12. júní og fer það fram ÍSLENSKA piltaiandsllðiA í golfi var á söguslóðum í æfingaferð slnni til Bret- lands fyrir skömmu. Hér eru plltarnir fyrir framan klúbb- húsið í St. Andrews. Frá vinstri í fremstu röð: Frið- björn Oddsson GK, Guðn. mundur Óskarsson GR, Óm- ar Halldórsson GA og Torfi Steinn Stefánsson GR. Mið- röð f.v.: Örn Ævar Hjartar- son GS, Eiríkur Jóhannes- son GL, Birgir Haraldsson GA, Örvar Jónsson GSS og Guðjón Rúnar Emilsson GR. Aftast frá vlnstri: Hörður Arnarson liðsstjórl, Phll Hunter golfkennari og Þor- kell Snorri Sigurðsson GR. í Englandi eins og áður sagði. Það- an liggur leið pilta- og stúlknaliðs- ins á Norðurlandamótið sem fram fer í Danmörku. Ýmis_ önnur verk- efni eru á döfinni og ísland verður með fulltrúa á European young masters fýrir sextán ára og yngri sem fram fer á hinum glæsilega Wenthwort velli í Bretlandi. Þar verða bestu spilarar Evrópu í þess- um aldursflokki og ísland mun senda tvo drengi og tvær stúlkur til mótsins. ÓMAR Halldórsson vippar inn á sautjándu flötina á frægasta golfvelli heims, gamla vellinum á St. Andrews. Birgir Haralds- son stendur vlð flaggstöngina, greinilega vlö öllu búln. KA-strákarnir unnu þrefalt á ís- landsmóti sjötta flokks í handbolta KA-strákarnir sem leika með sjötta flokki félagsins í handknattlelk gerðu það gott í úr- slitakeppnl þessa aldursflokk sem haldlð var fyrir skömmu á Akureyrl. Norðanmenn nældu sér i guliverðlaun hjá A-, B- og C-liðum. A myndinnl má sjá strákana sem sklpa A-lið félagsins. Aftari röð frá vinstri: Þórir Sigmundsson aðstoðarþjálfari, Ingólfur Axels- son, Árni Harðarson, Einar Friðjónsson, Atli Ingvason, Haukur Steindórsson, Lárus Ás- geirsson og Jóhannes Bjarnason þjálfari liðsins. Fremrl röð frá vinstri: Jóhann Helgason, Gísli Grétarsson, Baldvin Þorsteinsson fyrirliði, Bjarni Steindórsson og Einar Egilsson. íslenskir sundmenn komust sjö sinnum á verðlaunapall ISLENSKIR sundmenn stóðú sig vel á sterku alþjóðlegu móti sem fram fór í Luxemborg 21. - 23. apríl. Engin íslandsmet féllu að þessu sinni en sundmennirnir kom- ust sjö sirmum á verðlaunapall. Lára Hrund Bjargardóttir hlaut gullverðlaun í 200 m fjórsundi á tímanum 2:29,71 sek, silfurverð- laun í 400 m skriðsundi á 4:36,58 sek og silfurverðlaun í 100 m flug- sundi á tímanum 1:09,01. Halldóra Þorgeirsdóttir sigraði í 200 m bringusundi á tímanum 2:50,89 sek og varð þriðja í 100 m bringusundi á 1:19,83 sek. Hjalti Guðmundsson synti 200 m bringusund á 2:29,21 og varð þriðji, Davíð Freyr Þórunnarson varð í sama sæti í 100 m flugsundi á tím- anum 1:01,49 sek og þá komst Róbert Birgisson í úrslit í 200 m baksundi. Omar Snævar Friðriks- son og Amar Már Jónsson synti á ágætum tímum þó það dygði þeim ekki til verðlauna að þessu sinni. ISLENSKA sundfólkið sem keppti á alþjóðlegu móti í Luxemborg og stóð sig með mikilli prýði. Frá vinstri: Davíð Freyr Þórunnarson, Róbert Birgisson, Ómar Snævar Friðriksson, Halldóra Þorgeirsdóttir, Hjalti Guð- mundsson, Lára Hrund Bjargardóttir og Amar Már Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.