Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ENDASPRETTURINN AÐ ENGLANDSMEISTARATITLINUM STAÐA EFSTU LIÐANNA Lið L U J T Mörk Stig Blackburn 40 26 8 6 78:37 86 Man. United 39 24 9 6 73:26 81 Nott. Forest 40 21 10 9 69:41 73 Liverpool 38 20 10 8 63:31 70 Newcastle 39 19 11 9 61:41 68 Leeds 39 18 12 9 53:35 66 LIÐ SEM ERU í FALLHÆTTU, TVÖ AF ÞESSUM ÁTTA FALLA: Man. City 39 12 12 15 50:59 48 Sheff. Wed. 40 12 12 16 45:55 48 Coventry 39 11 13 15 41:59 46 West Ham 38 12 9 17 40:46 45 Everton 38 10 14 14 40:48 44 Aston Villa 39 10 13 16 47:54 43 Crystal Palace 40 10 12 16 29:40 42 Norwich 39 10 12 18 35:51 42 LIÐ SEM ERU ÞEGAR FALLIN: Leicester 40 6 9 25 42:77 27 Ipswich 39 6 6 27 33:88 24 Leikirnir sem eftir eru í baráttunni um titilinn: Blackburn m, I Manchesti Tr. Newcastle Liverpool (H) 8. maí (Ú) 14. maí Manchester Utd. Sheffield Wed. (H) 7. maí Southampton (H) 10. maí WestHam (Ú)14.maí ■ STEPHEN Hendry frá Skot- landi varð á sunnudag heimsmeist- ari í snóker í fimmta sinn á sex árum er hann sigraði Englending- inn Nigel Bond 18:9 í úrslitaleik í Sheffield. Hendry þarf nú aðeins einn HM-sigur til viðbótar til að jafna met Steve Davis og Ray Reardon, sem hafa unnið sex sinn- um. ■ HENDRY fór ekki auralaus frá Sheffield því sigurinn gaf honum 19,4 milljónir króna í aðra hönd. Hann fékk auk þess 16,6 milljónir fyrir að ná 147 í einu stuði gegn Jimmy White í undanúrslitum. „Eg hef alltaf sagt að markmiðið væri að vinna sjö heimsmeistaratitla og það markmið er vissulega enn til staðar,“ sagði Hendry. ■ BRETINN Damon Hill sigraði í Formula 1 kappakstrinum sem fram fór í San Marínó á sunnudag- inn. Þetta var annar sigur hans í jöfn mörgum mótum. Hann fór 308 km á 1.41,42 klst. og var meðal- hraði hans 81,921 km á klst. ítal- inn Jean Alesi varð annar, rúmlega 18 sekúndum á eftir og Gerhard Berger var þriðji. Þýski heims- meistarinn Michael Schumacher, sem hafði forystu fyrstu hringina missti stjórn á bílnum sínum og keyrði útaf eftir 10 hringi af 63 og hætti. faéim FOLK ■ SIGURJÓN Arnarson, kylfíng- ur úr GR, keppti í þremur atvinnu- mannamótum á Flórída um helg- ina. Á föstudag keppti hann á Har- bor Hills, sem er par 72, og þar lék hann á 73 og 73 og hafnaði í 37. sæti af 73 keppendum. Á laug- ardag keppti hann á Balisades, sem er par 72. Þar hafnaði hann í 5. sæti af 25 keppendum er hann lék 73 höggum. Á sunnudag keppti hann á Ekana (par 72) og þar lék hann á parinu og hafnaði í 13. sæti#-af 54 keppendum. ■ ÖRN Arnarson úr Golfklúbbi Akureyrar var í miklu stuði á Vormóti GHR á Strandarvelli á Hellu sem haldið var á mánudag. Örn lék hringinn á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari sem er óneitanlega frábær árangur svo snemma að vori. ■ HÓPUR Akureýringa leigði sér flugvél til að taka þátt í fyrstu mótum sumarsins. Þeir eiga erfitt um vik með að leika golf á heima- slóðunum þar sem eins metra snjó- lag er yfir Jaðarsvelli. ■ TVÖ HUNDRUÐ kylfingar léku golf á Hellu en ræst var út frá sjö að morgni og fram til klukk- an 17. Mótið á Hellu var þriðja mót sumarsins, Hafnfirðingar riðu á vaðið með mót á Hvaleyrinni á laugardaginn þrátt fyrir að ekki sé enn búið að taka sumarflatimar í notkun og mót var í Grindavík á sunnudag. ■ BESTU kylfingar landsins geta gert mistök jafnt sem byijendur og það sannaðist oftar en einu sinni á mótinu á Hellu. Teighöggið á fyrstu brautinni vafðist sérstaklega fyrir mörgum, þar á meðal Sigurði Pét- urssyni golfkennara og fyrrum ís- landsmeistara. Fjölmargir kylfíngar fylgdust með Sigurði sem er með högglengri mönnum og hann hefur eflaust ætlað inn á flöt í upphafs- högginni á holunni sem er 268 metrar. Ekki vildi betur til en svo að hann hitti boltann illa sem end- aði hjá runnum rétt fyrir framan kvennateiginn. Kallaði þá einn áhorfenda til Sigurðar, „Hvað kost- ar tíminn núna,“ og hefur líklega fundist það sanngjarnt að kennslu- tíminn lækkaði í verði eftir þetta herfílega upphafshögg. LEIKUR Heimsmeistarakeppni í íþrótt- um er fyrir þá útvöldu. Margir leggja mikið á sig til að fá þátttökurétt en færri komast en í sækja. Að þessu leyti njóta íslendingar sérstöðu hvað Heims- meistarakeppnina í handknattleik varðar því keppnin fer fram á íslandi og þar með hafa allir Islendingar möguleika á. að vera með. Landsmenn þurftu ekki að fara í gegnum forkeppni og fá nú tæki- færi til þess að njóta óþekktrar stöðu í fyrsta og sennilega eina sinn. Mótshaldið á Islandi á sér langa sögu og allan tímann hefur sitt sýnst hveijum. Þrátt fyrir mikinn og óvenjulegan mótbyr hafa mótshaldarar haidið settu striki og eftir fímm daga sjá þeir drauminn rætast. Keppnin verður á íslandi hvað sem öllum mótbár- um líður. Þegar um stórmót í handknatt- leik hefur verið að ræða hafa augu þjóðarinnar beinst að landsliði Islands, strákunum okk- ar. Oft hafa væntingar verið miklar og því fallið hátt og því er ekki að neita að miklar kröfur eru gerðar til liðsins að þessu sinni. Hins vegar er ástæða til að taka fram að íslenska liðið, rétt eins og flest önnur lið í keppninni, leggur fyrst og fremst áherslu á að lenda í einu af sjö efstu sætunum og tryggja þannig þátttökurétt á Ölympíuleikunum í Atlanta i Bandaríkjunum síð- sumars 1996. Handbolti er að mörgu leyti undarleg íþrótt. Að frátöldum Rússum sem eiga titil að veija og Svíum sem eru núverandi Evrópumeistarar hafa verið mikl- ar sveiflur hjá flestum betri landsliðum heims undanfarin ár. Þau leika með glæsibrag og sigra einn daginn en ekkert gengur upp þann næsta. Sama má segja um einstaka leikmenn. Þeir ná sér á strik í einum leik en eru jafnvel afleitir í öðrum. Óstöðugleiki hefur lengi ein- kennt íslenska landsliðið en vænt- ingamar virðast oftast miðast við besta gengi liðsins. Þá vill gjarn- an gleymast mikilvægi viðkom- andi leiks samanber sigurinn í æfíngaleik við fyrrum Sovétríkin skömmu fyrir Olympíuleikana í Seoul í Suður-Kóreu 1988. Þá heyrðist vart annað eri tal um verðlaunasæti á komandi leikum en liðið stóð upp sem B-þjóð að keppni lokinni. Strákamir okkar tóku þátt í alþjóða móti í Danmörku í síðustu viku og luku keppnisundirbún- ingnum fyrir HM með tveimur æfíngaleikjum heima fyrir helgi, Leikirnir vora köflóttir, byijunin var ömurleg og síðasti leikurinn var langt þvl frá að hrópa húrra fyrir. Hins vegar skemmtu rúm- lega fimm þúsund boðsgestir í LaugardalshöU sér konunglega og var stemmningin á pöllunum í glæsilegri breyttri Höll hreint frábær. Umgjörðin var óað- finnanleg og fólkið utan vallar tók ekki aðeins virkan þátt f leiknum heldur stóð sig best. Þátttaka almennings sýndi hvers hann er megnugur. Strák- amir okkar geta spilað upp og ofan en fslenskir áhorfendur hafa sýnt að þeir geta átt leikinn leik eftir leik. Stöðugleikinn er þeirra og haldi þeir út keppnina á sömu braut og um helgina verða þeir helsta vopn Þorbergs og læri- sveina hans, sigurvegarar keppn- innar hver svo sem úrslit ein- stakra leikja verða. íslendingar eiga einir leikinn. Steinþór Guðbjartsson íslenska þjóðin fær einstakt tækifæri í heimsmeistarakeppni Hvers vegna villglímukóngurinn JÓHAIMNES SVEINBJÖRNSSON verða bóndi? Búskapurinn alltaf heillað JÓHANNES Sveinbjörnsson varð um helgina Glímukóngur ís- lands i' þriðja sinn. Hann er 25 ára búvísindanemi að Hvann- eyri. Jóhannes var fimmtán ára gamall þegar hann byrjaði að stunda glímu. Kjartan Lárusson, glímukennari með meiru á Laugarvatni sagði að Jóhannes hefði aðeins lært eitt bragð fyrsta veturinn, sniðglímu, sem erfyrsta bragðið sem kennt er í glfmu. Sveinninn þurfti ekki á fleiri brögðum að halda þann veturinn því hann varð íslandsmeistari í sínum flokki og lagði alla andstæðinga með bragðinu góða. Styrkur hans var einfald- Hvað heillar þig svona við bú- skapinn? „Fyrst og fremst hvað þetta er fjölbreytt atvinna. Maður þarf að vera svolítill vísindamaður í sér til að geta náð árangri í búskap. Það era miklar breytingar í þessu núna sem era óneitanlega spennandi." Nú er bændum alltaf að fækka. Þú hræðist það ekki? „Það kann vissulega að verða erfíður róður í þessari grein en eru ekki vandamál í öllum greinum? Eg held að þetta eigi eftir að verða skemmtileg atvinnugrein á næstu öld.“ Hefurðu einhveija til að glíma við á Hvanneyri? lega meiri en keppinautanna. Ahugi Jóhannesar á búskap kom snemma Mjós og tfu ára gamall var hann farinn að færa inn fjárbækur á bæ foreldra sinna í Fd°sti Þingvallasveit. Hann var snemma góður á bókina, einum árgangi á undir jafnöldrum sínum í skóla. Hann fór til Laugar- vatns í skóia og lauk stúdentsprófí og kenndi meira að segja stærð- fræði einn vetur í menntaskólanum og annan vetur vann hann að kynn- ingu glímunnar í grunnskólum. Undanfarin þijú ár hefur hann búið á Hvanneyri og numið búvís- indi. Morgunblaðið/Brynjar JÓHANNES Svelnbjörnsson meö elsta og verðmætasta verðlaunagrlp íslenskra iþrótta, Grettlsbeltlð sem hann hrepptl í þriðja sinn um helgina er hann varð Glímukóngur. „Það er nú alltof lítið og segja má að það hafi háð mér síðustu árin hve lítið er glímt. Það er aðal- lega einn sem ég hef glímt svolítið við. Maður hefur reynt að halda sér í alhliða góðu formi með því að hlaupa og lyfta svolítið. Varstu mjög vonsvikinn í fyrra þegar þú tapaðir beltinu eftir að hafa unnið það tvö ár í röð? „Þrátt fyrir að hafa unnið beltið tvisvar gekk ég ekkert að þvi sem vísu að ég mundi gera það í þriðja sinn. Eg var því ekkert mjög svekkt- ur, ég vissi það svosem að aðrir höfðu æft glímuna mun meira en ég hef gert og það sama má segja um keppnina núna. Það er hins vegar hægt að komast langt með því að halda sér í formi og svo bygg- ir maður lfka á þeirri reynslu sem maður hefur aflað sér.“ Er glíman á uppleið eða niður- leið og hvernig standið þið miðað við þessa frægu kappa sem voru að berjast fyrir tíu árum? „Ég vil ekkert fullyrða um það hvort betur sé glímt núna eða fyr- ir tíu áram. Ég hef það hins vegar á tilfínningunni að breiddin sé mun meiri núna.“ Hvað hefur þú hugsað þér að glíma lengi? „Ég skal ekki segja neitt um það. Maður reynir yfírleitt að taka bara hveija glímu fyrir sig, það hefur reynst mér best. En ef allt gengur vel þá reikna ég með að halda þessu áfram í nokkur ár í viðbót."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.