Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 B 3 HM 1995 Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari: Þrek manna ígóðulagi JW Íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik fóru í þrekpróf í gær og að sögn Þorbergs Aðal- steinssonar, landsliðsþjálfara, komu þeir yfirleitt vel út. „Almennt komu strákarnir mjög vel út úr prófinu og tölurnar sýna að þeir eru í mjög góðri þrekþjálfun. Að því leyti er ekkert ábótavant en hafa ber í huga að þetta er aðeins einn þáttur af mörgum," sagði landsliðsþjálfarinn við Morgunblaðið. Liðið var langt því frá sannfær- andi í æfingaleikjunum gegn Aust- urríkismönnum um helgina eftir góða spretti á alþjóða mótinu í Danmörku í síðustu viku. Engu að síður var Þorbergur að mörgu leyti ánægður með helgarleikina. „Þetta var ágæt viðbót við mótið í Dan- mörku og sýnir okkur að við erum á réttri leið. Við sköpuðum okkur mörg marktækifæri en gerðum líka mörg tæknimistök sem benda til þess að menn voru þreyttir eftir Danmerkurferðina. Hins vegar verður að hafa í huga að þetta voru æfingaleikir viku fyrir Heimsmeist- arakeppnina og augljóslega eru menn farnir að hugsa fram í tím- ann.“ Þrekprófið fór fram í Mætti í gær og á myndinni hér til hægri er Júl- íus Jónasson á hlaupabrettinu. Elías Níelsson, íþróttafræðingur ræðir við Héðin Gilsson til hliðar við Júl- íus en fremst situr Stefán Carlsson, læknir við tölvuna og Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, fylgist með niðurstöðum mæling- anna. Morgnnblaðið/Ámi Sæberg Morgunblaðið/Kristinn Kátir Rússar RÚSSARIMIR slöppuðu af eftlr komuna tll íslands í gær. Fremstur er Vaslliy Kudinov, helsta skytta heimsmeistar- anna, Filippov, leikmaður Stjörnunnar í Garðabæ og rússn- eska landsliðsins, þjálfarinn Maxímóv og læknirinn Roman Zoubov sem hefur verið manna lengst í hópnum. Heimsmeistarar Rússa komu í gær og þjálfarinn jarðbundinn Sæti í Atlanta skiptir öllu máli Heimsmeistaralið Rússlands í handknattleik kom til lands- ins í gær en Rússar hefja titilvörn- ina gegn Kúbu í B-riðli í Hafnar- firði á mánudag. Hópurinn fór strax á Gistiheimilið Berg í Hafn- arfirði og slappaði af fyrir æfingu kvöldsins. Vladimir Maxímóv, þjálfari Rússa, sagði við Morgun- blaðið að von væri á Viatcheslav Atavin frá Spáni í í dag og Va- leriy Copin lyki keppni með liði sínu í ítölsku deildinni á laugardag og kæmi síðan til móts við hópinn. Eins væri stefnt að því að „gamla brýnið“ Rimanov, sem er 35 ára, kæmi til landsins um helgina en Rimanov Iék með liðinu í tveimur leikjum gegn Þjóðveijum um nýl- iðna helgi. Rússar hafa verið í æfingabúð- um að undanförnu og sagði Max- ímóv þær hafa tekist vel en sveifl- ur hefðu verið í leikjunum við Þjóð- veija. „Við eigum við mörg vanda- mál að stríða varðandi varnarleik- inn en við höfum nokkra daga hér til að koma þessu í lag og verðum tilbúnir þegar á þarf að halda.“ Heimsmeistararnir eru í B-riðli ásamt Tékkum, Króötum, Kúbu- mönnum, Slóvenum og Marok- kóbúum og fara leikirnir fram í Hafnarfirði. Aðspurður um vænt- anlega mótheija sagði þjálfarinn: „Allir riðlarnir eru jafnir og ómögulegt er að segja hvaða mót- heiji verður erfiðastur. Hvað Kró- ata varðar þá höfum við leikið tvisvar við þá á liðnum misserum og við sigruðum í bæði skiptin, fyrst í úrslitakeppni Evrópumóts- ins og síðan í æfingaleik.“ Mótfallinn fyrirkomulaginu Maxímóv sagðist vera mótfall- inn nýju fyrirkomulagi heims- meistarakeppninnar. „Með þessu fyrirkomulagi verður riðlakeppnin ekki eins mikilvæg en síðan getur komið upp sú staða að tvö jafn góð lið sem eiga erindi að komast áfram mætast og annað fellur út. Fyrirkomulagið er ekki gott og það getur svo farið að tvö bestu liðin leiki ekki til úrslita.“ Hann sagði að enginn sérstakur þrýstingur væri á Rúaaa um að veija titilinn. „Við tökum eitt skref í einu og reynum að gera okkar besta. Það getur enginn leyft sér að mæta til keppni með því hugar- fari að gullið sé öruggt. Við lítum á hvern leik sem úrslitaleik en öllu skiptir að komast á Ólympíuleik- ana í Atlanta á næsta ári. Ef það tekst ekki fer allt úr skorðum og þá yrði erfitt að byggja liðið upp með því markmiði að ná á næstu leika.“ _ Sem svart oghvítthjá Rússum í HM nefndin fær afhenta 15 bfla Á laugardaginn fékk HM nefndin afhenta fimmtán bifreiðar af ' Nissan gerð til afnota án endur- gjalds á meðan á HM í handknatt- leik stendur. Bílarnir eru merktir HM 95 í bak og fyrir. Þetta er í framhaldi af samningi sem nefnd- in gerði við Ingvar Helgason hf og bílaleiguna ALP, fyrir skömmu. Verðmæti samningsins er talið vera á bilinu tvær til þijár milljónir króna, en verðmæti bíl- anna er um 20 milljónir. Að sögn Ólafs B. Schram, for- manns HSÍ, koma bílarnir í góðar þarfir „enda í nógu að snúast við að aka starfsfólki á milli hótela og keppnisstaða, keyra dómara í leiki og til baka, fara með heiðurs- gesti fram og aftur, skjótast með niðurstöður úr lyfjaprófum og svo mætti lengi telja." Þrír bílar verða á Akureyri, þrír í Hafnarfirði og þrír í Kópa- vogi en sex r Reykjavík, þar af fimm bundnir við hótel Sögu vegna fulltrúa Alþjóða handknatt- leikssambandsins, IHF. Morgublaðið/Jón Svavarsson FRÁ afhendingu bílanna. Geir H. Haarde, formaður HM nefndarinnar, er lengst til vinstri, þá Guðmundur Ingvars- son frá Ingvari Helgasyni hf, Kjartan Steinback, varafor- maður HSI, Helgi Ingvarsson, frá Ingvari Helgasyni hf, Arnór Pálsson, eigandi bílaleigunnar ALP og Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, lengst til hægri. Fyrir framan þá stendur Þórir Gylfi Bjarnason. Þýskalandi Rússar og Þjóðveijar léku tvo æfingaleiki í handknattleik í Þýskalandi um helgina. Rússar unnu fyrri leikinn 23:18 en Þjóð- veijar síðari leikinn 26:20. Arno Ehret, þjálfari Þjóðveija, sagði að þýska liðið hafi sýnt það í síðari leiknum að það getur unnið hvaða lið sem er og það getur líka tapað fyrir hvaða þjóð sem er. „Það voru ótrúlega miklar sveiflur á milli leikjanna, en þessi úrslit segja okk- ur ýmislegt. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi," sagði Ehret. Maxímóv, þjálfari Rússa, var ekki ánægður með leikina og sagði að leikmenn sínir væru ekki í nægi- lega góðri æfingu. „Það er greini- legt að þeir leikmenn sem leika utan Rússlands eru ekki í nægilega góðri æfingu," sagði þjálfarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.