Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 7
6 B MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR SKVASS Metþátttaka á íslandsmót inu í skvassi Stefán Stefánsson skrifar SKVASSFÓLK hélt íslandsmót sitt í sölum Veggsports í Reykjavík um helgina og hafa aldrei fleiri tekið þátt. Skvass- félag Reykjavíkur hafði veg og vanda af mótshaldinu og kepp- endur voru um 80 en forráða- menn íþróttarinnar voru sér- staklega ánægðir með að keppendur frá ísafirði og Sel- fossi skyldu mæta og einnig hve þátttaka var góð f ungl- ingaflokkum. Úrslitin voru samt eftir bókinni f meistara- flokki karla þar sem Kim Magn- ús Nielsen varði titil sinn í þriðja sinn en í kvennaflokkn- um sigraði Hrafnhildur Hreins- dóttir. Keppni hófst á föstudagskvöld og úrslit réðust þá í heldri manna flokki en úrslitaleikir í karla- o g kvennaflokki fóru fram á laugar- deginum. í heldri flokki voru 15 kepp- endur sem léku ein- faldan útslátt, 5 konur léku allar við alla í kvennaflokknum og í meistaraflokki karla áttust 24 keppendur við í einföldum útslátt en 8 stigahæstu skvassmönnum var raðað í töfluna. Heldri flokkur er fyrir spilara sem hafa náð þijátíu og fimm ára aldri þó yngri menn slæðist með enda segja skvassmenn að uppfylla þurfi tvö af eftirtöldum þremur skilyrðum til að fá að vera meðal heldri manna: vera eldri en 35 ára, hafa gaman af leiknum eða vera kominn af léttasta skeiðinu. Haf- steinn Daníelsson sigraði í heldri manna flokknum með 3:1 sigri á Bjama Þjóðleifssyni, 55 ára ís- landsmeistara frá í fyrra. „Ég bjóst alls ekki við að vinna, átti raunar von á að Gísli Hermannsson slægi mig út í undanúrslitum en fann á honum veikan punkt sem ég nýtti mér til fulls,“ sagði Hafsteinn eftir mótið. í kvennaflokki léku Hrafnhildur pg Rósamunda Baldursdóttir frá ísafirði til úrslita og höfðu þá báðar unnið alla sína leiki en Inga Mar- grét Róbertsdóttir tryggt sér brons- ið. Hrafnhildur var ákveðnari, hélt ró sinni og einbeitingunni auk þess sem ieikreynsla spilaði greinilega inní og sigraði 9:3, 9:0 og 9:3. Is- landsmeistari síðustu tveggja ára, Elín Blöndal, var ekki með að þessu sinni. Sigur Kim Magnús í meistara- flokki kom engum á óvart enda eru menn á einu máli um að hann beri höfuð og herðar yfír aðra skvass- menn hér á landi. Kim sigraði Magnús Helgason í úrslitum 9:1, 9:1 og 9:4. „Hann sprengdi mig, það var ekki endilega á tækninni heldur gersamlega yfirspilaði hann mig,“ sagði Magnús eftir úrslita- leikinn. Baráttan um silfur og brons var því meir spennandi. Kim sigraði Gunnar Guðjónsson í undanúrslit- um á meðan Magnús mætti Arnari Arinbjarnar, íslandsmeistara 1992. Magnús hafði þar betur en Arnar meiddist og varð að gefa leikinn um bronsið gegn Gunnari. Þau fóru Jieim með bikara Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurvegarar í íslandsmótinu og handhafar framfarabikara, frá vinstri: Þórveig Hákonardóttir, sem hlaut framfarabikar kvenna, Gunnar Guðjónsson bronshafi, Kim Magnús Nielsen, íslandsmeistari, Magnús Helgason silfurhafi, Hrafnhildur Hreinsdóttir íslandsmeistari, Hörður Þórðarson, sem fékk framfarabikar karia, Inga Margrét Róbertsdóttir, bronshafi, Sigurður G. Sveinsson, sigurvegari í B-flokki og Rósamunda Baldursdóttir, silfurhafi. Langbestur Morgunblaðið/Árni Sæberg KIM Magnús Nieisen Islandsmeistari tekur við sigurlaunun- um. Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri ÍSÍ óskar hon- um til hamingju en á milli þeirra er HJalti Sölvason, formað- ur Skvassfélags Reykjavíkur með son sinn Söiva á háhesti. ÍÞRÚmR FOLK ■ SIGURÐUR Magnússon, fram- kyæmdastjóri ÍSÍ var heiðursgestur á íslandsmótinu í skvassi og afhenti sigurvegurum verðlaun sín. ■ SIGURÐUR G. Sveinsson fékk verðlaun fyrir að vera „bestur þeirra verstu." Sú niðurstaða er fenginn þannig að þeir sem tapa fyrsta leik sínum í meistaraflokki, leika sín á milli einfaldan útslátt og þar sigraði Sigurður. ■ HÖRÐUR Þórðarson fékk bikar fyrir mestu framfarir hjá körlunum að mati Skvassnefndarmanna. ■ ÞÓRVEIG Hákonardóttir fékk sinn bikar fyrir mestu framfarir hjá kvenfólkinu. ■ SKVASS kostar mikla brennslu og segja skvassmenn að aðeins keppni í mótorkross sé erfiðara. Kim Magnús hefur ekki tap- að lotu hérlendis í þijú ár Það fer ekki á milli mála að Kim Magnús Nielsen er langbesti skvassspilari landsins og sannfær- andi sigur hans í öllum lotum sínum á mótinu með samtals 10 boltum töpuðum segir sína sögu. Auk þess hefur Kim Magnús tekið þátt í öll- um mótum hér á landi undanfarin þtjú ár og unnið öll — ekki tapað lotu. Menn segja hann náttúrubarn í íþróttinni, hann viti alltaf hvað andstæðingurinn ætlar að gera og nái því að hafa stjórn á leiknum. „I kringum jólin 1989 spurði skólafélagi minn hvort ég væri ekki til í að prófa skvass og þar sem ég er til í næstum allt sagði ég já. Ég var ekki sigursæll til að byrja með en eftir að ég fór til Frakklands 1990 til 1991, þar sem ég lærði frönsku og spilaði skvass, hefur gengið betur,“ sagði Kim Magnús um upphafið að ferlinum. „Ég ætlaði í þessu móti að sýna og sanna að ég sé fremstur ís- lenskra skvassspilara og held að ég hafi nokkurn veginn gert það. Ég toppaði á réttum tima því í byijun apríl skar ég mig á hendi og þurfti að sauma 8 spor en síðan brákaði ég þumalputta svo það var ekki útséð um hvort ég gæti spii- að. En ég tók síðustu vikuna með trukki og æfði af krafti — komst í ágætisform og er ánægður með árangurinn," sagði Kim eftir sigur- leikinn í mótinu. En er ekki hætta á stöðnun? „Það er nokkuð öruggt að maður staðnar ef maður spilar bara hér heima en ef maður er harður við sjálfan sig og æfir af krafti, sér- staklega tæknileg skot og úthald, ætti það að vera í lagi. Maður þarf að keppa við fleiri og ég hef verið að reyna það með því að fara er- Iendis til að fá reynslu. Ég er því sérstaklega þakklátur styrktaraðil- um mínum sem hafa gert mér þetta kleyft. Þetta snýst líka um hraða því allir geta fljótlega slegið bolta en það skiptir máli að hitta vel undir mikilli pressu,“ sagði Kim Magnús, sem er líklega á leið til Danmerkur í skóla um áramótin þar sem honum gefst betri færi á að bæta enn við sig. „Þeir buðu mig velkominn í danska skvassam- bandinu, þar get ég æft og þaðan er stutt á mót um alla Evrópu. Það hjálpar líka að ég er að hálfur Dani og tala málið,“ sagði Kim Magnús. Næst liggur leið hans á Opna norska skvassmótið í næstu viku, þar sem honum var boðin þátttaka og helgina þar á eftir tekur við Opna sænska mótið, sem er gamal- gróið mót með peningaverðlaunum uppá rúmar 600.000 krónur. Þar næsta kemur að smáþjóðaleikun- um í Liechtenstein í september. „Ég er líka með boð frá styrktarað- ilum mínum um að koma til Los Angeles og taka þátt í mótum þar í október. Ég er 24 ára og ætti að eiga 5 góð ár eftir með sama áframhaldi og ætti að geta fleytt skvassíþróttinni enn lengra því öll mín reynsla skilar sér til annarra spilara hér,“ bætti hann við. Lærði á smáþjóðaleikunum „Ég vann tvímælalaust fyrst og fremst með því að hafa einbeiting- una í lagi og að passa á að stressa mig ekki upp,“ sagði Hrafnhildur Hreinsdóttir eftir sigur í úrslitaleik kvennaflokks gegn Rósumundu Baldursdóttir. Hrafnhildur hefur æft í rúmlega tvö ár og keppti á smáþjóðaleikunum í skvassi sem fram fóru í Mónakó. „Árangurinn var ekki góður en ég lærði þeim mun rneira," bætti Hrafnhildur við. Skvassáhugi áberandi og og unglingar hafa forgang „VIÐ erum sannfærðir um að aukning verði í skvassi enda er létt verk að útbúa sali. Þegar er kominn aðstaða á ísafirði og Selfossi, áhuginn er áberandi og við fáum margar fyrirspurnir. Við erum enn nefnd innan ÍSI en vinnum stöðugt að því að verða sérsamband,“ sagði Hjalti Sölva- son formaður Skvassfélags Reykjavíkur, sem er langstærsta skvassfélag landsins. Alls telur Hjalti að vinir skvassins, eins og þeir kalla það, séu um 300 til 350 og flestir þar virkir. „Kjarninn sem byijaði fyrir um átta árum er enn til staðar en nú er allri okkar athygli beint að ungling- unum, sem fá mestalla orku og peninga okkar hér í Skvassfélagi Reykjavíkur. Til að sýna áhuga okkar í verki gáfum við öllum unglingunum spaða og kórónuðum með íslandsmótinu. I fyrra tóku um 10 þátt í því móti en nú eru þeir um 30. For- eldrum var sérstaklega boðið til að sjá hvað við erum að byggja upp,“ bætti Hjalti við. Skvass á við íslendinga „SKVASSÍÞRÓTTIN höfðar til íslendinga þar sem maður verður að stóla á sjálfan sig og líta á sig sem smákóng. Maður brennir einnig miklu og fyrir utan það er þetta mjög gaman,“ segir Stefán Dan sem kalla má forsprakka skvassáhugans á ísafirði. Isfirðingar komu sér upp sal fyr- ir fimm árum og hefur áhuginn farið vax- andi. Á mótinu um helgina áttu þeir kepp- endur í öllum flokkum og nældu sér í silf- urpening í kvennaflokki. „Þegar veturinn skellur á koma skíðamennirnir. Aukningin hefur verið ágæt en nú á að snúa sér að unglingunum. Okkur vantar alveg breidd- ina þó áð þeir bestu hér á landi hafi verið duglegir við að heimsækja okkur, hafa komið að jafnaði tvisvar á ári vestur og þá höfum við sett upp forgjafarmót," sagði Stefán. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 B 7 IÞROTTIR BADMINTON / NORÐURLANDAMOTIÐ Urslitaleikir á heims- mælikvarða ivar Benediktsson skrifar ÚRSLITALEIKIRNIR á Norður- landamótinu í badminton um helgina voru íflestum tilfellum bráðskemmtilegir, enda léku til úrslita nokkrir af bestu bad- mintonleikurum heimsins. óhætt er að segja að þeir hafi verið íheimsklassa Thomas Stuer Lauridsen, frá Dan- mörku, lék í úrslitaleiknum í einliðaleik karla gegn Svíanum, Jens Olsson. í fyrri lotunni var jafnt framan af en í stöðunni 7:7, setti Daninn í gír og sigraði 15:8. Seinni lotan var stutt. Olsson komst í 4:0, en þá tók sjöundi besti badminton- maður heims, Thomas Stuer Laurids- en við sér og skoraði 15 stig í röð og tryggði sér Norðurlandameistara- titilinn. Jens Olsson er í átjánda sæti heimslistans, en Thomas lék hann engu að síður sundur og saman í síðari lotunni og að óreyndu hefði mátt álíta að meiri munur væri á þessum köppum. í einliðaleik kvenna var leikið bad- minton á heimsmælikvarða. Þar spil- uðu til úrslita hin kínverskættaða sænska stúlka Lim Xiao Zing, sem er í 4. sæti heimslistans, á móti Crist- ine Magnusson, einnig frá Svíþjóð, en hún er í 10. sæti sama Iista. Fór svo að leik þeirra lauk í oddalotu þar sem Lim sigraði með minnsta mun, 12:10. Hinar tvær lotumar fóru, 11:4 og 11:12. „Ég hef ekki mikið leikið badminton upp á síðkastið, en hins vegar einbeitt mér að þrekæf- ingum til þess að vera í sem bestu formi á HM eftir tvær vikur. Því er ég mjög sátt við árangur minn hér í dag. Ég hefði átt að vinna hana, en ég tek hana í staðinn á HM,“ sagði Christine Magnusson, þreytt að leikslokum eftir erfiðan leik. Danirnir Michael Sögaard og Hen- rik Svarrer voru á mikilli siglingu á mótinu og lögðu fimmta besta par heims í úrslitaleik í tvíliðaleik karla. Michael og Henrik voru fyrir mótið í átjánda sæti heimslistans. En þeir létu ekki stöðu á heimslistanum trufla sig og báru enga virðingu fýr- ir sænsku snillingunum og lögðu þá í tveimur lotum, 15:9 og 15:8, í leik sem tók einungis 30 mínútur. í úrslitum tvíliðaleiks kvenna átt- ust við dönsku stúlkurnar Rikke Ols- en og Helene Kirkegaard annars vegar og sænsku fljóðin Maria Bengtson og Margi Borg hins vegar. Bæði pörin eru í allra fremstu röð, danska parið í áttunda sæti og það sænska í sextánda. Þessi leikur var hnííjafn. Danska parið sigraði í fyrstu lotunni, 15:10. Þær byrjuðu betur í annarri lotu, komust í 4:9, en þá vöknuðu þær sænsku af værum blundi og skoruðu sex stig í röð. Þar með voru þær komnar inn í leikinn og sigruðu í lotunni, 11:15. Því þurfti að leika oddaleik til að knýja fram úrslit. Dönsku stúlkurnar, Rikke og Helene byijuðu af krafti og komust í 8:0, en sænsku stelpurnar reyndu hvað þær gátu og tókst að minnka muninn í 7:10. En lengra komst þær ekki og danska parið sigraði, 11:15, og fagnaði Norðurlandameistaratitli. „Leikir okkar við Mariu og Margit eru alltaf jafnir og erfðir. Þetta var fjórði leikur okkar við þær og þrír þeirra hafa endað í þremur lotum. Því mátti alveg reikna með þessu fyrirfram að leikurinn yrði jafn eins og reynd varð á. Annars var keppnin í heild nokkuð auðveld," sagði danska stúlkan, Helene Kirkegaard, þegar hún hafði innsiglað sigurinn í tvíleiðleik kvenna á samt stöllu sinni Rikke Olsen. Rikke Olsen hlaut annan Norður- landameistaratitil sinn þegar hún sigraði í tvenndarleik ásamt Michael Söggaard. Hann sigraði einnig í tveimur greinum á mótinu. Þau,lögðu Christian Jakobsen og Lotte Olsen, einnig frá Danmörku í úrslitleik, 15:10 og 15:2 í leik sem tók einung- is 33 mínútur. Frábær úrslitaleikur Mynd/Brynjar Gauti LIM Xiao Zing, kínverskættuð sænsk stúlka, varð Norðurlandameistari í einliðaleik. Hún slgr- aði Cristine Magnússon, sem einnig er frá Svíþjóð, í úrslitaleik í frábærri viðureign. Tryggvi að jafna sig sr Eg má fara að leika badminton eftir mánuð, en ég hef verið að lyfta upp á síðkastið og vonast til þess að geta farið að skokka í næstu viku,“ sagði Tryggvi Nielsen, badmintonmaður. Hann gat ekki tekið þátt í Norðurlandamótinu um sl. helgi, en eins og kunnugt er meiddist hann fyrir skömmu þegar krossbönd í vinstra hné tognuðu á æfingamóti. Meiðslin komu á versta tíma því skammt var þá til Evrópumóts unglinga, en þar var Tryggvi eiga góða möguleika á sigri. Tryggvi vonast til þess að verða orðin góður þegar hann fer í æfinga- búðir til Parísar á vegum alþjóða badmintonsambandsins í júní lok. Að öðru leyti hvað Tryggvi ekkert vera framundan hjá sér fyrr en næsta vetur. Hann sagðist reikna með því að vera heima næstu tvo vetur og klára menntaskólanámið, áður en farið verður erlendis til frekari æfinga, en Tryggvi dvaldist í Randers á Jótlandi í vetur við æfingar og keppni. Breytt fyrir- komulag í Noregi ESPERN Larsen, framkvæmdastjóri norska badmintonsambandsins, kynnti um helgina tilraun sem Norð- menn hafa gert í þeim tilgangi að auka áhuga sjónvarpsstöðva. Breytingin felst í því að hver sá sigrar í lotu sem fyrr nær níu punkt- um, í stað 15 nú hjá körlum og 11 hjá konum. Ekki er hækkað upp ef spilarar verða jafnir, 8:8, eins og gert er í dag ef staðan er jöfn, t.d. 14:14, hjá körlum. í staðinn fyrir styttri lotur eru leiknar fleiri. Sigur- vegari í leik þarf að sigra í þremur lotum og því getur leikurinn mest orðið fimm lotur. „Reynsla okkar af þessu nýja fýr- irkomulagi er góð. Okkur hefur gengið betur að ná til ungmenna sem er mjög jákvætt. Leikimir verða líka meira spennandi en áður því hver lota er styttri og hvert stig mjög mikilvægt. Þegar við höfum leikið með þessu nýja fyrirkomulagi er gefið einnar mínútu hlé á milli lota og þegar um sjónvarpsútsendingar er að ræða er það jákvætt fyrir sjón- varpsstöðvarnar. Þær hafa nýtt sér hléið til að selja auglýsingar. Þannig fá þær tekjur á meðan útsendingu stendur," sagði Espern Larsen við í samtali við Morgunblaðið. Sigríður Jónsdóttirformaður Badmintonsambandsins Grfurieg lyftistöng að fá IMorðuriandamótið hingað til lands Það hefur gífurlega mikið að segja fyrir íslenskt badmin- tonfólk að fá Norðurlandamótið .hingað til lands. Ástæðan er sú að á ívar Norðurlöndunum Benediktsson eru margjr bestu badmintonspilarar í heiminum og það gefur okkar fólki mikið að fá að leika við þetta topp- fólk og síðast en ekki síst að sjá það í leik. Norðurlandamótið er gífurleg lyftistöng," sagði Sigríður Jónsdóttir, formaður BSÍ, í sam- tali við Morgunblaðið á Norður- landamótinu í húsnæði TBR um helgina. Ef undan er skilið besta tvend- arpar heimsins, Thomas Lund og Marlene Thompson frá Danmörku þá komu flestir aðrir bestu badmin- tonmenn Norðurlandanna til móts- ins. Þau höfðu reyndar skráð sig til keppni, en meiddust rétt fyrir mót og urðu að afmunstra sig þess vegna. Það breytti ekki því að mótið var bráðskemmtilegt og fal- legt tilþrif sáust víða. Árangur ís- lensku keppenda var eins og við mátti búast. Flestir féllu úr leik að lokinni fyrstu umferð, ef undan er skilið að Birna Petersen og Guðrún Júlíusdóttir komust í aðra umferð í tvíliðaleik kvenna þegar þær sigruðu finnskt par í l.umferð. Vigdís Ásgeirsdóttir sigraði finnsku stúlkuna Malin Virta í fyrstu umferð, en Islendingarnir féllu úr keppni í 2. umferð. Bestum árangri íslensdinga náði Broddi Kristjánsson í tvíliðaleik. Broddi lék á mótinu með Norð- manninum Hans Sperre, sem er eins og 'Broddi konungur í sínu heimalandi í einliðaleik. Þeir kom- ust í undanúrslit en töpuðu þar fyrir Michael Sögaard og Henrik Svarrer, frá Danmörku, en Danirn- ir hlutu gullverðlaun á mótinu. „Ég er þokkalega ánægður með mína frammistöðu á mótinu," sagði Broddi Kristjánsson. „Eg lenti gegn sterkum andstæðingi í fyrstu umferð í einliðaleiknum og tapaði þar í hörkuleik. í tvenndarkeppn- inni lék ég með Norðamanninum, Hans Sperre og lékum við gegn danska sigurparinu í tvíliðaleikn- um. Við spiluðum ekkert verr gegn þeim en Svíarnir sem léku við þá til úrslita. Framhaldið hjá mér er HM í Luzern í Sviss eftir tvær vik- ur. Það er síðasta mótið á þessu keppnistímabili," sagði Broddi Kristjánsson í samtali við Morgun- blaðið í mótslok. foRÚm FOLK ■ ESPERN Larsen framkvæmda- stjóri norska badmintonsambands- ins, kynnir nýjar hugmyndir að keppnisfyrirkomulagi — sem greint er frá annars staðar á síðunni — á fundi alþjóða sambandsins í Luzern eftir tvær vikur. ■ NORÐURLANDAMÓTIÐ um helgina var hið fjórða sem haldið er á Islandi. Það fyrsta var 1976 og var þá leikið í Laugardalshöll. Með- al stjama á því móti má nefna Dan- ina Lene Köppen, Svend Pri og Flemming Delfs sem þá var upp- rennandi. ■ MORTEN Frost, þá ungur og efnilegur, fékk að fljóta með danska liðinu-sem áhorfandi á Norðurlanda- mótið 1976. Nokkrum árum seinna var Morten Frost orðin besti bad- mintonmaður heims. ■ FROST var með danska liðinu hér á landi um helgina, en ekki sem leikmaður heldur er hann landslið- seinvaldur Dana og hefur verið sl. tvö ár. ■ ÞAÐ sérstaka atvik átti sér stað í tvíliðaleik kvenna að miðjum leik dönsku stúlknanna Rikke Olsen og Helene Kirkegaard gegn Catrine Bengtson og Cristine Magnusson frá Svíþjóð henti Helene frá sér spaðanum og hljóp út að hliðarlín- unni og sótti annan. Á meðan varð- ist Rikke allt hvað af tók. ■ ÁSTÆÐAN fyrir þessum skyndi- legu spaðaskiptum Helene var sú að netið í spaðanum hennar slitnaði og þurfti að hafa hröð handtök við að nálgast nýjan. ■ BRODDI Kristjánsson lék með Norðmanninum Hans Sperre í tvíl- iðaleiknum um helgina. Ástæðan fyr- ir því að hapn lék ekki með Árna Þór Hallgrímssyni eins og vant er var sú að Árni tábrotnaði nokkrum dögum fyrir mótið. ■ BRODDI sagðist, í samtali við Morgunblaðið, vonast til þess að Árni gæti leikið með sér á HM í badminton sem fram fer í Luzern í Sviss eftir tvær vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.