Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 B 9 Blackbum að missa flugið United saxar á forskotið hægt og bítandi BLACKBURN Rovers missti forskot sitt á Manchester Un- ited niður ífimm stig um helg- ina og stefnir í mikla baráttu liðanna um enska meistaratitil- inn. Blackburn tapaði fyrir West Ham 2:0 en United, með Andy Cole ífararbroddi, sigraði Coventry 3:2. Blackburn á eftir tvo leiki og United þrjá leiki og því allt opið enn. Andy Cole gerði tvö marka Un- ited gegn Coventry, það síð- ara ellefu mínútum fyrir leikslok og reyndist það sigurmarkið. United heldur því enn í vonina um að vetja meistaratitilinn, bíður þess að Blackburn misstigi sig áfram' og þá eru „Rauðu djöflarnir" tilbúnir að hrifsa til sín bikarinn. Paul Scho- les gerði fyrsta mark leiksins fyrir United á 32. mín. en Peter Ndlovu jafnaði fyrir Coventry sjö mín. síð- ar. Andy Cole kom United aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks en Steven Presley jafnaði á 72. mínút- ur. Það var svo Cole sem hélt uppi heiðri United með sigurmarkinu undir lokin. United lék án fyrirlið- ans Steve Bruce, Ryans Giggs og Andreis Kanchelskis sem allir eru meiddir og Paul Ince og Roy Keane tóku út leikbann. „Við eigum enn möguleika á meistaratitlinum því markatala okkar er betri en hjá Blackburn. Það væri gaman ef úrslitin í deildar- keppninni réðust ekki fyrr en í síð- astu umferð,“ sagði Alex Ferguson, JUVENTUS færðist um helgina einu skrefi nær meistaratitlin- um, sem liðið vann síðast fyrir níu árum. Baggio og félagar burstuðu Fiorentina 4:1 á úti- velli og hefur Juver nú átta stiga forskot á Parma, sem vann Brescia 2:1, þegarfimm um- ferðir eru eftir. Juve og Parma eigast við í fyrri úrslitaleik UEFA-keppinnar í kvöld. Gianluca Vialli, sem lék fyrsta heila leikinn i næstum mánuð, kom Juve á bragðið strax á sjöundu mínútu. Baggio bætti öðru markinu framkvæmdastjóri United. „Andy kláraði þetta vel fyrir okkur og hann er leikmaður sem aldrei má líta af og gerir varnarmönnum erf- itt fyrir.“ West Ham lék vel gegn Black- burn og sigurinn var verðskuldaður 2:0. Daninn Marc Rieper gerði fyrra markið í upphafi síðari hálfleiks og var það jafnframt fyrsta mark hans fyrir félagið. Markavélin, Alan She- arer, skoraði reyndar mark sem var dæmt af á 70. mínútu þar sehi Chris Sutton braut á Ludek Mik- losko markverði West Ham. Það var síðan Don Hutchison sem innsiglaði sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok við mikinn fögnuð heimamanna. Ian Rush var hetja Liverpool er hann gerði sigurmarkið gegn Norwich City í 2;1 sigri á Carrow Road á laugardag. Hann skoraði 18. mark sitt á tímabilinu þegar sex mínútur voru til leiksloka. Steve Harkness kom Liverpool yfir snemma í leiknum en Bob Ullat- home, sem lék fyrsta leik sinn eftir meiðsli, jafnaði skömmu síðar. Þýski landsliðsmaðurinn Júrgen Klinsmann jafnaði fyrir Tottenham gegn Arsenal, 1:1, þegar stundar- fjórðungur var til leilksloka. Ian Wright gerði 30. markið á tímabil- inu er hann kom Arsenal yfir á 61. minútu. Hann fékk flösku í sig frá áhorfenda stúkunni og nokkrir stuðningsmanna Tottenham voru handteknir eftir að þeir ruddust inná völlinn er Wright kom Arsenal yfir. við úr vítaspyrnu á 68. mínútu en Gabriel Batistuta minnkaði muninn skömmu síðar. En tvö mörk frá Ravanelli og Marocchi á síðustu sex mínútum leiksins gulltryggðu fyrsta sigur Juve í Flórens síðan 1982 eða í 15 útileikjum í röð. Parma þurfti að hafa mikið fyrir 2:lrsigrinum gegn Brescia sem tap- aði tíunda leiknum í röð og meistar- ar AC Milan unnu Reggiana 4:0 og eru í þriðja sæti með 51 stig en Reggiana er fallið í B-deild. Miðheijinn Tomas Skuhravy frá Tékklandi skoraði úr vítaspymu og tryggði Genúa 2:1 sigur gegn Sampd- Reuter JEROME Böre, leikmaður West Ham, stekkur hér upp á axlir Jeff Kenna hjá Black- burn í leik liðanna á sunnu- daginn. West Ham hafði bet- ur og sigraði 2:0 oria. Við sigurinn færðist Genúa úr fallsæti, er stigi fyrir ofan Cremonese sem náði markalausu jafntefli við Inter á San Siro leikvanginum og er með tvö stig framyfir Foggia sem gerði 2:2 jafntefli við Bari. Paul Gascoigne var á bekknum hjá Lazio annan leikinn í röð en kom inn á um miðjan seinni hálfleik. Það nægði ekki og liðið gerði markalaust jafntefli við Cagliari. Lazio er í fimmta sæti með_ 48 stig, en Roma er með 49 stig. Á eftir Lazio koma sex lið sem beijast um UEFA sæti, Fiorentina, Inter, Cagliari, Sampdor- ia, Torino og Napoli. Eyjólfur eygir annan titil jjyjólfur Sverrisson skoraði og lagði upp annað í 3:0 sigri Besiktas gegn Zeytinburnu í tyrk- nesku deildinni um helgina. Trabzonspor, sem sigraði Bursa- spor á heppnismarki eftir að Bursaspor hafði vaðið í marktæki- færum og m.a. brennt af víta- spyrnu, er fimm stigum á eftir Besiktas en þtjár umferðir eru eftir. „Trabzonspor á eftir tvo erf- iða leiki og geri liðið jafntefli nægir okkur að sigra í einum leik,“ sagði Eyjólfur. Eins og kunnugt er varð Eyjólf- ur Þýskalandsmeistari með Stuttgart undir stjórn Christophs Daums og stefnir í annan meist- aratitil hjá félögunum. Eyjólfur sagði að nánast væri frágengið að Daum yrði áfram þjálfari Be- siktas en hann fékk Eyjólf til fé- lagsins og vill hafa hann hjá sér áfram. Eyjólfur sagðist hafa sagt honum að hann vildi skoða alla möguleika. „Lið hafa sýnt áhuga en þetta er allt á frumstigi," sagði Eyjólfur. Ekkert fær nú stöðvað Juventus Dauft hjá Islending unum í Svíþjóð Klinsmann knattspyrnu- maður ársins JURGEN Klinsmann var á laugardaginn útnefndur knatt- spyrnumaður ársins af enskum íþróttafréttamönnum. Þetta er í þriðja sinn sem þýski knatt- spyrnumaðuriim hlýtur þenn- an heiður því árið 1988 og 1994 var hann kjörinn knatt- spyrnumaður Þýskalands. Klinsmann er aðeins þriðji út- lendingurinn í ensku knatt- spyrnunni sem hlýtur þennan heiður, næstur á eftir Þjóðverj- anum Bert Trautmann 1956 og Hollendingnum Frans Thijssen sem kosinn var 1981. Islendingaliðunum í Allsvenskan gekk upp og ofan í 3. umferð á mánudag. Örgryte, lið Rúnars ■■■■■■■I Kristinssonar tapaði Grétar Þór heima gegn Hels- Eyþórsson ingborg 0:1 og átti s^ntaríra liðið fremur dapran Swþyoð dag Meira fjör var í Örebro, en þar léku heimamenn gegn liði Kristó- fers Sigurgeirssonar, Vástra Frö- lunda. Kristófer lék þó ekki með, hefur átt við meiðsli í magavöðva að stríða og verður að hvíla um sinn. Leikmenn Örebro fóru ham- förum í leiknum og voru yfir í hálfleik 3:0 og bættu fjórða mark- inu við í byijun þess síðari. Þegar um 30 mín. voru til leiksloka meiddust bæði sóknarmaðurinn Mathias Jonsson og miðvörðurinn M. Hansson og fóru útaf. Hófst þá einhver sögulegasti leikkafli sem sést hefur í sænsku knatt- spyrnunni þar sem Frölunda fór hamförum og gerði 4 mörk á lo- kakaflanum og fóru leikar því 4:4, úrslit sem Frölundamenn voru ánægðir með, en ekki Örebro að sama skapi. Arnór Guðjohnsen og Hlynur Stefánsson léku með Örebro og Hlyni Birgissyni var skipt inná þeg- ar 30 mínútur voru til leiksloka. Gautaborg heldur áfram að hiksta og mátti þakka fyrir marka- laust jafntefli gegn Öster. ■ Úrsiit / B10 ■ ÞORVALDUR Örlygsson og Lárus Orri Sigurðsson léku báðir með Stoke í sigri liðsins á Millwall 4:3 í ensku 1. deildinni. „Leikurinn var nú ekki jafn fjörugur og tölumar gefa til kynna en hann var ágætlega leikinn. Bæði liðin eru farin að hugsa til enda tímabilsins enda ekki að miklu að keppa,“ sagði Þorvaldur. Stoke leikur næst síðasta leik sinn í vetur í kvöld, þegar liðið mætir Bolton. ■ KRASSIMIRE Bnlakov og Iva- ilo Iordanov, landsliðsmenn Búlg- aríu, gerðu mörk Sporting í 2:1 sigri gegn Benfica í portúgölsku 1. deild- inni á sunnudag. Þetta var fyrsti sig- ur Sporting á Luz-leikvanginum í tíu ár. Sporting er nú fjórum stigum á eftir toppliðinu Porto sem gerði markalaust jafntefli við Estrela da Amadora. Fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni. ■ REAL Madrid sigraði Tenerife 1:0 og er svo gott sem búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn. Chile- maðurinn Ivan Zamorano gerði sigurmarkið á 29. mínútu og var það 27. mark hans á tímabilinu. Real Madrid hefur nú átta stiga forskot á Deportivo Coruna sem gerði markalaust jafntefli við Real Valla- dolid. ■ ATHLETIC Bilbao tapaði fyrsta heimaleiknum síðan í október 1993 gegn Real Zaragoza, 1:4. ■ RONALD Koeman staðfesti í fyrradag að hann ætlaði að fara frá Barcelona í lok tímabilsins og gera tveggja ára samning við Feyenoord. ■ KOEMAN sagðist hafa tekið þessa ákvörðun í ljósi þess að félag- ið væri eitt af þremur stærstu í Hollandi og hann hefði leikið með hinum, Ajax og PSV. ■ KOEMAN á tvo meistaratitla að baki með Ajax og þrjá með PSV og vonast til að geta komið Feyeno- ord á gott skrið en liðið er í 5. sæti og berst fyrir UEFA-sæti. ■ BRIAN Laudrup, danski lands- liðsmaðurinn í liði Glasgow Ran- gers, var um helgina útnefndur knattspyrnumaður ársins í Skot- landi af íþróttafréttamönnum þar í landi. Laudrup hefur gert 13 mörk á tímabilinu og hefur lagt upp enn fleiri fyrir samherja sína. Bayem með í topp- baráttunni Bayern Múnchen sigraði Stuttgart 2:0 um helgina og ætlar sér greinilega að vera með í baráttunni um þýska meistaratitilinn, en mark- mið liðsins hefur verið að vera á meðal fimm efstu og tryggja þannig Evrópusæti. Mehmet Scholl gerði fyrra mark liðsins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og framheijinn Alex- ander Zickler bætti örðu við um miðj- an síðari hálfleik. Bayem er nú í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir toppliðinu Dortmund þegar sex um- ferðir eru eftir. Dortmund var talið líklegt til að fagna meistaratitlinum í fyrsta sinn síðan 1963 eftir fyrri umferðina en meiðsli lykilmanna liðsins hefur sett strik í reikninginn eftir áramótin. Dortmund vann þó Dynamo Dresden 2:0 um helgina og er með tveggja stiga forskoti á Bremen, sem gerði markalaust jafntefli við Frankfurt. Rene Tretschok gerði bæði mörk Dortmund í síðari hálfleik og það síðara á síðustu mínútu leiksins. „Dresden gerði okkur lifið leitt,“ sagði Ottmar Hitzfeld þjálfari Dort- mund. „Við fengum mörg góð mark- tækifæri en náðum ekki að nýta þau fyrr en alveg í lokin.“ Freiburg, sem hefur komið mest á óvart í deildinni í vetur, tapaði í Köln 2:0 og Borussia Mönc- hengladbach tapaði fyrir 1860 Múnchen með sömu markatölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.