Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 12
Jóhannes endurheimti beKið ÍSLANDSGLÍMAN var háð í áttugasta og fimmta sinn á laugar- daginn og að þessu sinni í endurbættri Laugardalshöll. Alls mættu níu gli'mumenn til keppni, en einn þeirra Sigurður Kjart- ansson, HSÞ, varð að ganga úr glímu þegar nokkuð var liðið á keppnina vegna meiðsla. Glímukóngur varð Jóhannes Svein- björnsson, HSK, og var þetta í þriðja sinn sem hann fer með sigur af hólmi í Íslandsglímunni. Jóhannes sigraði 1992 og ’93, en tapaði Grettisbeltinu ífyrra til Orra Björnsson. Islandsglíman var jöfn og spenn- andi að þessu sinni og komst enginn keppanda í gegnum hana án þess að tapa. Úrslit réðust ekki fyrr en í lokaglí- munni.Jóhannes Sveinbjörnsson sigr- aði þar helsta keppninaut sinn, Ingi- bergi Sigurðssyni, Ármanni, en tap- aði fyrir Arngeiri Friðrikssyni, HSÞ. Ingibergur og Arngeir skildu síðan ■ ivar Benediktsson skrifar jafnir eftir harða rimmu. Arngeir hins vegar tapaði fyrir sigurvegara síðasta árs, Orra Björnssyni, KR. Þrír efstu menn voru því að lokum, Jóhannes með eina tapaða glímu og jafnir í öðru til þriðja sæti vom Ingibergur og Arngeir með einn og hálfan tapaðann vinning. Jóhannes Sveinbjörnsson var því sigurvegari og handhafi Grettisbeltisins. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með að sigurinn eftir að hafa tapað beitinu í fyrra til Orra. Keppnin var mjög spennandi í þetta sinn. Við erum fimm nokkuð jafnir og þá er það bara spurningin um dagsformið. Ég kom mjög vel einbeittur og fann mig vel, en er kannsjd ekki nógu góðu keppnisformi. Ég hef mjög erfiða æfingaaðstöðu og vantar al- veg félaga til að glíma við á æfing- um,“ sagði glímukóngur íslands, Jóhannes Sveinbjörnsson, að keppni lokinni. Ingibergur Sigurðsson og Arn- geir Friðriksson voru jafnir og þurftu að glíma um annað sætið. Þar sigraði Ingibergur eftir snarpa glímu og hlaut annað sætið, en Arngeir var að sætta sig við það þriðja. „Það vantaði herslumuninn hjá mér í dag til að sigra. Ég var of ákafur í glímunni gegn Jóhann- esi og það varð mér að falli. Ég hef æft mikið upp á síðkastið og var staðráðinn í að sigra en það tókst ekki og ég er svolítið svekkt- ur. En keppnin var skemmtileg og það er mikil breidd í glímunni," sagði silfurhafinn, Ingibergur Sig- urðsson, eftir að hafa lagt Arngeir í glímu um annað sætið. „Það er alltaf gaman að glíma við Ingiberg og hann hafði mig í dag eftir að við höfðum skilið jafiiir eftir fyrri glímuna," sagði Amgeir Friðriksson, eftir tapið gegn Ingi- bergi í úrslitaglímunni um annað sætið en bætti við: „ég hef ekki æft nógu vel í vetur. Þetta var geysi- hörð og erfíð keppni og Jóhannes glímdi vel og átti sigurinn skilið. Eg er hins vegar staðráðinn í að koma sterkari að ári og gera betur.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓHANNES Sveinbjörnsson, t.v. endurheimti Grettisbelt- ið á laugardaginn úr höndum andstæðings sín hér á myndinni Orra Björnssonar. Lakers og Knicks meðgóðastöðu New York Knicks sigraði Cleve- land Cavaliers 83:81 í fyrri nótt og hefur tekið 2:1 forystu og þarf aðeins einn sigur til að komast í aðra umferð í úrslitakeppni Aust- urdeildar. Dan Ferry fékk frítt þriggja stiga skot fyrir Cleveland á lokasekúndu leiksins en hitti ekki. „Við'sluppum fyrir horn og vor- um mjög heppnir að vinna,“ sagði Pat Riley, þjálfari New York. „Það vantaði smá heppni," sagði Ferry. „Við náðum því sem við ætluðum okkur — opnu þriggja stiga skoti, en það fór ekki niður.“ Patrick Ewing var stigahæstur í liði New York með 23 stig og tók 10 fráköst. Mar Price gerði 21 stig og hitti úr öllum 16 vítunum sem hann fékk. Leikmenn Los Angeles Lakers vom heitir er þeir unnu Seattle 105:101 á heimavelli og hafa nú 2:1 yfir í Vesturdeild. Cedric Cebal- los gerði 24 stig og Nick Van Exel 23 fyrir Lakers. „Við spiluðum Collins tekur við Detroit DOUG Collins var um helgina ráðinn þjálfari Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfuknatt- leik. Hann kemur í stað Don Chaney sem var rekinn frá fé- laginu í síðustu viku. Collins, sem hefur lýst NBA-leiigum á sjónvarpsstöðinni TNT í vetur, hefur skrifað undir fimm ára samning sem hljóðar upp á 5 miHjónir doliara eða um 320 milljónir króna við Detroit. Hann þjálfaði m.a. Chicago Bulis á árunum 1986 til 1989. Detroit, sem varð NBA-meistari 1990 og 1991, vann aðeins 28 leiki og tapaði 54 í vetur. Liðið vann 48 leiki og tapað 116 á síðustu tveimur keppnistímabil- inum undir stjórn Chaney. körfubolta eins og hann gerist best- ur í úrslitakeppni,“ sagði Del Harr- is, þjálfari Lakers. „Við urðum fyrir áfalli í byijun og við fórum ekki í gang fyrir en munurinn var orðinn 18 stig og það var of seint. En þetta er ekki búið enn,“ sagði George Karl, þjálfari Seattle. Shawn Kemp var stiga- hæstur gestanna með 30 stig og tók auk þess 11 fráköst. Boston Celtic gerði það sem eng- um hafði grunað, að vinna Orlando Magic í Magic Kongdom í Orlando, 92:99, á sunnudag og jafnaði 1:1. Dominique Wilkins setti niður 24 stig og Dee Brown 21 stig. Boston tapaði fyrsta leiknum með 47 stiga mun og því ekki búist við miklu í þessum leik. „Við vorum ákveðnir að sýna okkar rétta andlit eftir út- reiðina á föstudag," sagði Wilkins. Þetta var fyrsti tapleikur Orlando á heimavelli fyrir liði úr Austur- deildinni. „Þeir fengu að taka öll þau skot sem þeir vildu og léku frábæra vöm sem við réðum ekki við,“ sagði Shaquille O’Neil, sem gerði 22 stig fyrir Orlando. An- fernee Hardaway var stigahæstur heimamanna með 26 stig og Sher- man Douglas gerði 20 og átti 15 stoðsendingar fyrir Boston, sem fær næstu tvo leiki í Boston. Charlotte Hornets jafnaði gegn Chicago Bulls, 1:1, með því að sigra 106:89 á heimavelli. Larry Johnson var með 25 stig fyrir Hornets og Alonzo Mouming 23 stig og tók 20 fráköst. „Það er engin spurning að þegar Larry er í stuði er erfitt að sigra okkur,“ sagði Allan Bristow, þjálfari Hornets. Michael Jordan, sem gerði 48 stig fyrir Cicago í fyrri leik liðanna á föstu- dag, var sá eini sem lék vel hjá gestunum. Hann skoraði 32 stig og þar af 19 í fyrri hálfleik og hitti þá úr 8 af 12 skotum sínum. Það gekk ekki eins vel hjá honum í síð- ari hálfleik því aðeins fimm af 13 skotum rötuðu rétta leið. Scottie Pippen var með 18 stig og þar af aðeins fjögur stig í síðari hálfleik. Reuter MICAHEL Jordan hefur gert samtals 80 stig í tveimur leikjum fyrir Chicago Bulls gegn Charlotte í úrslitakeppninni. ISLANDSGLIMAN KORFUKNATTLEIKUR / NBA SlSSllll Svíarog Finnar áfram Dyggilega studdir af tæplega fjórtán þúsund áhorfendum rúlluðu Svíar yfir ítali, 7:0 og Finnar sigruðu Frakka, 5:0, í fjórðungsúr- slitum á heimsmeistaramótinu í ís- hokkí í gær. í hinum tveimur leikjum fjórðungsúrslitanna sem verða í dag taka Rússar á móti Tékklandi og Kanadamenn leika gegn Bandaríkja- mönnum. Svíar léku við hvern sinn fingur gegn ítölum og áttu gestirnir undir högg að sækja allan tímann, voru m.a. oftar en einu sinni tveimur leik- mönnum færri á leikvellinum. Tommy Sjodin, Stefan Nilsson, Tom- as Forslund, Frederik, Stillman, Stefan Ornskog skoruðu eitt mark hver fyrir Svía og Andreas Dackel skoraði tvö. „Við rákum af okkur slyðruorðið og sýndum fram á við getum sótt og skorað," sagði Curt Lundmark, þjálfari Svía, að leikslokum en lið hans hefur þótt leika nokkuð varlega í keppninni hingað til. Hinn finnsk ættaði markvörður Frakka, Petri Ylonen, hélt sínu liði á floti þar til 28 mínútur voru liðnar af leiknum gegn Finnum. Þá varð hann og franska vörnin að gefa eft- ir undan hraða og leikni finnsku sóknarmannana. Allar flóðgáttir opnuðust í vörn Frakka og Finnar skoruðu fimm mörk á lokakaflanum án þes að andstæðingarnir fengu við nokkuð ráðið. Timo Jutilla, Esa Kek- inen, Janne Niinimaa, Tero Lethera, Jere Lethinen skoruðu mörk Finna. „Leikur okkar í dag minnti á bar- áttuna sem við lendum stundum í með tómatsósu flöskuna, fyrst kem- ur ekkert, þú reynir aftur og ekkert kemur, en loksins þegar eitthvað birtist i þriðju tilraun þá kemur allt,“ sagði þjálfari finnska landsliðsins, Curt Lindström, glaður að leikslok- um, eftir að lið hans hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum. ÚRSLIT England Þriðjudagur: Urvalsdeild: Wirabledon - Liverpool...... 12.041. 1. deild: Barrisley — Oldham.......... Watford — Charlton.......... Skotland Úrvalsdeild: Celtic — Partick............

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.