Morgunblaðið - 03.05.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.05.1995, Qupperneq 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 BLAÐ t ífíh í)J>r 6«f EFIMI Fréttaskýring 3 Deilt um fjöregg Afiabrögd 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna Markaðsmál Greinar 7 ÚA jók verðmæti hvers kílós í vinnslunni um 9% milli ára Jóhannes Geir Sigurgeirsson ÍGULKERIN GÓÐ BÚBÓT • REYNIR Arnórsson á I>júpa- vogi hefur safnað ígnlkerum inni á Berufirði undanfarin ár. Segir hann að mikið sé af ígulkerum á firðinum. ígulker með hrogn af réttum lit fyrir hina japönsku kaupendur séu hins vegar á litl- um svæðum og hafi hann þurft að hafa nokkuð fyrir því að finna þau. íguikerunum er safnað með plóg og þau eru flutt landleiðina Morgunblaðið/Helgi Bjarnason til íslenskra ígulkera í Njarðvík þar sem þau eru unnin fyrir Jap- ani. Reynir byrjaði að safna fyrir páska og segir að svo virðist sem ígulkerin séu nú að búa sig und- ir hrygningu og hrognin því að verða of laus I sér fyrir markað- inn. Hann segist vera með iítinn kvóta á trillu sinni, Sigurvin SU 380, og sé ígulkerasöfnunin því góð búbót. Aflakvóti Hafnareyjar fluttur á Sunnutind SU „ÞAÐ eru góð fram- Búlandstindur yfirtekur á gdnSÍ hluta rekstrar Gunnarstinds ví£ við. ffu™ilug á að nyta okkur þetta sem allra best og reynum að starfa sem best með þessu fólki,“ segir Jóhann Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds hf. á Djúpavogi. Áformað er að fyrir- tækið yfirtaki Breiðdalshluta Gunnarstinds hf. við skiptingu fyrirtækisins. Fólk sem blaðamaður ræddi við á Breiðdalsvík var jákvætt í garð samstarfs við Djúpa- vogsbúa. Til umræðu er að sameina sveitarfélögin til að innsigla samvinnuna. Búlandstindur keypti nýlega 17% hlut í.Gunnarstindi hf. af Þróunarsjóði sjáv- arútvegsins en það er sá hlutur sem Breiðdælingum gafst kostur á að kaupa þegar Stöðvarhreppur gerði tilboð í öll hlutabréf Þróunarsjóðs í fyrirtækinu. Á móti kaupa Breiðdælingar hlutafé fyrir 4 milljónir í Búlandstindi. NotaA í kvótaviðskiptum Búlandstindur mun kaupa helming kvóta Gunnarstinds, þ.e. það sem sam- svarar kvóta Hafnareyjar, og fasteignir fyrirtækisins á Breiðdalsvík. Þessi kaup gerast með kaupum á hlutafé og yfir- töku hluta af skuldum Gunnarstinds hf. Verið er að semja uin þessi mál og vill Jóhann Þór ekki staðfesta tölur um yfir- töku skulda. Kvóti Hafnareyjar verður fluttur á togara Búlandstinds, Sunnutind SU 59, sem nú er gerður út sem frystitogari. Jóhann Þór segir áformað að láta tog- arann veiða 400 tonn af þeim 1.400 tonna kvóta sem keyptur er frá Breið- dalsvík en afgangurinn verði notaður til hráefnisöflunar fyrir frystihúsin, meðal annars með því að fá aðrar út- gerðir til að veiða kvótann, tonn á móti tonni. Búlandstindur kaupir hráefni fyr- ir frystihúsið á Djúpavogi víða að og er því ekið á staðinn. Býst Jóhann Þór við að þannig verði einnig staðið að málum þegar reksturinn á Breiðdalsvík verður yfirtekinn. Hann segir að þar verði áfram rekið fiystihús. Hann segir að þorskkvóti þessa fiskveiðiárs sé að verða búinn hjá báðum fyrirtækjunum og að erfitt verði að ljúka árinu. Betra yrði að eiga við málin á næsta fiskveiði- ári þegar mögulegt yrði að skipuleggja veiðar og vinnslu frá upphafi. Eigendur Búlandstinds áforma að standa undir fjárfestingunum að hluta með því að auka hlutafé fyrirtækisins. Breiðdælingar jákvæðir Fólk sem blaðamaður ræddi við á Breiðdalsvik var almennt jákvætt í garð fyrirhugaðs samstarfs við Djúpa- vogsbúa. Sagði að kraftur virtist vera í Búlandstindi hf. og líkur á meiri verk- efnum en í núverandi samstarfí við Stöð- firðinga, sérstaklega í því óvissuástandi sem ríkti um Gunnarstind hf. „Það verð- ur örugglega ekki verra en nú er,“ sagði starfsmaður í kaffistofu frystihússins. ■ Deilt um fjöregg/3 Fréttir Grandi breytir tveimur skipum • TÆPLEGA 153 milljóna kr. hagnaður Granda hf. á síðasta ári er mun lægri en vonir stóðu til og hagnaður af vinnslu loðnuafurða og af útgerð tveggja frystitog- ara nam talsvert. hærri fjár- hæð en hagnaður fyrirtæk- isins alls. Þetta kom fram í skýrslu formanns stjórnar, Árna Vilhjálmssonar, á aðalfundi Granda hf. sl. föstudag. Fyrirtækið breytti um rekstrarstefnu, þar sem m.a. er lögð meiri áhersla á útgerð frysti- skipa, og hefur verið ákveð- ið að breyta og endurbæta tveimur togurum fyrir alls um 500 milljónir kr. á ár- inu./2 Úthafskarfa landað í Eyjum • ERLENDIR togarar hafa undanfarið komið til Eyja og iandað karfa sem þeir hafa veitt á Reykjanes- hrygg. Togararnir þrír sem landað hafa í Eyjum eru í eigu Færeyinga, skráðir í Belize City, og er aflinn fluttur með gámum frá Eyjum til vinnslustöðva á Austur- og Norðaustur- landi./2 Klara fer á Flæmska hattimi • ÚTGERÐARMENN Klöru Sveinsdóttur SU, 750 tonna úthafsveiðiskips sem Búri hf. á Fáskrúðsfirði hefur nýlega keypt frá Ný- fundnalandi, vinna þessa dagana hörðum höndum að því að gera skipið klárt á veiðar. Ingólfur Sveinsson framkvæmdastjóri vonast til að skipið geti haldið af stað eftir viku eða svo og verður farið á rækjuveiðar á Flæmska hattinum við Nýfundnaiand þar sem frést hefur af ágætri veiði./5 Smíðar líkan af Haferninum • TRYGGVI Sigurðsson, vélstjóri á Frá VE, hefur undanfarin ár unnið við smiði á skipslíkönum í frí- tíma sínum. Nýlega lauk Tryggvi smíði á líkani af sílarflutningaskipinu Haf- erni sem á að fara á síldar- minjasafnið á Sigiufirði en Haförninn er 14. líkanið sem Tryggvi smiðar./8 Markaðir Fiskafli ÚA jókst milli ára • HEILDARAFLI togara Útgerðarfélags Akur- eyringa á síðasta ári varð alls tæplega 21.700 tonn og jókst hann um 900 tonn milli ára. Þá er gert ráð fyrir enn meiri afla á þessu ári, meðal annars vegna aukinnar sóknar á úthafið, en ýsuafli hefur einnig aukizt mikið. ÚA hefur, eins og önnur fyrirtæki í sjávarútvegi, orðið að sætta sig við mikinn niðurskurð á þorskveiði- heimildum eða um 56% síðan árið 1988. Þessu hefur einn- ig verið mætt með kaupum á varanlegum aflaheimild- um (aflahlutdeild). freðfiskframleiðslu 0 5 10 15 20 25% 30 ÍBANDARIKiN ■ ~ ' 1—1 IBRETLAND t==U—1 l FRAKKLAND ÞYSKALAND • FRAMLEIÐSLA ÚA fer fyrst og fremst inn á fimm markaðsvæði. Mest fer jafn- an inn á Bandaríkin, rúm- lega þriðjungur, mælt í verðmæti, um fjórðungur fer til Asíu, næst kemur Bretland, þá Þýzkaland og loks Frakkland. Mikil ýsu- veiði jók hlut landvinnslu í sölu til Bandaríkjanna og jókst salan þangað eins og til Asíu og Frakklands, en minna fór utan til Bretlands og Þýzkalands en árið áð- ur./6 Útgerðarfélag Akureyringa: Heildarafli 1989-95 Áætl. 95 bús. tonn------------------ Ol 1—J—1....1__l—4 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 Mest selt til Bandaríkjanna Útgerðarfélag Akureyringa: Markaðssvæði T"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.