Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 C 3 _______________________________FRETTASKYRIMG_________________________________ Stöðfirðingar og Breiðdælingar skilja að skiptum eftir stutta en stormasama sambúð í Gunnarstindi Deilt um fjöregg Togstreita milli stjómenda og byggðarlaganna hefur orðið til þess að Stöðfírðingar og Breiðdælingar sem fyrir þremur og hálfu ári sameinuðu sjávarútvegsfyrirtæki sín em nú að slíta samstarfínu. Fyrirtækið hefur í raun aldrei verið sameinað nema að nafninu til, skrifar Helgi Bjamason. Kunnugir telja að ímyndaðir hagsmunir byggðarlaganna og tilfínningar hafí ráðið meiru en hagsmunir fyrirtækisins. Morgunblaðið/Helgi Bjamason ÞETTA eru kostir íbúa Breiðdalsvíkur: Slitnað hefur upp úr samstarfi við Stöðfirðinga, en þangað eru 18 kílómetrar, en framundan er samstarf við íbúa Djúpavogs sem er 64 kílómetra í burtu. AÐUR en. Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar og Hrað- frystihús Breiðdælinga gengu í eina sæng voru gerðar nokkrar tilraunir til samein- ingar. Formleg tillaga var t.d. lögð fyrir hluthafafundi 20. ágúst 1991. Bæði fyrirtækin höfðu farið í gegn um greiðslustöðvun og opinbera sjóðameðferð hjá Atvinnutrygg- ingasjóði og Hlutafjársjóði Byggða- stofnunar þannig að síðamefndi sjóðurinn átti verulegan eignarhlut, tæplega helming á Breiðdalsvík og fjórðung á Stöðvarfirði. Þá átti Utvegsfélag samvinnumanna og tengd fyrirtæki stóran hlut í húsinu á Breiðdalsvík. Sáu þessir aðilar möguleika á hagræðingu í rekstri með sameiningu og að unnt yrði að byggja upp sterkara fyrirtæki. Byggðastofnun lagði mikla áherslu á sameininguna. Andstaða við samelningu Aftur á móti var mikil andstaða heima fyrir og er fullyrt að mikill meirihluti fólks hafi verið á móti. Breiðdælingar voru búnir að missa að mestu eignarhald síns fyrirtækis en hreppsnefnd Stöðvarhrepps hafði neitunarvald út á 28% eignar- hlut sinn í Hraðfrystihúsi Stöðvar- fjarðar. Rökin þar á móti samein- ingu voru m.a. þau að fyrirtækið stæði vel eins og rekstri þess væri háttað og því ekki þörf á samein- ingu. Jafnframt myndu aðilar utan sveitarfélagsins verða of áhrifa- miklir í sameinuðu fyrirtæki. Felldi hreppsnefndin formlega tillögu um sameiningu. Byggðastofnun tókst að fá þess- ari afstöðu breytt. Lofaði hún að veita sameinuðu fyrirtæki 50 millj- óna króna lán til að kaupa togarann Patrek ásamt kvóta frá Patreks- firði. Fékkst þá meirihluti hrepps- nefndarinnar á Stöðvarfirði til að samþykkja- sameininguna og var það gert á hluthafafundum í félög- unum tveimur mánuðum eftir að sameining hafði verið felld, eða 25. október 1991. Hugur starfsfólks var þó ekki breyttur, eins og kannski sést best á veggskreyting- unni í frystihúsinu á Stöðvarfirði: „Lengi lifi HSS“. Af samtölum við fólk á Stöðvarfirði að ráða er það enn sannfærðara en áður um að sameiningin hafi verið hrapalleg mistök sem Stöðfirðingar séu nú að súpa seyðið af. Ekki samstaða um aðgerðlr Gunnarstindur var með ágæta eigna- og kvótastöðu í upphafi. Að mati kunnugra átti það að geta spjarað sig ekki síður en mörg fyrir- tæki sem verið hafa að gera það gott síðustu ár. Staða fyrirtækjanna var svipuð við sameiningu en áber- andi drifkraftur hafði verið í Hrað- frystihúsi Stöðvarfjarðar um skeið og ákvað stjórnin að reyna að nýta sér hann fyrir fyrirtækið allt og réð framkvæmdastjórann, Jónas Ragn- arsson, sem framkvæmdastjóra Gunnarstinds hf. Skrifstofuhald var að mestu lagt niður á Breiðdalsvík og fjárhagurinn endurskipulagður. Maður sem þekkir vel til rekstrarins segir að fyrirtækið hafi byijað ágætlega. Stjórnunarkostnaður hafí lækkað en ekki náðst sá árang- ur í hagræðingu í vinnslu og öðrum þáttum sem að hafði verið stefnt. Fyrirtækið hafí raunar alltaf staðið sig fremur slælega í 'fískvinnslunni samanborið við önnur sambærileg. Síðan hefur leiðin legið niður á við. Félagið fékk skell í gengisfell- ingum og tapaði alls um 200 millj- ónum kr. á rekstri þriggja ára. Togstreita var hjá stjórnendum fé- lagsins og milli staðanna þannig að ekki náðist samstaða um aðgerð- ir til að draga úr kostnaði. í þessu sambandi er vert að minna á hina miklu andstöðu sem var við samein- inguna og ekki ólíklegt að stjórnar- menn, sem jafnframt voru fulltrúar meirihluta hreppsnefnda, hafí átt erfitt með að réttlæta aðgerðir sem myndu leiða til minni starfsemi og jafnvel fækkunar starfsfólks í byggðarlagi þeirra. ímyndaðir hagsmunir byggðarlaganna tveggja réðu en ekki hagsmunir fyrirtækis- ins, sagði einn viðmælandi Morgun- blaðsins fyrir austan. Fyrirtækið var áfram rekið eins og tvö fyrirtæki, undir sama nafn- inu. Frystihúsin voru að gera líka hluti. Kambaröst landaði á Stöðvar- fírði og Hafnarey á Breiðdalsvík og þjónusta fyrir skipin og fyrirtæk- ið allt þurfti að vera á báðum stöð- um. Mikið tap var af útgerð Pat- reks, hann reyndist ekki henta við þær aðstæður sem þama voru, og var hann seldur en kvótinn fluttur yfír á togarana. Flestir sem blaðamaður ræddi við á Breiðdalsvík og Stöðvarfírði voru sammála um að togstreita stjórn- enda félagsins væri orsök erfíðleik- anna. Fyrirtækið væri enn rekið eins og tvö fyrirtæki og ekki virtist mögulegt að ná samstöðu um nein- ar aðgerðir. Nær allir tóku það jafn- framt fram að starfsfólki og al- mennum hreppsbúum hefði ekki verið gerð grein fyrir því hvað væri að gerast. Þá bentu menn á mistök- in með kaupin á Patreki. Starfsfólk i frystihúsinu í Breið- „VIÐ viljum koma drift í þetta fyrirtæki á nýjan leik. Það hefur verið á hraðri niðurleið frá því í haust, eingöngu vegna sofanda- háttar í stjórmm þess,“ sagði Björgvin Guðmundsson, oddviti Stöðvarhrepps, um áform meiri- hluta hreppsnefndar. Björgvin sagði að tilgangur hreppsnefndar með því að bjóða í hlutabréf Þróunarsjóðs hafi verið að ná völdum í fyrirtækinu. Nauð- synlegt hafi verið að losna undan valdi hins opinbera. Spurður að því hvort ekki hefði verið betra fyrir fyrirtækið og hreppinn að auka hlutaféð í stað þess að leggja alla peninga hreppsins í að kaupa bréfin af Þróunarsjóði sagði Björg- vin að ekkert vit væri í því að leggja peninga í fyrirtækið eins dalsvík sem blaðamaður hitti í kaffí- stofunni sagði að þó gamalgróinn rígur væri milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur hefði það ekki háð samstarfí verkafólksins, það gæti vel unnið saman. Spennan væri í stjórnuninni. Báðir meirihlutarnir falla Framkvæmdastjóri Gunnarstinds vildi flytja alla útgerðina til Stöðv- arfjarðar, taldi það hagkvæmara en fékk því ekki framgengt. Stjórn- in reyndi að ná samstöðu um að- gerðir en ýmislegt varð til að tefja fyrir. Til dæmis var ákveðið að fresta öllum aðgerðum fram yfír kosningar um sameiningu sveitar- félaganna, sem fram fóru í febrúar í fyrra, til að hafa ekki áhrif á niður- stöður þeirra. Sameiningin var þó felld. Síðan kom upp spenna milli framkvæmdastjórans og stjórnar- manns sem framkvæmdastjórinn fór fram á að viki úr stjórn, að öðrum kosti segði hann upp störf- um. Taldi meirihluti stjómarinnar þá fullreynt að Jónas Ragnarsson gæti framkvæmt nauðsynlega hluti og tók hann á orðinu þó hann vildi draga uppsögn sína til baka. Ungur og því hefði verið stjórnað. „Stjómunarhættir gengu þvert á hagsmuni Stöðfirðinga. Þótt við ættum verulegan eignarhlut en Breiðdælingar sáralítinn var unnið að því að leggja niður starfsemina hér og flylja hana á Breiðdalsvík.“ Hann sagði að ekki þýddi að bjóða fólki upp á að vinna í öðru byggðarlagi, þótt ekki væri langt á milli. „Vinnan er ástæða þess að fólk býr í þessum litlu sjávar- plássum. Það er örstutt að fara í vinnuna og sækja börnin á leik- skólann. Ef menn hafa ekki vinnu á staðnuin flytja inenn þangað sem vinnan er,“ sagði Björgvin. Hann sagði að Stöðfirðingar treystu sér til að reka fyrirtækið eftir skiptingu þess. Þeir hefðu rekjð þessa einingu áratugnm maður, Jón Hermann Óskarsson, var ráðinn í hans stað og þurfti hann tíma til að setja sig inn í verk- efnið. í hreppsnefndarkosningunum í maí í fyrra féllu meirihlutarnir á báðum stöðum og höfðu atvinnu- málin sín áhrif í því efni. Nýju meirihlutarnir fóru að krefjast þess að fá sína menn í stjóm. Um þetta leyti var, samkvæmt heimildum blaðsins, loks að myndast samstaða í gömlu stjórninni um nauðsynlegar hagræðingaraðgerðir á grundvelli útreikninga nýja framkvæmda- stjórans. Hann benti til dæmis á að vélaverkstæðið á Stöðvarfirði væri rekið með miklu tapi, tíminn þar kostaði í raun töluvert á þriðja þúsund en hægt væri að fá hann þúsund kr. ódýrari, til dæmis á einkareknu verkstæði á Breiðdals- vík. Fékk hann heimild til að segja upp öllum véla- og verkstæðis- mönnum og leggja niður vélaverk- stæðið og átti það að vera fyrsta skrefíð í hagræðingarátaki. Á verk- stæðinu vann nýkjörinn oddviti Stöðvarhrepps og í kjölfar uppsagn- anna blossuðu upp deilur á Stöðvar- fírði og milli staðanna. satnan og ekki væri nokkur ástæða til að ætla annað en það tækist áfram. Hann tók það þó skýrt fram að það væri algert skilyrði að þeir ættu meirihluta í fyrirtækinu, þeir vildu að það ætti ekkert á Breiðdalsvík og Búlandstindur ekkert í þeirra fyr- irtæki. Að öðrum kosti yrði fyrir- tækinu ekki skipt. Reiknað er með að fyrirtækið haldið eftir um 1.400 tonna kvóta fyrir Kambaröst. Björgvin sagði að til þess að bæta fyrirtækinu upp minnkandi kvóta þyrfti að reyna að komast inn í þann mikla afla af smábátum sem seldur væri í burtu i gámum. Einnig hefði verið rætt um samstarf við fyrir- tæki á Fáskrúðsfirði um hráefni- söflun og vinnslu. Húsakynni frystihúss Gunnars- tinds hf. á Breiðdalsvík eru nýrri og talin mun betri en á Stöðvar- fírði. í stjórninni voru uppi hug- myndir um að leggja meiri áherslu á hefðbundna vinnslu þar en vera áfram með ýmsar aukategundir á Stöðvarfírði. Það hefði væntanlega leitt til þess að starfsfólki hefði verið ekið eitthvað milli staðanna en átján kílómetrar eru á milli þeirra. Stöðvarhreppur reynir að ná völdum í þessari stöðu óskaði Útvegsfé- lag samvinnumanna eftir hluthafa- fundi fyrrihluta vetrar og þar var kosin ný stjórn. Þróunarsjóður sjáv- arútvegsins nýtti þar í fyrsta skipti vald sitt til að kjósa tvo menn í stjóm og var talið að þeirra hlut- verk væri einkum að stuðla að því að hlutur sjóðsins yrði söluhæfur og síðan að selja hann. Bréfín voru auglýst til sölu eins og gert hafði verið árlega án þess að nokkur hefði sýnt þeim áhuga. Nú brá svo við að nokkur tilboð bárust. Stöðv- arhreppur bauð 40 milljónir í öll bréfín sem voru þriðjungur af hluta- bréfum í félaginu og var tilboð hans samþykkt. Með þessu móti hefði hreppurinn náð völdum í fé- laginu með rétt tæplega 50% eign- arhlut sínum. Hins vegar áttu aðrir hluthafar og starfsfólk forkaupsrétt og var hann nýttur að hluta þannig að hreppurinn náði ekki markmiði sínu. Enn meiri tortryggni og tog- streita virðist vera í nýju stjóminni milli fulltrúa staðanna en þó var í gömlu stjórninni og tilboð Stöðvar- hrepps í hlutabréf Þróunarsjóðs virkaði eins og olía á eldinn. Fyrir- tækið er komið í greiðsluerfíðleika og ákvað stjómin að selja togarann Hafnarey frá Breiðdalsvík án kvóta til að létta á skuldastöðunni. Jafn- framt komu upp hugmyndir um samvinnu við Búlandstind hf. á Djúpavogi um hráefnisöflun og vinnslu á Breiðdalsvík. Þessar hug- myndir komu upphaflega frá Útsam og Breiðdælingum en fulltrúar Stöðfirðinga í stjórninni óskuðu síð- an eftir því að skipting fyrirtækis- ins yrði reynd. Er nú unnið að því máli en óljóst er hvort samningar nást. Þurfa menn að semja um skiptingu skulda og fá samþykki kröfuhafa. Þá gera Stöðfírðingar það að skilyrði að þeir nái völdum í fyrirtækinu eftir að búið er að selja Breiðdalseignirnar til Bú- landstinds hf. Nýr átakapunktur SH og ÍS? Framkvæmdastjóraskipti urðu aftur 1. maí. Jón Hermann Óskars- son sagði upp störfum í mars og varð að samkomulagi að hann hætti nú þó ekki væri búið að ljúka skipt- ingu fyrirtækisins. Stjórnin hefur ráðið Jónas Ragnarsson, fyrri fram- kvæmdastjórann, til að reka fyrir- tækið þennan mánuð sem búist er við að skiptin taki. Reikna menn með að meirihluti hreppsnefndar á Stöðvarfírði hugsi sér hann sem framkvæmdastjóra þeirra fyrirtæk- is. Kvóti Gunnarstinds er að verða búinn. í því óvissuástandi sem ríkt hefur treysti fráfarandi fram- kvæmdastjóri sér ekki til að hrinda í framkvæmd áformum sínum um breytingar á útgerðarháttum í þeim tilgangi að treina kvótann til loka fiskveiðiársins. Sjá menn nú fram á erfítt atvinnuástand á báðum stöðunum í sumar. íslenskar sjávarafurðir selja fyrir Gunnarstind hf. í ljósi átaka stóru sölusamtakanna, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og íslenskra sjávarafurða, hafa Stöðfirðingar nefnt möguleika á því að fá SH til liðs við sig eftir að fyrirtækinu verð- ur skipt. Telja sumir að það hafi orðið til þe_ss að Útsam og tengd félög úr ÍS-blokkinni vilji ekki sleppa hendinni af fyrirtækinu. Fulltrúar meirihluta hreppsnefndar neita því að slíkar áform séu uppi. Vilja drift í fyrirtækið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.