Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fiskverð heima Alls fóru 266,3 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 21,2 tonn á 89,52 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 25,6 tonn á 82,61 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 219,5 tonn á 86,76 kr./kg. Af karfa voru seld 107,9 tonn. í Hafnarfirði á 60,59 kr. (3,71), á Faxagarði á 54,31 kr./kg (4,41) en á 46,899 kr. (99.81) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 169,4 tonn. í Hafnarfirði á 49,38 kr. (9,51), á Faxagarði á 68,81 kr. (0,41) og á 61,40 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (159,51). Af ýsu voru seld 219,8 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 87,58 kr./kg. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Fiskverð ytra Þorskur mmm—m Karfi mmmmm Ufsi mmmmm Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Dala Rafn VE 508 seldi 128,9 tonn á 139,48 kr./kg. Þar af voru 113,0 tonn af karfa á 142,97 kr./kg, en 8,4 tonn af ufsa á 108,36 kr./kg. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 134,3 tonná161,34 kr./kg. Þar af voru 2,5 tonn af þorski seld á 165,90 kr./kg. Af ýsu voru seld 50,0 tonn á 125,51 kr./kg, 0,5 tonn af kolaá 156,36 kr./kg, 61,3 tonn af grálúðu á 200,70 kr./kg. og 7,5 tonn af karfa á 121,54 kr. hvertkíló. 4 ÚA jók verðmæti hvers kílós í vmnslunni um 9% milli ára REKSTUR Utgerðarfé- lags Akureyringa gekk vel á síðasta ári. Afli skipa félagsins jókst um 900 tonn milli ára og varð tæplega 21.700 tonn. Þá var heildarfrysting áfurða meiri en nokkru sinni fyrr. Afli frystitogaranna jókst töluvert enda bætt- ist sá þriðju í flotann á árinu og töluvert var sótt á fjarlæg mið eins og Reykjaneshrygg og Smuguna. Hér verður á eftir stiklað á stóru í árs- skýrslu ÚA, þar sem fjailað er um veiðar og vinnslu: 90 milljónum króna varið í fyrra til kaupa á aflaheimildum Heildarafli skipa félagsins var 21.683 tonn, en hann var 20.788 tonn árið áður. Aflinn jókst því um tæp 900 tonn á milli ára, þrátt fyrir verkfall sjómanna í janúarmánuði. Fjöldi úthaldsdaga var 2.019 á móti 1.954 árið áður og var afli á úthaldi þvi 10,7 tonn eða svipaður og árið áður þegar hann var 10,6 tonn. Inn- vegið hráefni eigin skipa til vinnslu var 13.149 tonn eða um 1.500 tonn- um minni en árið 1993. Þá ber að hafa í huga, að ísfiskiskipunum fækkaði um eitt á árinu, þar sem bv. Svalbak EA 302 var lagt, en nýi Svalbakur EA 2 kom í hans stað, en hann var frystitogari. Hins vegar var önnur hráefnisöflun 3.200 tonn. Nær öll þessi hráefnisöflun fór til vinnslu hjá félaginu á Akureyri og Grenivík eða um 16.350 tonn. Afli frystitogara félagsins, sem nú voru orðnir þrír, var samtals 8.534 tonn eða um 2.400 tonnum meiri en árið áður. Eins og kunnugt er hafa orðið verulegar skerðingar á úthlut- uðum aflaheimildum á sl. árum og á það sérstakelga við um þorsk, grál- úðu og karfa. Enn ein skerðing átti sér stað við úthlutun frá 1. septem- ber á sl. ári og var hún um 500 tonn af þorski og um 900 tonn af karfa. Niðurskurður á aflaheimildum i þorski sl. fjögur ár hefur verið um 56%. Til þess að setja þessa alvarlegu stöðu í samhengi má benda á að afli félagsins í þorski var tæplega 9 þús- und tonn árið 1988, en úthlutaðar heimildir á yfirstandandi ári eru 3.300 tonn en þá hafa verið keypt varanlega um 2.000 tonn af þorski á sama tímabili. Við þessum skerðingum hefur verið brugðist með því að kaupa varanlegar veiðiheimildir og veiði- heimildir innan ársins og eru þannig um kr. 90 millj. gjaldfærðar á árinu 1994 vegna slíkra ráðstafana, ýmist sem rekstrargjöld eða auknar af- skriftir. Ennfremur var sótt á fjar- læg mið á sl. ári í auknum mæli. Svalbakur EA 2 aflaði um 2.200 tonna af úthafskarfa á Reykjanes- hrygg og fjórir togarar félagsins öfluðu samtals um 1.800 tonna af þorski í Smugunni í Barentshafi. Samsetning afla eftir tegundum hefur breyst nokkuð á milli ára og er það í samræmi við skerðingu afla- heimilda. Þorskaflinn er um 2.000 tonnum minni þrátt fyrir áðumefnd- ar Smuguveiðar og grálúðuaflinn dregist saman um 800 tonn. Hins vegar eykst karfaaflinn og ýsuaflinn tekur mikið stökk en á síðasta ári öfluðu skip félagsins 3.200 tonna af ýsu á móti 1.300 tonnum árið áður. FramlelAsla Eins og fyrr var nær allur afli skipa félagsins unninn í eigin fisk- vinnslustöðvum. Auk þess var samið við aðrar útgerðir um öflun hráefnis og tókst þannig að halda stöðugri framleiðslu. Pramleiðsla freðfisks í landi var samtals 6.740 tonn en hafði verið 7.769 tonn árið áður. Félagið hóf vinnslu freðfisks á Grenivík á miðju árinu og voru fram- leidd þar 360 tonn en 6.380 tonn á Akureyri. Framleiðsla saltfisks var engin á árinu, svo sem verið hefur undanfarin ár, en framleiðsla á skreiðarhausum var rúmlega 400 tonn eða litlu minni en árið áður. Stöðugt er unnið að því að ná meira framleiðsluverðmæti út úr hveiju kílógrammi af hráefni og beina sölunni á þau markaðssvæði, sem best gefa hverju sinni. Framþró- un varð að þessu leyti á árinu, þar sem um 9% aukning varð á fram- leiðsluverðmæti hvers kílós af hráefni sem fór til vinnslunnar. Framleiðsla á sjófrystum afurðum var 4.879 tonn en var 3.825 'tonn árið áður. Eins og áður segir fjölgaði um eitt frystiskip í eigu félagsins og var bv. Svalbakur EA 2 gerður út í sjö mán- uði á árinu. Heildarframleiðslumagn frystra afurða varð því 11.619 tonn en var 11.594 tonn árið áður. Er þetta örlítil framleiðsluaukning og jafnframt mesta framleiðsla, bæði í magni og verðmæti, sem náðst hef- ur, þrátt fyrir nær enga vinnslu í janúar vegna verkfalls sjómanna. Markaðir Sem fyrr taka fimm markaðs- svæði verulegan hlut framleiðslunn- ar. Að því er Iandfrystinguna varðar jókst útflutningur til Bandaríkjanna verulega á árinu 1993 og hélt sú aukning áfram á sl. ári. Hinn mikli ýsuafli hafði hér veruleg áhrif en Bandaríkjamarkaður er langsterk- asti markaður fyrir þessa fiskteg- und. Hlutfall þess markaðar af land- frystingunni var 44,1% af magninu og 50,1% af verðmætinu, en 35,5% af magninu og 44,7% af verðmætinu árið áður. Útflutningur til Evrípu, þ.e. Bretlands, Þýskalands og Frakklands, var 51,9%-af magninu og 46,2% af verðmætinu á móti 56,9% af magninu og 49,2% af verð- mætinu árið áður. Markaðssvæði sjófrystra afurða eru þau sömu og fyrir landfrystu afurðirnar. Útflutningur til Austur- Asíu á sem fyrr stærsta hlutann eða 71,6% í magni og 69,7% í verð- mæti. Árið áður voru þessi hlutföll 67,5% í rhagni og 64,7% í verð- mæti. Sem fyrr endurspeglast í út- flutningnum sú stefna í framleiðsl- unni að beina þorsk- og ýsuvinnsl- unni meira í landvinnslu en karfa og grálúðu meira í sjóvinnslu. Aflahelmlldlr Mikill samdráttur hefur orðið á veiðiheimildum ÚA á undanförnum árum eða allt frá árinu 1989. Afla- heimildir sem námu 20.656 tonnum 1988 voru komnar niður í 11.788 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Félagið hefur hins vegar keypt var- anlegar aflaheimildir sem eru nú um 4.100 tonn eftir skerðingu þannig að grunnheimildir félagsins eru um 15.900 tonn. Hins vegar fékkst 690 tonna úthlutun úr jöfnunarsjóði og aðgangur að veiðiheimildum vegna samvinnu við Grenvíking nemur um 500 tonnum. Þá voru um 2.300 tonn flutt á milli fískveiðitímabila og eru því veiðiheimildir til ráðstöfunar á yfirstandandi fiskveiðiári um 19.500 tonn. Um sl. áramót var búið að ráð- stafa um 5.600 tonnum þannig að um 13.900 tonn eru til ráðstöfunar frá 1. janúar til 30 ágúst á þessu ári. Með veiðum utan kvóta ætti því að vera hægt að halda ótruflaðri starfsemi á þessu ári og afli að verða svipaður og á sl. ári. Gæðamál Félagið vann til gæðaverðlauna sem dótturfyrirtæki SH, Coldwater Seafood, veitir árlega þeim framleið- endum, sem þykja skara fram úr í gæðum. Félagið fékk þessi verðlaun fyrir landfrystinguna, en einnig fékk bv. Sléttbakur EA 304 þessi verðlaun fyrir framúrskarandi gæði í sjófryst- ingu. Þannig hlaut félagið tvenn af þeim 14 verðlaunum, sem úthlutað var af Coldwater á þessu ári. Magn Útgerðarfélag Akureyringa: Framleiðsla 1989-94 15,0þús.tonn >— 0-|—-t----1---1---1—i—+- '89 ’90 '91 '92 '93 ’94 '95 Mesta frysting í sögu ÚA hf. FRYSTING sjávarafurða hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa varð í fyrra, meiri en nokkru sinni áður eða rúmlega 11.600 tonn, sem er örlitlu meira en árið áður. Þessu marki var náð þrátt fyrir að vinnsla væri nær engin í janúar 1994 vegna verkfalls sjómanna. Skýringin á aukningunni er með- al annars sú, að nýtt skip bættist í flota ÚA, Svalbakur EA 2 en hann var gerður út í sjö mánuði. Þar að auki sóttu skipin töluverð- an afla á fiskimið utan lögsög- unnar, bæði á Reykjaneshrygg og í Smuguna. Þá hefur ÚA gert nokkuð af því að kaupa varanleg- ar aflaheimildir til að mæta nið- urskurði á aflakvóanum. Verdmæti Útgerðarfélag Akureyringa: Framleiðsluverðmæti 1989-94 (á verðlagi hvers árs) 3,0 milljarðar kr. 0 I I I I I I '89 '90 ’91 '92 '93 '94 NOKKRAR breytingar hafa orð- ið á vægi vinnslugreina innan framleiðslu ÚA. Sjófrystingin vinnur stöðugt á, en hiutur fryst- ingar í landi dregst saman. Sam- dráttur í magni er þó heldur meiri en samdráttur í verðmæt- um. Vinnsla ÚA byggist nánast eingöngu upp á frystingu á sjó og í landi. Saltfiskvinnsla er eng- in, en framleiðsla á hertum fisk- hausum nam um 400 tonnum í fyrra. Enn er frysting í landi meiri en á sjó, en á þessu ári er gert ráð fyrir því að jafnmikið verði fryst í landi og um borð í skipunum. 18þús. tonn 16 Fiskmarkaður Breiðafjarðar 1992-1994 0_________1_________2_________3 Rif Ólafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur ............. Arnarstapi mmmmá Aflamagn 1994 Fyrirtæki Riflæ Ólafsvík Gnjndarfjörður Stykkishólmur Arnarstapi Fyrirtæki 1992 1993 1994 5þús. tonn 6 Breiðafjörður Stykkishólmurf % Hellissandur.í^ Slafsvík irnarstapi Aflaverðmæti 400 500 600 Faxaflói 700 milljónir kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.