Morgunblaðið - 03.05.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 03.05.1995, Síða 1
Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 3. MA11995 ' Dl BLAÐ giedilegt sumar oOOOCOO (rt Sumarið er komið GLEÐILEGT SUMAR! Ó, hvílík sæla. Nú veturinn lið- inn er. Vorið er komið og grund- irnar gróa - humm, eða því sem næst. Hafdís Hilmarsdóttir, 6 ára, Hafnarfirði, sendir okkur sumar- mynd svo litfagra og upplífgandi. Blóm - umm, góð lykt (stundum að minnsta kosti), gróðurangan, sól og hiti, logn (það kemur fyrir) og allir eru í sólskinsskapi - ættu að vera það (eða er það ekki rétt hjá mér, krakkar?). Hvað, við erum ekkert að gera veður út af því þótt STUNDUM RIGNI, þótt STUNDUM sé engin sól, þótt STUNDUM sé ekkert sólskin. Mest um vert er að sól sé í sinni okkar - innri birta og hlýja. Þá kemur hitt allt og allt verður gott. Sumir kalla það að vera í pollíönnuleik, en það gerir nú ekk- ert til. Ef okkur líður vel og við erum hamingjusöm, skiptir engu máli hvað aðrir segja um það. Við verð- um bara að vona fyrir þeirra hönd og annarra vandamanna, að þeim geti lærst að láta sér líða vel. Úff, það er aldeilis að ég er lip- ur í fingrunum, að geta sett þetta allt á tölvuna mína jafnóðum og ég hugsa þetta, hugsa þetta þegar ég skoða myndina hennar Hafdís- ar, sumarstúlkunnar. Verði ykkur að góðu, börnin mín fjær og nær, og þakkir fyrir að vera til, því hvar værum við ef við hefðum ekki hvert annað, pæliði í því! Aðeins tveir DlNNI og Sveinbjörn fóru ■^saman í 'veiðitúr aldrei þessu vant og aflinn varð þó nokkur. En eitt skyggði þó á gleðina yfir fengnum hlut. Aðeins tveir fiskanna eru ætir, hinir eru baneitraðir. Krakkar, hjálpið nú strák- unum að finna fiskana tvo, sem eru ætilegir, svo vinunum verði ekki meint af. Píba DJÖRN Ingi ^Baldvinsson, Sandholti 30, 355 Ólafsvík, teiknaði þessa skemmtilegu mynd fyrir okk- ur, krakkar. Fyr- irsögnin hljómar kannski ein- Björns Inga. kennilega, en þetta er nafnið Við þökkum Birni Inga og á ósýnilega vininum hans Píba kærlega fyrir! Á sviðinu UELGA Páley Friðþjófs- B *dóttir, 7 ára, Háarifí 87, 360 Snæfellsbæ, les alltaf Myndasögur Mogg- ans, segir hún okkur í bréfí sem hún sendi með myndinni sem hér fylgir. Þú ert ekki neitt smá flink að teikna, Helga. Þama ræður gleðin nkj- um og fólkið skemmtir sér, allir brosa út að eyrum. Þetta er alveg meiriháttar. Stemmningin er gífurleg á sviðinu. Hver lítur yfir sviðið úr hæstu hæðum, Tobbi í turn- inum? Spyr sá sem ekki veit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.