Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 1
FfÖLMIDLflJR ítök Murdochs gagnrýnd /5 SKREYTINGAR HRAEFNI Athafnakona á Veröhækkanir á Austurlandi /4 blaðapappír /6 VIÐSKIPn AIVINNUIÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 BLAÐ Banki Landsbanki Islands hefur sótt um leyfi til byggingarnefndar Reykjavíkur til að byggja nýtt bankaútibú í Reykjavík. Nýja bankaútibúið á að rísa í Grafar- vogi, nánar tiltekið á lóð nr. 1 við Fjallkonuveg. Til að byrja með ætlar bankinn að byggja bráðabirgða útibú úr timbri á lóðinni. Tívolí Hafnarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt umsókn Jörundar Guð- mundssonar um starfsleyfi fyrir Tívolí UK í Reykjavík nú í sum- ar. Jörundur sótti um starfsleyfi fyrir tívolíið við Reykjavíkur- höfn, nánar tiltekið við Miðbakka dagana 8.-23. júlí nk. Tívolíið hefur verið á þessum sama stað síðustu sumur. Bónus Bónus hefur fengið samþykki byggingarnefndar Reykjavíkur til að stækka matvöruverslun sína í Holtagörðum. Auk Þeirrar verslunar rekur Bónus nú sex verslanir á höfuðborgarsvæðinu, og tvær í Færeyjum. SÖLUGENGIDOLLARS 1. Tovota 405 21,0 -10,0 2 Nissan 308 15,9 +16,7 3. Volkswagen 246 12,7 +59,7 4. Hvundai 179 9,3 +0,5 5. Subaru 133 6,9 +1230 6. Opel 106 5,5 +783,3 7. Mitsubishi 93 4,8 -27,9 8. Renault 69 3,6 +35,3 9. Volvo 64 3,3 -5,9 10. Mazda 54 2,8 +8,0 Aðrar teg. 275 14,2 -14,3 Samtals 1.932 100,0 +14,5 Bifreiðainnflutningur í janúar til apríl 1995 1994 1995 1994 NÝSKRÁNINGUM fólksbíla hefur fjölgað um 14,5% það sem af er árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru nýskráðir 1.932 fólksbílar, en í apríllok á síðasta ári nam innflutningurinn 1.687 bílum. í apríl síðastliðinn voru nýskráðir 593 fólksbílar, en 487 í apríl 1994 og er aukningin tæp 22%. Hvað varðar markaðshlutdeild einstakra fólksbíla- tegunda er Toyota mest seldi fólksbílinn það sem af er árinu með markaðs- hlutdeild upp á 21 %. Salan hefur þó dregist saman um 10% frá sama tímabili í fyrra. Nissan, sem er í öðru sæti, hefur hins vegar aukið söluna um 16,5%. Ennfremur sést hér ofar að af tíu mest seldu fólksbílategundunum á umræddu tímabili hafa 7 aukið söluna frá sama tímabili í fyrra. Upplýsingar um mánaðarlegar nýskráningar bifreiða frá árinu 1991 eru á súluriti hér neðar og sést þar að eftir umtalsverðan vöxt á milli mánaða framan af þessu ári dróst innflutningur saman á milli mars og apríl. Nýskráningar bifreiða, mánaðarlegar frá 1991 1.6oo------------------------------------------------------------- 1.400 ; rj |----------------------------------------------------- 1.200-- ---------------------------------------------------------- 1.000 «---------------------------------------------------------- 800-- --------------- r"j---------------------------------------- 6001-1(1 n— — n--------------------íi n------- 400 n~ n ft-rfl rr-- 200 - ° 1991 1992 1993 1994 1995 Burðarás kaupir í sjá varútvegs- fyrirtækjum Eignast tæplega 3% hlut í Síld- arvinnslunni hf. BURÐARÁS hf., eignarhaldsfélag Eimskips, keypti nýlega hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. í Neskaupsstað að nafnvirði 7,5 milljónir króna eða sem svarar til um 2,8% heildarhlut- afjár. Seljandi bréfanna var Sæplast hf. á Dalvík. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, segir að kaupin séu liður í þeirri stefnu félagsins að dreifa að einhveiju marki fjárfestingum sín- um. Félagið hafi einnig keypt hluta- bréf í Skagstrendingi hf. á Skaga- strönd og Arnesi í Þorlákshöfn. Að- spurður um hvort Eimskip væri með þessum kaupum að tryggja hags- muni sína betur í flutningum á sjáv- arafurðum sagði Hörður að svo væri ekki, enda hefði féiagið annast flutninga fyrir þessi fyrirtæki um langa hríð. Eimskip er gegnum Burðarás orð- inn annar stærsti hluthafinn í Skag- strendingi með tæplega 12% hlutafj- ár. Nýlega keypti félagið 6,5% hlut- aflár af Smáey hf., fyrirtæki Magn- úsar Kristinssonar í Vestmannaeyj- um. Jafnframt á Burðarás 10% hlut í Árnesi í Þorlákshöfn en félagið tók þátt í 126 milljóna hlutafjáraukn- ingu fyrirtækisins í mars sl. „Þessi fyrirtæki eru skráð á hluta- bréfamarkaði og fjárhagsstaða þeirra hefur lagast. Við teljum áhugavert að vera hluthafar í þess- um fyrirtækjum og efla þannig hlutabréfamarkaðinn," sagði Hörður Sigurgestsson. Lýsmg að kaupa stóran hluta saminga Lindar SAMNINGAR standa yfir um að Lýsing hf. kaupi af Landsbankan- um stóran hluta af þeim eignar- leigusamningum sem áður voru í eigu Lindar hf. Ef samningar tak- ast má gera ráð fyrir því að eignar- leigusamingar að fjárhæð 1,5 millj- arðar skipti um hendur. Ólafur Helgi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Lýsingar, segir að á þessu stigi sé verið að ræða um kaup á eignarleigusamningum við trausta viðskiptavini. Ef samningar náist uni þá verði það einnig kann- að hvort möguieikar séu á kaupum samninga við viðskiptamenn sem séu í einhveijum vanskilum með það í huga að skuldbreyta þeim. Hugs- anlega yrði um ábyrgð Landsbank- ans að ræða á þeim hluta samning- anna. Afgangi samninganna yrði hins vegar rift. „Það er fullur vilji til að ná sam- komulagi um kaup Lýsingar á þeim samningum s_em geta talist sölu- vara,“ sagði Ólafur Helgi. Á SÍÐUSTU 5 ÁRUM HAFA UM 1200 AÐILAR GERST FÉLAGAR í ALVÍB VlLT ÞÚ EKKI BÆTAST í HÓPINN? • 8,7% ávöxtun frá upphafi. • Persónuleg ráðgjöf til sjóðfélaga um lífeyris- og eftirlaunamál. • ítarleg ársfjórðungsleg yfirlit. • Félagar í ALVÍB vita alítaf nákvæmlega hver inneign þeirra er og hvaða eftirlaunum þeir geta átt von á. • Ávöxtun hvers sjóðfélaga er reiknuð út sérstaklega. • Inneign í ALVÍB erfist. • Allir geta greitt viðbótariðgjöld í ALVÍB. • Þeir sem ekki eru skyldugir til að greiða í annan lífeyrissjóð geta greitt öll sín iðgjöld í ALVÍB. • Lágur rekstrarkostnaður. • Örugg eignasamsetning. Almennur lífeyrissjóður VÍB, ALVÍB, er séreignarsjóður þar sem framlög sjóðfélaga eru eign hans og ferast á sérreikning hans. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.