Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Gjaldeyris- öflun og rannsóknir Sjónarhorn Rekstur rannsóknastarfsem- innar á Islandi aflar þjóðar- búinu gjaldeyris með beinum hætti, skrifar Jakob K. Krístjánsson, en margir gera sér ekki grein fyrir þessu né í hve miklum mæli þetta er. JakobK. Kristjánsson AÐ er almennt viðurkennt að vísindarannsóknir eru óijúfanlegur hluti af menningu og menntun þróaðra þjóða auk þess sem þær leiða oft til beinna hagnýtra niður- staðna. Á sama hátt eru hagnýtar rannsóknir og þróunarstarf hverri þjóð nauðsyn og forsenda tækni- framfara og nýsköpunar, sem leiðir til aukinna þjóðartekna. Um þetta þarf ekki að ræða frekar enda mý- mörg dæmi sem það sanna. En í þessari grein langar mig til að fjalla um hvernig rekstur rannsóknastarf- seminnar sjálfrar á íslandi aflar þjóðarbúinu gjaldeyris með beinum hætti, en margir gera sér eflaust ekki grein fyrir þessu né í hve mikl- um mæli þetta er. Alþjóðlegt samstarf Flestir vísindamenn á íslandi taka þátt í margvíslegu erlendu sam- starfi. Þar eru væntanlega um- fangsmest sameiginleg rannsókna- verkefni, sem eru þá oft ijármögnuð að verulegum hluta með styrkjum úr erlendum sjóðum (mest norræn- um og evrópskum). Slíku samstarfí tengjast margvísleg fundarhöld, þar er um að ræða verkefnafundi, stjórnarfundi, námskeið og jafnvel stórar alþjóðlegar ráðstefnur. Einn- ig eru inni í þessu stúdentaskipti og mjög oft framlög erlendra fyrir- tækja inn í verkefnin. Ferðakostnað- ur íslenskra vísindamanna á fundi 'erlendis er líka mjög oft greiddur af erlendum aðilum eða sjóðum í tengslum við slík verkefni auk þess sem margir fá beinlínis boð um að halda erindi erlendis, sem þá jafnan er greitt fyrir. í tengslum við slíkt alþjóðlegt samstarf fá íslenskir stúdentar mjög oft ferða- og náms- styrki erlendis, auk þess sem þessi alþjóðlegu sambönd hafa mikið með það að gera að koma íslenskum nemum fyrir við bestu háskóla heims. Jafnframt koma erlendir nemendur hingað til náms eða vinna hér að verkefnum og þá að jafnaði á styrkjum erlendis frá. Á sumum sviðum er auk þess um að ræða sérstaka rannsóknar- og námsleið- angra hingað til lands. Allt saman skapar þetta þjóðarbúinu töluverðar tekjur sem ég held að séu almennt mun meiri en menn gera sér grein fyrir og er þá væntanlega ekki fylli- lega metið sem framlag rannsókna- starfseminnar til þjóðarbúsins. Flestir íslenskir vísindamenn eru auk þess meðlimir í einu eða fleirum alþjóðlegum fagfélögum eða sam- tökum en slík félög standa mjög oft fyrir námskeiðum og ráðstefnum. Gegnum slíka þátttöku geta því þessir íslensku vísindamenn oft séð til þess að þessi félög haldi fundi sína og ráðstefnur hérlendis og er þá oft um að ræða mörg hundruð þátttakendur. Á það hefur ítrekað verið bent að venjulegir ferðamenn skapa þjóðarbúinu miklar tekjur og er þar stundum talað um að afrakst- urinn sé álíka mikill og af einu tonni af þorski fyrir hvem ferðamann. Jafnframt er bent á að ráðstefnu- gestir gefí venjulega talsvert meira af sér þar sem að þeir nota yfírleitt dýrari þjónustu en almennir ferða- menn. Það má því auðveldlega leiða að því líkur að hér geti verið um verulegt fjárhagslegt framlag að ræða, sem tengist þessari starfsemi. Rannsóknir á hveralíffræði Til þess að rökstyðja þetta frekar hef ég tekið saman ákveðið dæmi þar sem ég hef metið lauslega hversu mikils gjaldeyris hefur verið aflað í tengslum við rannsóknir á hitakærum örveram, sem era mitt megin rannsóknarsvið eins og mörg- um er e.t.v. kunnugt. Hér er einung- is um lauslegt mat að ræða, en þetta er þó allt alfarið mál sem að ég hef sjálfur haft bein afskipti»af, en til viðbótar þessu er vafalaust ýmislegt af svipuðum toga, sem aðrir vísindamenn hérlendis hafa staðið að og einnig getur með einum eða öðram hætti tengst rannsóknum á lífríki hvera hér á landi. Rannsókn- ir þessar á hitakæram örverum og lífríki hvera og lauga hafa verið stundaðar hér af töluvert miklum krafti allt frá árinu 1982 en voru einna umfangsmestar á fimm ára tímabili frá 1990 til 1994 og hef ég tekið þetta tímabil til að telja saman gjaldeyrisöflunina. Meðfylgjandi tafla sýnir helstu þætti sem að þarna koma við sögu. Það má að sjálfsögðu eitthvað tog- ast á um hvort rétt mat sé lagt til grandvallar í öllum liðum en þó held ég að sé alveg ljóst að hér er um veralega fjármuni að ræða og sem að liggur ekki fjarri 100 millj. kr. á þessu fímm ára tímabili. Gjaldeyristekjur islenska þjóðar- búsins tengdar rannsóknum á hita- kærum örverum á áranum 1990- 1994 (5 ár): Þús. kr. Styrkir frá Nordisk Industrifond 35.000 Styrkir frá Nordisk Ministerrád 5.000 Alþjóðleg ráðstefna með 230 manns 30.000 Stjómarfundir í verkefnum, 14 manns 2.100 Ýmsir nefndarfundir, lðmanns 2.500 Vinnufundir, 30 manns 4.500 NorFa námskeið, 20 manns 5.000 Heimsóknir 10 vísindamanna 1.500 Erlendir nemendur, 10 manns í 4-6 mánuði hver 1.500 Erlendir leiðangrar, 5 stk., 2-5 manns í 1-3 vikur 2.500 Sérstakt samstarf við Frakka 0.750 Genis hf. ýmsar tekjur (sölutekjur) 15.000 Aðrar heimsóknir, 5 manns 0.750 - Framlög, erlend fyrirtæki (seld verkefni) 5.000 Ferðir Isl. erlendis greiddar af erl. aðilum 10 (kostn.) 0.750 Styrkir til ísL námsmanna erlendis, 3 nem. 1.200 Samtals 113.050 Með í þessu mati eru að sjálf- sögðu ekki fjölmargir huglægir þættir sem eru gagnlegir eða já- kvæðir fyrir land og þjóð. Þar má nefna það framlag sem öflugar rannsóknir af þessu tagi leggja til álits íslands erlendis á vísindasvið- inu. Auk þess eru þetta mikilvægar rannsóknir til öflunar þekkingar um íslenska náttúru og séríslensk fyrir- bæri eins og hveri og laugar, auk þess að vera almennt framlag til menningar og menntunar þjóðarinn- ar. Ég er þess fullviss að það séu ýmiss önnur svið og rannsóknaverk- efni hér á landi sem era einnig í miklum alþjóðlegum samskiptum og sem afla með svipuðum hætti um- talsverðra gjaldeyristekna. Því má bæta við að á þessu sama fímm ára tímabili, sem hér um ræðir fengust líklega 40 - 45 millj. kr frá íslensk- um rannsókna- og vísindasjóðum til þessara verkefna. Auk framlaga frá rannsóknastofnunum og Háskóla íslands má áætla að heildarkostnað- ur við rannsóknir á hitakærum ör- veram á þessu fimm ára tímabili hafi verið nálægt 130 millj. kr. Því sést að þessi starfsemi, sem hér er tilgreind hefur með beinum og óbeinum hætti skilað umtalsverðum hluta þess kostnaðar aftur til ríkis- ins og þjóðarbúsins. Vegna samdráttar og áherslu- breytinga í norrænu rannsóknar- samstarfí hafa tekjur þaðan nú minnkað mikið. Styrkir til rann- sókna á hveralíffræði úr innlendum sjóðum hafa einnig lækkað nokkuð og ennþá eru tekjur vegna þátttöku í Evrópusamstarfi ekki farnar að skila sér. Rannsóknarumfangið hef- ur því verið að dragast saman s.l. 1 ár og verður svo út þetta ár eða þar til við náum að bæta það upp með rannsóknastyrkjum frá Evr- ópusambandinu. Þar sem staða okk- ar á þessu sviði er enn mjög sterk er ekki ástæða til að ætla annað en það muni takast. Rannsóknir þessar hafa alla tíð haft að hluta til það markmið að af þeim hlytist bein hagnýting. í þeim tilgangi var m.a. stofnað fyrir- tækið Genís hf. á árinu 1989 og hefur starfsemi þessi vaxið hægt og bítandi síðan. Útflutningur á vegum Genis hf. nam alls 6 millj. kr á s.l. ári. Atvinnumöguleikar vísindamanna Því er ekki að neita að atvinnu- möguleikar vísindamanna og margra annarra háskólamenntaðra manna eru mjög takmarkaðir hér á landi og eru því margir af færustu vísindamönnum þjóðarinnar starf- andi erlendis vegna þess að þeir hafa ekki fengið starf við hæfi eða aðstöðu í sama mæli hér á landi. Þetta hefur reyndar ágerst mjög hin síðari ár og er svo komið að fjöl- margir efnilegustu nemendum okk- ar, sem nú fara til framhaldsnáms erlendis gera ekki lengur ráð fyrir því að þeir komist heim aftur. Það er því afar mikilvægt að reynt sé eftir mætti, að halda uppi eins mik- illi og öflugri rannsókna- og vísinda- starfsemi hér á landi og kostur er til að spyrna gegn slíkum hæfileika- flótta. Margir telja eflaust að megin- hluti hinnar opinbera rannsóknar- starfsemi hérlendis sé að mestu út- gjöld fyrir ríkið og skili ekki miklum beinum tekjum til baka. Menn gera sér oft ekki grein fyrir margvísleg- um hliðarverkunum og að slík starf- semi afli í raun og veru, með beinum og óbeinum hætti, umtalsverðra beinna tekna í þjóðarbúið. Ég er þess fullviss að t.d. með einhverjum beinum stuðningi við skipulagningu og undirbúning alþjóðlegra vísindar- áðstefna mætti stórauka tekjur af þessu tagi af rannsóknarstarfsem- inni í landinu. Höfundur er deildarstjóri líftæknideildar Iðntæknistofnunar og dósent í örverufræði við Háskóla íslands. Verðhækkanir á dagblaðapappír sagðar stafa af hækkun hráefnis og aukinni eftirspurn Rannsaka ólög*- legt samráð í pappírsiðnaði FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins, ESB, hóf í síð- ustu viku rannsókn á því hvort pappírsframleiðendur hefðu haft með sér ólöglegt samráð um að hækka verð á blaðapappír og nær hún til um 40 fyrirtækja í átta löndum. Kemur hún í kjölfar mik- illa kvartana frá útgefendum en pappírskostnaður er yfírleitt um fjórðungur af heildarkostnaði við útgáfu dagblaða, samkvæmt Re- uters-frétt. í pappírsiðnaðinum sjálfum segjast menn ekkert hissa á rannsókninni en halda því fram, að verðhækkunin stafi fyrst og fremst af hækkun á hráefninu, tijákvoðunni, og af aukinni eftir- spurn. Frá því á síðasta ári hefur verð á blaðapappír hækkað um meira en 30% í Evrópu og búist er við, að það hækki um önnur 20% þegar samningar verða endurnýjaðir í júlí næstkomandi. Þegar Karel Van Miert, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn ESB, skýrði frá rannsókninni í Brussel í síðustu viku, sagði hann, að vegna fyrir- liggjandi upplýsinga hefði verið full ástæða til að efna til hennar en þá í vikunni eða á þriðjudags- morgni var gerð húsleit samtímis hjá 40 fyrirtækjum í átta löndum. Meðal þeirra voru Norske Skog í Noregi, SCA, Stora og MoDo í Svíþjóð, KNP BT í liollandi, Bridgewater Paper í Bretlandi auk fyrirtækja í Finnlandi, Frakklandi, Áusturríki, Ítalíu óg Þýskalandi. Er búist við, að rannsóknin taki allt að hálfu ári enkvartanir vegna verðhækkananna hafa borist frá öllum aðildarríkjum ESB en þó mest frá Frakklandi, að sögn The Financial Times. Van Miert sagði, að auk þess hefðu nokkrar ríkis- stjórnir vakið athygli fram- kvæmdastjómarinnar á þessu máli. Hækkun á hráefnisverði og aukin eftirspurn Pappírsframleiðendur vissu vel hvað var á seyði og enginn vafi er á, að þeir hafi haft svörin á reiðum höndum þegar bankað var upp á hjá þeim. I fyrsta lagi benda þeir á, að verð á hráefninu, tiják- voðu og úrgangspappír, hafi meira en tvöfaldast á einu ári og í öðru lagi nefna þeir, að eftirspurnin hafí aukist miklu meira, einkum í Bandaríkjunum, en framleiðslu- geta fyrirtækjanna ráði við. Kevin Lyden, framkvæmdastjóri pappírsframleiðandans Shotton í Bretlandi, segir, að á síðustu sam- dráttarárum hafí framleiðslugetan ón tonna um heim allan og nu þegar eftirspurnin hafi aukist í Vestur-Evrópu og Norður-Amer- íku og gífurlega í Suðaustur-Asíu sé einfaldlega skortur á pappír. Pappírsskorturinn tekur ekki aðeins til Evrópu, heldur til alls heimsins, og í Bandaríkjunum var búist við verulegum verðhækkun- um nú um síðustu mánaðamót. Þar hefur verð á tijákvoðu hækkað meira en í Evrópu. Skammt öfganna í milli Sérfræðingar í málefnum papp- írsiðnaðarins telja flestir ólíklegt, að framleiðendur hafi haft samráð með sér um verðhækkanir enda sé um að ræða vöru, sem lúti lög- málum framboðs og eftirspurnar og auðvelt að flytja hana úr einni heimsálfu í aðra. Sumir útgefendur eru á sama máli og segja, að í pappírsverðinu hafi alltaf verið skammt öfganna í milli. Mörgum finnst það líka bjart- sýni hjá framkvæmdastjórn ESB, að rannsóknin muni ekki taka nema hálft ár í mesta lagi og minna á, að rannsókn á ólöglegu samráði meðal sementsframleiðenda og lauk á síðasta ári hafí tekið fimm ár. Sektir 10% af veltu Framkvæmdastjórnin vérður nú meðal annars að komast að því hvort pappírsframleiðendur hafi sammælst um að hækka verðið, hvort þeir hafi búið til pappírss- kort eða samið um að skipta á milli sín markaðinum. Ef niður- staðan verður sú, að um hringa- myndun hafi verið að ræða, er heimilt að sekta fyrirtækin um 10% af heildarveltu en yfirleitt er í reynd miðað við veltu þeirra á ESB-markaðinum. Á síðasta ári dæmdi fram- kvæmdastjórnin framleiðendur stálbita, pappa og sements í miklar sektir og sérstaklega þá síðast- nefndu. Voru 33 fyrirtæki dæmd til að greiða um 20 milljarða ísl. kr. vegna leynilegra samninga um samráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.