Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 8
 Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! VIÐSKIPTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 RÁÐ H.F. h CONSULTANTS LÖGFRÆÐI OG REKSTRARRÁÐGJÖF STOFNANIR SVEITARFÉLÖG © FYRIRTÆKI EINSTAKLINGAR g NGARÐASTR. 38, RVK. S 552-8370/ Vörumerking hf. eykur afkasta- getu um 40% VÖRUMERKING hf. í Hafnar- firði hefur tekið í notkun nýja prentvél sem eykur afkastagetu í límmiðaprentun um nálægt 40%. Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 1962 og náð liðlega helmings hlutdeild á markaði fyrir límmiða. Að sögn Óskars Einarssonar, sölustjóra, hefur fyrirtækið sér- hæft sig í sjálflímandi miðum. Það hefur yfír að ráða 2, 3, 4, 5 og 6 lita prentvélum og prent- ar m.a. miða á umbúðir fyrir fyrirtæki í matvælaiðnaði og hverskonar pökkunariðnaði. Helsti vaxtarbroddurinn hefur þó verið framleiðsla á miðum fyrir fiskvinnslufyrirtæki og nokkur verkefni hafa skapast vegna viðskipta við fyrirtæki í vatnsútflutningi. „Verkefnin hafa verið að auk- ast mjög mikið og við þurfum að vinna bæði kvöld og helgar til að anna eftirspurn. Það hefur verið aukning fyrstu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og stefnum að því fram- leiða um 100 milljón límmiða á árinu,“ segir Óskar. Vörumerking hefur notið að- stoðar Ráðgarðs hf. að und- anförnu við að endurskipuleggja Morgublaðið/Ámi Sæberg ÓSKAR Einarsson, sölustjóri Vörumerkingar, við hina nýju prentvél sem miklar vonir eru bundnar við. vinnuferli og gæðaeftirlit fyrir- hörð á þessum markaði, að sögn tækisins. Er stefnt að því að Óskars. Vörumerking keppir hljóta vottun samkvæmt ISO m.a. við Plastos hf., Prentsmiðj- 9000-stöðlunum. una Odda og nokkur smærri En samkeppnin er hins vegar fyrirtæki. Fólk Svæðisstjóri hjáPC&C ÁGÚST Einarsson hefur verið ráðinn í starf svæðisstjóra hjá danska hug- búnaðarfyrirtækinu PC & C í Kaup- mannahöfn. PC & C er frumhönnuður við- skiptakerfisins Fjölnis sem verkfræðistofan Strengur hf. selur á íslandi. Ágúst hefur gegnt starfi deildar- stjóra Fjölnisdeildar hjá Streng hf. undanfarin ár en hann hóf störf hjá fyrirtækinu snemma árs 1991. Síð- ustu árin hefur PC & C varið hálfum milljarði islenskra króna í þróun á nýju Windows-kerfi sem kemur senn á mark- að og mun Ágúst meðal annars sinna markaðssetningu á þessu nýja kerfi. Ágúst er 33 ára gamall rekstrarverk- fræðingur frá Háskólanum í Álaborg. Hann er kvæntur Rósu Björk Jónsdótt- ur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn. RÆSTINGUNA? Landsins mesta úrval af ræstivögnum og moppuvögnum ósamt öllum fylgihlutum. Verö fró kr. 16.996 /m m/vsk. stgr. Með allt á hreinu ! ^ REKSTRARVÖRUR Rö RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-875554 _ Torgið Hugvit eða eftirlíking Á síðustu árum hefur mikil umræða farið fram á alþjóðleg- um vettvangi um samkeppnis- stöðu þjóða. Skilgreining OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, á samkeppnisstöðu er geta þjóðar til þess að framleiða fyrir alþjóðlegan markað þannig að starfsemi í efnahagslífi við- komandi þjóðar fari fram við skilyrði eðlilegrar og frjálsrar samkeppni. Undanfarið hafa íslendingar dregist töluvert afturúr varðandi samkeppnisstöðu, í samanburði við þær þjóðir sem eru í kringum okkur. Að hluta til má leita skýr- inganna í því að íslendingar hafa þurft að takmarka nýtingu sjáva- rauðlinda vegna stöðu fiski- stofna síðustu árin auk þess sem verðlækkun hefur orðið á ákveðnum sjávarafurðum. Þetta breytir þó ekki því að öðrum þjóðum, sem ekki hafa aðgang að náttúruauðlindum í jafn ríkum mæli og við, hefur tekist betur að viðhalda framleiðniaukningu. Af hverju hafa íslendingar dregist aftur úr? Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri VÍB, gerði sam- keppnisstöðu íslands í lok 20. aldarinnar að umtalsefni sínu á aðalfundi Útflutningsráðs ís- lands síðastliðinn þriðjudag. Hann sagði þar meðal annars skýringuna á því hvað íslending- ar hefðu dregist aftur úr öðrum þjóðum varðandi samkeppnis- hæfi í grófum dráttum vera tví- þætta; menntun þjóðarinnar og höft á eðlilegri og frjálsri sam- keppni. í skilgreiningu OECD á sam- keppnisstöðu þjóða er ekki verið að leggja áherslu á að öll fram- leiðsla þjóðar sé flutt á erlenda markaði, heldur að um sé að ræða vöru sem sé samkeppnis- hæf og seljanleg á þessum mörkuðum. Starfsemin í efna- hagslífinu verður að fara fram við skilyrði eðlilegrar og frjálsrar samkeppni. Sigurður B. Stef- ánsson rifjaði upp varðandi það atriði að hér á landi væri um þriðjungur af efnahagsstarfsem- inni nokkurn veginn án sam- keppni. Hann áréttaði að þar væri hann ekki að tala um eign- arhald heldur fyrst og fremst að þannig skilyrði væru fyrir hendi að samkeppni gæti ríkt. Það er oft haft á orði á hátíða- stundum að hugvitið sé ein helsta auðlind íslendinga. Hug- vit er vonandi ekki verra hjá okkur en þjóðum í kringum okk- ur, en það er hins vegar órök- studd óskhyggja að það sé betra. Fámennið gerir stöðu okkar erfiða auk þess sem uppi eru ákveðnar vísbendingar um að skólakerfi okkar hafi dregist aftur úr skólakerfi annarra á síð- ustu árum og áratugum. Sigurð- ur B. Stefánsson segir að hvað menntun varði séu íslendingar eftirbátar annarra þjóða sem við berum okkur gjarnan saman við og það sé tímabært að grípa til rótttækra aðgerða í þeim mál- um. Betri menntun á stefnuskrá Það er ánægjulegt að báðir stjórnarflokkarnir hafa á stefnu- skrá að auka gæði menntunar og vonandi eru verulegar um- bætur í deiglunni í íslenska skólakerfinu. Sigurður benti réttilega á að tækniatriðum varðandi ýmis viðskiptahöft sem hamla frjálsri samkeppni er til- tölulega einfalt að kippa í liðinn. Að minnsta kosti í samanburði við það mikla verk sem það er að lagfæra skólakerfi þjóðarinn- ar og bæta þannig stöðu okkar á alþjóðavettvangi. HKF NHMSMBRmWMwBnHnHðRNRnMB w ICELAND 1995 ÞU FÆRÐ UPPLYSINGAR UM HM'95 Á VERALDARVEFNUM huP://Www.ha„dba.us ORACLG' VVor/c/ W i d e W e b I n t e r f a c e K i t TEYMI ORACÍE HUGBÚNADUR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.