Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR Sjónvarpið FÖSTUDAGUR 5. MAÍ MQn 411 ►Liðsforingjasmiðj- m LLmLll an (Fabrík der Offizi- ere) Þýsk sjónvarpsmynd sem segir frá yfirmönnum í þýska hemum í seinni heimsstyijöldinni og aðferðum nasista við þjálfun yfirmanna. Seinni hluti myndarinnar verður sýndur á laugardagskvöld. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. LAUGARDAGUR 6. MAI VI 4 4 4C ►Viiligróður (Wild nl. LimLv Flower) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1991. Systkini finna unglingsstúlku lokaða inni í búri, flogaveika og heyrnarskerta. Stjúp- faðir hennar, fylliraftur og fantur, heldur henni þar fanginni og móðir hennar skiptir sér ekki af henni, en systkinin sjá aumur á stúlkunni og reyna að kenna henni mannasiði. «44 in ►Liðsforingjasmiðj- • LOm I U an (Fabrik der Offizi- ere) Seinni hluti þýskrar sjónvarps- myndar. Atriði í myndinni eru ekki . við hæfi barna. Stöð TVÖ M44 CC ►Tvífarinn (Doppel- m LUiUU ganger) Hrollvekjandi spennumynd um Holly Gooding sem kemur til Los Angeles með von um að geta flúið hræðilega atburði sem átt hafa sér stað. Holly er sannfærð um að skuggaleg vera, sem líkist henni í einu og öllu, sé á hælum hennar. Tvífarinn myrti móður stúlkunnar á hrottalegan hátt og er knúinn áfram af hatri. Holly veit að þessi óvættur ætlar sér að tortíma henni og eigna sér líf hennar. Stranglega bönnuð börnum. Kl 1 4(1 ►Leyniskvttan (pie IVI. I Sniper) Geðsjúkling- urinn Eddie Miller er útskrifaður af geðsjúkrahúsi fangelsis nokkurs og hleypt út á götuna. Honum stendur þó stuggur af iöngunum sínum og hann reynir að komá öðrum í skilning um andlegt ástand sitt - en allt kemur fyrir ekki. Bönnuð börnum. LAUGARDAGUR 6. MAI |f| 44 4C^Ekki krónu virði l»l. L l.tu (Uneasy Lies tbe Crown) Rannsóknarlögreglumaðurinn lítt áfram en lögreglukonan Patricia Staley er staðráðin í að komast til botns í því hvað hafi gerst. Á meðan lögreglan reynir að púsla saman brot- unum býðst Ellen til að flytjast inn til Jean og vera henni til stuðnings. |f | 44 44 ►Hoffa Stórmynd um lll. lU.lII verkalýðsleiðtogann Jimmy Hoffa sem barðist með kjafti og klóm fyrir bættum kjörum umbjóð- enda sinna og var um margt umdeild- ur í sinni tíð. Hoffa var formaður al- þjóðasamtaka flutningabílstjóra frá árunum 1957-71 og var meðal annars grunaður um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. MÁNUDAGUR 8. MAÍ |f| 44 4C ►Ástareldur (Hearts lll. LumLv on Fire) Lesley Ann Warren, Tom Skerritt og Marg Helg- enberger fara með aðalhlutverkin í þessari vönduðu mynd um ástarþrí- hyrninginn sígilda. Jarrett ræður Mic- key Woods til að annast eiginkonu sína sem þjáist af MS-sjúkdóminum. Stranglega bönnuð börnum. 0 Columbo er kallaður á vettvang þegar SUNNUDAGUR 7. MAl leikarinn Adam Evans finnst látinn í bíl sínum en talið er að hann hafi fene- ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ |f| 44 4C ►Skallagrigg (Skal- 1*1. 44.Ull lagrigg) Ný bresk sjónvarpsmynd byggð á metsölubók eftir William Horwood um leit fatlaðr- ar stúlku að hinni dularfullu veru, Skallagrigg. FIMMTUDAGUR 11. MAÍ |f| 91 nn ►Ástríðueldur IU. 4 I.UII (Wildfeuer) Þýsk bíó- mynd frá 1991. Myndin gerist um síð- ustu aldamót og segir frá dóttur kráar- eiganda sem er staðráðin í að skapa sér nafn sem ljóðskáld. ið hjartaáfall og ekið fram af hömrum. Málið breytist hins vegar í morðrann- sókn þegar í ljós kemur að Adam hafi látist af of stórum skammti af hjartalyfi en leikarinn var fílhraustur og hafði aldrei verið hjartveikur! |f| 9Q nn ►®nrkan (The Pickle) III. 4U.UU Virtur kvikmynda- leikstjóri hefur lent í þeim ósköpum að gera hveija leiðindamyndina á fæt- ur annarri. Hann erorðinn skuldum vafinn og er því nauðbeygður til að taka tilboði um að leikstýra unglinga- mynd með vísindaskáldsöguívafi. «41 Cll ►Mafíufjölskyldan . 4 I.UU (Love, Honor and Obey: The Last Mafia Marriage) Bandarísk framhaldsmynd í tveimur hlutum. Myndin byggir að nokkru leyti á sönnum atburðum og margar per- sónur í myndinni eiga sér raunveru- lega fyrirmynd þó svo að öllum nöfn- um hafi verið breytt. MIÐVIKUDAGUR 10. MAI Stöð tvö FÖSTUDAGUR 5. MAI X| 91 41: ►Hverjum klukkan III. 4 I.4U glymur (For Whom the Bell Tolls) Sígild mynd sem gerð er eftir frægri sögu Ernest Hem- ingway sem gerist í borgarastríðinu á Spáni. Aðalsögupersónan er banda- rískur málaliði sem berst fyrir málstað Spánveija ásamt sundurleitum hópi bænda en meðal þeirra er gullfalleg sveitastúlka sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf aðkomumannsins. SUNNUDAGUR 7. MAI X| 911 RR ► Morðingi meðal III. 4U.UU vina (A Killer Among Friends) Sannsöguleg mynd um Jean Monroe og Jenny dóttur hennar sem eru hinir mestu mátar. Vinkonu Jennyar, Ellen Holloway, semur aftur á móti illa við foreldra sína og er af- brýðisöm út í Jenny vegna sambands hennar við móður sína. Ellen verður ennþá bitrari þegar hún kemst að því að kærastinn hennar kysi frekar að vera með Jenny ef það væri hægt. Dag einn fer Jenny í bíltúr með Ellen og annarri vinkonu og finnst skömmu síðar látin. Rannsókn málsins miðar XI 9QJEM sérflokki (A III. 4u.4U League of Their Own) Gamanmynd um kvennadeildina í bandariska hafnaboltanum sem varð til þegar strákarnir í íþróttinni voru sendir á vígstöðvarnar í síðari heims- styijöldinni. FIMMTUDAGUR 11. MAI X| 99 1C ►Minnisleysi (The III. 44. IU Disappearance of Nora Fremont) Nora Fremont rankar við sér úti í eyðimörkinni nærri Reno og man ekki hver hún er eða hvað hún heitir. Hún hefur óljósan grun um að hún hafi myrt einhvern, jafnvel eiginmann sinn, en af augljósum ástæðum heldur hún því leyndu. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Algjör bömmer * Grín og spenna blandast saman í svert- ingjaspennumynd eins og þær voru fyrir 20 árum. Andlaus formúluaf- þreying. / bráðri hættu + + + Flaustursleg en hröð og fagmannlega gerð spennumynd um bráðdrepandi vítisveiru og baráttuna við að stöðva útbreiðslu hennar. Litlu grallararnir + * Ágæt bamamynd sem fer rólega í gang en vinnur á eftir því sem á líð- ur. Litllu krakkamir standa sig vel, þó ekki með sömu ágætum og hinir sögufrægu forverar þeirra í Our Gang stuttmyndunum. Afhjúpun + + * Hún tælir hann í ófyrirleitnu valda- tafii í tölvufyrirtæki. Fyrsta flokks afþreying í flesta staði. BÍÓHÖLLIN Algjör bömmer (sjá Bíóborgina) Slæmir félagar +'A Spennumynd með heldur ómerkilegum aðalpersónum og lítilli spennu í þokka- bót. Banvænn leikur + + + Lögfræðiprófessor kemur dauða- dæmdum fanga til hjálpar í ágætlega gerðum trylli þar sem Sean Connery er traustur sem fyrr í hlutverki hins réttláta manns. Táldreginn + + + Linda Fiorentino fer á kostum sem voðakvendi í frábærri spennumynd um konu sem gerir allt fyrir peninga. Nýnoir tryllir eins og þeir gerast best- ir. Konungur Ijónanna + + + Pottþétt fjölskylduskemmtun frá Disn- ey, prýdd óaðfinnanlegri íslenskri tal- setningu. HÁSKÓLABÍÓ Höfuð nuppúr vatni + + Norsk spennumynd og svört kómedía um konu á sumarleyfiseyju og menn- ina í kringum hana. Frambærileg en varla neitt stórvirki. Orðlaus + + Rómantísk gamanmynd sem á marga ágæta spretti enda Michael Keaton og Geena Davis skemmtileg í aðalhlut- verkunum en endirinn er væmið Holly- woodnúmer sem skemmir mikið fyrir. Ein stór fjölskylda +'A Kúgaður kærasti barnar fimm á einu bretti. Þokkaleg hugmynd fær slæma úrvinnslu í flesta staði. Stökksvæðið +'A Góð háloftaatriði er nánast það eina sem gleður augað í íburðarmikilli en mislukkaðri spennumynd sem reynist ekki annað en B-mynd í jólafötunum. Nell ++'A Forvitnileg mynd frá Jodie Foster sem framleiðir og fer með titilhlutverk ungrar konu er hefur ekki komist í kynni við samtíðina. Skógardýrið Húgó ★ ★ Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. Forrest Gump + + +'A Tom Hanks fer á kostum í frábæiri mynd um einfelding sem ferðast um sögu Bandaríkjanna síðustu þijá ára- tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum ber fyrir sönnum kvikmyndalegum töfrum. LAUGARÁSBÍÓ Heimskur heimskari + + + Vellukkuð aulafyndni um tvo glópa á langferð. Sniðin fyrir Jim Carrey og Jeff Daniels. Hláturinn lengir lífið. Inn um ógnardyr + + Ný hrollvekja frá Carpenter setur hann ekki aftur á toppinn en það eru hlutir í henni sem eru ágætir. REGNBOGINN Leiðin til Wellville 'A Mislukkuð gamanmynd um heilsu- ræktarfrömuðinn og kornflögukóng- inn Kellogg. Nú fer allt úrskeiðis í fyrsta sinn hjá Alan Parker. Parísartískan + + Nýjasta mynd Roberts Altmans er hvergi nærri eins góð og hinar tvær sem komu á undan. Minni menn hafa svosem orðið fómarlömb Parísartís- kunnar. Týndir í óbyggðum + + Ævintýramynd gerð í Lassíhefðinni um ungan dreng og hundinn hans, sem villast í óbyggðum. Ekki svo galin fjöl- skylduskemmtun. Rita Hayworth og Shawshank- fangelsið + + + í alla staði sérlega vel gerð mynd um vináttu innan fangelsisveggjanna og meinfyndna hefnd. Robbins og Free- man frábærir saman. Himneskar verur * * +'A Afburðavel gerð mynd sem gefur inn- sýn í andlega brenglun tveggja ungl- ingsstúlkna er hefur í för með sér hrottalegar afleiðingar. Reyfari + * *'A Frábær verðlaunamynd eftir Tarant- ino um líf og örlög bófa í Los Angel- es. Einkar safaríkt leikaralið fer á kostum í vel mótuðum og skrifuðum hlutverkum og hér endurfæðist John Travolta. Tarantino er maður framtíð- arinnar. SAGABÍÓ Rikki ríki ★★ Dálagleg bamaskemmtun um ríkasta drenghnokka í heimi sem á allt nema vini. M-acaulay Culkin fer hnignandi sem stjama. / bráðri hættu (sjá Bíóborgina) STJÖRNUBÍÓ Bardagamaðurinn + + Mynd sem er nánast tölvuleikur á tjaldi enda byggð á einum slíkum. Tæknibrellurnar og Raul Julia standa uppúr. Vindar fortíðar + + + Skemmtilegt og glæsilega kvikmynd- að fjölskyldudrama. Verður ekki sú sögulega stórmynd sem að er stefnt en virkar frábærlega sem Bonanza fyrir þá sem eru lengra komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.