Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 C 5 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson SMÁBÆJARLÍF í ENDURSKODUN DRAMA Síðasta kvikmyndasýningin (The Last Picture Show) ■A-k-k'k Leikstjóri Peter Bogdanovich. Handritshöfundur Larry McMurtry (byggt á samnefndri skáldsögu hans) og Peter Bogd- anovich. Aðalleikendur Timothy Bottoms, Jeff Bridges, Cybill Shepherd, Ellen Burstyn, Ben Johnson, Cloris Leachman, Clu Gulager, Randy Quaid, Noble Willingham, Eileen Brennan, Sam Bottoms. Bandarísk.Col- umbia 1971. Skífan 1995.115 mín. Öilum leyfð ÞAÐ er vel til fundið hjá Col- umbia TriStar að dusta rykið af Síðustu kvik- myndasýnin- gunni, næstum aldarfjórðungs- gamalli, því hún reynist enn í dag minni háttar snilldarverk, sí- gild á sínu sviði. Sem er að lýsa smábæjartilfinningu á víðfeðmum sléttum Texasfylkis við upphaf sjötta áratugsins. Persónurnar eru íbúarnir, ungir sem aldnir. Ungling- arnir eru leiðir á tilbreytingarleys- inu, þeim eldri finnst sem þeim hafi verið holað niður á hjara ver- aldar. Allt þetta fólk, þorpið og til- vera þess á svipaða framtíð og bíó- ið; það á að fara að loka, það stend- ur ekki undir sér. Það er gaman að endurnýja kynnin við þetta rykfallna smábæ- jarlíf, tilfinningarnar hans Bogd- anovich, leikarana, sem margir hveijir stigu þarna sín fyrstu, stóru skref á leiklistarbrautinni. Þeim hefur ekki vegnað neitt sérstaklega vel þó þeir séu ailir góðkunnir í dag. Sybill Shepherd, Timothy og Sam Bottoms, Clu Gulager og Clor- is Leachman, öll hafa þau hlotið mörg skipbrot á löngum ferli. Hann tekur hinsvegar af og til stökk hjá Jeff Bridges og Randy Quaid og góðleikararnir Ben Johnson, Ellen Burstyn og Eileen Brennan fá enn í dag að spreyta sig á matarmiklum skapgerðarhlutverkum. Sárustu ör- lögin biðu þó leikstjórans sjálfs, Bogdanovich, sem á í Síðustu kvik- myndasýningunni sitt meistara- verk. Örfáar ágætismyndir komu í LAUGARDAGUR 6/5 kjölfarið en undanfarin 20 ár hefur leið þeirra legið niður á við. En það verðiir aldrei neinn svikinn af þess- ari súningu, kvorki gamlir aðdáend- ur né nýir áhorfendur. SUMARIÐ ’76 DRAMA Ekkert venjulegt sumar (No Ord- inarySummer) k'h Leikstjóri og handritshöfund- ur Matty Rich. Aðalleikendur Larenz Tate, Joe Morton, Suzz- anne Douglas, Glynn Turman. Bandarísk. Touchstone Pictures 1994. Sam myndbönd 1995.108 mín. Öllum leyfð. HÉR segir af þeldökkum ungl- ingum á sjöunda áratugnum. Drew (Larenz Tate) er ungling- ur í New York sem er ekkert yfir sig ánægður með að fara i hálfsmánaðar- heimsókn til skyldfólks síns í Connecticut sumar- ið 1976. Pilturinn hressist þó við er hann sér ströndina, sólina og englakroppana. Það er kúnstugt, en þessi mynd um þeldökka Bandaríkjamenn ger- ist í höfuðvígi hvítra auðmanna, á Martha’s Wineyard á Nýja Eng- landi. Þar sem menn geta tæpast þverfótað fyrir engilsaxneskum ættarblóma. En svartir eiga sér þarna semsagt sinn griðarstað líka. Leikstjórinn og handritshöfundur- inn Matty Rich reynir að gefa áhorf- endum innsýn i pólitík þeldökkra fyrir tveim áratugum og hún er ekkert ýkja spennandi þeim sem fátt til hennar þekkja, frekar en strandlíf þeirra og ástamál. Myndin hlaut óblíðar viðtökur í kvikmynda- húsum í Vesturheimi á siðasta ári og gekk hún þá undir nafninu The Inkwell. Disney hefur nú málað hana í felulitum fyrir myndbanda- markað Evrópu með litlum árangri. ÚTIAÐAKA DRAMA Karlagrobb (The Lies Boys Tell) k k'/i Leikstjóri og handritshöfund- ur Tom McLaughlin. Aðalleik- endur Kirk Dougla, Craig T. Nelson, Eileen Brennan. Banda- rísk sjónvarpsmynd.Gerð 1994. Bergvík 1995.90mín. Aldurstaak- mark 16 ára. ROSKINN sölu- maður, Ed Reece (Kirk Douglas), fær að vita að hann er haldinn ólæknandi krabbameini og hefur því uppá svarta sauðnum í fjölskyldunni, elsta syninum (Craig T. Nel- son). Gamli maðurinn fær þá flugu í höfuðið að hann verði að bera beinin í rúminu á æskuheimilinu, sem er í órafjarlægð. Þangað halda þeir feðgarnir. Ekki er að spyija að því að ferða- lagið gerir þeim gott enda myndin af því taginu, kryfur efnið aldrei til mergjar, sem er miður því áhorf- andinn á oftar en ekki von á góðum köflum sem aldrei verður neitt sér- lega bitastætt úr og inná milli koma bútar sem eru bæði væmnir og fá- vitalegir, sbr. ævintýrið á golfvellin- um. Það er engu síður nokkuð gam- an að glugga í þetta reisubókarbrot sem lofar svo miklu meiru en það stendur undir. Einkum Kirk gamla Douglas sem er mun mannboru- legri en Nelson. BIOMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Það gæti hent þig (It Could Happen to You) kk'A MYND frá Andrew Bergman um atburði sem gerðust í Banda- rikjunum á síðasta áratug. Nicholas Cage leikur við- felldinn lögreglumann sem gefur gengilbein unni Bridget Fonda helminginn af 4 Við fögnuð frekju- dollunnar konu sinnar, sem Rosie Perez leikur af innlif- un. Meinfyndin mynd um manna- lega bresti þar sem enginn er betri en Cage sem orðinn er sérfræðingur í að leika guðsvolaða eymingja sem virðast sækjast eftir að láta troða á sér. Handritið er fyndið á köflum og menn geta lært sína lexíu af óförum hinnar gráðugu Perez. da- Ófyrirleitin Karen Duffy vílaði ekki fyrir sér á árum áður að hagræða sannleikan- um verulega til þess að fá vinnu KAREN Duffy, 33 ára New York-búi, kom fyrst fyrir sjónir almennings sem myndbands- kynnirinn „Duff“ á tónlistar- stöðinni MTV og var einkum þekkt fyrir að vera sjaldan orða vant. í kjölfarið hefur Duffy dúkkað upp í ýmsu samhengi, meðal annars í kvikmyndinni Heimskur, heimskari og sem lagskona tónlistarmannsins Dwight Yoakam, líkt og Sharon Stone og Julja Roberts. Nú hefur Duffy sagt skilið við MTV til þess að helga sig smáhlutverkum í ýmsum kvikmyndum af fyllri krafti, sem ekki fer leynt. Hitt vita hins veg- ar færri að áður en Duffy komst til vegs og virðingar víl- aði hún ekki fyrir sér að hag- ræða sannleik- anum til þess að auka vel- gengni sína á vinnu- mark- aði. „Ég gerði ekki annað en að villa á mér heimildir og var rekin úr starfi hvað eftir annað,“ seg- ir hún. Eitt sinn kom hún sér í ritarastarf með því að ljúga því að hún gæti vélritað 60 orð á mínútu en þóttist síðan vera handleggsbrotin til þess áð fá frið í vinnunni. Öðru sinni límdi hún höfuð sitt á myndir af glæsilegum fyrirsætum til þess að fá vinnu sem slík. „Ég gerði það upp á grín í fyrstu en siðan tóku tilboðin að streyma.“ Þrátt fyrir þetta hefur Duffy alveg látið ógert að plata vist- menn elliheimilis í Greenwich Village þar sem hún vinnur sem bingóstjórnandi öðru hverju. „Alzheimer- sjúklingar sem geta aðeins haldið at- hyglinni í tvær mínútur voru ágætis undir- búningur fyrir MTV,“ segir hún. Duffy hefur meðal annars getið sér gott orð fyrir að leika í Heimskur, heimskari og fyrir að vera fylgikona Dwights Yoakams. UTVARP RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Vigfús Ingvar Ing- varsson flytur. Snemma á laug- ardagsmorgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 7.30 Veðurfregn- ir 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Ut um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.20 Brauð, vfn og svín. Frönsk matarmenning í máli og mynd- um. 5. þáttur: Gullöldin. Um- sjón: Jóhanna Sveinsdóttir. 11.00 f vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Hringiðan. Menningarmál á líðandi stund. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir. 16.05 Söngvaþing. - Sönglög eftir Maríu Brynjólfs- dóttur og Skúla Halldórsson. Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur , Ólafur Vignir Alberts- son leikur með á píanó. - Sönglög eftir Jón Leifs. Sigurð- ur Bragason syngur, Hjálmur Sighvatsson leikur með á píanó. - Sönglög eftir Kristin Reyr. Signý Sæmundsdóttir syngur, Þóra Fríða Sæmundsdóttir leik- ur með á píanó. 16.35 Ný tónlistarhljóðrit Ríkisút- varpsins. Mitt fólk eftir Oliyer Kentish. Sinfóníuhljómsveit Is- lands leikur undir stjórn Ola Rudner. Einsöngur: Michael J. Clarke. Umsjón: Dr. Guðmundur Emilsson. 17.10 Þrír fiðlusnillingar. 2. þátt- ur: Joseph Joachim. Umsjón: Dr. Gylfi Þ. Gíslason. 18.00 Tónlist. - Divertimento númer 15 B-dúr KV 287 eftir Wolfgang Amad- eus Mozart. Hijómsveitin Fíl- harmónía leikur; Herbert von Karajan stjórnar. - Tvær konsertaríur eftir Wolf- gang Amadeus Mozart Edith Wiens og Gunnar Guðbjörnsson syngja með St Martin in the Fields hljómsveitinni; Neville Mariner stjórnar. 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.40 Óperukvöld Útvarpsins. Frá sýningu Metropolitanóperunnar í New York frá 1. apríl sl. Tosca eftir Giacomo Puccini Flytjend- ur: Tosca: Elizabeth Holleque Cavaradossi: Luciano Pavarotti Scarpia: Juan Pons Sacristan: Francois Loup Kór og hljóm- sveit Metrópólitanóperunnar; Daniel Oren stjórnar. Umsjón: Ingveldur G. Olafsdóttir. Orð Rós 1 kl. 19.40. ÓparukvSld Út- varpsins. Frá sýningu Metropolit- anóperunnar i New York frá 1. apríl sl. Tosca eftir Giaromo Pu«- ini Flytjendur: Tosca: Elizabeth Holleque Cavaradossi: Luciano Pa- varotti Scarpia: Juan Pons Sacrist- an: Fran^ois Loup Kár og hljám- sveit Metrópálitanóperunnar; Daniel Oren stjórnar. Umsián: Ing- veldur G. Ólnfsdáttir. kvöldsins hefst að óperu lokinnr: Sigriður Valdimarsdóttir flytur. 22.35 Heimþrá, smásaga eftir Örn Bjarnason. Grétar Skúlason les. (Áður á dagskrá í gærmorgun). 23.15 Dustað af dansskónum. 0.10 Fimm fjórðu. Djassþáttur í umsjá Lönu Kolbrúnar Eddu- dóttur. (Áður á dagskrá í gær). 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns: Veðurspá. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Fréttir á RÁS I og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Morguntónar. 9.03 Laugar- dagslíf. Umsjón: Hrafnhildur Hall- dórsdóttir. 12.45 Helgarútgáfan. Umsjón: Lisa Páls. 16.05 Heims- endir. Margrét Kristín Blöndal og Sigurjón Kjartansson. 17.00 Með grátt ( vöngum. Gestur Einar Jón- asson. 19.30 Veðurfréttir. 19.32 yinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu. Umsjón Andrea Jóns- dóttir. 22.00 Næturvakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. 24.10 Næturvakt Rásar 2. Guðni Már Henningsson. NÆTURÚTVARPID 1.30 Veðurfregnir. Næturvakt rás- ar 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 3.00 Nætur- tónar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturtónar halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Buddy Holly. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tið. Hermann Ragnar Stefánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. AÐALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku nótunum með Völu Matt. 16.00 íþróttafélögin. Þáttur í umsjá íþróttafélaganna. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiríki Jónssyni og Sig- urði L. Hall. 12.10 Laugardagur um land allt. Halldór Backman og Sigurður Hlöðversson. 16.05 ís- lenski listinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugardagskvöld á Bylgjunni með Grétari Miller. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Næturvaktin. Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BR0SID FM 96,7 10.00 EHert Grétarsson. 13.00 Léttur laugardagur. 17.00 Helgar- tónar. 23.00 Næturvaktin. 3.00 Næturtónlist. FM 957 FM 95,7 9.00 Ragnar Páll Ólafsson f morg- unsárið. 13.00 Fló á skinni. Helga Sigrún. 16.00 Lopapeysan. ísl. tón- list. Axel Axelsson. 19.00 Björn Markús. 23.00 Mixið. Ókynnt tón- list. 1.00 Pétur Rúnar Guðnason. 4.00 Næturvaktin. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Á léttum nótum. 17.00 Einsöngvarar. 20.00 1 þá gömlu góðu. 24.00 Næturtón- ar. T0P-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-IÐ FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sftt að aftan. 14.00 X-Dómfnóslistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.