Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 3
2 D FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 D 3 ÚRSLIT Knattspyrna Reykjavíkurmótið A-deild: Víkingur-KR......................0:6 - Guðmundur Benediktsson 2, Heimir Guð- jónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Steinar Adolfsson, Izudin Daði Dervic, ■KR leikur til úrslita í mótinu. Evrópukeppni féiagsliða Fyrri leikur í úrslitum Parma, Ítalíu: Parma - Juventus.............. 1:0 Dino Baggio (5.). 23.000. England Aston Villa - Manchester City...1:1 (Ehiogu 9.) - (Rosler 63.). 30.133. Everton - Chelsea...............3:3 (Hinchcliffe 38., Ablett 50., Amokachi 70.) - (Furlong 29., 77., Hopkin 51.). 33.180. Newcastle - Tottenham...........3:3 (Gillespie 7., Peacock 10., Beardsley 70.) - (Barmby 22., Klinsmann 24., Anderton 26.). 35.603. Southampton - Crystal Palace....3:1 (Wilmot 1„ sjálfsm., Watson 9., Le Tissier 86.) - (Southgate 26.). 15.151. West Ham - QPR..................0:0 22.923. 1. deild Stoke - Bolton.................1:1 Swindon - Notts County.........3:0 Tranmere - Wolverhampton.......1:1 Frakkland Deildarbikarúrslit PSG - Bastia....................2:0 Alain Roche (22.), Rai (84.). 25.000. Holland MW Maastricht - Ajax............0:3 Íshokkí Heimsmeistarakeppnin Átta liða úrslit Tékkland - Rússland.............2:0 (1:0, 0:0, 1:0). Jiri Kucera (8.42), Otakar Vejvoda (45.51. ■Tékkland mætir Finnlandi í undanúrslit- um á morgun. Kanada - Bandarikin.............4:1 (2:0, 1:0, 1:1). Dale DeGray (14.40), Jean-Francois Jomp- he (15.30), Todd Hlushko (37.16), Ralph Intranuovo (53.54) - Paul Stanton (46.19) ■Kanada mætir Svíþjóð í undanúrslitum. Körfuknattleikur NBA-deildin 1. umferð í úrslitakeppni NBA. Austurdeild Atlanta - Indiana................89:105 ■Indiana vann samanlagt 3:0. Chicago - Charlotte..............103:80 ■Chicago hefur 2:1 yfir. Vesturdeild Denver - San Antonio.............95:99 ■San Antonio vann samanlagt 3:0. Portland - Phoenix.............109:117 ■Phoenix vann samanlagt 3:0. I KVOLD Knattspyrna Reykjavíkurmótið A-deild: Laugardalur: Fram - Þróttur....20 Frjálsar Flugleiðahlaupið í kvöld kl. 19 hefst Flugleiðahlaupið við Scandic Hótel Loftleiðir. Hlaupnir verðar 7 km í kringum Reykjavíkurflugvöll og er hlaupið öilum opið en keppendum verður skipt niður f Qóra fiokka. Allir þátttakendur sem ljúka hlaupinu fá verðlaunapening auk þess sem aðalverðlaun hlaupsins verða dreg- in út að hlaupi loknu. Þar hafa allir jafna möguleika, sama í hvaða röð þeir ienda í hlaupinu. Aðalverðlaunin eru flugfarmiði á Evrópuleiðum Flugleiða, gisting og morgun- verður á Scandic Hótel Loftleiðum og kvöld- verður fyrir tvo í Blómasalnum. Skráning fyrir hlaupið fer fram í dag, keppnisdaginn og hefst kl. 17, að Scandic Hótel Loftleiðum. Þátttökugjald er kr. 500. FELAGSLIF Uppskeruhátíd hjá Frömurum Uppskeruhátíð unglinganefndar hand- knattleiksdeildar Fram verður haldin í dag kl. 17.30 í íþróttahúsi Fram við Safamýri. Farið verður yfir liðið tímabil og viðurkenningar veittar, kaffíveitingar á eftir. Allir iðkendur, foreidrar og vel- unnarar eru velkomnir. Leiðrétting Upplýsingar um eftirfarandi leik á Norðurlanda- móti stúlkna, 20 ára ogyngri, í Finnlandi síð- ari hluta aprfl, voru rangar í blaðinu á sínum tíma. ter birtast því hér aftur, réttan ísland - Noregur...........61:45 Stig íslands: Björg Hafeteinsdóttir 16, Anna Marfa Sveinsdóttir 14, Inga Magnúsdóttir 8, Elisa Vilbergsdóttir 5, Anna Dís Sveinbjöms- dóttir 5, Helga Þorvaldsdóttir 5, Linda Stefáns- dóttir 4, Kristín Magnúsdóttir 2 og Eria Hend- riksdóttir 2. ■Leyfilegt var að þijár eldri stúlkur en tvítug- ar væru með hveiju liði á mótinu. Björg, Anna María og Linda voru eldri stúlkumar í liði fs- lands. IÞROTTIR IÞROTTIR HANDKNATTLEIKUR Rússaríboði Stjömunnar Rússneska landsliðið í hand- knattleik kom hingað til lands í fyrradag. Fram til laugardags dvelur liðið hér í boði Stjörnunnar í Garðabæ. Garðbæingar munu á þessum tíma sjá þeim fyrir gist- ingu, fæði og æfingaaðstöðu. Að sögn Magnúsar Andréssonar, for- manns meistaraflokksráðs karla, þá er þetta boð einn hluti af samn- ingi félagsins við rússneska lands- liðsmanninn, Dimitri Filippov, sem leikur með Stjömunni. 1 framhaldi af þessu ákvæði í samningi Filippovs þá hefur félagið á undan- förnum mánuðum átt gott samstarf við rússneska landsliðið og m.a. hefur Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, verið með landsliðinu í æfingabúðum síðustu vikur í þeim tilgangi að kynnast þjálfunarað- ferðum þeirra. Magnús taldi Stjörn- una hafa mikinn hag af þessu sam- starfi og ekki væri verið að steypa félaginu út í fjárhagslegar skuld- bindingar vegna heimsóknarinnar. Þvert á móti væri þetta góð kynn- ing fyrir félagið og vera rússnesku leikmannnanna hér gæti eflt áhuga á handknattleik hjá ungu fólki í Garðabæ. 14. HM Á ISLANDI 1995 w ÍSLAND & ■A HEIMSMEISTARAR 1995 ? 1993 Rússland 1990 Svíþjóð 1986 Júgóslavía 1982 Sovétríkin 1978 V-Þýskaland 1974 Rúmenia 1970 Rúmenía 1967 Tékkóslóvakía 1964 Rúmenía 1961 Rúmenía 1958 Svíþjóð 1954 Svíþjóð 1938 Þýskaland <i> o r ( ^ Co /1993 ' 1967 i 1954 DANMÖRK }jf m’Kr....1 ■ l' þýskaland^ i 71938 A-ÞÝSKAL. 19581 1974 \ / á '\y r V-ÞÝSKAL. 1982 1961 FRAKKLAND 1970 SVISS 1964 1990 WÍA ../ /! Sigmundur Ó. Sleinarsson tók saman/Morgunblaðið GÓI Fjórar þjóðir léku árið 1938,12 árið 1961 en í öðrum HM-mótum léku 16 þjóðir. Alls leika 24 þjóðir á íslandi. Aðeins tvisvar hefur heimaþjóð fagnað HM-titli, Þjóðverjar 1938 og Svíar 1954. FRJALSAR Morgunblaðið/Þorkell FRI gerir samning um fatnað Fijálsíþróttasamband ísland og Austurbakki hf, umboðsaðili Nike íþróttavara, undirrituðu ný- lega samstarfssamning til næstu þriggja ára. Á þeim tíma mun lands- lið Islands klæðast fatnaði frá Nike næsta þijú árin, en_ einnig mun unglingaverkefni FRÍ 2000 njóta góðs af þessum samningi. Frjáls- íþróttasambandið hefur síðustu fjögur ár verið í samstarfi við Austubakka hf. Helstu verkefni landsliðsins á næstunni eru Smá- þjóðaleikarnir í Luxemborg í lok maí og Evrópubikarkeppni landsliða í Tallin í Eistlandi í júní. Á myndinni takast Bjöm Þóris- son,t.v., sölustjóri Austurbakka hf og Helgi S. Haraldsson, formaður FRÍ, í hendur eftir að samningurinn hafði verið undirritaður. Morgunblaðið/Kristinn RÚSSNESKU leikmennlrnir Andrey Lavrov markvörður til vinstri og Vasiliy Kudinov eru leikreyndastir í hópnum hjá heimsmeisturunum sem mætir Stjörnunni í kvöld. Maximóv þjálfari heimsmeistara Rússa íhandknattleik Gæðunum hefúr hrakað hjá öllum þeim bestu Gæði þess handbolta sem leikinn er nú er lakari en var fyrir nokkrum árum síðan. Þetta er ekki eingöngu vandamál í Rússlandi, heldur hjá ölium bestu handboltaþjóðum heims. Þetta lýsir sér meðal annars í að það eru mikið fleiri eldri leikmenn lykilmenn í sínum liðum en áður var, minna er um unga leikmenn," sagði Maximóv, þjálf- ari rússneska landsliðsins í handknatt- leik á blaðamannfundi í gær. Hann sagði ennfremur að það væri vandamál í rússneskum handknattleik, og fleiri íþróttum, að verr gengi að fá ungt fólk til að æfa íþróttir. Megin ástæðuna taldi hann vera þá að eftir þær breytingar sem átt hefðu sér stað í heimalandi hans á sl. árum, hefði ungt fólk úr fleiri möguleikum að velja. Jafnframt að margir bestu íþróttamenn Rússlands hefðu á liðnum árum sótt í æ ríkari mæli út fyrir heimalandið til að stunda sína íþrótt, þar sem miklir peningar væru í boði. Um það hvernig gengi að fjármagna handboltalandsliðið nú eftir að ríkið væri hætt að leggja fjármuni í það í eins ríkum mæli og áður var, svaraði Maximóv því til, að það gengi bæri- lega. Þeir hefðu fengið ýmsa styrkta- raðila til liðs við sig. En umhverfið væri ólíkt því sem verið hefði áður. Þá setti ríkið peninga í handknattleikinn en krafðist á móti sigurs i öllum mót- um. Sú krafa hefði sett mikla pressu á menn og haft slæm áhrif á leikmenn og forráðamenn liðsins. Auðvitað væri ennþá krafa um árangur en hún kæmi meira til af því að auðveldara væri að fá styrktaraðila til liðs við sig ef árang- ur væri góður. Maximóv sagði að eftir að rússnesk- ir handboltamenn hefðu farið að sækja í meira mæli til vestur Evrópu, en áður, til þess að stunda sína íþrótt hefði um leið kostnaður við að reka landsliðið stóraukist. Það kostaði stórfé að kalla liðið saman og það leiddi svo til þess að það kæmi sjaldnar saman en áður. Honum gengi þar af leiðandi verr að vita hvert líkamlegt ástand manna væri. Sumir leikmenn kæmu í góðu formi frá sínum félagsliðum, og nefndi hann sem dæmi í því sambandi Dimitri Filippov, leikmann Stjörunnar og Lavrov, markvörð, sem léki með frönsku félagsliði. Síðan væru aðrir leikmenn í lélegu formi, en hann vildi ekki nefna nein nöfn. Maximóv vildi ekki segja neitt um hvort hann áliti að lið hans verði titilinn á HM á íslandi, sagði aðeins: „Guð einn veit hver stend- ur upp sem sigurvegari að leikslokum." Rússneska landsliðið mætir úrvalsliði Viggós Itilefni af dvöl rússneska landsliðsins í handknattleik hér á landi í boði Stjörunnar hefur handknattleiksdeild félagsins ákveðið að slá upp handbolta- veislu n.k. laugardag í íþróttahúsinu í Ásgarði. Upphitun fyrir veisluna verður í kvöld kl. 20, þegar 1. deildar lið Stjörn- unnar í handknattleik mætir rússneska landsliðinu í æfingaleik. Þarna verður á ferðinni einstakt.tækifæri fyrir hand- knattleiksáhugamenn beija heimsmeit- KNATTSPYRNA arana augum fyrir átökin í HM. Áður en leikurinn byijar leikur 5. flokkur stúlkna hjá Stjörnunni æfingaleik og í leikhléi mætir 6. flokkur Stjörnustráka rússnesku snáðunum í léttum leik. Á laugardaginn hefst síðan aðalveisl- an kl. 15.15, með vináttuleik Stjörnu- stráka í 5. flokki gegn jafnöldrum sín- um í Val. í framhaldi af þeim leik tek- ur hápunkturinn við, en þá mætir úr- valslið Viggós Sigurðssonar landsliði Rússlands. Þarna verður að sjálfsögðu síðasti æfingaleikur rússneska lands- liðsins fyrir HM. í leikhléi etja rúss- nesku snillingarnir kappi við stúlknalið 6. flokks kvenna. Strax að leik loknum tekur við upp- skeruhátíð handknattleiksdeildar Stjörnunnar. Hún verður í Stjörnu- lundi. Þar mun m.a. Dimitri Filippov, leikmaður Stjörnunnar og rússneska landsliðsins aflienda viðurkenningar til ungra handknattleiksiðkenda hjá Stjörnunni. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Barkley kvaddi höllina í Portland með 47 stigum Indiana, Phoenixog San Antonio í 2. umferð úrslitakeppninnar ÞRJU lið, Indiana Pacers, Phoenix Suns og San Atnonio Spurs, tryggðu sér í fyrri nótt sæti í 2. umferð í úrslita- keppni NBA-deildarinnar. Charles Barkley gerði 47 stig fyrir Phoenix i síðasta leikn- um f Memorial Colisuem- íþróttahöllinni í Portland. Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls þurfa aðeins einn sigur gegn Charlotte til að komast í 2. umferð. Charles Barkley var í sviðsljós- inu og gerði 47 stig og tók 12 fráköst fyrir Phoenix í 109:107 sigri gegn Portland á útivelli. Þar með er Phoenix komið áfram og vann um leið alla átta leikina gegn Portland á tímabilinu. „Við reynd- um allt til að þurfa ekki að vera hér í Portland fram á föstudag. Þetta var góður leikur frá upphafi til enda. Við lékum frábærlega," sagði Barkley, sem hitti úr 16 af 26 skotum sínum utan af velli og 11 af 13 frá vítalínu. Þetta var síðasti leikurinn í Me- morial Colisuem íþróttahöllinni í Portland því næsta vetur verða heimaleikri liðsins í nýrri höll, Rose Garden, sem tekur 21.700 áhorf- endur í sæti. „Ég hef alltaf hitt vel í þessu húsi og það er eftirsjá í því,“ sagði Barkley. Rod Strickland var stigahæstur heimamanna með 21 stig og Clifford Robinson kom næstur með 19. Phoenix mun leika við annað hvort Houston eða Utah í 2. umferð. Sean Elliott gerði sigurkörfu San Antonio þegar 32 sekúndur voru eftir gegn Denver á útivelli, 95:99, og þar með er liðið komið áfram. Hann gerði 18 stig í leiknum og hitti úr 14 af 16 vítaskotum sínum. Avery Johnson og David Robinson gerðu 24 stig hvor fyrir San An- tonio sem mætir annað hvort La- kers eða Seattle í næstu umferð. „Þetta var mjög spennandi leikur,“ sagði Elliott. „Við vissum að þeir kæmu ákveðnir til leiks, en við héldum ró okkar og lékum skyn- samlega." Chicago komst í 2:1 gegn Charl- otte á heimavelli með því að sigra sannfærandi 103:80. Toni Kukoc gerði 14 af 22 stigum sínum í þriðja leikhluta, en Michael Jordan var að vanda stigahæstur með 25 stig. Scottie Pippen gerði 14 stig, átti níu stoðsendingar og tók fimm frá- köst. Chicago leikur aftur á heima- velli í nótt og getur þá tryggt sig í 2. umferð þar sem Boston eða Or- lando verður móthetji. Larry John- son var stigahæstur gestanna með 22 stig og Alonzo Mourning var haldið niðri í 13 stigum, en hann hitti aðeins úr tveimur af níu skot- um sínum utan af velli. KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ undirritun KSÍ og Sjóvá-Almennra í gær. Sitjandi frá vinstri: Lúðvík Georgsson formaður 1. delldar samtakanna, Eggert Magnússon formaður KSÍ, Ólafur B. Thors forstjórl SJóvá- Almennra, Viðar Jóhannesson gæðastjóri Sjóvá-Almennra. Standandi frá vinstrh Jóhannes Ellertsson frá Keflavík, Theódór S. Halldórsson Val, Björgúlfur Guðmundsson KR, Ólafur Helgl Árnason Fram, Gunnar Þórisson Lelftri, Svelnn Ingvason Brelðablikl, Gunnar Sigurðsson ÍA, Svavar Slgurðsson Grindavík og Þórlr Jónsson frá FH. KSÍ og Sjóvá-Almennar semja til þrigaja ára Igær var undirritaður samstarfs- samningur milli Knattspyrnu- sambands Islands og tryggingafé- lagsins Sjóvá-Almennra um að tryggingafyrirtækið styrki 1. deild karla í knattspyrnu næstu þijú ár. Að sögn Eggerts Magnússonar for- manns KSl fagnar knattspyrnu- hreyfingin því sérstaklega að fá þetta sterka og virta fyrirtæki til samstarfs. Samningurinn er að verðmæti 12 miljónir en þar af skiptast fimm milljónir á milli félag- anna eftir árangri í 1. deild karla - sem mun heita Sjóvá-Almennar deildin á samningstímanum. Þannig munu sigurvegarar í 1. deild fá 700.Ö0 krónur, annað sætið gefur 570.000, þriðja 510.000 og önnur minna en tvö neðstu liðin fá 445.000 krónur. Einnig er gert ráð fyrir að leikmenn á samningi hjá félögunum verði tryggðir hjá Sjóvá- Almennum og þannig séu skilyrði slíkra leikmannasamninga uppfyllt. Fyrirtækið muni einnig leggja til verðlaun á lokahófi knattspyrnu- manna. Ennfremur var undirrituð viljayfirlýsing um að unnið verði að þróun samstarfssamnings við þijár efstu deildir karla, sem felur í sér iðkendatryggingar við alla iðkendur í félögunum og jafnvel einnig peningaverðlaun eftir ár- angri. Gert er ráð fyrir að tillögur að samningi liggi fyrir í októþer 1995. Knattspyrnukonurnar eru ekki inni í þessum samningi enda er eitt ár eftir að samningi þeirra við íþróttavörufyrirtækið Mizuno. Að sögn Olafs B. Thors forstjóra Sjóvá-Almennra hefur fyrirtækið ætíð stutt við íþróttir í landinu. Nú verði áherslubreyting því hand- knattleikurinn hafi verið í fyrirrúmi hjá fyrirtækinu en engu að síður væri ekki verið að afskrifa aðrar íþróttagreinar með þessum samn- ingi. Reykjavíkurmótið 1995 Fimmtudagur 4. maí ki. 20.00 Fram — Þróttur Gervigrasið Laugardal ÍlíÍíSÍIIiÍIÍiSÍlll Hópferð á úrslitaleik Arsenal AÐDÁENDUR Arsenal á íslandi hafa ákveðið að efna til hópferðar á úrslita- leik Arsenal og Real Zaragosa frá Spáni í Evrópukeppni bikarhafa sem verður í París miðvikudaginn 10. maí. Flogið verður til Lúxemborgar daginn fyrir leikdag og haldið þaðan með rútu til Parísar en heimferð er daginn eftir leik. Ferðin er farin í samvinnu við Ferða- skrifstofuna Samvinnuferðir/Landsýn þar sem nánari upplýsingar eru veittar eins og hjá forsvarsmanni klúbbsins á Selfossi (s. 98-22499). Þess má geta að Arsenalklúbburinn fór á úrslitaleik Arsenal í Kaupmannahöfn í fyrra og vegna þess hvað ferðin þótti takast vel var ákveðið að halda uppteknum hætti eftir að Arsenal hafði haft betur gegn Sampdoria í undanúrslitum. ICELAND 1995 ÞU FÆRÐ UPPLYSIN6AR UM HM Á VERALDARVEFNUM ORACLG” W o r I d W i d e W e b I n t e r f a c e K i t TEYMI ORACLE HUGBÚNAÐUR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.