Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 1
yli Ekki bara gamlir karlar Garðar Jóhann heldur því fram að söfnunarárátta búi í öllum og frímerkjasöfnun gefi margvíslega möguleika á að nýta hugmynda- flugið. „Frímerkjasöfnun hefur tek- ið miklum breytingum á síðustu árum. Þetta eru ekki bara gamlir karlar sem kúra yfir gömlum merkj- um, heldur leika menn sér í vax- andi mæli að því að vinna út frá ákveðnu þema og finna alls kyns frímerki, verðmikil og verðlítil, sem tengjast efninu á einhvern hátt.“ Póstur og sími starfrækir póst- hús á staðnum þá daga sem sýning- in stendur og hafa fjórir mismun- andi póststimplar verið hannaðir vegna sýningarinnar. I dag verður sérstakur Evrópustimpill notaður á póst sem komið er með í safnaðar- heimilið og á morgun verður stimp- ill tileinkaður degi kvenna. A sunnudag verður handboltastimpill og á mánudag verður notaður stimpill sem tengist friði. Þá verður tombóla á staðnum og skiptimark- aður með frímerki. ■ Frímerki og fjölbreytt söfn SÝNING Félags frímerkjasafnara verður opnuð í félagsheimili Há- teigskirkju í dag, föstudag, og stendur hún til mánudags. Auk frí- merkja verða til sýnis ýmsir hlutir sem fólk hefur gaman af að safna, m.a. smáskór, spil, póstkort, fingur- bjargir og bókmerki, ex libris, sem eru persónuleg og prentuð til að eigandi geti merkt bækur sínar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við sýnum annað en mynt og seðla með frímerkjum," segir Garðar Jóhann Guðmundarson, formaður félags- ins. Rúmlega 300 manns eru í félag- inu og segir Garðar Jóhann að mik- ill áhugi sé innan félagsins á að efla unglingastarf. „Nú sýna sjö íslenskir unglingar söfn sín og fjór- ir erlendir. Krakkarnir okkar hafa náð mjög góðum árangri og eiga margir verulega góð söfn. Þetta er menntandi tómstundaiðja, öllu betri en að hanga á Hlemmtorgi eða horfa á myndbönd daginh út og inn.“ MEÐ aukinni tækni eru nú ýmsar leiðir til að lækka símakostnað milli landa. The European greindi nýlega frá því að á sumum hótelum væri' lokað fyrir númer samsvarandi númerum fyrir ísland beint. Það væri svar hóteleigenda, sem ekki vildu missa af tekjum vegna sím- tala hótelgesta. Enginn íslenskra hótelstjóra sem rætt var við sagði koma til greina að taka þannig fram fyrir hendur gesta sinna. ■ Ráðstefna um börn og rafræna miðla Á næstunni, helgina 13.-14. maí næstkomandi, verður haldin ráð- stefna í Norræna húsinu sem fjallar um börn og sívaxandi tækni í heiminum. Ráðstefnan er kennd við lækninn John Lind sem þekktur var fyrir störf sín í þágu barna. Sigríður Björnsdóttir kennari og myndþerapisti hefur í samstarfi við Norræna húsið haft veg og vanda af undirbúningi ráðstefnunnar. Hún segir að til- gangurinn sé að kynna nýjar niður- stöður um áhrif raf- rænna miðla á þroskaferil barna og heilsufar og jafnframt að hvetja til almennr- ar umræðu um þessi mál. Fjallað verður um mikilvægi þverfaglegrar samvinnu á barna- deildum til að greina vandamál barna — einnig vandamál sem rísa vegna rafrænna miðla. Þá verður talað um hvaða áhrif áhorf barna á rafræna miðla hafi á þroskafer- il þeirra, andlegt og líkamlegt heilsufar og hve nauðsynlegt er að leikur og skapandi athafnir séu þáttur í þroskaferli barna. Einnig verður rætt um menningu á barnadeildum og mikilvægi and- legrar heilsuræktar fyrir börn á sjúkrahúsum. Á ráðstefnunni verða fimm er- lendir fyrirlesarar og þrír inn- lendir. Ráðstefnan er ætluð inn- lendu og erlendu fagfólki sem vinnur með börnum, foreldrum og öðrum þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í umræðunni um börn, fjölmiðla og aðra rafræna miðla. ■ Símakort og GSM lækka símakostnaft á ferðalðgum ÞEIM FJÖLGAR stöðugt íslensk- um ferðamönnum sem notfæra sér ísland beint, símaþjónustu sem Póstur og sími tók upp fyrir einu ári. Á bls. 11 í símaskrá eru- gefin upp númer í 14 löndum, sem hægt er að hringja í og fá sam- band við talsímavörð á íslandi. Kostnaður vegna þess er áþekkur og ef hringt væri innanbæjar. Talsímavörður í 08 gefur' síðan saniband við umbeðið símanúmer á íslan^i og er hægt að fá kostn- aðinn færðan á eigin símareikning eða Visa-kort. „Oftast er fólk að hringja heim til sín og láta vita af sér. Mest er hringt frá Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum og símtölin eru að meðaltali 8-10 mínútna löng,“ segir Guðný Þórðardóttir, yfir- varðstjóri hjá talsambandi við út- lönd. Nú er unnt að hringja frá Ítalíu í ísland beint auk þeirra landa sem gefin eru upp í síma- skránni og er númerið þaðan 1720354. Ferðakort lítlð notuð Ferðakort Pósts og síma, sem greidd eru fyrirfram, eru ekki mjög mikið notuð, að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, blaðafulltrúa, en um 3.000 íslendingar notfæra sér aðra þjónustu til að hringja heim. „Þá hringja þeir í tiltekið innan- bæjarnúmer þegar þeir eru er- lendis og fá samband við talvél, sem leiðbeinir hvernig hægt er að ná sambandi við símanúmer í öðru landi og fá kostnaðinn færð- an á eigin símreikning eða kredit- kort.“ Álagning á hótelum Sé hringt frá hótelherbergjum getur símreikningur orðið allhár, því samkvæmt lauslegri athugun er álagning hótela töluverð. Af þeim hótelum sem haft var samband við, reyndist álagning lægst á Hótel hjá Dóru í Reykja- vík, um 80%, sem samsvarar því að hvert skref kosti um 6 kr. Annars staðar er algengt að skrefið kosti 10-12 kr. en sums staðar eru símtöl ekki mæld í skrefum heldur tíma. Af samtölum við hótelstjóra og starfsfólk að dæma, hringja Is- lendingar og Bandaríkjamenn mest. Þeir sem eru í viðskiptaer- indum nota símann áberandi meira en ferðamenn og á sumum hótel- um er nokkuð algengt að gestir hafi GSM-síma með sér. Þá kom fram í samtölum við hótelstjóra að færst hefði í vöxt að hótelgest- ir notfærðu sér símaþjónustu sam- bærilega við Island beint, svo tekj- ur af símanotkun hefðu frekar dregist saman á síðustu misserum. Herdís Storgaard fær Norrænu heilsuverðlaunin NORRÆNU heilsuverndarverð- launin (nordisk folkehAlsopriset) verða veitt í níunda skipti í Gauta- borg næstkomandi miðvikudag. Það er Herdís Storgaard sem hlýtur þau að þessu sinni, en hún er fyrsti ís- lendingurinn sem fær verðlaunin. Herdís var valin úr stórum hópi einstaklinga, en ýmsir aðilar innan heilbrigðis- stétta benda á fólk sem talið er vel komið að þess- um verðlaunum. Þessa viðurkenningu hlýtur Herdís sem starfsmaður Slysavarnafélags íslands fyrir að stuðla að öryggi bama og fyrir ötula vinnu við að fyrirbyggja slys og þá sérstaklega með tilliti til bama. Afhendingin fer fram í norræna heilsugæsluskólanum í Gautaborg, en hann er rekinn sameiginlega af Norðurlöndunum og menntar fólk á sviði heilbrigðisvísinda. Eftir að sérstök nefnd hefur val- ið úr stómm hópi fjóra til fimm einstaklinga er það þriggja manna ■ nefnd sem síðan útnefndir verð- launahafann. Það em þijú stór tryggingarfélög í Svíþjóð, Noregi og Danmörku sem standa að verðlaununum sem em auk viðurkenningarskjalsins 50.000 sænskar krónur. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.