Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Oskubuskur glamúr og Jackie 0. á tískusýningu Quelle í Berlín SÖSKUBUSKA, Jackie Onass- is, kettir, smalakofi og fram- úrstefna eiga fátt eitt sam- 'SJJU eiginlegt annað en hafa m.a. orðið fatahönnuðum þýska vörulistafyrirtækisins Quelle inn- blástur fyrir haust- og vetrartísk- una 1995/96, sem kynnt var í Berlín 24. apríl síðastliðinn. Þótt tískusýningar Quelle þyki ekki hápunktur í tískuheiminum, hafa milljónir Evrópubúa í áratugi litið á Quelle sem boðbera tískunn- ar, enda fatnaðurinn á viðráðan- legu verði og hannaður með venju- legt fólk í huga. Fram til þessa hefur einungs innlendu fjölmiðla- fólki verið boðið á hinar árlegu tískusýningar, en í takt við aukna sókn fyrirtækisins á erlenda mark- aði, t.d. Rússland og fyrrum aust- antjaldslönd, var meira við haft að þessu sinni og fjölda erlendra blaðamanna boðið í Babels Film Studio í Potsdam til að líta á sýnis- horn af fatnaði sem sjá má á síðum Quelle-vörulistanna næsta haust. kjólklæddir herramenn upp raust sína og sungu slagara úr gömlum, þýskum bíómyndum. Tveir for- stjórar Quelle héldu stuttar ræður og rakti annar áhrif kvikmynda á tískuna, nefndi m.a. James Dean og bómullarbolina og Humprey Bogart og rykfrakkana. Hinn lagði áherslu á þátt Quelle í umhverfis- vernd og benti á að fatnaður væri nú í mun ríkari mæli en áður úr náttúrulegum gæðaefnum. Tískusýningin reyndist vera andstæða þess sem margir gera sér alla jafna í hugarlund um vöru- listatísku. Snyrtilegu hús- mæðumar í eldhús- sloppunum, karlarn- ir í sviplausu, gráu jakkafötunum sín- um og penu börn- in, voru ijarri góðu gamni ,og í stað þeirra kom hressilegt, taktfast Tíska og kvikmyndir í Babels-kvikmyndaverinu, sem fyrr á öldinni var vagga þýskrar kvikmyndalistar, en mátti um langt skeið muna sinn fífil feg- urri og er nú aftur í uppbygg- ingu, tókst einkar vel að skapa líflega stemmningu. í rúm- góðum salarkynnum hófu sjö og liðugt ungt fólk, fram á sjónar- sviðið í hinum fjölskrúðugasta fatnaði. Öllu meiri áhersla var lögð á kvenfatnað og aðeins sýnt lítið brot af herratískunni. Enginn einn stáll var allsráðandi, fatnaðurinn annaðhvort kvenlegur, sveitaleg- ur, virðulegur, unggæðislegur, rómantískur eða glamúrlegur og stundum sitt lítið af hveiju. Nátt- úruleg efni eins og angóra, kasm- ír, silki, bómull og ull voru áber- andi en ýmsir fylgihlutir, t.d. hatt- ar og veski úr plasti. Sýningin skiptist í þrettán þætti, sem báru margvíslegar yfir- skriftir, oftast á engilsaxneskri tungu, með skírskotun til upp- runa hugmyndanna eða til hverra var höfðað. „Tailored look“ - Virðulegur fatnaður að hætti klæðskerans. „Chalet“ - Fijálslegur klæðna í sveitasælunni. Áhrif úr ýmsum ðttum Sthool-girls - skólastelpurnar sýndu fijálslegan fatnað. Mjög stutt, örlítið útsniðin pils, hnéháa sokka, , strigaskó, stuttar úlpur, jakka eða vesti utan yfir víða lang- erma bómullarboli eða stuttar peysur. Samsetningin var svart og hárautt, stelpurnar með dæmigerða „Bjarkar-greiðslu", en strákarnir með derhúfur. Sporty - hlýlegur fatnaður í hvít- um, beige og ljósgráum tónum. Húfur, treflar, peysur með kaðla- prjóni, úlpur með skinnkraga, jakkar og ljósir reimaðir skór. Þrátt fyrir grófgerð efni var yfir- bragðið fínlegt og kvenlegt. Cots - litur kattanna var svartur, en tígrismynstur, gylltar brydd- ingar og fylgihlutir úr svörtu lakki lífguðu upp á. Pilsin mjög stutt, svartar sokkabuxur og reimuð, lág stígvél. Svolítið villt og diskóleg tíska fyrir unga fólkið. „Coats - kápur í öilum síddum, beinar í sniði, oft teknar saman ineð belti í mittið. Sígildar, herra- legar kápur í lítt afgerandi litum eins og gráum, svörtum, brúnum og beige. Intensive - nafnið á að lýsa ein- „Glamour“ - Glæsimeyjar í sam' glansand Stærsta pöntunarf yrirtæki í Evrópu íM. '-I Stórverslun í bókarformi FATNAÐ, húsgögn, heimilistæki, garðáhöld, leikföng, bækur, mynda- vélar, tölvur og flest annað sem til- heyrir nútímaheimilishaldi er að finna á 1.300 blaðsíðum stærsta vörulista Quelle-samsteypunnar. Listinn kemur út tvisvar á ári í 12 milljónum eintaka og geta viðskipta- vinir valið úr 50 þúsund vörutegund- um. Auk þess eru gefnir út 20 minni vörulistar, sem bjóða ýmiss konar sérvöru og þjónustu, m.a. ferðalög. Stóri vörulistinn er sagður lyk- ilinn að velgengni og vexti fyrir- tækisins. Á háannatíma eru sendir allt að 300 þúsund bögglar á dag til viðskiptavina innanlands og utan. Quelle-fyrirtæki eru í flest- um löndum Evrópu og nú í aukn- um mæli í fyrrum austantjald- slöndum. Höfuðstöðvarnar eru í Niirnberg, en nýlega var ein- um milljarði þýskra marka (um 45,7 milljörðum íkr.) varið í að byggja nýtískulega pökkunarmiðstöð í Leipzig. Heildarvelta Quelle-sam- steypunnar var 17,5 millj- arðar þýskra marka (tæp- > ’ lega 80 milþ'arðar íkr.) ’ fjárhagsárið 1993/1994 og starfsmenn um 45 þúsund V''fy i „Cyber“ - Silfur og pastellitir fyrir unga fólk- ið. m ~ " > ,, ■ ; '-,V . Quelle hefur verið starfrækt á Is- landi í fimmtán ár, en Ólafur Sveins- son tók við rekstri fyrirtækisins fyrir sjö árum. Síðastliðið ár flutti fyrirtækið í nýtt 900 fm verslunarhús í Kópavogsd- alnum, þar sem bæði er verslun og pönt- unarþjónusta. Um leið voru tölvur fyrir- tækisins beintengdar við höfuðstöðvarn- ar í Niirnberg. Olafur segir að um sjö þúsund íslendingar fái stóra vörulistann og mun fleiri ýmsa sérlista. ■ Kynferðisafbr< börnum svo til falið I BANDARÍKJUN- UM beinist forvam- arfræðsla vegna kyn- ferðislegs ofbeldis gegn börnum allt nið- ur til leikskólabarna. Börnum er sagt hvað sé rétt og rangt í þessum efnum, þeim kennt að greina á milli góðrar og slæmrar snertingar og hvert þau eiga að snúa sér ef þeim líður illa yfír hegðun ein- hvers. Þannig verða þau meðvituð um rétt sinn og vald yfir eigin líkama og tflfínning- um. Og það er einmitt slíkt forvarnarstarf, sem vantar inn í skólakerfið hér, að mati Sigrúnar Sigurðardóttur, lög- reglukonu í Vestmannaeyjum. Hún átti þess kost að sækja starfs- nám og námskeið í Bandaríkjunum um rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi gegn bömum. Miðað við þann lærdóm, sem hún öðlaðist, þykir henni einnig skorta á fræðslu fyrir íslenskt fagfólk, sem kemur að þessum málum. „Kennarar, heilbrigðisstéttir og lögregla þurfa ekki síst að vita hver einkennin geta verið hjá barni, sem ekki segir frá, hvernig á að bregðast við og hvert á að snúa sér ef gmnur vaknar um slíkt,“ segir Sigrún. Hún var m.a. í Huntsville í Ala- bama-fylki, Boston í Massachusetts, Dall- as í Texas og Nas- hville í Tennesee. LOGREGLUKON - AN Sigrún Sigurð- ardóttir fór vestur um haf til að kynna sér rann- sóknir á kynferðis- afbrotum gegn börnum. Hegðunarmynstrið Sigrún segir mikinn mun á kynferðisaf- brotum gegn bömum og öðrum afbrotum. „Bamið gerir sér oft og tíðum ekki grein fyrir að brotið hafi verið gegn því á ein- hvem hátt. Verksummerki og sönn- unargögn em ekki alltaf sjáanleg. Ekki er strax sagt frá og hringt í lögreglu, eins og t.d. þegar innbrot hefur átt sér stað. Afbrotamaðurinn hefur stimplað inn í bamið að allt, sem gerst hafí, sé leyndarmál. Að öðrum kosti muni það skapa vand- ræði og upplausn í fjölskyldunni. Oft em það þó ýmis líkamleg og sálræn hegðunarmynstur, sem gera "f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.