Morgunblaðið - 05.05.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.05.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 3N#t0unltfttfrU> 1995 ■ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ BLAD HANDKNATTLEIKUR / HM 95 Morgunblaðið/Sverrir Skagamenn sigruðu í fyrsta grasleik ársins FYRSTI grasleikur ársins í knattspyrnu fór fram á Akranesi i gærkvöldi. Þá tóku íslandsmeistar- arnir á móti Eyjamönnum í átta liða úrslitum Litlu bikarkeppninnar og unnu 2:0. Bjarki Pét- ursson gerði bæði mörk heimamanna í öruggum sigri. Dejan Stojic, sem lék með Skagamönnum á æfingamóti á Kýpur í mars, kom til landsins fyrr í vikunni og var með í gærkvöldi en var lítt áberandi í framlínunni. KR og Þróttur leika til úr- slita í Reykjavíkurmótinu FRAM vann Þrótt 2:1 í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Ágúst Ólafsson og Hóbnsteinn Jónasson skoruðu fyrir Framara en Guðmundur Gíslason gerði mark Þróttar. Þrátt fyrir tapið varð Þróttur í öðru sæti A-deiidar með niu stig og mætir KR í úrslitum á mánudags- kvöld en KR tapaði ekki stigi og fékk 15 stig. Fram var í þriðja sæti með átta stig, Fylkir fékk sjö stig, ÍR fjögur en Víkingar ekkert stig og leika þeir í B-deild næsta ár. Tommy Svensson hafn- aði boði Bilbao á Spáni TOMMY Svensson, landsliðsþjálfari Svía í knatt- spyrnu, ákvað í gær að hafna boði spænska fé- lagsins Bilbao og sagðist ætla að halda áfram með sænska landsliðið fram yfir úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða á næsta ári. Svíþjóð hefur gengið illa i riðlakeppninni og ætli liðið í úrslitakeppnina má það varla við að tapa stigi í næsta leik sem verður gegn íslandi ytra 1. júni. Harris hjá Lakers þjálfari ársins í NBA DEL Harris, yfirþjálfari Los Angeles Lakers var í fyrradag valinn þjálfari ársins í NBA deildinni í körfuknattleik. Harris fékk 62 atkvæði af 105 mögulegum og hlaut þvi Red Auerback bikarinn. Annar í kjörinu var þjálfari Cleveland, Mike FrateUo, Bobo Hiil hjá San Antonio Spurs varð þriðji, Jerry Sloan, þjálfari Utah, fjórði og þjálf- ari Dallas, Dick Motta, hreppti fimmta sæti. Þrír íslenskir júdómenn á Evrópumótið í Birmingham ÞRÍ R islenskir júdómenn taka þátt í Evrópu- meistaramótinu, sem fer fram í Birmingham í næstu viku. Það eru þeir Vernharð Þorleifsson, Bjami Á. Friðriksson og Eiríkur Ingi Kristins- son. Mótið hefst á fimmtudag og stendur yfir tU sunnudags. KNATTSPYRNA Tólf metra háir skaflar á vellinum á Siglufirði Aðeins 174 miðar eru eftir í sæti MIÐASALA á leikina í Heims- meistarakeppninni hefur gengið fram úr björtustu vonum en selt hefur verið fyrir um 25 milfjónir króna. Þegar salan var gerð upp í gærkvöldi kom í ljós að aðeins 174 miðar voru eftir í sæti á fyrsta leik íslands sem verður gegn Bandaríkjunum í Laugar- dalshöll klukkan 20 nk. sunnu- dagskvöld. Á leik íslands og Sviss 13. maí hafa verið seldir um 1.400 miðar og þar af 170 í stæði og salan á úrslitaleikinn er ámóta. íslenska liðið æfði í Höllinni í gærkvöldi og var það síðasta æfing liðsins þar fyrir leikinn gegn Bandaríkjamönnum en eins og sjá má á myndinni voru Geir Sveinsson fyrirliði og Sigurður Sveinsson kátir og sérstaklega með miðasöluna. í gær komu lið Suður-Kóreu og hluti liðs Alsírs en nokkur . koma í dag og flest á morgun. að hafa verið þrír til fjórir bílar í átta dag að keyra snjó af malarvellinum og það er útlit fyrir að verkinu ljúki á morg- un [í dag]. Þegar byrjað var að hreinsa völlinn þá voru allt að tólf metra háir skaflar á vellin- um,“ sagði Guðmundur Skarphéð- insson, formaður knattspyrnu- deildar KS á Siglufirði, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Á gra- svellinum er ástandið ekkert betra, þar er eins og hálfs til tveggja metra jafnfallinn snjór yfir. Það hefur engan sjó tekið upp að ráði vegna kulda og ekki útlit samkvæmt veðurspánni að það gerist á næstunni. Að óbreyttu verður ekki farið að leika á grasvellinum fyrr en komið verður fram í júní,“ bætti Guð- mundur við. Ein af ástæðunum fyrir fyrir þessum mikla snjó á vellinum sagði Guðmundur vera þá að bæjarfélagið keyrir snjó úr bæn- um og inn á völlinn á veturna og vegna miklla kulda þá sætu menn í súpunni nú. „Liðið hefur verið að æfa innan- húss og farið i æfingaferðir til Reykjavíkur og inn á Sauðárkrók. Um páskana var farið til Skot- lands í æfingaferð. Eftir að byrjað var að moka af vellinum fórum við aiiæfa á hluta hans, en auðvit- að er slæmt að hafa ekki getað haft neina æfmgaaðstöðu því það eru um tuttugu strákar sem æfa og það er hugur í þeim fyrir sum- arið þrátt fyrir allt,“ sagði Guð- mundur Skarphéðinsson. Skðrra í Ólafsfiröi „Staðan mætti vera betri. Nú er fimmtíu til sextíu sentímetra snjólag yfir vellinum og enn meiri í áhorfendabrekkunni. Ég er ekki bjartsýnn á að fyrsti heimaleikur okkar gegn KR, sem á að vera 27. maí, geti farið fram á heima- velli okkar,“ sagði Þorsteinn Þor- valdsson, formaður knattspyrnu- deildar Leifturs. „Það er reyndar búið að blása af malarvellinum en okkur finnst ekki boðlegt að bjóða upp á 1. deildar leik á malar- velli og því munum við, ef ekki fer að hlýna fljótlega, óska eftir því að leiknum verði snúið og við komum suður og leikum þar við KR,“ sagði Þorsteinn ennfremur. Það eru hitalagnir undir vellin- um á Olafsfirði og Þorsteinn sagði að það þyrfti góðan hálfan mánuð til þess að völlurinn yrði boðlegur til keppni. Þeir hafa borið sand á völlinn til þess að flýta fyrir bráðnun, komi sól og bjartir dag- ar, en lítið hefur verið um slíkt nú í vor á Ólafsfirði. KNATTSPYRNA: STUÐNINGSMENN STOKE TEUA LÁRUS ORRA ÞANN BESTA / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.