Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ 2 C FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 + FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 C 3 ÞJOÐ I ÞJALFUN HM I HANDKNATTLEIK HM I HANDKNATTLEIK URSLIT Lífsstni SÁ lífsmáti sem við höfum tamið okkur hefur áhrif á andlega og lík- amlega líðan okkar. Oft spyijum við hver sé tilgangurinn með lífinu. Stundum hugleiðum við hver sé þungamiðja lífs okkar. Er það fram- inn, ytri gæðin eða heiðarleikinn og kærleikurinn. Að efla heilsuna er spurning um lífsstíl. Okkur er gert kleift að auka áhrif á og bæta eigin heilsu. Við höfum nægar upplýs- ingar um áhættuþætti. Fræðsla og áróður hafa áhrif en fyrst og síðast er það ákvörðun og vilji okkar sjálfra sem ræður úrslitum um hvaða lífs- stíl við veljum. Ýmsir þættir hafa mikilvæg áhrif á hvemig okkur tekst að skapa okkur góða heilsu, t.d. afkoma, fæða, menntun, húsnæði og góð félagsleg tengsl. Slæm heilsa er þegar við höfum verki og þjáning- ar, erum þreytt og slöpp, hugsum neikvætt og erum sjúk. Erfitt getur reynst að njóta gæða lífsins ef heils- an er farin. Heilbrigður er sá talinn sem er heill, hraustur, sjúkdómslaus, sem líður vel líkamlega, andlega og félagslega. Áhættuþættir Algengasta dánarorsök á íslandi er vegna hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina og slysa. Margir lang- vinnir sjúkdómar hafa sameiginlega áhættuþætti. Þessir áhættuþættir eru hluti af lífsstíl fólks, s.s. reyking- ar, mataræði, streita og kyrrseta, einangrun og slysahætta. Þegar fleiri en einn áhættuþáttur er til staðar hjá sama einstaklingi geta líkurnar orðið margfalt meiri á að fá langvinnan sjúkdóm. Fjölmargir aðilar hafa staðið að fræðslu og rekið áróður fyrir bættum lífsvenjum með það að markmiði að fækka sjúkdómum. Læknar og hjúkrunarfólk hafa mestu áhrifin í þessu sambandi. Heilsugæslustöðv- amar með læknana í broddi fylking- ar mættu skaðlaust gera enn meira af því að ráðleggja fólki um heil- brigðari lífsstíl. Læknarnir þurfa að verða sýnilegri í forvörnum. Það fríar ekki þar með einstaklinginn að bera ábyrgð á sinni heilsu og taka afstöðu til þeirra lífshátta sem hann lifir. Aö breyta um lífsstíl Það er erfítt að breyta venjum. Venjur móta líf okkar. Þegar við höfum framkvæmt sama hlutinn oft verður hann sjálfkrafa, við þurfum ekki að hugsa okkur um þegar við framkvæmum. Við höfum vanið okk- ur á marga slæma hluti heilsufars- lega séð. Til að breyta þurfum við að sjá tilgang og kostina við að breyta um stíl. Viljinn þarf að koma innan frá. Margir velja auðveldustu leiðina og eru ekki tilbúnir í átök við venjurnar. Það er auðveldara að sitja kyrr en að hreyfa sig. Fyrsta skrefíð til að breyta um lífsstíl er að afla sér upplýsinga um kosti og galla breytinganna fyrir þig, ákveða síðan hverju mætti breyta og fá leið- beiningar um það. Landsliðið okkar þarf að geta breytt um leikaðferð ef árangur er ekki viðunandi. Að festast í slæmu kerfí er vísir á ósigur. Lífsstm Margt í lífsstíl þínum er vafalaust til góðs fyrir þig. Þú nýtur samvista við fólk, ferð í leikhús, á tónleika eða Iandsleik, í bíó, ferðalög eða í heimsókn. Þú ferð að skemmta þér, Hver er þungamiðja lífsins, spyr Gunnar Einarsson. Er það framinn, ytri gæðin eða heiðarleikinn og kærleikurinn? tekur þátt í félagsstarfsemi, ræktar garðinn þinn, spilar á spil, ferð í kirkju. Alls þessa nýtur þú vel þegar heilsan er góð. Það er erfitt að njóta lífsgæðanna þjakaður af sársauka, andlegum eða líkamlegum. Aukin reglubundin hreyfing, hollt matar- æði, minni streita og reykingar eru þættir sem hafa áhrif á heilsuna, en lífsviðhorfið er þó sennilega það sem hefur mest áhrif. Til að öðlast jákvætt lífsviðhorf verður maður að .vera sáttur við sjálfan sig og bera virðingu fyrir sjálfum sér. íþrótta- menn sem vilja vera í fremstu röð þurfa að temja sér hugsunarhátt sigurvegarans og starfa í samræmi við það lögmál sem verkefnið setur. Það er ekki sama hvernig lífsstíl íþróttamenn velja sér með tilliti til árangurs. Vertu jákvæður og bjart- sýnn, landi góður, og njóttu lífsins. Lokaorð Með þessum pistli lýkur átakinu „Þjóð í þjálfun". Markmiðið var að vekja landsmenn til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilsu og að senda strákunum okkar í handboltalands- liðinu hvatningu fyrir átök þau sem í vændum eru. Ég hef haft gaman af þessu erkefni. Ég þakka sam- fylgdina með von um góðan árangur í leik og starfí. Höfundur stjórnar átakinu „Þjóð íjþjálfun“ á vegum Heilsueflingar, Iþrótta fyrir alia og framkvæmdanefndar HM 95. GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF OPNA Endurvinnslumótið í golfi verSur haldið á Strandarvelli laugardaginn ó. maí. Leikinn verður 18 holu höggleikur, meS og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 08.00. Skráning rástíma hjá Golfklúbbi Hellu í síma 98-78208. GLÆSILEG AUKAVERÐLAUN Verðlaun fyrir að vera næst holu á 18. brauf er utanlandsferð frá Samvinnuferðum-Landsýn GOLFGOLFGOLFGOLFGOLFGOLFGOLF Knattspyrna Reykjavíkurmótið Fram - Þróttur 2:1 Ágúst Ólafsson, Hólmsteinn Jónasson - Guðmundur Gíslason. Litla bikarkeppnin ÍA-ÍBV 2:0 Bjarki Pétursson 2. ■ÍA er komið I undanúrslit. England Arsenal - Wimbledon 0:0 32.822. 3. deild Bury - Walsall....................0:0 Íshokkí NHL-deiidin Buffalo - New Jersey..............5:4 Montreal - Boston.................2:4 Pittsburgh - Florida..............3:4 Quebec - Hartford.................4:1 Tampa Bay - Ottawa................3:4 Chicago - Los Angeles.............5:1 St. Louis - Detroit...............2:3 Calgary - Edmonton................5:3 ■San Jose - Vancouver.............3:3 Anaheim - Toronto.................6:1 ■Eftir framlengingu. Lokastaðan Austurdeild Norðausturriðill •Quebec ...30 13 5 185:134 65 ■Pittsburgh ...29 16 3 181:158 61 ■Boston ...27 18 3 150:127 57 ■Buffalo ...22 19 7 130:119 51 Hartford ...19 24 5 127:141 43 Montreal ...18 23 7 125:148 43 Ottawa 9 34 5 117:174 23 Atlantshafsriðill ►Philadelphia ...28 16 4 150:132 60 ■New Jersey ...22 18 8 136:121 52 ■Washington ...22 18 8 136:120 52 ■NY Rangers ...22 23 '3 139:134 47 Florida ...20 22 6 115:127 46 , Tampa Bay ...17 28 3 120:144 37 NY Islanders ...15 28 5 126:158 35 Vesturdeild Miðriðill •Detroit ...33 11 4 180:117 70 ■ST Louis ...28 15 5 178:135 61 ■Chicago ...24 19 5 156:115 53 ■Toronto ...21 19 8 135:146 50 ■Dallas ...17 23 8 136:135 42 Winnipeg ...16 25 7 157:177 39 KyrrahafsriðiU ►Calgary ...24 17 7 163:135 55 ■Vancouver ,.18 : 18 12 153:148 48 ■San Jose ...19 25 4 129:161 42 Los Angeles ...16 23 9 142:174 41 Edmonton ...17 27 4 136:183 38 ‘ Anaheim ...16 27 5 125:164 37 •Meistari í deild. ►Meistari í riðli. ■Leikur í úrslitakeppninni. Skíði Risasvig á Dalvík Mótið var haldið á Dalvik laugardaginn 29. apríl. Keppt var í flokkum karla og kvenna. Lengd brautar var 2 km og fallhæð 500 metrar. Konur 1. Hildur Þorsteinsdóttir, Akureyri...1.28,69 2. Eva Bragadóttir, Dalvík...........1.29,53 2. Hrefna Oladóttir, Akureyri........1.30,37 Karlar: 1. Kristinn Bjömsson, Óiafsfirði.....1.20,85 2. Sveinn Brynjólfsson, Dalvík.......1.23,53 3. Eggert Bragason, ÓÍafsfirði.......1.26,23 ■Verðlaun voru vegleg og ekki með hefð- bundnum hætti. Verslanirnar Sportvík á Dalvík og Markið í Reykjavík gáfu reiðhjól sem fyrstu verðlaun. Ónnur verðlaun voru útvarpstæki og borvét. Þriðju verðlaun, fjón- auki og myndavél. Túnismenn undir- búa sig í Svíþjóð PETER Kovacs er orðinn fer- tugur og kemur aftur I lands- liðið eftir fimm ára fjarveru. slóvakíu og Þýskalandi), Kúbumenn (í Tékkóslóvakíu) og Brasilíumenn (á Spáni) einu sinni. Þá hefur landsl- ið Tékklands aldrei leikið hér á landi, en aftur á móti lék landslið Tékkósló- vakíu oft hér á sínum tíma. Aldrei sigrað í HM-leik FJÓRAR þjóðir, sem leika á íslandi og hafa ieikið áður í HM, hafa ekki náð að fagna sigri í HM-leik — það eru Túnismenn, Alsírsmenn, Brasil- íumenn og Bandaríkjamenn, en þeir hafa leikið hvorki fleiri né færri en 15 leiki í fjórum HM án þess að fara með sigur af hólmi. Fimm þjóð- ir taka þátt í fyrsta skipti í HM — Króatía, Slóvenía, Hvíta Rússland, Tékkland og Marokkó. Setja upp pókersvipinn LANDSLIÐSMENN íslands koma til með að setja upp pókersvipinn á mánudaginn að Hótel Örk. Þá kemur þangað íslenska landsliðið í brids, fyrrum heimsmeistarar, ogtaka ieik- menn, þjálfara og aðstoðarmenn í hálftíma bridskennslu ki. 18.30, en síðan mun landsliðshópurinn spila brids í tvær klukkustundir, sér til skemmtunar. Skíðadeild Fram Aðalfundur og uppskeruhátíð verður haldin fimmtudaginn 11. maí kl. 19.30 í Félagsheimili Fram, Safamýri. Ps.: Innanfélagsmót skíðadeildarinnar uerður haldið helgina 6.-7. maí í EldborgargilL Upplýsingar á símsvara 889820. Stjórnin. Maxímov var fyrlrliöi Sovétmanna gegn íslendingum í HM 1978 í Danmörku, og Björgvin Björgvinsson fyrlrliði íslands. Fyrir aftan er Gunnar Einarsson, markvörður úr Haukum. Kunnir kappar þjálfarar liða á HM MARGIR gamalkunnir kappar á handknattleiksvellinum á árum áður, eru þjálfarar í HM. Þar má fremstan í flokki nefna Vladim- ir Maxímov, þjálfara Rússlands, sem var fyrirliði Sovétríkjanna — varð markakóngur í HM1970 í Frakklandi, þriðji markahæsti í HM í A-Þýskalandi 1974 og fyrirliði sovéska liðsins sem fékk silfurverðlaun 1978 í Danmörku. Þá var Arno Ehret, núverandi þjálfari Þjóðveq'a, fyrirliði heimsmeistara Vestur-Þýskalands 1978, en hann var landsliðsþjálfari Sviss í HM 1993 í Svíþjóð. Bengt „Benga“ Johansson, þjálfari Svía, fékk silfurverðlaun með Svíum 1964 í Tékkóslóvakíu og var fyrirliði í HM1967 í Svíþjóð. Erik Hajas hafnaði boði frá Barcelona ERIK Hajas, vinstri hornamaður í landsliði Svía, hafnaði boði frá Barcelona, af fjölskylduástæðum. Hajas, sem leikur með GUIF í Svíþjóð, er að hugsa um framtíð sína — ætlar að koma sér fyrir í Svíþjóð og hyggst ná frama sem slökkviliðsmaður í bænum Tumb. Þess má geta að boð Barcelona var mjög gott. Félagi hans í sænska landsliðinu, markvörðurinn Tomas Svensson, sem hefur leikið með Bidasoa, hefur aftur á móti gert fimm ára samning við Barcelona. Glatt á hjalla í Höllinni Morgunblaðið/Sverrir ÍSLENSKU landsliðsstrákarnir æfðu í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þetta var síðasta æfing þeirra í húsinu þar til þeir mæta Bandaríkjamönnum þar í fyrsta leik sínum í heimsmeistarakeppninni kl. 20 á sunnudagskvöldið. Það var létt yfír mönnum, enda ekki mikið á. Á myndinni eru, frá vinstri: Bjarki Sigurðsson, Bergsveinn Bergsveinsson, Róbert Sighvatsson og Dagur Sigurðsson. Enn eru sautján leikmenn í landsliðshópi Þorbergs Aðalsteinssonar, en sextán menn má nota í keppn- inni. í dag verður tilkynnt hver þarf að bíta í það súra epli að verða settur út. LANDSLIÐ Túnis, sem er Afríku- meistari í handknattleik, hefur verið í æfingabúðum í Svíþjóð að und- anförnu — æft þar og leikir gegn sænskum félagsiiðum. Túnismenn leika í riðli með Islendingum og sagði Andrej Lavrov, markvörður Rússa, á blaðamannafundi í fyrradag að þeir eigi eftir að koma á óvart í heimsmeistarakeppninni. íslending- ar hafa þrisvar leikið gegn Túnis og alltaf unnið — síðast 1989 í æf- ingamóti í Bratislava, 25:15. Þá léku sjö leikmenn sem eru í landsliðshópi íslands gegn Túnismönnum — Guð- mundur Hrafnkelsson, Sigmar Þröstur Óskarsson, Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Bjarki Sigurðsson, Gunnar Beinteinsson og Konráð Olavson. Kovacs aftur í sviðsljósið UNGVERJINN Peter Kovacs, sem er elsti leikmaðurinn á HM — 40 ára, er aftur kominn í sviðsljósið, eftir að hafa tekið sér hvíld frá HM í Tékkóslóvakíu 1990 og Svíþjóð 1993. Kovacs, sem lék m.a. með Dortmund og Grosswallstadt í Þýskalandi, varð markakóngur HM í Danmörku 1978 ásamt Pólverjan- um Jerzey Klempel, sem skoruðu báðir 47 mörk. Þá var hann annar markahæsti leikmaðurinn 1982 í Þýskalandi, á eftir Vasile Stinga frá Rúmeníu. Hann hefur skorað 150 mörk í þremur HM. . Þeir hafa ekki leikið á íslandi LANDSLIÐSMENN frá Brasilíu, Túnis og Kúbu hafa aldrei leikið landsleik hér á landi, en leikmenn frá þessum þjóðum hafa yfírleitt ekki verið að þvælast fyrir íslending- um á handknattleiksvellinum — Tún- ismenn þrisvar (í Frakklandi, Tékkó- Stórskyttur herja í Reykjavík FJORIR af sex markahæstu leikmönnum siðustu heimsmeistararkeppni, sem fram fór í Svíþjóð 1993, mæta með „skotvopn“ sín til Reykjavíkur, þar sem þeir reyna með sér í Laugardalshöllinni — í A-riðli keppninnar. Fyrstan skal telja Svisslend- inginn Marc Baumgartner, sem leikur með Lemgo í Þýskalandi, sem skoraði 47 mörk í Svíþjóð — varð markakóngur. Ungverjinn Jozsef Elst verður einnig á ferðinni í Höllinni, en hann skoraði 46 mörk í Svíþjóð og varð annar marka- hæsti leikmaðurinn og þriðji á listanum er Yoon Kyung-Shin frá S-Kóreu, sem skoraði 41 mark. Sigurður Sveinsson er í hópi þessara skotvissu leikmanna, en hann varð sjötti markahæsti leikmaðurinn í Svíþjóð fyrir tveimur árum, með 37 mörk. HM 1995 A ÍSLANDI LEIKIR í RIÐLUM A: REYKJAVÍK BANDARÍKIN ÍSLAND S-KÓREA SVISS TÚNIS UNGVERJALAND B: HAFNARFJ. KRÓATÍA KÚBA MAROKKÓ RÚSSLAND SLÓVENÍA TÉKKLAND D: AKUREYRI BRASILÍA EGYPTALAND HVÍTA-RÚSSLAND KÚVEIT SPÁNN SVÍÞJÓÐ C: KÓPAVOGUR ALSÍR DANMÖRK FRAKKLAND JAPAN RÚMENÍA ÞÝSKALAND Sigmundur Ó. Steinarsson tók saman/ Morgunblaðið GÓI kl. REYKJAVÍK HAFNARFJ. KÓPAVOGUR AKUREYRI SUNNUD. 15:00 SVIS-TÚNI 7. maí 17:00 UNGV-KÓRE 19:00 Opnunarhátíð 20:00 ÍSLA-BAND MÁNUD. 15:00 RÚSL-KÚBA FRAK-JAPA SPÁN - KÚVE 8. maí 17:00 TÉKK-MARO ÞÝSK-RÚME SVÍÞ - HV.RÚ 20:00 KRÓA-SLÓV DANM-ALSÍ EGYP - BRAS ÞRIÐJUD. 15:00 BAND-UNGV KÚBA-TÉKK HV.RÚ-SPÁN 9. maí 17:00 KÓRE-SVIS SLÓV-RÚSL BRAS-SVÍÞ 20:00 TÚNI-ÍSLA MARO-KRÓA KÚVE-EGYP MIÐVIKUD. 15:00 SVIS-BAND ALRÍ - FRAK 10. maí 17:00 TÚNI-KÓRE JAPA-ÞÝSK 20:00 ÍSLA-UNGV RÚME - DANM FIMMTUD. 15:00 KÚBA-SLÓV JAPA-ALSÍ HV.RÚ - BRAS 11. maí 17:00 TÉKK-KRÓA ÞÝSK-DANM SVÍÞ-KÚVE 20:00 RÚSL-MARO FRAK - RÚME SPÁN - EGYP FÖSTUD. 15:00 UNGV-SVIS TÉKK-SLÓV KÚVE-HV.RÚ 12. maí 17:00 ÍSLA-KÓRE KRÓA-RÚSL EGYP - SVÍÞ 20:00 BAND-TÚNI MARO-KÚBA SPÁN - BRAS LAUGARD. 14:00 ÞÝSK-ALSÍ RÚME-JAPA 13. maí 16:00 SVIS-ÍSLA DNAM - FRAK SUNNUD. 13:00 UNGV-TÚNI KÓRE-BAND 14. maí 15:00 SLÓV-MARO DANM-JAPA BRAS - KÚVE 17:00 KRÓA-KÚBA FRAK - ÞÝSK SVÍÞ - SPÁN 20:00 RÚSL-TÉKK ALSÍ - RÚME EGYP - HV.RÚ Rússar burstuðu Stjörnuna Magnús Sigurðsson með tíu mörk gegn heimsmeisturunum Rússneska landsliðið sigraði Stjörn- una, 23:35, í fyrri æfíngaleik sín- um hér á landi fyrir HM. Leikið var í íþróttahúsinu í Ásgarði og var leikurinn hin besta skemmtun fyrir þá fjögur hundruð áhorfendur sem mættu. í hálfleik stóðu leik 8:18, Rússum í vil. Stjörnulið fékk til liðs við sig í þessum leik þá Jason Ólafs- son og Pál Þórólfsson úr Aftureldingu vegna þess að Konráð Olavson er á fullu í undirbúningi með íslenska landsliðinu og eins lék Dimitri Filippov með löndum sínum. Leikurinn var hraður lengst af en greinilegt að Rúss- ar notuðu tækifærið Sem gafst með leiknum til að pússa af ýmis skörp horn í leik sínum, jafnt í vörn sem sókn. Markvörður þeirra, Andrej Lavrov, varði mjög vel í leiknum. Markahæstir hjá Stjörnunni voru Magnús Sigurðsson með tíu og Sigurð- ur Bjamason sem gerði fímm. Dmitri Torgovanov skoraði flest mörk Rússa átta og Dimitri Filipov sex. Þessi leikur var upphitun fyrir hand- knattleiksveisluna sem hefst í Ásgarði á morgun, laugardag kl. 15.15, en þá mætir úrvalslið Viggós Sigurðssonar landsliði Rússa, svo eitthvað sé nefnt. (.ttAiH/y ICELAND 1995 PU FÆRÐ UPPLÝSmAR UM HM'95 A VERALDARVEFNUM httP://„w.ha„dba,i.is CDF?aA.CLG” Wor/c/ W i d e W e b I n t e r f o c e K i t TFYMI ORACIE HUGBÚNAÐUR Á ISIANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.