Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIOJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OO GARÐAR • HÍBYLl • FRÉTTIR • ttgUttlrita&ifr Föstudagur 6. maf 1995 BlaðD Lagnasýning íFrankfurt I þættinum Lagnafréttir fjallar Sigurður Grétar Guð- mundsson um lagnasýning- una í Frankfurt. Hún er stórviðburður á sínu sviði, þar sem hver framleiðand- inn reynir að komast fram úr hinum í frumleika./20^ Óvenjulegar innréttingar Sérstæðar innréttingar í veitingastaðnum Carpe diem við Rauðarárstíg eru viðfangsefni Bjarna Ólafssonar í smiðjuþætti hans að þessu sinni. Þær minna á leikmynd af gamalli smiðju./24^ Ibúðir á góðu verði íKópa- vogsdal ÞAÐ ER meiri bjart- sýni yfir nýbygg- ingamarkaðnum en var, en kröfurn- ar eru orðnar meiri. Nú gild- ir að byggja góðar en ódýr- ar íbúðir. Þetta kemur fram í viðtali við Sigurð Sigur- geírsson, framkvæmda- stjóra byggingafyrirtækis- ins Járnbendingar hf., sem áformar að byggja 52 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Gullsmára í Kópavogi. í fyrsta áfanga verður byggt sjö hæða lyftuhús með 28 Húsnæðissparnaðarreikningar heyra brátt sögunni til Vaxandi innlegg á síðustu árum Húsnæðissparnaðarreikningar 1989-93_____________J7*j ---------------------------------------------------------------------------------------1>2oo Innlagt á ári SKATTAAFSLÁTTUR vegna hús- næðissparnaðarreikninga hefur nú verið í gildi í tíu ár, en eins og sést á súluritinu hér til hliðar, virðist sem fólk hafi ekki áttað sig á því, hve hagstætt þetta sparnaðarform er fyrr en nú á allra síðustu árum. Þannig voru sparendur einungis 446 árið 1989 og innleggin námu þá aðeins 49,5 millj. Arið 1993 voru sparendur aftur á móti orðnir 5.244 og innleggin það ár námu 1.071,5 millj. kr. Tölur fyrir síð- asta ár liggja ekki fyrir hendi enn, en verið að vinna þær úr skatt- framtölum. Senn líður að því, að fólk geti ekki lengur lækkað skattana sína með því að spara til húsnæðis- kaupa, því að húsnæðissparnaðar- reikningar fara nú bráðum að renna sitt skeið á enda. í árslok 1992 var gerð sú lagabreyting, að skattaafslátturinn lækki í þrepum um 5% á ári og falli síðan niður á árinu 1997. Afslátturinn hefur því farið lækkandi ár frá ári. Fram til ársloka 1992 var afslátturinn 25% af innleggi ársins, en lækkaði síðan í 20% af innleggi ársins 1993, var 15% vegna síðasta árs og verður 10% af innleggi ársins í ár. Frá og með 1. janúar 1977 fellur þessi skattaafsláttur alveg niður. Úttekt vaxta hefur hins vegar engin áhrif á skattaafslátt sparenda, enda sé úttektin í samræmi við reglur við- komandi banka. 1989 1990 Fjöldi reikninga 446 582 Meðalinnlegg á ári 111,1 þús.kr. 1991 3.152 1992 5.070 202,9 1993 5.244 204,3 þús. kr. íbúðum. Framkvæmdir eru þegar hafnar af krafti. Hús- ið verður steypt upp í sumar og væntanlega fokhelt fyrir 1. desember nk., en íbúðirn- ar afhentar fullbúnar í apríl á næsta ári. Verð þeirra verður að teijast hagstætt og f imm íbúðir em þegar seldar. — Það er því greinilega góð eftirspurn eftir nýjum íbúð- um nú, þegar hægt er að fá þær nánast á sama verði og notaðar íbúðir hafa verið seldar á, segir Sigurður, sem telur samkeppnina á nýbyggingamarkaðnum hafa aukizt mjög./18 SJÓÐUR 2. FYRSTI 8c EINI TEKJUSJÓÐURINN Á ÍSLANDI SEM GREIÐIR MÁNAÐARLEGA VEXTI Sjóður 2 er fyrsti tekjusjóðurinn á lslandi sem greiðir vexti umfram verðbólgu mánaðarlega og hentar pví þeim sem vilja auka mánaðarlegar tekjur sínar. Mánaðarlegar vaxtagreiðslur. Skattfrjálsar vaxtatekjur. Úttekt heimil hvenær sem er, án nokkurs kostnaðar. Lágmarks inneign í sjóðnum er 500.000 kr. Fylgir ávöxtun íslenskra markaðsskuldabréfa og rjárfestir einungis í traustum skuldabréfum. Okeypis varsla bréfanna. Mánaðarleg yfirlit um vexti og eign. Hægt að fá vexti lagða inn á reikning í hvaða banka sem er. Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um Sjóð 2 í afgreiðslunni í Ármúla 13a eða í síma 560-8900. Jafnframt er hægt að káupa Sjóð 2 í útibúum íslandsbanka um allt land. Verið velkomin í VÍB. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Ármúla 13a. 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.