Morgunblaðið - 05.05.1995, Side 1

Morgunblaðið - 05.05.1995, Side 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÍBÝLI • FRÉTTIR • mgtmlflftftife Prentsmiöj Föstudagur 5. mal 1995 Blað D Lagnasýning íFrankfurt I þættinum Lagnafréttir fjallar Sigurður Grétar Guð- mundsson um lagnasýning- una í Frankfurt. Hún er stórviðburður á sínu sviði, þar sem hver framleiðand- inn reynir að komast fram úr hinum í frumleika./20^ Óvenjuiegar innréttingar Sérstæðar innréttingar í veitingastaðnum Carpe diem við Rauðarárstíg eru viðfangsefni Bjarna Ólafssonar í smiðjuþætti hans að þessu sinni. Þær minna á leikmynd af gamalli smiðju./24^ 0 T T E K T íbúðirá góðu verði í Kópa- vogsdal ÞAÐ ER meiri bjart- sýni yfir nýbygg- ingamarkaðnum en var, en kröfurn- ar eru orðnar meiri. Nú gild- ir að byggja góðar en ódýr- ar íbúðir. Þetta kemur fram í viðtali við Sigurð Sigur- geirsson, framkvæmda- stjóra byggingafyrirtækis- ins Járnbendingar hf., sem áformar að byggja 52 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Gullsmára í Kópavogi. í fyrsta áfanga verður byggt sjö hæða lyftuhús með 28 íbúðum. Framkvæmdir eru þegar hafnar af krafti. Hús- ið verður steypt upp í sumar og væntanlega fokhelt fyrir 1. desember nk., en íbúðirn- ar afhentar fullbúnar í apríl á næsta ári. Verð þeirra verður að teljast hagstætt og fimm íbúðir eru þegar seldar. — Það er því greinilega góð eftirspurn eftir nýjum íbúð- um nú, þegar hægt er að fá þær nánast á sama verði og notaðar íbúðir hafa verið seldar á, segir Sigurður, sem telur samkeppnina á nýbyggingamarkaðnum hafa aukizt mjög./18 Húsnæðissparnaðarreikningar heyra brátt sögunni til Vaxandi innlegg á síðustu árum SKATTAAFSLÁTTUR vegna hús- næðissparnaðarreikninga hefur nú verið í gildi í tíu ár, en eins og sést á súluritinu hér til hliðar, virðist sem fólk hafi ekki áttað sig á því, hve hagstætt þetta sparnaðarform er fyrr en nú á allra síðustu árum. Þannig voru sparendur einungis 446 árið 1989 og innleggin námu þá aðeins 49,5 millj. Arið 1993 voru sparendur aftur á móti orðnir 5.244 og innleggin það ár-námu 1.071,5 millj. kr. Tölur fyrir síð- asta ár liggja ekki fyrir hendi enn, en verið að vinna þær úr skatt- framtölum. Senn líður að því, að fólk geti ekki lengur lækkað skattana sína með því að spara til húsnæðis- kaupa, því að húsnæðissparnaðar- reikningar fara nú bráðum að renna sitt skeið á enda. í árslok 1992 var gerð sú lagabreyting, að skattaafslátturinn lækki í þrepum um 5% á ári og falli síðan niður á árinu 1997. Afslátturinn hefur því farið lækkandi ár frá ári. Fram til ársloka 1992 var afslátturinn 25% af innleggi ársins, en lækkaði síðan í 20% af innleggi ársins 1993, var 15% vegna síðasta árs og verður 10% af innleggi ársins í ár. Frá og með 1. janúar 1977 fellur þessi skattaafsláttur alveg niður. Úttekt vaxta hefur hins vegar engin áhrif á skattaafslátt sparenda, enda sé úttektin í samræmi við reglur við- komandi banka. Húsnædissparnaðarreikningar 1989-93 Milljónir kr. -1.200 446 582 3.152 5.070 5.244 Meðalinnlegg á ári SJÓÐUR 2 FYRSTI & EINI TEKJUSJÓÐURINN Á ÍSLANDI SEM GREIÐIR MÁNAÐARLEGA VEXTI Sjóður 2 er fyrsti tekjusjóðurinn á íslandi sem greiðir vexti umfram verðbólgu mánaðarlega og hentar því þeim sem vilja auka mánaðarlegar tekjur sínar. • Mánaðarlegar vaxtagreiðslur. • Skattfrj álsar vaxtatelcjur. • Úttekt heimil hvenær sem er, án nokkurs kostnaðar. • Lágmarks inneign í sjóðnum er 500.000 kr. • Fylgir ávöxtun íslenskra markaðsskuldabréfa og rjárfestir einungis í traustum skuldabréfum. • Okeypis varsla bréfanna. • Mánaðarleg yfirlit um vexti og eign. • Hægt að fá vexti lagða inn á reikning í hvaða banka sem er. Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um Sjóð 2 í afgreiðslunni í Ármúla 13a eða í síma 560-8900. Jafnframt er hægt að kaupa Sjóð 2 í útibúum íslandsbanka um allt land. Verið velkomin í VÍB. FORYSTAI FJARMALUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR (SLANDSBANKA HF. • Adili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a. 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.