Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 20
20 D FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Margt að sjá í Frankfurt Lagnasýningin í Frankfurt er stórviðburður á sínu sviði og þar eru ávallt sýndar margar forvitnilegar nýjungar. Hér lýsir Sigurður Grétar Guðmundsson því í máli og mynd- um, sem þar var að sjá. ÞAð ER vandi að velja og hafna; það var svo margt áhugavert að sjá á lagnasýningunni í Frankfurt. Yf- irgengilegt úrval af blöndunartækj- um, aðallega frá Ítalíu, ekki minna úrval af hreinlætistækjum, þar sem hver framleiðandinn reynir að kom- ast fram fyrir hinn í frumleika. t I 1 VARMADÆLAN skilar þrisvar sinnum meiri orku en hún notar, er það ekki góður kostur á „köldum svæðum"? Flestir hafa aðgang að raforku, sem er nauðsyn- leg og hún getur unnið varma úr jarðvegi, sjó eða borholum, þó kald- ar séu. Óneitanlega er stóra ítalska baðker- ið minnisstætt með góðu sæti og dyrum á hlið, einfaldlega að opna, ganga inn, fá sér sæti og umfram allt; muna eftir að loka dyrunum áður en skrúfað var frá vatninu. En spörum orð að þessu sinni og látum myndir tala sínu máli. Krossbundið poly- etenplast, PEX I ----------------- SÓLARORKUKERFI, er það eitthvað fyrir okkur íslendinga? Því er svarað játandi, á svæðum þar sem ekki finnst heitt vatn í jörðu getur sólarorkukerfi komið til greina, það skin sól á íslandi eins og annarsstaðar. Sérstaklega getur þetta verið góður og ódýr kostur við sumarhús, því ekki heit- an pott eða sundlaug þó enginn sé jarðhitinn? FJARVINNSLA í pípulögnum eykst stöðugt, en þá eru lagnahlutar unnir á verkstæði við bestu skilyrði, fluttir full- búnir á lagnastað. Er ekki komin þörf fyrir slíka lausn, svo sem við endurlagnir í eldri fjölbýlishús hérlendis? Álrör NÝTR sjálfvirkir ofnventlar frá Oventrop munu bráðlega fást hérlendis, hvítir, krómaðir eða gylltir. Festingarlag milli ÞAR SEM rými er lítið er góð lausn að áls og plasts láta handlaugina leika á öxli, sveifla henni —;--------------- inn í sturtuna, þegar sest er á salernið og yfir það þegar farið er í sturtu. PLASTRÖR með álröri í miðju er greinilega rör, sem búið er að ná fótfestu. Helstu kostir þessa samspils áls og ' plasts er að komið er í veg fyrir að súrefni ber- ist inn um vegg plast- rörsins og valdi tæringu í ofnum og rörið fær meira þrýstiþol. PLASTRÖR til innanhússlagna, polypro- pen fyrir kalt vatn og polybuden fyrir heitt vatn með tengjum úr sama efni, soð- in saman. Það kemur aldrei ryðlitur á vatn, sem rennur um þessi rör. Plyetenplast Festingarlag Lagnafréttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.