Morgunblaðið - 06.05.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 06.05.1995, Síða 1
JMtargnuWtftMfe • Á rómantísku nótunum/2 • Kirkjulistavika/2 • Skyndimyndir úr næturlífinu/4 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MENNING USTIR BLAÐ ITVÆR aldir hafa tónlistarunn- endur reynt að skilja samhengið á milli tónlistar Wolfgangs Amadeus Mozarts og þess hversu barnalegur og ósiðaður hann var. Algengasta skýringin hefur verið sú að líta á Mozart sem barn gætt ótrúlegum eiginleikum til að semja tónlist. Fjöldi ævi- sagna hefur verið ritaður um tónskáldið en að mati gagnrýn- anda vikuritsins Time hefur ekki tekist að draga upp sannferðuga mynd af manninum Mozart fyrr en nú. Það er rúmlega 600 síðna doðr- antur Mayn- ards Solom- ons, Mozart: A Life sem HarperCollins gefur út, sem Time telur að veiti mönnum inn- sýn í líf tónskáldsins. Solomon leggur megináherslu á tengsl Mozarts við föður sinn, Leopold, sem hann óttaðist allt sitt líf. „Með tímanum fjarlægðist útlit Mozarts þær hugmyndir sem umheimurinn hafði gert sér um hann. Það var eins og hinn fullorðni Mozart væri önnur per- sóna, sem spratt af en var þó ekki hið goðsagnakennda barn, Mozart. Hinn fullorðni sögulegi Mozart varð að postulínstvífara barnsins Mozarts og hið guðlega barn lifði dauða sinn af,“ segir í aðfararorðum bókarinnar. Solomon segir að það hafi Time hrós- ar nýrri bók um W.A. Mozart í hástert Mynd af manninum Mozart fyrst og fremst verið Leopold Mozart sem hafi skapað þessa ímynd. Hann gerði sér fljótt grein fyrir að hann bar ábyrgð á mesta efni tónlistarsögunnar. Hann var ekki fyrsti faðirinn sem kom barni sínu á framfæri en án efa einn sá atorkusamasti. Hann ferðaðist víðs vegar um Evrópu með börn sín, Wolfgang Amadeus og eldri systur hans Nanerl til að kynna soninn og tryggja afkomu fjölskyldunnar. Er Mozart eltist, jókst ósam- komulag feðganna, einkum vegna fjármála og tónlistarferils hans. Kemst Solomon að þeirri niðurstöðu að Leopold hafi ekki sætt sig við að sonurinn varð fullorðinn og kappkostaði að draga úr honum þrótt og leggja áherslu á hið barnalega. Ótti Mozarts við föður sinn hafði mikil áhrif á líf hans. Þeg- ar móðir hans lést árið 1778, er hún fylgdi syni sínum á tónleika- ferðalagi, þorði hann ekki að segja föður sínum frá því fyrr en sex dögum síðar. I bréfi sem hann skrifaði á dánardægri hennar sagði hann aðeins að hún væri mikið veik. Áður skrifað um Beethoven Solomon er tónlistarfræðingur og hefur áður ritað ævisögu Ludwigs van Beethovens. Segir gagnrýnandi Time að Solomon takist að flétta æviatriði Mozarts snilldarlega saman og tengja þau tímanum sem hann var uppi á. Hann dragi upp trúlega mynd af Mozart, foreldrum hans og eiginkonunni Constanze, sem lagði sig fram um að móta imynd eiginmannsins að honum látnum. Þá megi ekki gleyma Básle, frænku Mozarts, sem Solomon telur að Mozart hafi átt í óheftu kynferðislegu sambandi við. Öllum rómantískum hugmynd- um er hafnað, dregin er upp mynd af manni sem var svo illa farinn undir lokin að lyktin við dánarbeð hans var nánast óbæri- leg. Áherslan er lögð á mann af holdi og blóði, höfund verka sem voru afrakstur lífstarfs hans, ekki gjöf frá guði. Amaldur heillar áheyrendur í Ameríku ARNALDUR Arnar- son gítarleikari vann hug og hjörtu áheyr- enda á tónleikum sem norræna félagið í New York efndi til í Norsku sjómanns- kirkjunni á Manhatt- an á dögunum. Þetta kemur fram í um- fjöllun Thomas Mart- ins blaðamanns tíma- ritsins Fortune um tónleikana. Ber hann mikið lof á Arnald og segir að frammi- staða hans hafi verið framúrskarandi. Á efnisskránni voru sigild spænsk gítarverk i bland við minna þekkt verk. í grein Martins kemur fram að túlkun Arnaldar á spænsku verk- unum hafi vissulega vakið að- dáun en gömlu íslensku vöggu- vísurnar hafi hins vegar heillað áhorfendur mest og þá ekki síst roskna New York-búa af íslensku bergi brotna. Víða mun hafa sést tár á hvarmi. Arnaldur er bú- settur í Barcelona þar sem hann starf- ar við gítarleik og kennslu. Hann lagði stund á nám við Tónskóla Sigur- sveins D. Kristins- sonar og síðar við Konunglega tónlist- arháskólann í Manchester á Eng- landi. Þá var hann um hríð undir hand- leiðslu hins virta gítarsnillings José Tomás í Alicante á Spáni. Arnaldur hefur haldið tón- leika víða um heim og unnið til fjölda verðlauna. Thomas Martin er mikill áhugamaður um norræn fræði. Hann talar norsku og sænsku og nemur um þessar mundir ís- lensku. Martin er að rita bók um samskipti Norðmanna og íra og mun meðal annars sækja ísland heim í sumar í því skyni að leita heimilda. ARNALDUR Arnarson. Stúlkumar og góði dátinn Svejk RJÁR ungar konur komu fram á sjónarsviðið í finnskum bók- menntum á öðrum áratug aldarinn- ar. Þetta voru L. Onerva, Aino Kallas og Maria Jotuni. Þær voru engar vinkonur, skrifuðu ólíkt en allar voru þær dramatískar konur. Stúlkan í rósagarðinum 1 Lilla teatern í Helsinki er nú leikin leikgerð á átta smásögum eftir Maríu Jotuni (frumsýning 22.3). Tvær leikkonur (Helena Kallio og Liga Kovanko) leika öll hlutverkin, ýmist til skiptis eða saman. Leikstjóri er Ritva Ahonen. J Allar sögurnar fjalla um alþýðu- stelpur um aldamótin. Þær eni flestar vinnukonur af einhverju tagi og fyrir þeim liggur að giftast. Þær hafa áhyggjur af peningum og ást- arsamböndum sfnum en ekkert ótt- ast þær meira en að pipra. Þá vilja þær heldur giftast þeim sem næstur býðst. Tvær þeirra hafa eignast börn í lausaleik og það er sterkasta atriði leiksins þegar unga stúlkan (Helena) kemur til eldri konu (Ligu) sem hefur auglýst að hún taki ung- börn í fóstur. Smám saman verður móðurinni og áhorfendum Ijóst af orðum fóstrunnar að hún sálgar börnunum. Samt takast samningar með konunum. Texti Mariu Jotuni er afskaplega hlaðinn, fátt er sagt en undirtextinn er nánast óendanlegur eins og í svo miklu af bókmenntum eldri kvenrit- höfundanna. Þetta var magnaður leiktexti en lét áhorfendur einkenni- lega ósnortna. Salurinn var stein- dauður og sýningin misheppnuð. Leikhús í Helsinki Kannski stafaði það af því að yngri leikkonan var yfirspennt og oflék svo að það var nánast erfitt að horfa á hana á köflum. Þessum textum átti ekki að troða ofan í kokið á áhorfendum heldur lokka þá til að koma sjálfa og fá sér bita. Góði dátinn bregst ekki Ég var búin að heyra mikið um sýningu Vírus-leikhópsins á Góða dátanum Svejk eftir Jaroslav Hasek (frumsýning 3.3) og varð ekki fyrir vonbrigðum. Vírus-leikhópurinn er fátækur, frjáls leikhópur sem leikur í heldur frumstæðu samkomuhúsi á einni af smáeyjunum sem heyra til Helsinki. Leikstjóri hópsins í Góða dátanum er Arto av Hállström og í hópnum eru samankomnir miklir hæfileikamenn og -konur. Svejk- sýning þeirra var með því skemmti- legasta sem ég hef séð. Kannski endurspeglast vanmáttur okkar gagnvart æ flóknara og elektr- ónískara „upplýsinga“-samfélagi í því að okkar tímar elska umsvifalaust einfaldar sálir eins og Forrest Gump — og góða dátann Svejk. Góði dátinn Svejk er svo einfaldur, einlægur og bemskur að það hverfist næstum yfir í andstæðu sína. I upphafi leiksins verður Svejk ofurlítið lausmáll á kránni, öryggis- lögreglan situr þar dulbúin og tekur Svejk fastan fyrir ummælin og krá- areigandann líka vegna þess að það er flugnaskítur á myndinni af Aust- urríkiskeisara. Aumingja kráareig- andinn er sendur til að betjast í fyrri heimsstyijöldinni en Svejk er sendur á geðveikrahæli. Þar finnst honum gott að vera og skoðar það sem sæluríkið sjálft vegna þess að þar geta allir verið eins vitlausir og þeim sýnist í friði. Slæmt fínnst Svejk að vera rekinn burt af þessum góða stað, en nú kemst hann í stríð- ið og fær að þjóna sínum keisara og föðurlandinu en það er hans heitasta þrá og draumur. Leikurinn berst út um alla Evrópu. Svejk ger- ist þjónn mjög drykkfellds herprests GUÐHRÆDDI presturinn (Mitja Sirén) er yfirkominn. Svejk (Johan Storgárd) fylgist með af áhuga. og þeir félagar komast í hann krappan þegar alvöruprestur, sann- trúaður í þokkabót, kemur til að rannsaka kristnihaldið í herbúðun- um. Þeim tekst - í sameiningu að hella þann heilaga fullan, það var farsaleikur með svo hárnákvæmt tímaskyn og svo hryllilega fyndinn að áhorfendur voru með hljóðum. Sýningin var ákaflega hröð og hugmyndarík. Átta leikarar léku um fjörutíu hlutverk og fóru á kost- um en ætti að gagnrýna þessa sýn- ingu fyrir eitthvað væri það frekast leikgerðin. Góði dátinn Svejk er ekki þjóðargersemi Tékka fyrir spaugsemina eina saman, heldur þá sérkennilegu blöndu af hlátri og gráti, íroníu eða tvísæi sem ein- ÞAÐ verður að tjalda því sem til er ef maður vill giftast. Liga Kovanko krullar hárið á Helenu Kallio. 4 kennir tékkneska menningu og ; hugsunarhátt. Þjóðfélagsádeilan, j ádeilan á stríð og hernaðaranda og i hið tragi-kómíska í örlögum góða dátans og vina hans var í leikgerð- ' inni en undirskipað hinu fyndna og *. sýningunni tókst ekki að sýna báð- f ar hliðar samtímis. Trúlega hafa markaðshugleiðingar ráðið áhersl- um leikhópsins og þær höfðu að minnsta kosti skilað sér því að þetta j var eina sýningin sem ég sá í Hels- inki þar sem leikhúsið var fullt og áhorfendahópurinn blandaður; þær < vel klæddu konur milli fimmtugs ] og sextugs sem virðast halda uppi | leikhússlífí í Finnlandi voru í minni 1 hluta í þetta sinn. I Dagný hrisljánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.