Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þingkona Kvennalista gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra Borgarstjóri mætti á fundi hjá keppinautunum KRISTÍN Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans, gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í grein í nýjasta tölublaði Veru. Kristín skrifar þar um stöðu Kvennalistans eftir kosningamar og Qallar meðal annars um áhrif þátttöku í Reykjavíkurlistanum á gengi flokksins. „Við töldum okkur vinna mikinn sigur í Reykjavík vorið 1994 og að við værum að nýta tækifæri til að láta til okkar taka í borginni og axla ábyrgð," skrif- ar Kristín. „Borgarstjórinn er kvennalistakona, við eigum tvo borgarfulltrúa og margar konur í nefndum. Ef allt hefði verið með felldu hefði þessi þátt- taka átt að skila Kvennalistanum auknu fylgi. En það er nú eitthvað annað.“ Margrét Skúladóttir Sigurz tekur þátt í keppninni Ungfrú alheimur MARGRÉT Skúladóttír Sigurz með fegurðardrottningu Kólumbíu. „Keppnisandi kominn í stelpumar“ MARGRÉT Skúladóttir Sigurz fegurðardrottning íslands 1994 tekur nú þátt I fegurð- arsamkeppninni Ungfrú al- heimur sem fram fer í borg- inni Windhoek í Namibíu. Margrét segir í samtali við Morgunblaðið að stífar æfing- ar hafi verið undanfarna daga og flestir spái fegurðardrottn- ingum Venezúela, Kólumbíu og Spánar góðu gengi. Sjálf kveðst hún reyna að einbeita sér að skólabókunum mitt í öllum undirbúningnum því hennar bíða próf daginn eftir að hún kemur heim í Fóstur- skóla íslands þar sem hún er við nám. Úrslitakvöldið verður 13. maí næstkomandi en þá hefur Margrét dvalist í Namibíu í 26 daga. „Ég fór frá íslandi 17. apríl en þetta hefur verið fljótt að líða. Núna fyrst er keppnis- andinn kominn í stelpumar og margir herbergisfélagarnir famir að rífast,“ sagði Mar- grét. Undanfama daga hefur dag- skrá fegurðardrottninganna að mestu verið helguð matar- boðum, kokteilboðum og veisl- um en í gærkvöldi bauð borg- arstjórinn í Windhoek þeim á dansleik. „Framundan em svo æfingar á hveijum degi. Það verður ekki allt sýnt í beinni útsendingu úrslitakvöldið. Þess vegna verður tekið upp á sunnudag atriði peð okkur í þjóðbúningum. Á mánudag verður tekið upp atriði með okkur á sundbolum og þá velia dómararnir í raun þær tíu stúlkur sem verma tíu efstu sætin. Úrslitakvöldið sjálft koma allir þátttakendur fram í kjólum og aðeins þær tíu efstu koma fram í sundbolum," sagði Margrét. Ekki lengur sérstakt afl? Síðan segir í grein Kristínar: „Breytti þátttaka okkar í Reykja- víkurlistanum ímynd Kvennalist- ans, var hún túlkuð þannig að með henni værum við að segja að við þyrftum ekki að vera til sem sér- stakt afl og að við gætum vel sam- einazt hinum? Borgarstjórinn undir- strikaði ákveðið hlutleysi með því að mæta á fundi hjá þeim aðilum R-listans sem báðu hana um það, jafnvel hjá Alþýðuflokknum sem við gagnrýndum mjög harðlega á Al- þingi allt síðasta kjörtímabil og var aðili að ríkisstjórn sem við vorum að reyna að fella.“ Kristín segir að Ingibjörg Sólrún hafí jafnframt mætt á fundum hjá Þjóðvaka, sem hafi verið helzti keppinautur Kvennalistans í kosn- ingunum. Vantrú á sérframboð? „Hvaða skilaboð voru þar á ferð til fólks? Kjósendur í Reykjavík hafa ekki gleymt því að Kvennalist- inn er aðili að borgarstjóminni, það fékk maður rækilega að heyra í kosningabaráttunni þar sem ýmis- legt bar á góma sem varðar Reykja- vík og fólk setti greinilega sama- semmerki á milli Kvennalistans og borgarstjórans. Hér er eitthvað á ferð sem erfítt er að skilja, en þau skilaboð sem mér fínnast vera skýr- ust eru vantrú á að sérframboð kvenna skili meiri árangri en orðið er. Er það rétt? Það er hin stóra sj)uming,“ segir í grein Kristínar Ástgeirsdóttur. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Fjármálaráðuneytið Starfshópur um jafnréttismál FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra hefur skipað starfshóp á vegum fjármálaráðuneytisins, sem kanna á framkvæmd jafnréttismála í ráðuneyt- inu og ríkisstofnunum, sem undir það heyra í tollgæzlu og skattkerfí. Að sögn Magnúsar Péturssonar, ráðuneytisstjóra í ijármálaráðu- neytinu, er starfshópurinn skipaður fimm starfsmönnum ráðuneytisins. Hann á að kanna hvort fólki sé mismunað í starfslegu tilliti eftir kynferði, til dæmis varðandi laun, stöðuhækkun, endurmenntun eða annað. Viðbrögð við upplýsingum um launamun Magnús segir að skipan starfs- hópsins sé viðbrögð við skýrslum og rannsóknum, sem sýna fram á mikinn launamun kynja, ekki sízt hjá ríkisstofnunum. Hópurinn hefur þegar hafíð störf. Bilun í prentvél VEGNA bilunar í prentvél lauk prentun Iaugardagsblaðs Morgunblaðsins ekki fyrr en laust fyrir hádegi í gær. Af þessum sökum fór dreifíng blaðsins verulega úr skorðum. Morgunblaðið biður kaupend- ur velvirðingar á þeirri röskun sem af þessu hlaust. Ofsaakstur á óskráðu hjóli LÖGREGLAN í Reykjavík elti öku- mann á mótorhjóli um borgina vegna ofsaaksturs og afstungu á tíunda tímanum á föstudagskvöld. Ökumaðurinn var á mjög öflugu óskráðu og ótryggðu keppnishjóli, hann var réttindalaus og hafði út- búið númeraplötur sjálfur. Hann var eltur eftir Miklubraut frá Reykjanesbraut og hvarf sjónum lögreglumanna vestur Suðurlands- braut þar sem lögreglumenn voru komnir á yfir 150 km hraða, þann- ig að áætla má að hraði hjólsins hafi verið yfir 200 km/klst. í elt- ingaleiknum var reynt að leggja lögreglubíl og -hjóli fyrir hann en hann komst fram hjá þeim og ók tvívegis á ofsahraða á móti rauðu ljósi áður en hjólið fannst í Stangar- holti og ökumaðurinn í bíl skammt frá. Hann var handtekinn og færð- ur í fangageymslu. Síðar sama kvöld var annar mótorhjólaökuþór mældur á yfír 150 km hraða á Kjal- arnesi og var hann sviptur ökurétt- indum á staðnum. A ► l-48 Tungan,sagan og menningin ►Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra segir málaflokkana, sem undir hans ráðuneyti heyra, þess eðlis að það þýði lítið að vera með einhliða yfirlýsingar, laða verði marga fram til samstarfs, þannig að sátt náist sem sæmilegur friður sé um./lO Tekst Jospin hið ómögulega? ►Steingrímur Sigurgeirsson er í París og fjallar um síðari umferð frönsku forsetakosninganna. /12 Friði fagnað ►Hálf öld er nú liðin síðan seinni heimsstyijöldinni lauk í Evrópu. /16 Skemmtilegurtími í skurðlækningum ►Margrét Oddsdóttir hóf störf á Landspítalanum eftir langt nám í Bandaríkjunum, þar sem hún nam kviðsjárskurðlækningar. /20 Flæktur í ferðamálin ►í Viðskiptum og atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Anton Ant- onsson framkvæmdastjóra Ferð- amiðstöðvar Austurlands./22 B________________________ ► l-28 Landkönnun í lífinu ►Ég hefi átt gott líf, átt þrjá al- veg frábæra eiginmenn, sem lifðu hver í sínum heimi, en allir samt einstakir á sínu sviði, segir Evelyn Stefánsson, sem komin ertil ís- lands vegna nýstofnaðrar heim- skautastofnunar Vilhjálms Stef- ánssonar á Akureyri. /1 Zappa ►Tónlistarmannsins Frank Zappa er nú minnst viða um heim. /8 Búiö í bænhúsi ►Hjónin Anne Marie Antonsen og Garðar Sigurgeirsson fluttu ásamt bömum sínum til Kristian- sund árið 1987, þar sem þau fundu höfn eftir langa siglingu milli ís- lands og Noregs./lO Tveir hæstu tindar Afríku ►Helgi Benediktsson fjallgöngu- garpur kleif tvo hæstu tinda Afríku síðastliðinn vetur./14 C BÍLAR_________________ ► 1-4 Dýrasti bíllinn ► BMW 730i kominn til landsins á 8,9 millj, kr. /1 Reynsluakstur ►Kraftur og rásfesta í endurbætt- um Volvo 960. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir Skák 40 1/2/4/6/48/bak ídag^ 40 Leiðari 2« Fólk I fréttum 42 Helgispjall 26 Bió/dans 44 Reýkjavíkurbréf 26 Útvarp/sjónvarp 49 Minningar 28 Dagbók/veður 61 Myndasögur 38 Mannlifsstr. 6b Bréftilblaðsins 38 Dægurtónlist 14b Brids 40 Kvikmyndir 15b Stjömuspá 40 INNLENDAR FB „ÉTTIR: 2—4—8—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.