Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 30/4 - 6/5. ►SALA kindakjöts hefur dregist verulega saman og var 40% minni í marsmánuði en í sama mánuði i fyrra. Kindakjötssala hefur dreg- ist saman um tæp 15% á tólf mánaða tímabili. ►BIÐRAÐIR farþega Strætisvagna Reykjavíkur mynduðust við vagnana á þriðjudag þegar áætlun þeirra fór úr skorðum um allt að 20 minútur vegna aðgerða vagnsljóra SVR. Aðgerðirnar stóðu frá klukkan 13 til 19 og fólust i að ekið var á löglegum hraða auk þess sem vagn- stjórar fóru sér hægt við afgreiðslu farseðla. ►UM 200 þjúkrunarfræð- ingar sem starfa við sjúkra- hús á landsbyggðinni hóta að hætta störfum 1. júní nk. Ástæðan er sú að sérsamn- ingi við þá um staðaruppbót hefur verið sagt upp. ►STEFNT er að þvi að ný dreypilyfjaverksmiðja í Lit- háen í meirihlutaeigu ís- lenskra aðila hefji starfsemi í júlí í sumar. Stofnkostnað- ur verksmiðjunnar er áætl- aður 650 milljónir króna en hlutaféð er 208 milljónir. ►ÞJÓÐSKJALASAFNIÐ tekur á næstunni í notkun lestrarsalinn i Safnahúsinu við Hverfisgötu fyrir gesti safnsins og hefur hanntil umráða næstu 3-5 ár. í safnahúsinu er auk annarr- ar aðstöðu þegar fyrir hendi lestrarsalur Þjóðsjalasafns- ins sem tekur 17 manns í sæti, og í stóra lestrarsaln- um er aðstaða fyrir 36 gesti. Sfldarkvóti ákveðinn með Færeyingnm ÍSLENSK og færeysk stjómvöld kom- ust aðfaranótt föstudags að samkomu- lagi um að setja sér einhliða 250.000 tonna veiðikvóta úr norsk-íslenska síldarstofninum í eigin lögsögu og Síldarsmugunni. Þetta samkomulag var gert eftir að slitnaði upp úr viðræð- um við Norðmenn og Rússa á fímmtu- dag um kvótaskiptingu og veiðistjóm- un. Á þriðja tug skipa fór til veiða í Síldarsmugunni og voru fyrstu skipin á heimleið á föstudag. Átök á vinnumarkaði BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ Sleipn- ir boðaði á þriðjudag til allsherjar- verkfalls félagsmanna frá og með 11. maí. Mjólkurfræðingafélag íslands hefur boðað til verkfalls hjá KEA 8.-10. maí og hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík 10.-12. mai. Vélstjórafé- lag Islands hefur boðað til verkfalls frá hádegi 25. maí og nær það til sjó- manna á öllum fiskiskipaflotanum utan Vestfjarða. Sjómannasamband íslands og Farmanna- og fiskimanna- samband íslands hafa boðað til verk- falls frá og með miðnætti aðfaranótt 25. maí. Meginkrafa sjómanna er breytt verðmyndun á fiski. Ríkissátta- semjari lagði á fimmtudagskvöld fram miðlunartillögu í kjaradeilu Sjó- mannafélags Reykjavíkur og viðsemj- enda og var boðaðri vinnustöðvun 7. maí frestað. Heilsdags sumarskóli SKÓLAMÁLARÁÐ Reykjavikur hefur samþykkt að starfrækja heilsdags sumarskóla fyrir 6 til 9 ára böm í 6 til 8 grunnskólum í höfuðborginni í sum- ar. Þar verður hægt að fá heilsdags- eða hálfsdagsvistun, hádegisverð og eftirmiðdagshressingu gegn gjaldi. Kosningaósigur veik- ir stöðu Majors BRESKI íhaldsflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjómarkosningum í Englandi og Wales á fimmtudag en þá var tekist á um 12.000 sæti. Missti hann nærri helming þeirra 4.100 sæta, sem hann hafði haft, og meiri- hluta í 53 sveitarfélögum. Ræður hann nú aðeins átta sveitarfélögum í Eng- landi og engu í Skotlandi og Wales. Ekki var kosið í London. Verkamanna- flokkurinn og Tony Blair, leiðtogi hans, eru sigurvegarar kosninganna en flokkurinn fékk um 48% atkvæða. Sagði Blair úrslitin vera tímamótavið- burð í breskum stjómmál'um. Fijáls- iyndir demókratar unnu einnig á og fengu um 23% atkvæða. Það voru landsmálin fremur en sérmál sveitar- félaganna, sem vógu þyngst í kosning- unum, og hafa ýmsir frammámenn íhaldsflokksins í sveitarstjómarmál- um brugðist við úrslitunum með því að krefjast þess, að John Major for- sætisráðherra segi af sér sem leiðtogi flokksins. Fjaðrafok vegna ESB-ummæla ►KRÓATÍSKI stjórnar- herinn náði í síðustu viku á sitt vald héraðinu Vestur- Slavoníu úr höndum Serba, sem höfðu lýst yfir sjálf- stæðu ríki þar og í Krajina- héraði. Gáfust Serbar upp eftir harða bardaga en Radovan Karadzic, leiðtogi Bosniu-Serba, og harðlínu- maðurinn Milan Martic, einn leiðtoga Serba í Króa- tíu, hóta gagnárásum fari Króatar ekki með her sinn frá V-SIavoníu. Króatíu- stjóm hefur neitað ásökun- um Sameinuðu þjóðanna um að hermenn hennar hafi beitt Serba, sem teknir vom höndum í Vestur-SIa- voníu, harðræði og eftir- litsmenn Evrópusambands- ins hafa tekið undir það með henni. ►BANDARÍSK stjómvöld hafa ákveðið að veita 15.000 kúbönskum flótta- mönnum, sem em í búðum í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu, hæli í Bandaríkjun- KOSNINGABARÁTTAN í Frakklandi hefur harðnað mjög síðustu daga en skorið verður úr því í dag hvort gaul- listinn Jacques Chirac eða Lionel Josp- in, frambjóðandi sósíalista, verður næsti forseti landsins. Chirac hefur haft nokkurt forskot á Jospin í skoð- anakönnunum en um fimmtungur kjósenda var enn óráðinn um miðja síðustu viku. Chirac hefur valdið nokkru fjaðra- foki með yfírlýsingum um, að fyrir- hugað myntbandalag Evrópusam- bandsríkjanna verði að bera undir þjóðaratkvæði og hefur hann verið sakaður um að láta atkvæðaveiðamar ganga fyrir hagsmunum Frakklands. A föstudag dró hann síðan í land og sagði, að hugsanlega yrði þjóðarat- kvæðagreiðsla óþörf. um. Er það meðal annars gert vegna þess mikla kostnaðar, sem fylgir fram- færslu þeirra í búðunum, en á móti kemur, að Kúb- verjum, sem reyna að kom- ast til Bandaríkjanna sjó- leiðina, verður snúið aftur. ►LEIT að látnu fólki i rústum stjórnsýsluhússins í Oklahomaborg var hætt á föstudag. 164 manns fórust í sprengingunni og er enn tveggja manna saknað. Meira en 400 manns slösuð- ust. Þúsundir lögreglu- manna leit en samverka- manns Timothy McVeighs, sem handtekinn hefur ver- ið vegna ódæðisins. FRÉTTIR Morgunblaðið/I>orkell HJÓNIN Dan og Sandy Heller ætluðu að fara að Bláa lóninu á meðan þau biðu eftir flugi til Parísar. EDDA Bogadóttir, stöðvar- LYDA Kelly Brest og sonarsonur hennar, Matthew Kelly urðu stjóri Flugleiða í Leifsstöð. að eyða nótt í París vegna tafarinnar. Farþegaþota Delta Airways lenti á Keflavíkurveili Dautt á hreyfli en engin hætta á ferðum EITT hundrað og sextíu farþegar og þrettán manna áhöfn voru um borð í Lockhead-þotu bandaríska flugfélagsins Delta, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær með bilaðan hreyfil. Tuttugu farþegar héldu strax til Glasgow með Flug- leiðavél, en aðrir áttu að fara úr landi síðdegis með annarri vél Flugleiða. Ovíst var um hádegi í gær hvort varahlutir í Delta-vélina kæmu til landsins með lítilli þotu frá Bandaríkjunum eða með Flug- leiðavél frá London. Edda Bragadóttir, stöðvarstjóri Flugleiða í Leifsstöð, sagði í sam- tali við Morgunblaðið um kl. 10 í gærmorgun að flugstjóri Delta-vél- arinnar hefði tilkynnt um bilun í vinstri hreyfli um kl. 8 í gærmorg- un og óskað lendingarleyfis í Keflavík. „Lendingin gekk að ósk- um og farþegamir voru allir mjög rólegir," sagði hún. „Tuttugu þeirra fóra með Flugleiðavél til Glasgow og fara þaðan áfram til London og Parísar. Hinir fara í skoðunarferð, að Bláa lóninu og víðar og fá hádegisverð. Eftir há- degi kemur Flugleiðavél frá Osló og hún fer héðan aftur kl. 14.30 með farþega Delta-vélarinnar til Parísar. Sú vél tekur 153 farþega, svo þeir sem eftir eru komast allir með.“ Um hádegi í gær var enn óljóst hvort lítil þota kæmi frá Bandaríkj- unum síðdegis með varahluti og viðgerðarmenn, eða hvort vara- hlutir kæmu með Flugleiðavél frá London og íslenskir flugvirkjar ynnu við viðgerðina. „„Það er búist við að viðgerðin taki 6-8 stundir," sagði Edda Bogadóttir. Engin hætta Lockhead Tristar þotan er búin þremur hreyflum, einum á hvorum væng og þeim þriðja ofan við stél- ið. Hreyfillinn á vinstri væng bilaði. Flugstjóri vélarinnar vildi fátt segja, þegar Morgunblaðið spurði hann um bilunina. „Við misstum einn hreyfil þegar við vorum yfír sjó klukkustund frá Keflavík. Það var aldrei nein hætta á ferðum,“ sagði Kapp flugstjóri. ísland skoðað „Við getum ekki beðið eftir að fá að skoða ísland,“ sögðu hjónin Dan og Sandy Heller og vora greinilega ekki miður sín eftir reynsluna. Þau hjón sögðust eiga erindi til Þýskalands vegna við- skipta, en Parísardvölin ætti að vera frí. „Farþegum var sagt að vélin yrði að víkja af leið vegna vélartraflana. Um minni háttar vanda væri að ræða og lent yrði á íslandi til að kanna ástandið. Þetta gekk allt saman mjög vel, farþeg- amir vora rólegir og við vissum aldrei af neinum vandræðum. Við eram í raun ánægð með að fá tækifæri til að skoða ísland að- eins.“ Nótt í París „Við vorum beðin um að setja á okkur öiyggisbeltin. Um tíma var ókyrrð í lofti, sem við héldum að stafaði af veðrinu, en svo tilkynnti flugstjórinn um bilunina," sagði Lyda Kelly Brest. „Við vissum ekkert af þessu, við bara stoppuðum og reyndumst vera á íslandi," bætti sonarsonur hennar, Matthew Kelly, við bros- andi. Lyda var í sinni fyrstu flugferð til Evrópu, en sagðist alls ekki hafa misst kjarkinn við þessa reynslu. „Við voram aldrei ótta- slegin, fremur en aðrir farþegar. Þegar við komum til Keflavíkur var hringsólað aðeins yfir vellinum áður en vélin lenti og þá sáum við slökkvibíla og annan viðbúnað. Það var þó greinilega aldrei nein hætta á ferðum.“ Lyda og Matthew ætluðu að fara í gær til Parísar og þaðan til Grenoble, þar sem sonur Lydu og faðir Matthews býr. „Þessi töf þýðir sjálfsagt að við verðum að véra í París eina nótt. Eigum við ekki bara að eyða nóttinni á götum Parísar?" spurði amman kankvís- lega og brosti til sonarsonarins, sem tók hugmyndinni ekki fjarri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.